Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992 í NEYTENDAMAL Blýeitrun Hvernig verja má börn gegn blýeitrun Að undanförnu hefur sérstök athygli verið vakin á blýeitrun hjá bönium. Helsta ástæðan fyrir því er sú, að komið hefur í \jós að hjá börnum eru hættu- mörkin mun lægri en áður var talið. í septemberlok lagði Al- þjóða heilbrigðismálastofnunin til að viðmiðunarmörk blý- magns I bióði yrðu lækkuð úr 50 míkrógrömmum per lítra (eins og stofnunin lagði til árið 1984) niður í 10 míkrógrömm per Útra og er það gert tdl að vernda heilsu ungbarna. Börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir eitrunum af blýi. Komið hefur i (jós, að það magn sem fram til þessa hefur verið talið skað- litið, getur haft alvarlegar af- leiðingarnar og valdið tauga- trufiunum og lægri greind. Rannsóknir á blýi í blóði barna Árið 1990 var birt niðurstaða rannsókna sem sérfræðingar í eitrunarfræðum við háskólann í Pittsburgh í Bandaríkjunum gerðu á 132 ungmennum. Rann- sóknin var endurtekning á rann- sókn sem gerð var 11 árum áður og birt árið 1979. í fyrri rann- sókninni höfðu vísindamennimir tekið eftir því að námshæfileikar og samskiptahegðun virtist tengj- ast beint viðkvæmni .fyrir blýi snemma á ævinni, en það hafði komið fram þegar kannaðir voru þungamálmar í bamatönnum við- komandi einstaklinga. Fram kom að af 10 einstaklingum, sem höfðu það mikið blýmagn í bamatönnum að bent gæti til eitrunar, var helm- ingur þeirra tveim áram á eftir jafnöldram sínum í lestri. Enn- fremur kom fram að af sjö, sem höfðu aldur til að útskrifast úr framhaldsskóla (high school), höfðu þrír hætt í skóla. Samband er á milli blýmagns I blóði ungra barna og lélegs námsárangurs Vísindamennimir settu síðan hin 122 ungmennin í þijá hópa eftir því hve mikið blý hafði mælst í bamatönnum þeirra: Þeir sem höfðu haft lítið blýmagn (10 míkrógrömm eða minna), miðl- ungsmagn (10-20 míkrógrömm) og mikið magn (20-24 míkrógrömm). í ljós kom að ein- staklingamir í hæsta blýmagns- hópnum reyndust vera sex sinnum líklegri til að hætta í skóla en þeir sem vora í lægsta (10 míkróg- ramma) hópnum, jafnvel eftir að tekið hafði verið tillit til 10 pró- sent mögulegra óvissuþátta. Hærra blýmagn á yngri áram virt- ist einnig vera í beinum tengslum við lélegri árangur þegar prófaður var orðaforði og rökræn málfars- uppbygging, snerpa eða viðbrögð þeirra virtust vera hægari svo og samhæfíng augna og handa, einn- ig reyndist lestrarkunnáttan lé- legri. Skaði blýeitrunar getur verið varanlegur Vísindamennimir segja að ef hægt sé að mæla breytingar á unglingsáram, sem rekja má til blýmengunar, sé skaðinn varan- legur. Heilinn muni ekki læknast sjálfur, né félagslegar breytingar sem oft fylgja í lqölfar heilaskað- ans. Það sem hægt sé að gera, sé að kom í veg fyrir blýeitran með því að hindra blýmengun inn- an dyra sem utan. Nauðsynlegt að fylgjast vel með óeðlilegum breytingum á þroskaferli barna Í febrúarblaði Ladies Home Joumal er foreldrum bent á að fylgjast vel með bami sínu og láta mæla blýmagn í blóði þess, ef þeir hafi ástæðu til að ætla að það hafí komist í tæri við blý úr umhverfínu. Sérstaklega ef bamið á í erfíðleikum í námi, eða á við hegðunarvandamál að stríða, eða ætla má að greind þess hafí verið skert. Blýmengun getur orðið í íbúðahúsum hafí þau verið byggð fyrir 1960, en fram að þeim tíma var blý sett í málningu. Margir ungir foreldrar hafa keypt eldri hús og er málningin þar oft sér- staklega varhugaverð ungum bömum sem gjaman kroppa upp og setja upp í sig lausa eða flagn- aða málningu. Varað er einnig við hættu sem stafar af ryki af gam- alli málningu sem fjarlægð er þegar gömul hús era gerð upp. Blýeitran í bömum hefur verið rakin til slíks ryks. Ráð til að fyrirbyggja blýeitrun lyá börnum Fleiri ráð til era gefín: Ef fjarlægja á gamla málningu getur verið hyggilegt að fá fag- menn til að vinna verkið. Vanfær- ar konur og böm eiga ekki að vera í húsinu á meðan. Gæta skal þess vel að smáböm nagi ekki viðarinnréttingar. Þvo skal hendur þeirra áður en þau borða og fara að sofa. Gæta skal þess að að böm fái nægjanlegt kalk og jám. Þessi steinefni hindra upptöku blýs í líkamann. Gæta skal að öðram þáttum: Geymið ekki mat í opnum dósum, blýkristal, eða ákveðnum keramikílátum. Blý frá þessum ílátum getur lekið í matvælin. Ef búið er nálægt umferðargöt- um er ráð að láta fylgjast með blýi í jarðveginum. Gamlar vatnsleiðslur geta inni- haldið blý, gott ráð er því að láta vatn renna í nokkrar mínútur og hreinsa út leiðslumar áður en vatn er tekið til diykkjar. Svo lengi sem öllum forvömum er fylgt virðist ekki ástæða til að hafa áhyggjur af blýeitrun hjá bömum. Brosið Við erum alltof spör á bros- ið. Fátt er þó mikilvægara á tímum bölsýni og erfiðleika en að þekkja gildi þess að brosa. Brosið kostar ekkert, en ávinn- ur mikið. Brosið auðgar þann sem fær það, án þess að svipta þann neinu sem veitir það. Brosið gerist í einni svipan, en minningin um það getur varað ævilangt. Enginn er svo ríkur að hann geti verið án þess, og enginn svo snauður að hann geti ekki veitt það. Brosið skapar hamingju á heimilum og góðvilja í viðskiptum. Bros er vináttuvottur. Bros er þreyttum hvfld og birta þeim sem er dapur. Bros er sólskin þess sorg- mædda. Bros verður ekki keypt eða leigt, það fær ekki gildi fyrr en það hefur verið gefíð öðram. Ef einhver er of önnum kafínn Blýeitrun lítt könnuð hjá börnum hér á landi Hér á landi virðist þessum þætti, sem snýr að blýmengun hjá bömum, hafa lítið verið sinnt, eftir því sem næst verður komist. Árið 1989 lét Heilbrigðiseftirlit Reylq'avíkur mæla blýinnihald í sandkössum og jarðvegi við þijú bamaheimili í Reykjavík sem staðsett era nálægt miklum um- ferðargötum. Þar sem blý í jarð- vegi mældist minna hér en í Kaup- mannhöfn, var látið nægja að áætla hve mikið blý böm á bama- heimilum hér myndu láta ofan í sig. Var það gert með því að reikna út blýmagn í lofti (út frá blýmælingum Hollustuvemdar á eða of þreyttur til að brosa til þín, þá skaltu brosa til hans. Enginn þarf eins á brosi að halda og sá sem ekkert bros á til að gefa. Miklatorgi), blýi i jarðvegi og blýi í mat. Við útreikninga var gengið út frá gefnum forsendum sem byggðar vora á viðmiðunargildum Alþjóða heilbrigðismálastofnunar- innar. Þó að blý í jarðvegi hafí mælst talsvert meira í Kaupmannahöfn en hér í borg, þá vekur það samt athygli, þegar farið er yfír plagg Heilbrigðiseftirlitsins frá þessum tíma, að blýmagn í jarðvegi, sér- staklega við barnaheimilið Valhöll við Suðurgötu, var talsvert hátt eða 70 miliigrömm í kg. Þar að auki var þar um að ræða dagheim- ili ungra barna sem er nær óvarið við mjög mengandi umferðartorg. Nauðsynlegt að kanna hér blýeitrun þjá bömum Nú hefur Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin sett nýja blýmeng- unarstaðla sem era mun lægri en eldri staðlar. í kjölfarið á því er full ástæða til að gerðar verði kannanir á blýmengun hjá böm- um hér, ekki aðeins hjá yngri bömum heldur einnig hjá þeim eldri sem eiga í náms og/eða hegðunarerfiðleikum og hafa dvalið á bamaheimilum eða leik- skólum á mengunarsvæðum. Jafnframt þarf að gera ítarlega úttekt á leiksvæðum bama sem mörg hver era staðsett við miklar umferðargötur umlukin bláma mengunar frá útblæstri bfla dag- inn út og daginn inn, árið um kring. M. Þorv. Viljir þú vinna vináttu manns skaltu fylgja ráði sem fáum bregst: Brostu (Úr handraðanum) GETID ÆTIÐ TREYST GÆDUM ROYAL LYFTIDUFTS HÁSKÓLI ÍSLANDS ENDURMENNTUNARSTOFNUN GÆÐAST JÓRNUN í FYRIRTÆKIÞÍNU Námskeið í þremur sjálfstæðum þáttum Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur færa um að taka þátt í mótun gæðastefnu, að starfa að kerfisbundnum umbótaverkefnum, þekkja og túlka kröfur gæðastaðla, að meta stöðu fyrirtækis- ins og setja fram framkvæmdaáætlun og skipulag fyrir gæðakerfi í fyrirtæki. Leiöbeinendur: Davið Lúðvíksson, verkfr. hjá Fé- lagi íslenskra iðnrekenda, Höskuldur Frímannsson, rekstrarhagfr. Ráðgarði hf. og lektor við H.í. og Pétur K. Maack, prófessor við H.Í., auk gestafyrir- lesara. Tími: 12., 19., 26. nóvember, 3. og 10. desember, kl. 13.00-18.00. Verð: Kr. 19.500,- fyrir allt námskeiðið en 5.200,- dagurinn, séu sóttir einstakir þættir. Námskeiósþættir: 1. Yfirlit yfir gæðastjórnun - einkum í ljósi evr- ópskrar markaösþróunar. Mikilvægi og nauðsyn gæðastjórnunar kynnt ásamt megin atriðum hennar eins og stefnumótun í gæðastjórnun. 12. nóvember. 2. Gæðastjórnun sem aðferö við að bæta rekstur fyrirtækja. Aðferðir heildargæðastjórnunar kynnt- ar. 19. og 26. nóvember. 3. Gæöakerfi - ISO 9000. Áhersla er lögð á að fyrirtæki geti metið hvernig þau standa að gæða- stjómun miðað við almennar og alþjóðlegar kröfur þ.á m. ISO framleiðslu- og þjónustustaðla og stað- al um stjórnun umhverfismála. 3. og 10. desember. Upplýsingar í símum 694923, -24 og -25.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.