Morgunblaðið - 01.05.1992, Síða 52

Morgunblaðið - 01.05.1992, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992 Bart bjargar Nadiu Comeneci Rúmenska fimleikastjaraan Nadia Comeneci mátti þola erfiða daga eftir að hún flúði heimaland sitt fyrir nokkrum árum. Elskhugi hennar og sam- landi, Constantin Panait, hélt Nad- íu einangraðri frá umheiminum. Nadia segir að Panait hafi haldið henni sem ambátt á heimili sínu, en hann var giftur fyrir. Þegar hún loks komst undan vissi hún ekki hvert hún átti að snúa sér. Þá kom til sögunnar bandaríski fimleikamaðurinn Bart Connor sem var aðdáandi Nadíu frá fornu fari. Hann gerði sér sérstaka ferð til að heilsa upp á fímleikastjörn- una sem lagði heiminn að fótum sér á ólympíuleikunum í Montreal árið 1976. En Bart komst ekki nálægt henni á meðan Panait stjórnaði lífi hennar. Þegár sú rúmenska losn- aði frá samlanda sípum tókust kynni milli hennar og Bart. Hann hjálpaði henni að koma undir sig fótunum og bytjaði á að setja hana í megrun og stranga líkamsþjálfun. Eftir nokkur kynni þróaðist vin- skapurinn í ást og Bart sagði upp kærustunni sem hann hafði verið með í sex ár. Nadía flutti til hans þar sem hann býr í Kaliforníu og ferðast nú um Bandaríkin með fim- leikaflokki og hefur lifibrauð af því. KOKKTEILKEPPNI Þorkell meistari og Bárður í 2. sæti Islandsmeistaramót í sætum staklega þar sem þeim gekk kokkteilum var haldið í Súln- báðum vel. „Það er mjög gaman asal á Hótel Sögu síðastliðinn sunnudag. Þorkell Ericsson bar sigur úr býtum og í öðru sæti varð Bárður Guðlaugsson, en þeir eru báðir bar- þjónar í Perlunni og hafa auk þess unnið saman í um 15 ár. Kokkteillinn, sem Þorkell var með, nefn- ist Perlutár. í honum er 1,5 cl af Finnlandia vodka, 1,5 cl af Pisang Ambon-líkjör, 0,5 cl af Bananalíkjör og 2,5 cl af Pfanner- perusafa. Kokkteill- inn er hristur og því næst skreyttur með lime, blæjuberi og bláberi. Bárður var með kokkteil, sem hann nefnir Perlumynni, og í honum eru 2 cl af Cointreau-líkjör, 1 el af Apricot-brandy og 2 cl af ferskum app- elsínusafa. Því næst er mulinn ís, 1 bar- skeið af Creme de Mente-líkjör og ein eggjahvíta sett saman og þeytt og hellt yfír kokkteilinn. Hann er að Iokum skreyttur með lime og kirsuberi. Um 27 manns tóku þátt í keppninni og segja þeir Þorkell og Bárður að það hafi verið mjög gaman að vera með í þessu, sér- að við skyldum vera með 1. og 2. sætið í keppninni sérstaklega þar sem vinnum saman og höfum gert það í mörg ár. Við vorum Morgunblaðið/Ingibjörg Bárður Guðlaugsson, sem varð í 2. sæti í íslandsmeistarakeppni í sætum kokkteil, og Þorkell Ericsson Islandsmeistari. líka með kokkteila sem við tengdum Perlunni og það er líka kannski svolítið sérstakt af því að við vinnum báðir þar,“ segja þeir. íslandsmeistarinn, Þorkell Ericsson, fer til Vínar í haust þar sem hann tekur þátt í heims- meistarakeppni barþjóna. Fj ölskyldudagur á Pizza Hut I dag er upplagt fyrir fjölskylduna aö koma á Pizza Hut og gæða sér á gómsætri fjölskyldupizzu. Börnin fá frían íslurk frá Emmess. Fjölskyldupizzan er heil máltíð fýrir 4-6 manns. Gerðu þér dagamun og komdu með fjölskylduna á Pizza Hut í dag. Morgunblaðið/Kári Jónsson Hópur úr 4. bekk ML á bakka nýju útisundlaugarinnar á Laugar- vatni eftir að hafa synt 100 km boðsund stanslaust í 24 klst. Amnesty International ÍSLANDSDEILD Aðalfundur samtakanna verður haldinn á morgun, laugardaginn 2. maí, í Kornhlöðunni við Bankastræti og hefst kl. 14.00. Kaffiveitingar. Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin. LAUGARVATN * Aheita- sund í sólar- hring Fjórðubekkingar í Menntaskól- anum á Laugarvatni safna nú peningum fyrir útskriftarferð sinni sem farin verður í vor. í því tilefni efndu þau til sólahringssunds og fengu fólk til að heita á sig nokkr- um krónum fyrir tiltækið. Synt var frá kl. 16 laugardaginn 4. apríl til kl. 16 daginn eftir. Skiptust krakk- amir á um að synda hálftíma í senn, en þó alltaf tvö í einu, í þessa tuttugu og fjóra tíma. Tókst sund- ið með ágætum og voru u.þ.b. 100 km lagðir að baki á þessum tíma. Sundið fór fram í nýrri og glæsi- legri útisundlaug íþróttakennara- skólans sem nýlega var tekin í notkun. - Kári. Sumardvalarheimilið Kjarnholtum Biskupstungum -Ævintýraleg sumardvöl í sveit fyrir 6-12 ára börn- 7. starfsár: Reiðnámskeið, íþróttir, sveitastörf, siglingar, ferðalög, sund, kvöldvökur ofl. Tímabil: 31 maí-6júní 14júnf-20júnf 28júnf-4júlf 12júlf-18júlf 26júlf-1 ágúst 7 júnf-13 júnf 21 júnf-27 júní 5 júlí-11 júlí 19 júlí-25 júlí 3 ágúst-9 ágúst Sama verð og í fyrra kr. 15.800,- Systkinaafsláttur Innritun og upplýsingar í s-98-68808 daginn, 98-68991 kvöld og helgar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.