Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 7
V. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990 7 Um 2.8% samdráttur í mjólkurframleiðslu MITSUBISHI INNVEGIN mjólk hjá mjólkur- samlögunum á síðastliðnu ári var 99,8 milljónir lítra, sam- kvæmt bráðabirgðatölum Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. Árið 1988 var innvegið mjólkurmagn um 102,7 milljónir lítra, og er samdrátturinn um því tæplega 3 milljónir lítra á milli ára, eða um 2.8%. Fullvirðisréttur í mjólkurframleiðslu á þessu verð- lagsári er 104 milljónir lítra, og fá bændur ekki greitt fyrir ónot- aðan rétt. Að sögn Gísla Karlssonar fram- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins nam sala mjólkur- afurða á síðasta ári 102 milljónum lítra, og því hefði gengið verulega á smjörfitubirgðir. Samkvæmt bráðabirgðatölum voru birgðir vinnsluvara mjólkur tæplega 12,7 milljónir lítra um áramótin og hafa þær farið verulega minnkandi, en að sögn Gísla þyrftu birgðir að vera um 15 milljónir lítra. Þrátt fyrir þetta sagðist hann telja ólíklegt að grípa þyrfti til innflutnings á smjöri á þessu ári, en það skýrðist þó ekki endanlega fyrr en í apríl. Hann sagði að samdráttur í mjólk- urframleiðslu væri orðinn miklu meiri en reiknað hafi verið með, og samfara því hefði síðan óhagstætt árferði á síðasta ári valdið því að fóður var í lakara lagi, og framleiðl- an því verið minni af þeim sökum. Sextán mjólkursamlög voru starfandi á síðasta ári, og hafði þeim fækkað um eitt frá árinu áð- ur, en mjólkursamlagið á Djúpavogi var lagt niður og færðist fram- leiðsla þess til mjólkursamlaganna á Egilsstöðum og Hornafirði. Sam- dráttur í framleiðslunni var hlut- fallslega mestur hjá mjólkursam- laginu á Þórshöfn, eða 15,7%, og í Reykjavík var samdrátturinn 8,2%. Hjá mjólkursamlaginu á ísafirði var samdrátturinn 7,2%, á Patreks- firði 7,7% og í Buðardal var 5,2% samdráttur. Hjá Mjólkurbúi Flóamanna var framleiðslan á síðasta ári 35,7 milljónir lítra, og dróst hún saman um 1,1 milljón lítra, eða um 2,9%. Innlegg hjá mjólkursamlaginu á Akureyri var 20,4 milljónir lítra, sem er um 100 þúsund lítrum, eða 0,8% meira en árið 1988. Hjá þriðja stærsta mjólkursamlaginu, í Borgarnesi, var framleiðslan 8,8 milljónir lítra, og dróst hún saman um 600 þúsund lítra á árinu, eða 6,2%. Hjá mjólkursamlaginu á Sauðárkróki var framleiðslan 7,8 milljónir lítra og dróst hún saman um 4,6%, og hjá mjólkursamlaginu á Húsavík dróst framleiðslan saman um 2,8%, en hún var 6 milljónir lítra á árinu. GALANT 1990 BILL FRA HEKLU BORGAR SIG VERÐ FRÁ KR. 1.229.760 (eindrif) 1.387.200 (sítengt aldrif) H HEKLAHF ‘fj Laugavegi 170-174 Simi 695500 SPRENGI ‘VIKA! v Lengi hefur safnast í sprengipott hjá íslenskum Getraunum og því er til mikils að vinna. Auk þess kostar röðin aðeins 10 kr. Ert þú viðbúinn stórum vinningi á laugardaginn? Láttu þá ekkert stöðva þig. Getraunaseðillinn er líka fyrir þig. Vatn selt til Frakklands í plastmottum „VIÐ ætluðum okkur ekki að selja vatn, en þetta kom óvænt upp á og nú höfúm við samið um sölu á 18 tonnum næstu sex mán- uðina,“ sagði Sigurður Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Isvéla hf, í samtali við Morgunblaðið um sölu á svokölluðum ísmottum til Frakklands, en fyrsta sending- in fer í næstu viku. Fyrirtækið starfar við fram- leiðslu á ísvélum fyrir frystihús og rækjuverksmiðjur, en hóf fram- leiðslu á þessum ísmottum í fyrra- vor. „Þær voru og eru ætlaðar til að halda ferskum fiski ferskum, þegar hann er sendur í flugi. Þær hylja fiskinn betur en ís og auk þess fer ekkert vatn niður,“ sagði Sigurður. Að sögn Sigurðar hafa nokkrir sýnt þessum mottum áhuga og í nóvember fékk franskur aðili hálft tonn sent til reynslu og hann hefur nú gert umræddan samning. „Frakkinn endurselur motturnar til fransks lyfjafyrirtækis, sem ætlar að nota þær til að halda lyfjum og sýnum köldum,“ sagði Sigurður, sem fær um 50 krónur fyrir hvern lítra. Sigucður sagði að fyrirtækið gæti með góðu móti pakkað tveim- ur tonnum á dag, en motturnar eru 29 sm breiðar og geta verið eins langar og hver vill. s i s mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.