Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 ASÍ, BSRB, Stéttarsamband bænda og Neytendasamtökin Kröfur um þjóðarat- kvæðagreiðslu ítrekaðar FORYSTUMENN Alþýðusambands íslands, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Stéttarsambands bænda og Neytendasamtakanna boðuðu í gær til blaðamannafundar þar sem ítrekaðar voru kröfur þessara samtaka um þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn um evrópskt efnahagssvæði. Stéttarsamband bænda hefur eitt þessara samtaka hafnað samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Hin samtökin þrjú hafa ekki tekið efnislega afstöðu til samningsins, en í máli Ásmundar Stefánssonar, forseta ASÍ, kom fram að á þingi ASÍ í þessum mánuði yrði lögð fram tillaga frá miðstjórn þar sem stuðningi við samninginn væri lýst. Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda sagði að kröfur ofangreindra samtaka um þjóðaratkvæðagreiðslu um EES- samninginn væru ítrekaðar nú þar sem reiknað væri með að í dag, fimmtudag, yrði tillaga um þjóðar- atvæðagreiðslu afgreidd á Alþingi. „Öll hafa þessi fjöldasamtök álykt- að í þá átt að það beri að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þennan EES-samnjng og það sé ekki þolanlegt annað en að svo yfir- gripsmikill samningur verði borinn undir þjóðina í Heild og hún fái að Skorað á þingmenn að endurskoða afstöðu sína STJÓRN Fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík kom saman í gær og gerði eftirfar- andi samþykkt: Stjórn Fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík styður af- stöðu þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins og ríkisstjómar um að ekki skuli efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild íslands að Evrópska efnahags- svæðinu. Stjómin tekur undir þau rök sem fram em færð fyrir þeirri niður- stöðu í nefndaráliti 1. minnihluta alsheijamefndar. Jafnframt harm- ar stjómin, að ekki skuli allir þing- menn Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík styðja þessa afstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjóm- arinnar. Skorar stjómin á þá tvo þingmenn sem hér um ræðir að endurskoða afstöðu sína og greiða atkvæði gegn tillögu til þingsálykt- unar um þjóðaratkvæðagreiðslu. segja sitt um samninginn," sagði Haukur. Ásmundur Stefánsson sagði ASÍ ekki hafa tekið endanlega afstöðu til EES-samningsins sem slíks, en í máli hans kom fram að á þingi Alþýðusambandsins sem haldið verður eftir þijár vikur yrði lögð fram tillaga frá miðstjórn ASÍ um stuðning við samninginn. Hann sagði að sér finndist nauðsynlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess ágreinings sem uppi væri um stjómarskrárþátt málsins. „Ég teldi það fullkomlega óveij- andi ef Alþingi tæki ákvörðun í máli sem deilt er um hvort beitt sé við stjórnarfarslegra réttri að- ferð, og væri jafnframt í óvissu um meirihluta eða minnihluta í afstöðu þjóðarinnar. Ég tel því að það sé í rauninni lágmarks tillit af hálfu Alþingis að það láti fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þannig að það sé fullkomlega ljóst hver afstaða þjóðarinnar er,“ sagði hann. EGGERT Haukdal alþingismað- ur segist ekki hafa ákveðið hvernig hann muni greiða at- kvæði þegar tillaga stjórnarand- stæðinga um þjóðaratkvæða- greiðslu um EES-samninga verð- ur tekin til afgreiðslu á Alþingi. Egill Jónsson neitar að segja frá sinni afstöðu og ekki var hægt að leita eftir afstöðu Matthíasar Bjarnasonar þar sem hann var veikur í gær. Spurningar um stöðu ríkisstjórnarinnar í þessu máli hafa vaknað í ljósi þess að tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins í Allsherjarnefnd, Eyj- Ögmundur Jónasson formaður BSRB sagði að ljóst væri að sumt í fullyrðingum um EES-samning- inn stangaðist fullkomlega á, og BSRB liti svo á að slíkar mótsagn- ir þyrfti að skýra, og til að knýja fram þær skýringar væri þjóðarat- kvæðagreiðsla og umræða í tengsl- um við hana heppilegasta leiðin. „Ég held að það sé engin tilviljun að á síðustu dögum og vikum hef- ur umræðan um EES orðið mark- vissari, jafnframt því sem áhugi almennings á málefninu hefur auk- ist. Skoðanakannanir benda til þess að yfír 70% þjóðarinnar sé fylgjandi því að málið sé afgreitt með þjóðaratkvæðagreiðslu, þann- ig að hér er um að ræða lýðræðis- lega kröfu, og mér fínndist það bera vott um forræðishyggju af versta tagi að virða vilja þjóðarinn- ar að vettugi,“ sagði Ögmundur. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sagði sam- tökin sem slík ekki taka efnislega afstöðu til samningsins í heild, en ekki síst vegna þess hve umdeilt það væri að samningurinn stæðist stjórnarskrána teldi hann það veikt að ætla að samþykkja samninginn með mjög tæpum þingmeirihluta. „Það er ljóst að meirihluti þjóðar- innar vill þjóðaratkvæðagreiðslu um þennan samning og ég tel það fráleitt ef stjómmálamenn ætla að hundsa þann skýra vilja þjóðarinn- ar,“ sagði Jóhannes. ólfur Konráð Jónsson og Ingi Björn Albertsson, styðja tillögu stjórnarandstöðunnar. Eggert Haukdal segist ekki hafa trú á því að tillaga um þjóðarat- kvæði nái fram að ganga á Al- þingi, til þess þurfi fimm þingmenn stjómarflokkanna að greiða henni atkvæði. Eggert segir að afstaða sín til EES-samningsins sjálfs hafí lengi verið ljós, hann sé andsnúinn honum. Hins vegar sé þjóðarat- kvæðið sérstakt mál og komi af- staða sín í ljós við atkvæðagreiðsl- una. Þjóðaratkvæði um EES Eggert segist óákveðinn 16% aukning* á umsóknum um lán úr Iðnlánasjóði Hagnaður fyrstu níu mánuði ársins 53,7 milljónir króna UM 16% aukning varð á umsókn- um um lán úr Iðnlánasjóði fyfstu níu mánuði ársins samanborið við sömu mánuði í fyrra og alls bárust umsóknir um lán að upp- hæð 2.996 milljónir króna þetta tímabil. Útborguð lán námu 1.443 milljónum króna fyrstu níu mán- uðina sem er 13% aukning frá sama timabili í fyrra og óaf- EKKI var hægt að ná sambandi við 1.800 símnotendur í Mos- fellsbæ í gær frá því snemma að morgni til klukkan 18 að kvöldi, vegna bilunar í símstöðinni í Mosfellsbæ. greidd samþykkt lán voru 537 milljónir króna sem er 56% hærra en árið áður. Þetta kemur meðal annars fram í fréttabréfi Iðnlánasjóðs sem er að koma út um þessar mundir. Ennfremur kemur fram að aukin eftirspurn eftir lánsfé stafi af því að lánað hefur verið til nýrra við- skiptamanna sem ekki höfðu að- Bilunin náði til allra símanúmera, sem byrja á 666 eða 667. Að sögn Skúla Jónssonar hjá bilanaþjónustu Pósts og síma, gekk erfiðlega að finna bilunina, sem varð í eldri hluta símstöðvarinnar. gang að lánum úr sjóðnum áður. Þar beri hæst útlán til aðgerða til að auka hollustuhætti og bæta starfsumhverfí. Helstu lántakendur séu sveitarfélög og fyrirtæki þeim tengd og í mörgum tilvikum sé um fjárfestingu í sorpeyðingartækjum að ræða. Þessi lán gangi undir nafn- inu umhverfislán og samtals nemi þau 45% af fjárhæð umsóttra lána. Þá kemur fram að samkvæmt níu mánaða milliuppgjöri var hagn- aður eftir skatta; afskriftir og fram- lag á afskriftarreikning 53,7 millj- ónir. Framlag til afskriftarreiknings er 294 milljónir króna og nemur hann þá 512 milljónum sem er um 4,3% af heildarútlánum. Niðurstöð- ur efnahagsreiknings eru 13.586 milljónir og eigið fé 3.156 milljónir króna. Rekstrarkostnaður er 82 milljónir sem er svipað og á sama tíma í fyrra. Lántökuheimildir sjóðsins á þessu ári nema 1.600 milljónum króna og hefur lánsfjár verið aflað hjá þremur erlendum bönkum. Mosfellsbær 1.800 símnotendur sambandslausir : ■ Spasskí var nálægt sigri Skák Margeir Pétursson BOBBY Fischer gengur afar illa að veita Boris Spasski náð- arhöggið í einvígi þeirra í Belgrad. I gær tefldi Spasskí góða skák með svörtu og var nálægt þvi að saxa á forskot Fischers en niðurstaðan varð jafntefli. Staðan er nú 9-5 Fisc- her í vil, en tíu vinninga þarf til að sigra. Nái Spasskí að jafna, 9-9, verður taflmennsku hætt, verðlaunasjóðnum skipt og einvígið lýst jafntefli. Skák- in í gær var fjórða tækifæri Fischers til að ljúka einvíginu, en siðan hann náði níunda vinningnum hefur hann teflt fremur máttlaust, tapað einni skák og gert þijú jafntefli. Spasski hefur hins vegar ekki gefið neinn höggstað á sér. Svo virðist sem Fischer láti öryggið sitja of mikið í fyrirrúmi þessa dagana, virðist láta sér nægja að bíða eftir að Spasskí verði á síðustu mistökin. I gær jafnaði Spasskí taflið örugglega með svörtu og eftir tvenn mistök Fischers komst hann út í hag- stætt endatafl. Með harðvítugri vörn tókst Fischer þó að halda jafntefli. Þrítugasta skákin verður tefld í dag. Þá hefur Spasskí hvítt. Hvítt: Bobby Fischer Svart: Boris Spasskí Spánski leikurinn I. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Be7 6. Hel - b5 7. Bb3 - d6 8. c3 - 0-0 9. h3 - Rb8 Fischer hefur gefíst upp á uppskiptaafbrigðinu, 4. Bxc6, og Spasskí svarar eins og við mátti búast með hinu trausta Breyer- afbrigði. 10, d4 - Rbd7 11. c4!? í upphafi einvígisins hélt Fischer sig ávallt við algengasta framhaldið, 11. Rbd2. II. - c6 12. cxb5 - axb5 13. Rc3 - Bb7 14. Bg5 - b4 15. Rbl - h6 16. Bh4 - c5 17. dxe5 - Rxe4! Skemmtilegur leikur sem jafn- ar taflið fyllilega. Eftir 17. - dxe5 18. Rbd2 hefði hvítur haft góða stöðu. 18. Bxe7 - Dxe7 19. exd6?! Hér lítur 19. Bd5 vel út, en svartur jafnar taflið auðveldlega með 19. - Bxd5 20. Dxd5 - Rg5 21. Rxg5 - hxg5 22. Dxd6 - Hfe8. Fischer hefði þó átt að velja þessa leið. 19. - Df6 20. Rbd2 - Rxd6 Spasskí hefur unnið peðið til baka og Fischer er nú skyndilega vandi á höndum. Svartur hótar einfaldlega að koma c-peði sínu á skrið með 20. - Hac8 og 21. - Rb6. Nú gengur t.d. ekki að leika 21. Dc2 - Hac8 22. Hadl - Rb6 23. Re5 vegna 23. - c4! 24. Rdxc4 - Rbxc4 25. Rxc4 - Rxc4 26. Bxc4 - Dc6 og svartur vinnur mann. Fischer grípur til örþrifaráða, eftir næsta leik hans getur hann ekki haldið jafnvægi í liði. 21. Rc4?! - Rxc4 22. Bxc4 - Rb6 23. Re5 - Hae8 fyrir Fischer en láta af hendi tvo menn fyrir hrók og peð og freista þess að ná jafntefli. 24. Bxf7+ - Hxf7 25. Rxf7 - Hxel+ 26. Dxel - Kxf7 27. De3 - Dg5! Með máthótun á g2 þvingar Spasskí fram vænlegt endatafl. Hann hefur sterka stöðu á drottningarvæng og góðan kóng. 28. Dxg5 - hxg5 29. b3 - Ke6 30. a3 - Kd6 31. axb4 - axb4 32. Ha5 - Rd5 33. f3 - Bc8 34. Kf2 - Bf5 35. Ha7 - g6 36. Ha6+ - Kc5 37. Kel - Rf4 38. g3! Peðsfórn á hárréttum tíma sem skemmir samspil svörtu mannanna. 38. - Rxh3 39. Kd2 - Kb5 40. Hd6 - Kc5 41. Ha6 - Rf2 42. g4 - Bd3 43. He6 - Kd5 44. Hb6 - Kc5 jafntefli. Heimasigur á HM unglinga Argentínumaðurinn Zarnicki varð óvænt heimsmeistari ungl- inga 20 ára og yngri, en mótinu lauk í Buenos Aires fyrir helgina. Hannes Hlífar Stefánssón byijaði vel á mótinu og var í efsta sæti ásamt tveimur öðrum eftir átta umferðir, en átti þá slæman kafla og tapaði fyrir sigurvegaranum. Hannes endaði í 13. sæti af 54 keppendum með 7 Vi v. af 13 mögulegum. Þetta kostar hann 5-10 Elo-skákstig og er ljóst að hann vantar nokkuð upp á að hafa 2.500 stig um áramótin. Það er eina skilyrðið sem Hannes á eftir að uppfylla til að verða stór- meistari í skák. Mót sem er lokið fyrir 1. desember reiknast með í áramótalistann. Stigalistar Al- þjóðaskáksambandsins birtast á sex mánaða fresti. Zita Rajcsanyi vinkona Bobby Fischers var á meðal keppenda í stúlknaflokki í Buenos Áires, en vegnaði ekki sérlega vel. Zita hafnaði í miðjum hópi keppenda, en pólsk stúlka varð hlutskörp- ust. Zita lýsti því nýlega yfír í við- tali við franska skákblaðið Europe Echecs að þau Bobby Fischer væru einvörðungu góðir vinir. Hún sagði að Fischer væri alls ekki maðurinn í lífi sínu held- ur að hann væri eingöngu sinn uppáhaldsskákmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.