Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 'i"jj ■■ y .-| r ^ ’ i 1 it'í ru iH V" h Vrl» ur 43 Ritstjórar Danskrar-íslenskrar orðabókar, þær Ingibjörg Johannes- sen og Hrefna Arnalds, og Halldóra Jónsdóttir aðstoðarritstjóri. Dönsk-íslensk orðabók Norræn menningarkynn- ing að hefjast í Lundúnum Norræn menningarkynning „Tender is the North“ hefst í Lundúnum 10. nóvember næstkomandi. Kynningin fer fram á ýmsum stöðum í borginni, meðal annars Barbican Centre, Design Museum, Wigmore Hall og víðar. Verndarar kynningarinnar eru Elísabet II. Englands- drottning, Margrét II. Danadrottning, Karl XVI. Gustaf Svíakonung- ur, Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands, Koivisto forseti Finnlands og Haraldur V. Noregskonungur. Vigdís Finnbogadóttir forseti mun flylja fyrirlestur um „nordic identity." Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Dönsk - íslensk orðabók (945 bls.) ísafoldarprentsmiðja 1992. Oft hefur verið á það minnst hve mikilvægt það er smáþjóð að eiga góðar orðabækur. Orðabókastarf má kallast mælikvarði á sjálfsvirð- ingu þjóðar og prófsteinn á það hvort hún fylgist með í þróun al- þjóðlegrar þekkingar. Óþarfi ætti að vera að minna á að því stærri sem þjóð er þeim mun auðveldara er fyrir hana að ráðast í annað eins fyrirtæki og orðabókargerð. Sem þýðir þá, öfugt skoðað, að litlar þjóðir þurfa að leggja margfalt meira á sig til þess að hafa í heiðri eigin tungu og menningu. Hér skal skotið inn dæmi um það hve stórþjóðirnar eiga hægt um vik að þessu leyti. Forlagið Duden var rekið í báðum þýsku ríkjunum fram að margfrægri sameiningu. Aust- anmegin unnu fræðimenn við frem- ur fornfálegar aðstæður meðan starfsfélagar þeirra vestanmegin unnu svipuð störf í tölvuvæddu umhverfi. Hvorugt Duden-forlagið sló af fræðilegum metnaði, hvorugt taldi sig neinn aukvisa. Við samein- ingu þýsku ríkjanna var hafist handa um sameiningu þessara tveggja forlaga sem munu þá standa margfalt sterkari eftir en áður. Dönsk-íslensk orðabók ísafoldar- prentsmiðju er mikið verk, bókin geymir 45.000 uppflettiorð og þen- ur sig yfir 945 blaðsíður. Ritstjórar voru Hrefna Arnalds og Ingibjörg Johannessen og aðstoðarritstjóri Halldóra Jónsdóttir. Aðrir sérfræð- Jónas Inglmundarson píanóleik- ari. ánægjuefni að fá Jónas inn á tón- leikaröð sína í vetur. Efnisskrá er fjölbreytt. Sala aðgöngumiða verður við inngang. ingar, ráðgjafar, prófarkalesarar og setningar- og umbrotsmenn teljast vera um 80 talsins. Þessi mikli fjöldi aðstandenda verksins staðfestir skynsamlega vinnutilhögun: Það hlýtur hverju sinni að vera happa- drýgst að fá sérfræðinga til að kljást við mismunandi þætti verks. Bókin er byggð á Politikens Nu- dansk Ordbog, þaðan er stofninn í orðaforðanum fenginn sem og ein- stök textadæmi. Aðrar orðabækur, sem stuðst hefur verið við, eru hátt á þriðja tug talsins. Meðal þeirra eru Ensk-íslensk orðabók Arnar og Örlygs, Orðabók um slangur og slettur í útgáfu_ Svarts á hvítu og Orðalykill eftir Árna Böðvarsson. A listanum er einnig Dönsk-íslensk orðabók eftir Ágúst Sigurðsson, Ole Widding og Freystein Gunnarsson sem ísafoldarprentsmiðja gaf ein- mitt út á árum áður. Freistandi er að gera örlítinn samanburð á þessum tveim dönsk- íslensku orðabókum. í höndum mín- um er útgáfan frá 1973, 1.055 bls. að lengd og með u.þ.b. 30.000 upp- flettiorðum. Ég tók 20 orð úr nýju orðabókinni með slembiúrtaki og bar þau saman við útgáfuna frá 1973. Mikil samkvæmni er í orða- forða bókanna. Aðeins eitt þessara í fréttatilkynningu segir að menntamála- og utanríkisráðu- neytin hafi ásamt listráðunautum og listamönnum unnið að því að gera þátt íslands sem veglegastan. Meðal íslenska efnisins séu margs- tuttugu orða, „fjerntboende", finnst ekki í gömlu orðabókinni. Þýðingar eru svipaðar en fjarri því alltaf eins; í nýju orðabókinni eru að jafnaði gefnir upp fleiri möguleikar en í þeirri gömlu. Hvers kyns upplýs- ingar - s.s. um merkingu, beyg- ingu, hljóðfræði og þekkingarflokk- un - eru ýtarlegri í nýju bókinni. Þýðingar í nýju bókinni eru stund- um með öðrum blæ en í þeirri gömlu. Mismunandi þýðingar ein- stakra orða er oft freistandi að líta frekar á sem blæbrigðamun - sem í sjálfu sér býður upp á fijóar vangaveltur - heldur en raunveru- legan merkingarmun. Svo nefnt sé það sem augað staldrar fyrst við: Hvort á t.d. að þýða „papirmasse" sem „pappírsdeig“ eða “pappírsk- voðu“? Orðabókargerð er skapandi og krefjandi starf\þar sem stundum þarf að sýna vo‘gun. Mér þykir það t.d. alldjarft þegar „naivisme“ er þýtt á íslensku sem “næfismi" eða „naívismi". Var fullreynt með að finna hér íslenskan orðstofn? Dönsk-íslensk orðabók er af- rakstur metnaðarfullrar vinnu. Að- standendur bókarinnar geta verið stoltir af henni og skólafólk, þýð- endur og almenningur munu eflaust taka þessu verki fegins hugar. En þótt ein orðabók sé í höfn bíða fleiri síns tíma: Hvenær lítur dagsins ljós ný þýsk-, frönsk- eða ítölsk-íslensk orðabók? konar tónleikar, þátttaka í norr- ænni myndlistar- og listhönnunar- sýningu. Einnig standa átta ís- lenskir myndlistarmenn að samtíð- arlistasýningum. En þær sýningar eru ekki í beinum tengslum við menningarkynninguna í Barbican Centre. Meðal íslenskra tónlistarmanna eru Sigrún Eðvaldsdóttir, Blásara- sveit Reykjavíkur, Einar Jóhannes- son, Gunnar Guðbjörnsson, Pétur Jónasson, Barnakór Kársnesskóla, Áshildur Haraldsdóttir, djasshópur undir stjórn Guðmundar Stein- grímssonar, Mezzoforte og þjóð- lagahópurinn Islandica. Einnig mun djasshljómsveitin Súld koma fram og KK-blues. Sérstaklega verður haldið upp á fullveldisdaginn 1. desember með hljómleikum og Thor Vilhjálmsson, rithöfundur mun einnig koma fram. Flutt verður tónlist eftir Áskel Másson, Pál ísólfsson, Karl O. Runólfsson, Sigfús Einarsson, Jón Leifs, Jón Þórarinsson, Þorkel Sig- urbjörnsson og Atla Heimi Sveins- son. Leikgerð Sveins Einarssonar af Bandamannasögu verður flutt. Einnig leikritið „Ég er meistarinn" eftir Hrafnhildi Guðmundsdóttur Hagalín. Islenskir leikarar flytja verkin. Norrænar kvikmyndir verða sýndar. Af íslenskum kvikmyndum verður kynning á myndum Friðriks Þórs Friðrikssonar, meðal annarra Börn náttúrunnar, Rokk í Reykja- vík og Skytturnar. Einnig Veggfóð- ur eftir Júlíus Kemp, Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jóhann- esdóttur, Land og synir eftir Ágúst Guðmundsson, Maður og verk- smiðja eftir Þorgeir Þorgeirsson, Ævintýri Pappírspésa eftir Ara Kristinsson, Ingaló eftir Ásdísi Thoroddsen, myndirnar Ryð og. Kona ein eftir Lárus Ými Oskars- son; Ferðalag Fríðu eftir Maríu Kristjánsdóttur, Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson, Atóm- stöðin eftir Þorstein Jónsson; Tón- leikarnir-baðkarið-listamaðurinn og Jólatréð okkar eftir Sigurð Örn Brynjólfsson. Á bókmenntakynningum munu Magnús' Magnússon, Guðmundur A. Thorsson og Örnólfur Thorsson ræða um íslendingasögurnar. Á norrænni myndlistarsýningu í Barbican Centre verða verk eftir Jóhannes Kjarval, Svavar Guðna- son, Huldu Hákon og Sigurð Guð- mundsson. Einnig verða íslenskar landslagsmyndir til sýnis þar. Allir þjóðhöfðingjar Norðurlanda verða viðstaddir á setningarhátíð- inni 10. nóvember, auk Englands- drottningar. Forseti íslands mun opna norræna listhönnunarsýningu í „Design Museum" að kvöldi 12. nóvember og menntamálaráðherra íslands mun opna íslenskar listsýn- ingar um eftirmiðdaginn. Á þeim verða verk eftir Eddu Jónsdóttur, Tolla, Magnús Kjart- ansson, Koggu, Sverri Ólafsson, Skúlínu Kjartansdóttur, Guðrúnu Nielsen og Sigrúnu Steinþórsdótt- ur. Myndverk eftir Pál Guðmunds- son frá Húsafelli verða sýnd í Sculpture Gallery Shurini. Sýning- ar listamannanna verða í íslensku listahverfi við Tower Bridge eða í Butlers Wharf, en þar eru sjö sam- liggjandi sýningarsalir. Einnig verða til sýnis módel og teikningar arkitekta, en þar sýna Ingimundur Sveinsson, Pálmar Kristmundsson, Margrét Harðardóttir og Steve Krister. Auk framangreindra verða verk eftir Svein Kjarval, Ásdísi Thoroddsen, Jóhannes Jóhannes- son og Jens Guðjónsson (silfurborð- búnaður). Einnig verður íslensk matvælakynning. Norrænu menningarkynning- unni lýkur 13. desember. iVERÐLÆKKUN Einkenni Civic eru fegurð og glæsileiki. Þetta er bíll sem þú mátt ekki láta framhjá þér fara. Nú býðst Civic á einstaklega hagkvæmum kjörum. Verð eftir lækkun: Civic 3dyra á verði frá: 899.000,— Civic 4dyra á verði frá: 1.178.000,— IIÍV Gerðu raunhæfan samanburð á verði og gæðum. Accord er sérlega vandaður og vel heppnaður bfll jafnt að utan sem innan. Verð eftir laekkun: Accord EX með sjálfskiptingu: 1.518.000,- { Accorci EXi með sjálfskiþtingu: 1.615.000,- Líttu við í Vatnagörðum 24 og kynntu þér góða bíla og greiðslukjör við allra hæfi. Tökum góða notaða bíla sem greiðslu upp f nýjan. ÁRÉTTRI LÍNU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.