Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 íslendingar eru of heimskir fyrir EES eftir Kjartan Norðdahl Utanríkisráðherra telur íslenzku þjóðina of heimska til þess að henni sé treystandi til að meta EES-samn- inginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. í leiðurum DV 26. ágúst og 12. september sl., Tímans 25. ágúst sl. og Degi á Akureyri 26. ágúst sl. er þessi athyglisverða skoðun ráðherr- ans rækilega rakin. Hafí einhver vafi leikið á um skoðun ráðherrans á vitsmunastigi alþýðu ísiands er sá vafí horfínn með nýjustu yfirlýsingu hans, sem er á þá leið, að menn geti fengið að greiða atkvæði um það í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir ca. 2 ár, hvort segja eigi samningnum upp! Þetta er svona álíka, eins og kvennalistaþingmaðurinn Ingibjörg Sólrún hefur bent á, eins og ef þeini sem voru á móti byggingu Perlunnar og Ráðhússins, hefði verið boðið upp á, að eftir svona tvö ár mættu þeir ákvéða hvort rífa ætti húsin niður! Fyrir nú utan, að svona uppá- stunga er einungis til þess gerð að gera gys að almenningi, hefur stjómarandstaðan þegar lýst því yfir, að komist hún í valdastólana ætli hún ekki að segja EES-samn- ingnum upp. Það má segja, að þetta sé eins konar lokaáfangi í stórbrotinni yfir- lýsingareið utanríkisráðherra vegna þessa merkilega máls. Hver sá, sem beitt hefur sér gegn EES eða haldið uppi gagnrýni á EES, gerir það, að mati ráðherrans, af vanþekkingu og misskilningi, eða vegna þess að hann vill einangra ísland og gera það að Albaníu norð- ursins, eða af því að hann er svo Iangt á eftir öllum hugsandi mönn- um, að hann ætti í rauninrii að ganga um á kúskinnsskóm fýrri alda eins og þær Kvennalistakellingar. Meðreiðarsveinn hans, virðulegur forsætisráðherra, hefur svo bætt við yfirlýsingarnar og áminnt þjóðina um að vera ekki að horfa - með heimóttarsvip - til annarra landa. Og núna um daginn datt sú óborgan- lega setning upp úr forsætisráð- herra, aðspurður um þjóðaratkvæða- greiðslu, að það væri nú ekki aiveg nógu gott því þá gæti þjóðin - „kom- izt með puttana í málið"! Og nú hefur þeim ráðherragáfna- ljósunum borizt óvæntur liðsauki. Enginn annar en hann Bent Koch, ritstjóri danska dagblaðsins Fyens Stifttidende - og íslandsvinur, lýsti því yfir í DV 24. okt. sl. að ekkert sé að marka þjóðaratkvæðagreiðsl- ur, „það er vegna þess að maður veit aldrei nákvæmlega um hvað fólk er að greiða atkvæði", segir hr. Koch. En er það þá ekki merkilegt, að einmitt af því að sú lýðræðislega aðferð var viðhöfð í heimalandi Kochs, að leyfa kjósendum að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um Maastricht, er nú verið að fjalla um að opna EB, hætta öllu pukri og gera alla- ákvarðanatöku lýðræðis- legri - þökk sé nei-urunum í Dan- mörku (þ.e. hinum heimska lýð), en ekki stjómmálamönnunum. Þetta hefur meira að segja haft þær afleiðingar hér heima, að hún Ingibjörg Sólrún, sem að eigin sögn hefur lengi staðið klofvega á EES- girðingunni, þorir nú að stökkva af henni, EES-megin og jafnvel EB- megin! Allt vald spillir Sagt hefur verið að allt vald spilli og alræðisvald gerspilli. Það er áreið- anlega mikill sannleikur í þessu fólg- inn, eins og sagan hefur reyndar margsannað. Vægustu einkennin lýsa sér í því, að sá, sem nær völdum eða kemst í einhverja lykilaðstöðu í þjóðfélag- inu, byijar fljótlega á því að þykjast vera yfir aðra þjóðfélagsþegna haf- inn, en verstu einkennin eru að við- komandi hreinlega kúgar þegnana. Hér á landi finnast þó nokkrir einstaklingar, sem virðast illa haldn- ir af hinum vægari einkennum valda- sýkinnar og hrokans, sem ávallt fylgir með, þ.e. þykjast þess um- komnir að hefja sig yfir aðra og vera einmitt þeir, sem eigi „að hafa vit fyrir öðrum“. Einn slíkur er undirtylla utanrík- isráðherra, svonefndur - aðstoðar- maður. Undirtyllan í Mbl. hinn 9. sept. sl. með yfir- skriftinni - Af lýðskrumi - kemst undirtyllan að þeirri niðurstöðu, að þeir, sem eru á móti - „lýðræðislegu samrunaferli í Evrópu", séu haldnir slíkri formyrkvun hins pólitíska hug- arfars að skelfílegt sé, „þeir sem þannig tala telja sig greiniíega ekki lifa á öld upplýsinga frekar en þeir gerðu austurríski húsamálarinn eða guðfræðingurinn frá Georgíu". Ef einhver skyldi nú ekki skilja það er undirtyllan hér að líkja and- stæðingum EES við þá félaga Hitler og Stalín! í annarri grein í Mbl. með yfir- skriftinni - „Þjóðaratkvæði er þarf- laust“ - hinn 22. okt. sl. kemst undirtyllan að annarri merkilegri niðurstöðu, en hún er sú, að þótt jafn viðamikill samningur og EES- samningurinn er, hljóti alltaf að inni- halda mikið af - álitamálum - þá sé það vissulega ekki kjami málsins - „ ... heldur aukaatriði, sem er aðeins tímasóun að beina athygli sinni um of að,“ (leturbr. mín). „Aukaatriðin“ En hver skyldu þau nú vera, þessi - álitamál - sem eru aukaatriði að mati „aðstoðarmanns" utanríkisráð- herra? Þau eru t.d. þessi: 1. Vilja íslendingar vera með í hinu „lýðræðislega" samrunaferli Evrópu? 2. Er EES-samningurinn brot á stjórnarskrá íslands? 3. Hversu mikið valdaframsal á sér stað með samningnum? 4. Er það boðlegt íslenzku lýðræði að afgreiða þennan samning með einföldum meirihluta á Al- þingi, þegar hin Norðurlöndin beita auknum meirihluta? 5. Hvar er hið ítarlega áhættumat, sem Alþingi lofaði að gera varð- andi þennan samning? 6. Hver er aðalávinningurinn af aðild íslands að samningnum og hvernig er hann reiknaður • út? 7. Hvaða trygging er fyrir því, að hingað streymi ekki útlendingar í leit að vinnu, sbr. hið mikla atvinnuleysi í EB-ríkjunum? 8. Við hvaða mörk ætlar ríkis- stjórnin að miða, ef hún hyggst beita öryggisfyrirvaranum? 9. Hvar erú útreiknaðar líkur á því að ungt fólk hér á landi komist í atvinnu í Evrópu sbr. títtnefnt atvinnuleysi þar, einkum hjá ungu fólki? 10. Hvemig ætla íslenzk stjómvöld að hindra að fasteignir, þar með taldar hlunnindajarðir hér á landi, verði ekki keyptar upp af erlendum auðkýfingum? 11. Hefur farið fram faglegt mat á því, hvernig íslenzk stjórnvöld eigi að stuðla að vemdun ís- lenzkra séreinkenna og íslenzks þjóðararfs, þegar landið hefur verið opnað upp á gátt með fjór- frelsinu? Rúmsins vegna er ekki pláss til þess að fara ofan í öll þessi álitamál (sem eru auðvitað miklu fleiri) en þó verð ég að gera stuttar athuga- semdir við tvö þeirra. Um kaup á landi o.fl.: Um þetta atriði sagði Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra, niðri á Alþingi að bæði fyrri og núver- andi ríkisstjórn væri með allt niður um sig í málinu. Ekkert mál, segir utanríkisráð- herra, við setjum bara girðingar. En hvaða álit hefur landbúnaðarráð- herra á uppsetningu girðinganna nú? í Mbl. 28. ágúst sl. segir: „Hall- dór sagði að á þessari stundu lægju ekki fyrir fullnægjandi upplýsingar um að slíkt sé heimilt." Og í blaðinu Degi á Akureyri seg- ir hinn gijótharði EES-sinni, Tómas Ingi Olrich alþingismaður, - „Vem- legur galli á EES-samningnum“, og ennfremur: „Ef við viljum sam- þykkja samningana verðum við að finna einhveija leið framhjá þessu“! Síðan hef ég ekki heyrt hann minnast á þetta mál meir. Um ávinninginn: Meginávinninginn af EES segir utanríkisráðherra vera á sviði sjáv- arútvegsins. Hvemig má það þá vera, að á nýafstöðnu fiskiþingi, klofnuðu fulltrúar þess í tvennt í Kjartan Norðdahl „Það er alveg skiljan- leg't að fólk sé ekki mikið að hafa fyrir að kynna sér mál, sem það veit að það hefur ekk- ert vald yfir, fær engu um breytt og er ekkert spurt um.“ afstöðu sinni til samningsins? Helm- ingurinn vildi vísa málinu til þjóðar- atkvæðis en hinn helmingurinn vildi láta samþykkja samninginn. Meira að segja hinn þjóðkunni bjargvættur og þjóðarsáttarmeistari, Einar Oddur, vill leyfa fólkinu í land- inu „komast með puttana í málið“ og hefur einnig bent á að sökum þess hve sjávarútvegsfýrirtæki á ís- landi eru skuldsett geti EES hæg- lega snúizt upp í martröð. Þj óðaratkvæðagreiðsla í hinum EFTA ríkjunum er EES- samningurinn afgreiddur ýmist með auknum meirihluta á þjóðþingunum eða með þjóðaratkvæðagreiðslu. Hér á landi á að afgreiða hann með ein- földum meirihluta á þingi rétt eins og verið væri að samþykkja ný um- ferðarlög. Finnst alþingismönnum þetta virkilega við hæfi? Sú skoðun að hinn almenni kjós- andi sé óhæfur til þess að taka skyn- samlega afstöðu til samnings af þessu tagi er kolvitlaus, eins og nýleg dæmi frá Danmörku og Frakk- landi hafa rækilega sannað. Eftir atkvæðagreiðsluna í Danmörku um Maastricht var fólkið spurt af hveiju það hefði neitað samningnum og þá svaraði það því til að of mikið full- veldisafsal hefði verið fólgið í samn- ingnum að það vildi ekki sjá af dönsku krónunni og að það óttaðist of óhindraðan innflutning útlendinga og flóttamanna, en ekki því að það hefði verið svo óánægt með ríkis- stjórnina og tók ekki undir með því að stjómin ætti að segja af sér. Ef fólk veit að það á að taka af- stöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá - og þá fyrst, kynnir það sér af alvöru málið í öllum aðalatriðum, sbr. til hliðsjónar að í Danmörku og Frakk- landi komust öll rit og bæklingar sem fjölluðu um Maastricht á met- sölulista og það þótt ókeypis upplýs- ingarit hefðu verið send inná hvert heimili, eins og Mitterrand Frakk- landsforseti lét gera. Það er alveg skiljanlegt að fólk sé ekki mikið að hafa fyrir að kynna sér mál, sem það veit að það hefur ekkert vald yfir, fær engu um breytt og er ekkert spurt um. Það er alkóliólisti í hvem fjölskyldu eftirMarinó Þorsteinsson Ég hef eins og fleiri fylgst með þeirri óhugnanlegu þróun sem orðið hefur á fíkniefnaneyslu og ofnotkun vímuefna hér á landi og þeim hörmulegu afleiðingum sem slíkt hefur í för með sér. Dág eftir dag flytja fjölmiðlar fréttir af glæpum og slysum sem rekja má beint eða óbeint til neyslu vímuefna. Því hefur meira að segja verið haldið fram að 90% þeirra sem gista fangelsin hafi framið afbrot sín undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. En þetta er eingöngu það sem út á við snýr. Fjölmiðlar skýra eðlilega ekki frá hinni þöglu baráttu sem á sér stað inni á heimilum virkra alkó- hólista og fíkniefnaneytenda. Þeir segja okkur ekki frá angistinni, von- leysinu, einangruninni og niðurlæg- ingunni sem endar allt of oft með upplausn fjölskyldunnar og setur mark sitt á meðlimi hennar, mark Electrolux í s s k á p sama verö um land allt HUSASMIÐJAN Ili'iniasmiójan og sölustaðir um land allt. sem varir lengi og jafnvel ævilangt. Þetta gerist þrátt fyrir það að allir þeir sem þurfa og vilja geta leitað til meðferðarstofnana á kostn- að þjóðfélagsins. Þetta gerist þrátt fyrir það að íslenskar meðferðarstofnanir séu meðal þeirra bestu í heiminum. Þetta gerist líka þótt AA-samtök- in hérlendis séu öflugri en víða ann- ars staðar og hafi breiðst út til allra byggðarlaga landsins. Þetta gerist líka þótt fólk hér sé almennt upplýstara um einkenni alkóhólisma en annars staðar ger- ist, þökk sé þessum aðilum og öðrum sem lagt hafa hönd á plóginn þótt seint verði nóg gert. Þetta gerist líka, þrátt fyrir það að fjöldi þeirra sem náð hafa aftur tökum á lífi sínu með hjálp AA-sam- takanna eða annarra sé slíkur, að hver einasta fjölskylda á íslandi þekkir til einhvers þeirra. En eitt af því sem AA-samtökin benda liðs- mönnum sínum á er einmitt að þeim beri að hjálpa öðrum alkóhólistum sem enn þjást. Hvað er það sem veldur því að fleiri og fleiri verða vímuefnum að bráð, sjálfum sér, aðstandendum sínum og öðrum til ómældrar ógæfu og þjóðfélaginu til fjárhagsbyrði? Sjálfsagt finnast fleiri en eitt svar og aðrir til þess hæfari geta svarað þessu. En það sem upp úr stendur er sú staðreynd, að þessi erfiði vandi stækkar og það verður að spoma við fótum. Það gerist hins vegar ekki með því að fækka þeim meðferðarstofn- unum sem fyrir hendi eru, eins og stjórnvöld hafa boðað. Þvert á móti verður að snúa vörn í sókn, styrkja þær og gera þeim kleift að fylgjast með því sem best gerist á þessu sviði; auka fræðslu fyrir aðstand- endur, bæta löggæslu og fíkniefna- eftirlit og síðast en ekki síst þarf að stórauka fyrirbyggjandi aðgerðir s.s. með fræðslu í skólum og þess háttar. Þá er ég kominn að því, sem var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.