Morgunblaðið - 01.05.1992, Side 9

Morgunblaðið - 01.05.1992, Side 9
9 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992 Afmælishátíð/ hestadagar í tilefni 70 ára afmælis hestamannafélagsins Fáks verður stór- sýning í Reiðhöllinni 1., 2. og 3. maí og hefst hver sýning kl. 20.30. Forsala aðgöngumiða verður í Reiðhöllinni, skrifstofu Fáks, verslununum Ástund, Hestamanninum og Reiðsporti. Miðapantanir í síma 674012. Kveðja, Fákur. Peysudagar í Glugganum MikiÖ úrval af peysum, peysujökkum, blússum, toppum, bómullarbolum ogpilsum. Glugginn, Laugavegi 40. E Aöalfundur Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands verður haldinn þriðjudaginn 12. maí 1992 kl. 20.30 í „Múlabæ", Ármúla 34. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Stjórn Reykjavíkurdeildar RKÍ ALDREI AFTUR í MEGRUN! FRÍTT GRÖNN-KVÖLD Mánudaginn 4. maí kl. 20.00 -23.00 í Menningarmiðstööinni Gerðubergi, Breiðholti. Wlæting kl. 20.00. Allir velkomnir,- engin þörf á að skrá sig. DAGSKRÁ: -Fyrirlestur um mataróreglu og kynning á hugmyndafræði námskeiðanna. -Samskiptavinna með sjálfsþekkingu að leiðarljósi. BmM jALX Axel Guðmundsson ráðgjafi heldur HL. fyrirlestur um Grönn- námskeiðið og ■bwBmK stjórnar samskiptavinnu. GRÖNN-NÁMSKEIÐ Fyrir þá sem vilja takast á við mataræðið með raunhæfum hætti. Offita ekkert skilyrði. Hefst lau. 9. maí og stendur yfir í 4 vikur. Skráning fer fram á Grönn-kvöldinu í Gerðubergi 4. maí. GRÖNN-BRAUÐ — Bökuð með einkaleyfi og einungis seld í bakaríunum Þrem fálkum Smiðjuvegi 4-E og Hamraborg, Kópavogi ásamt Björnsbakarn Hringbr., Austurströnd og Fálkag. Reiðskólinn Hrauni Grímsnesi Reiðskóli fyrir 10-15 ára unglinga Útreiðar og bókleg kennsla um hesta og hestamennsku. Sundlaug með heitum potti - Gufubað - Golfvöllur - Mini golf - Borðtennis - Leikvöllur - Fótboltavöllur - Skemmtikvöld - Grillveisla o.fl. o.fl. Júní Júlí 9 daga námskeið með fullu fæði: Verð kr. 24.900,- Ágúst 8.-16. 30. júní - 8. 5.-13. 18.-26. 11.-19. Framhald 2 Framhald 3 22.-30. 17.-25. Reiöskólinn Hrauni Þar sem hestamennskan hefst! FERÐABÆR HAFNARSTRÆTI 2 - BOX 423 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 623020 - TELEFAX: 25285 J’89 A J O J'90 A J 0 J’91 A J 0 J’92 Verðbólga á ísland og í öðrum OECD-löndum. Þriggja mánaða breyting umreiknuð til árshækkunar. Efnahagshorfur næstu árin í riti Þjóðhagsstofnunar, „Þjóðarbúskapurinn, framvinda 1991 og horfur 1992“ (apríl 1992) er meðal annars spáð í efnahagshorfur áranna 1993-1995. Bollalengingar hér á eftir eru byggðar á efna- hagsspá stofnunarinnar fyrir þessi ár. 1% hagvöxtur 1993-1995 I Þjóðhagsáætlun fyrir árið 1992, sem lögð var fyrir Alþingi i septem- bermánuði síðastliðnum, var gert ráð fyrir að nýtt álver risi á Keilis- nesi á næstmmi með til- heyrandi áhrifum á framkvæmdir í orkubú- skapnum. Skömmu síðar sló Atlantsálhópurinn þessum álversfram- kvæmdum á frest, þar eð álverð fór lækkandi bæði vegna aukins fram- boðs frá fyrrum Sovét- ríkjum og samdráttar i efnahagslífi iðnríkjanna. Horfur eru nú betri um hagvöxt í umheiminum og líkur standa til þess að framboð áls frá Rúss- landi fari fyrr en síðar minnkandi. Það er því trúlegt að bygging álvers á Keilisnesi komi aftur til athugunar áður en langir tímar líða. Þjóð- hagsstofnun telur þó óráðlegt að gera ráð fyr- ir byggingu þess í áætl- unum á líðandi stundu. Af þeim sökum er spáð hægum hagvexti hér á landi, eða um 1%, á tima- bilinu 1993-1995. Þróun helztu útflutnings- greina Nýjustu kannanir á stofnstærð og veiðiþoli þorsks standa ekki til þess að búast megi við umtalsverðri aukningu á framleiðslu sjávarafurða næstu misseri. A móti vegur að loðnan lofar góðu og að sókn í van- nýtta stofna og bætt nýt- ing afla kann að skila auknum verðmætum. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir lítillegri aukn- ingu á verðmæti sjávar- afurða 1993-1995, eða um 1,5 af huudraði á ári að jafnaði. Gert er ráð fyrir að járnblendiverk- smiðjan á Grundartanga og álverið í Straumsvík auki framleiðsu sína nokkuð. Mikil óvissa er I um annan vöruútflutn- ing. Nokkrar útflutnings- gp-einar eiga undir liögg að sækja, einkum hefð- bundnar búvörur og ull- arvörur. Aðrai’ era í sókn, eins og rafeinda- búnaður og ferskvatn. Þá hafa tekjur af ferða- þjónustu aukist um 6 af hundraði á ári undanfar- ið. EES-samning- urinn bætir stöðu okkar Þjóðhagsstofnun spáir því að helztu útflutuings- afurðir okkar hækki nokkuð í verði umfram breytingar á almemiu verðlagi erlendis. „Þaim- ig er gert ráð fyrir því,“ segir í Þjóðarbúskapn- um, „að útflutningsverð sjávarafurða hækki um 3% umfram erlenda verð- bólgu vegna EES-samn- ingsins." Þá er liklegt að verð á áli og kísiljárni, sem er mjög lágt um þessar mundir, hækki um 3% fram til 1995. Þjóð- hagsstofnun spáir 3% hagvexti og 3,5% verð- bólgu í OECD-ríkjum á tímabilinu. Sem og að raunvextir af erlendum I skuldum okkar verði óbreytlir frá árinu 1992. Það skiptir að sjálf- sögðu máli þegar efna- hagshorfur næstu ára er metnar, hvaða forsendur eru gefnar varðandi rík- isfjármál og peningamál. Þjóðhagsstofnun byggir mat sitt á því að fylgt verði aðhaldssamri stefnu í þessum efnum, að erlendar skuldir hækki ekki og að við- skiptahalli við umheim- inn fari miimkandi. Þá er reiknað með því að lækkun vaxta á erleiidum lánum vegna EES-samn- ingsins valdi um 2% meiri fjárfestingu í lok tíma- bilsins en ella liefði orðið. Forsendur og niðurstöður Að öllum þessum for- senduni gefnum fær Þjóðhagsstofnun eftir- farandi niðurstöður sem meðaltöl fyrir árin 1993-1995: * Landsframleiðsla, þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur aukast uni 1% á ári. * Þjóðarútgjöld standa nánast í stað. * Utflutningur eykst um 1,5% á ári. * Kaupmáttur ráðstöf- unartekna á mann stend- ur nánast í stað. * Atvinnuleysi minnkar lítillega. * Verðbólga verður lítil, það er svipuð og í öðrum OECD-ríkjum. * Viðskiptahalli minnkar um 1,5% af landsfram- leiðslu. Hér er að sjálfsögðu um framreikninga, að gefnum ákveðnum for- sendum, að ræða. Þessar forsendur eru um margt óvissar og geta breytzt á skammri stund,-Akvörð- un um byggingu nýs ál- vers myndi breyta mynd- inni umtalsvert. Setja verður fyrirvara um við- skiptakjör við umheim- inn, sem eru óvissu háð. Þá er erfitt að spá um hveraig innlendum fram- leiðendum tekst að nýta sér vaxtartækifæri, sem felast í EES-samningun- um. „Lausatök á stjóra rikisfjármála og pen- ingamála geta líka sett strik í reikninginn," segir í fyrirvörum Þjóðhags- stofnunar. „Það myndi þá endurspeglast i meiri eftirspurn og fram- leiðslu, en einnig meiri viðskiptahalla og aukn- uni skuldum þjóðarbús- ins,“ segir þar. Fróðlegt verður að sjá hvort þess- ar efnahagsspár ganga eftir. Nú Handsaumaðir skór, standast tírrmns tönn. líka fyrir konur HANZ KRINGLUN N I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.