Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 9 Stretch dragtir og -kjólar TESS V NEl NEÐST VIÐ Opið virka daga frá 9-18 DUNHAGA, og laugardaga 10-14 S. 622230. Herrakvöld Vals föstudaginn 6. nóvemberkl. 20.00 á Hlíðarenda Valsmenn léttir í lund 15% afsláttvr af öllum vörum úr herralistanum til 27. nóvember Pöntunarsími 91-67 37 18 dOHS-SOd Opið virka daga frá ki. 10-18 og iaugard. frá ki. 10-14 SVANNI Stangarhyl 5 Pósthólf 10210 • 130 Roykjavík Sími 91-67 37 13 ■ Talafax 67 37 32 Tenging ís- lenzku krón- unnarvið ECU Þórður Friðjónsson segir m.a. í grein í Fjár- málatíðindum sem ber yfirskriftina: „Markaðs- gengi íslenzku krónunn- ar og ECU“.: „A þeim forsenduni sem hér hafa verið rakt- ar tel ég skynsamlegt að tengja gengi krónunnar við ECU. Atburðarásin þarf hins vegar að vera sú sem ég hefi lýst; fyrst þarf að koma á fót gjald- eyrismarkaði og styriga skipulag peningamála. Þannig fá markaðsöflin aðalhlutverkið við ákvörðun gengisins í stað stjórnvalda nú. Að svo búnu virðist mér rökrétt að tengja gengi krónunn- ar við ECU. Fyrirmyndina er að finna á hinum Norður- löndunum þótt vitaskuld þurfi að laga tenginguna í ýmsum atriðum að is- lenzkum aðstæðum. Með- al annars er líklega hyggilegt að ákvarða í upphafi rýmri gengis- mörk en hin Norðurlönd- in hafa gert, t.d. 6% eins og Bretar og Portúgalar miða við“. ECU-svæðið langmikilvæg- asta viðskipta- svæði Islend- inga Rökin sem Þórður tí- undar fyrir skoðun sinni eru þessi: „ * 1) Tenging krón- unnar við ECU felur lík- lega í sér meiri skuld- bindingu um gengisfestu en fasttenging við heima- tilbúnar gengisvogir. Þetta hvetur innlenda aðila til að haga ákvörð- unum sínum í efnahags- málum þannig að þær tefli ekki gengisfestunni I tvísýnu. Gengisákvarðanir á Norðurlöndum Danir hafa sérstöðu meðal Norður- landaþjóða að því er varðar gengismál. Þeir eru aðilar að myntsamstarfi Evrópu- bandalagsins. Finnar, Norðmenn og Svíar hafa valið að tengja gjaldmiðla sína einhliða við ECU með misrúmum gengis- mörkum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir það sína skoð- un í grein í Fjármálatíðindum „að svipuð tilhögun gengismála og á hinum Norður- löndunum henti við íslenzkar aðstæður". Áður en það geti orðið þurfi hins vegar að koma á fót gjaldeyrismarkaði og styrkja skipulag peningamála. * 2) ECU-svæðið er langmikilvægusta við- skiptasvæði íslendinga; ríflega þrír fjórðu utan- rikisviðskipta íslendinga eru innan þessa svæðis. Tenging við ECU örvar viðskiptín við önnur Evr- ópulönd og gerir ísland álitlegri fjárfestingar- kost fyrir útlendinga. * 3) Þátttaka íslands í Evrópska efnahags- svæðinu er nú í nánd. I henni felst pólitísk ákvörðun un nánara samstarf við Evrópuþjóð- ir í framtíðinni. Það virð- ist því rökrétt að Iiaga gengismálum hér á landi þannig að leiðum verði haldið opnum til að taka þátt í evrópsku myntsam- starfi á síðari stigum". Þórður segir á hinn bóginn að heiztí gallinn við ECU-tengingu krón- unnar sé að mikilvæg við- skiptasvæði okkar liggi utan ECU-svæðisins, einkum Bandaríkin og Japan. Gallinn sé samt sem áður „tíltölulega léttvægur í samanburði við kosti tengingar við ECU ...“. „Gengisfestan eini raunhæfi grundvöllur hagstjómar hér á landi“ Þórður Qalliu- ítarlega í grein sinni um gildandi sm gengistilhögun, gjaldeyr- ismarkaðinn, peninga- markaðinn, stjói-n efna- hagsmála og stöðu sjáv- arútvegsins. í lok grein- arinnar dregur hann saman helztu niðurstöð- ur sem hér segir: „* 1) Skynsamlegt er að breyta leikreglum um gengisákvörðun krón- unnar þannig að framboð og eftirspurn eftir gjald- eyri getí haft áhrif á daglegt gengi krónunn- ar. Markaðsgengi krón- unnar getur stuðlað að betra jafnvægi í þjóðar- búskapnum en gildandi gengistílhögun. * 2) I því skyni að koma á markaðsgengi er nauðsynlegt að þróa gjaldeyrismarkað og virkan peningamarkað. I því sambandi er meðal aniiars mikilvægt að efla stjómtæki Seðlabankans og loka yfirdráttarheim- ild ríkissjóðs í Seðlabank- anum. * 3) Þegar komið hef- ur verið á fót gjaldeyris- markaði og virkum pen- ingamarkaði er skyn- samlegt að tengja gengi krónunnar við ECU. Gengisfesta er eini raun- hæfi gmndvöllur hag- stjómar hér á landi til að tryggja stöðugleika í verölagsmálum. Tenging við ECU virðist rökrétt meðal annars í ljósi þátt- töku íslendinga í Evr- ópska efnahagssvæðinu. * 4) Stefnan í ríkisfjár- málum og peningamálum verður að styðja gengfis- festuna með því að tryggja að heildareftir- spum í efnahagslífinu samrýmist stöðugleika í verðlagsmálum. * 5) Það er skoðun mín að sjávarútvegur verði að jafnaði betur settur við þá gengistil- högun sem hér hefur verið lýst en í núverandi kefi. Að lokum: Ég hefí trú á því að þær breytingar á gengistilhögun og hag- stjóm sem hér hafa verið raktar treysti undirstöð- ur efnahagslífsins og styrki þjóðarbúskapinn. “ Ég þakka börnum mínum, tengdabörnum og barnabörnum, öörum œttingjum og vinum, fyrir gjafir, blóm, skeyti og símtöl d 85 ára afmœli mínu 23. október sl. Þið gerðuð mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Sigurbjörg Ögmundsdóttir. Ég fœri öllum, vinum minum og œttingjum, innilegar þakkir fyrir þá vináttu sem mér var sýnd á 90 ára afmœli mínu 27. okóber sl. Ollykkar velvild gerði okkur hjónunum daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. HalldórM. Sigurgeirsson. Bestu þakkir til þeirra, sem glöddu mig með nœrveru sinni, blómum, gjöfum, símtölum og heHlaskeytum á 85 ára afmœli mínu. Guð blessi ykkur öll. Eðvarð Sigurgeirsson, Ijósmyndari, Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.