Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ IÞROIIIR FIMMTODA^lJg 5^ NÓVEMBER 1992 IÞROTTIR UNGLINGA / HANDKNATTLEIKUR Sigurlið Gróttu í fímmta flokki kvenna á Fjölliðamóti HSÍ. Neðri röð frá vinstri: Svandís Rós Hertervig, Margrét Sigvaldadóttir, Sara Holt, Þóra Hlíf Jónsdóttir, Kristín Geirharðsdóttir. Efri röð frá vinstri: Unnur Halldórsdóttir þjálfari, Eva Þórðardóttir, Guðbjörg Þóra Þorsteinsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Ólafur Sveinsson þjálfari. Morgunblaðið/Frosti Sigurlið Fylkis í fímmta flokki karla. Neðri röð frá vinstri: Erik Eriksson, Róbert Gunnarsson, Jón Hermannsson, Haukur Sigurvinsson og Ámi Torfason. Efri röð frá vinstri: Ragnar Hermanns- son þjálfari, Ófeigur Guðjónsson, Amar Þór Úlfsson, Valdimar Þórsson, Magnús Jónsson, Guðmund- ur Kristjánsson og Ásgeir Jónsson aðstoðarþjálfari. Grótta og Fylkir með sterkustu liðin Vlnkonurnar Ásthildur Helgadóttir, til vinstri, og Margrét Ólafsdóttir með gullpeningana sína. Fimmfaldir ís- Sandsmeistarar ÞAÐ er ekki algengt að íþróttafólk sem stundar hóp- íþróttir hrósi oft ísiands- meistaratitli á sama árinu. Vinkonurnar Ásthildur Helga- dóttir og Margrét Ólafsdóttir eru dæmi um hið gagnstæða. Þær eru sextán ára gamlar oghafa fimm sinnum státað af íslandsmeistaratitli íár, fjórum í knattspyrnu og ein- > um í handknattleik. Þær urðu Islandsmeistarar með Breiðablik f 2. flokki og meistaraflokki, bæði utan- og inn- anhúss og eru íslandsmeistarar með þriðja flokki KR í handknatt- leik. Margrét og Ásthildur hafa leik- ið knattspyrnu með yngri flokkum Breiðablíks og þær eru báðar áþekkar á velli, ekki síst vegna ljósa hársins. Pjölmiðlafólk sem greint hefur frá leikjum Breiða- bliksliðsins hefur oft fallið í þá gryíju að rugla þeim saman. „Okkur hefur stundum verið ruglað saman en aldrei eins mikið og í sumar. Það hefur jafnvel komið fyrir að leikmenn af vara- mannabekknum hafi kailað inná vitlaust nafn,“ sögðu þær vinkon- ur. Lítil hætta er á að það gerist næsta sumar því Ásthildur ætlar að leika með KR næsta sumar í knattspymunni en Margrét verður áfram í Kópavoginum. FYLKISDRENGIR og Gróttu- stúlkur urðu sigurvegarar á Fjölliðamóti HSÍ, sem er fyrsta stórmót vetrarins í fimmta fiokki í handknattleik en mótið fórfram um síðustu helgi í Hafnarfirði. Fylkir getur ekki státað af mikl- um afrekum í handknattleik á þeim tveimur áratugum sem hand- knattleiksdeildin Frostj hefur verið við lýði. Eiðsson Það kann að vera skrifar breytast að minnsta kosti benti frammi- staða a-liðs Fylkis um helgina til að gullin eigi eftir að verða mun fleiri. Árbæjarliðið sem skipað er mörgum af íslandsmeisturum fé- lagsins í knattspyrnu, sigraði í öll- um leikjum sínum á mótinu. Liðið éigraði ÍR í úrslitaleik 15:10 í Kaplakrika, þar sem Árbæjarfélag- ið hafði undirtökin frá byijun. „Við höfum lagt mikla áherslu á varnarleikinn, ef hann er lélegur þá er enginn von til þess að vinna leiki,“ sagði Róbert Gunnarsson, fyrirliði Fylkis. „Við byijuðum vel í öllum leikjunum, komumst alltaf í 3:1 og þó við höfum stundum átt lélega kafla eftir það þá náðum við okkur alltaf upp í síðari hálfleik," sagði Róbert. Ingimundur Ingimundarson, leik- maður ÍR sagði lið sitt hafa leikið undir getu. „Við vissum að það yrði erfítt að eiga við Fylki í úrslit- tjnum en náðum okkur samt aldrei á strik.“ KA hlaut bronsverðlaun eftir sig- Svelnn Stefánsson, fyrirliði KA-b með sigurlaunin. ur á KR og Akureyrarfélagið hrós- aði sigri í keppni b-liðanna. Átta af tólf leikmönnum b-liðsins voru að leika á sínu fyrsta alvörumóti en það kom ekki að sök og sigurinn á ÍR í úrslitaleiknum var allan tím- ann nokkuð öruggur. FH átti bæði liðin í úrslitum c- liðakeppninnar þar sem C-lið fé- lagsins vann D-liðið. Mikill áhugi er fyrir handknattleik í Hafnarfirð- inum en um 40-50 drengir æfa í þessum aldursflokki. Nefbrotin en lék samt Þóra Þorsteinsdóttir, stórskytta Gróttu í fímmta flokki kvenna nef- brotnaði eftir samstuð á laugardeg- inum. Hún lét það þó ekki aftra sér og var atkvæðamikil í úrslitaleik A-liðanna sem fram fór í íþrótta- húsinu við Strandgötu. Þóra skoraði fimm af sjö mörkum Gróttu í 7:3 sigri á ÍR en Gróttustúlkur höfðu undirtökin frá byijun. Liðið tapaði aðeins einum leik, - fyrsta leik riðla- keppninnar sem einmitt var gegn ÍR. Þóra Hlíf Jónsdóttir markvörður og fyrirliði Gróttu sagði þó leikinn við Fram hafa verið erfíðasta leik mótsins en vildi lítið minnast á fyrri leikinn gegn ÍR. „Við vorum ekki vaknaðar," sagði Þóra en leikurinn fór fram klukkan níu á laugardags- morgninum. Grótta sigraði einnig í fimmta flokki b-liða sem leikin var í Víði- staðaskóla. Grótta sigraði FH 6:3 í úrslitaleiknum. 200 gistu I Lækjarskóla Mótið var gífurlega fjölmennt. Um sjö hundruð keppendur tóku þátt í mótinu frá 64 liðum. Leikið var í fimm íþróttasölum í Hafna- fírði auk þess sem um 200 keppend- ur frá Akureyri og Vestmannaeyj- um gistu í Lækjarskólanum. Hafn- arljarðafélögin, FH og Haukar tóku höndum saman og sáu um fram- kvæmd mótsins og Hafnafjarðar- bær gaf verðlaun. ÚRSLIT 5. FL. KARLA A-LIÐ A-riðill: KA 8, Stjaman 6, HK 4, UMFA 2, Selfoss 0. B-riðill: Fylkir 8, FH 6, Grótta 3, Þór Akureyri 4, Týr 0. C-riðiIl: ÍR 7, Fram 6, UBK 4, Þór Vest- mannaeyjum 2, Fjölnir 1. D-riðill: KR 8, Vaiur 6, Víkingur 4, Haukar 2, ÍA 0. Undaúrslit: KA-ÍR.............................12:14 Fylkir-KR.........................19:13 Leikir um sæti: 1. Fylkir-ÍR......................15:10 Fylkir: Róbert Gunnarsson 6, Haukur Sig- urvinsson 4, Guðmundur Kristjánsson 3, Ámi Þór Úlfsson 2. ÍR: Ingimundur Ingimundarson 6, Bjarki Sveinsson 2, Sturla Ásgeirsson og Hiíðar Pétursson 1. 3. KA-KR...........................16:7 KA: Jóhann Hermannsson 6, Atli Þórarins- son 3, Hilmar Stefánsson, Jónatan Magnús- son og Lárus Stefánsson 2, Hólmar Finns- son 1. KR: Davíð Egilsson og Eiríkur Lárusson 2, Ásgrímur Sigurðsson, Guðmundur Stein- þórsson og Alfreð Finnsson 1. 5. FLOKKUR KVENNA A A-riðiil: ÍBV 6, Fylkir 4, Stjaman 2, HK 0. B-riðill: Grótta 4, ÍR 4, FH 4, HK 0. C-riðill: Fram 6, Valur 3, ÍA 2, UMFA 1. D-riðill: Haukar 4, KR 2, Víkingur 0. Milliriðill: Stjaman-ÍR......................5:14 ÍBV - Fjölnir...................12:0 ÍR-ÍBV...........................7:6 Stjaman - Fjölnir................6:1 HK-Grótta.......................0:20 Fylkir-FH...................... 3:6 Grótta - Fylkir.................16:3 HK-FH...........................1:25 UMFA-Haukar.....................1:10 Valur - Víkingur.................5:0 Haukar - Valur..............'....6:0 UMFA - Víkingur..................8:3 ÍA-KR............................7:5 KR-Fram.........................5:13 Sigurvegarar í milliriðlum: ÍA, Grótta, Haukar, Fram. ÍR- Haukar.......................7:4 Grótta-Fram....................11:10 Leikir um sæti: l.Grótta-ÍR...........................7:4 Mörk Gróttu: Þóra Þorsteinsdóttir 5, Margrét Sigvaldadóttir og Sara Holt 1. Mörk ÍR: Drífa Skúladóttir 2, Mónika Hjálmtýsdóttir og Silja Andradóttir 1. 3. Fram - Haukar..................8:1 Mörk Fram: Bjamey Ólafsdóttir og Ingi- björg Jóhannesdóttir 3, Anna Gísladóttir 2. Mark Hauka: Sif Magnúsdóttir. 5. FL. KVENNA B A-riðill: Grótta 5, FH 4, fR 3, Stjaman 0. B-riðill: ÍBV 6, KR 4, UMFA 2, Víkingur 0. Undanúrslit: Grótta-KR.........................5:2 FH-ÍBV............................4:3 Leikir um sæti: l.Grótta-FH.......................6:3 Mörk Gróttu: Guðrún Gunnsteinsdóttir og Kolfinna Jónatansdóttir 2, Hervör Páls- dóttir og Hildur Guðlaugsdóttir 1. Mörk FH: Guðrún Pálsdóttir 2, Hulda Sigmundsdóttir 1. 3.IBV-KR........................8:0 Mörk ÍBV: Kolbrún Ingólfsdóttir 4, Vigdís Ómarsdóttir 2, Hrefna Ilaraldsd. og Anita Ársælsdóttir 1. 5. iR-UMFA.....................14:3 7. Stjarnan - Víkingur........ 7:4 5. FLOKKUR KVENNA C Grótta-fR.......................1:5 FH - Grótta.....................8:0 ÍR-FH...........................4:5 Grótta - ÍR.....................0:7 FH-Grótta......................10:3 fR-FH...........................5:6 Lokaröð: 1. FH, 2. ÍR, 3. Grótta. Frá úrslltalelk KA og ÍR í flmmta flokki b á sunnudag. Það er Helgi Stef- ánsson, KA-maður, sem brýst í gegnum vöm andstæðingsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.