Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 2eei aaa Minning‘ Hjörleifur Vilhjálms- son frá Tungufelli Laugardaginn 24. október 1992 var til moldar borinn frá Lundar- kirkju í Lundarreykjadal, Borgar- fírði, Hjörleifur Vilhjálmsson, bóndi á Tungufelli í sömu sveit. Hjörleif- ur fæddist á Tungufelli 22. janúar 1909. Foreldrar hans voru Vil- hjálmur Hannesson og Guðrún Guðnadóttir, sem bjuggu þar um langt skeið. Þau voru bæði Borg- firðingar. Vilhjálmur fæddist á Grímsstöðum í Reykholtsdal en Guðrún á Kaðalsstöðum í Staf- hbltstungum. Börn þeirra auk Hjör- leifs, sem var yngstur, voru þessi: Hjörtur, fæddur 1895, átti heima í Reykjavík og nágrenni síðari árin, kvæntur Sveingerði Jónu Egilsdótt- ur. Þorsteinn, fæddur 1899, bóndi í Efstabæ og Hvammi í Skorradal, kvæntur Eyvöru Eyjólfsdóttur. Guðni, fæddur 1901, átti heima í Borgarfírði, og Kristín, fædd 1906. Hjörleifur var bóndi á Tungu- felli frá 1946 og átti þar heima þar til hann flutti til Akraness nokkrum vikum fyrir andlátið. Kona hans (óg.) var Olga Þorbjörg Júlíusdótt- ir. Foreldrar hennar voru Júlíus Pálsson og Ragnhildur Jónsdóttir, hjón á Karlsstöðum í Auðkúluhrepp við Arnaríjörð. Börn Hjörleifs og Olgu eru þrjú: Júlíus, fæddur 13. júní 1955, háskólanemi í Reykjavík, ókvæntur. Börn: Kolbrún Svala, fædd 18. maí 1977, og Jökull, fæddur 20. mars 1990; Kolbrún, fædd 9. ágúst 1958, skólastjóri við Ketilsstaðaskóla í Mýrdal, maður hennar er Símon Þór Waagfjörð, fæddur 11. september 1953, kenn- ari. Börn þeirra eru: Katrín Waag- fjörð, fædd 17. febrúar 1980, og Hjörleifur Þór Waagfjörð, fæddur 14. október 1990; Vilhjálmur, fæddur 18. maí 1963, bifreiðar- stjóri, búsettur í Borgamesi. Unn- usta hans er Drífa Magnúsdóttir. MUVQ'd Ti.flUDAaUTMMra CHGA.jav Hjorleifur og Olga slitu samvist- ir árið 1986. Síðar kynntist Hjör- leifur Guðrúnu Guðjónsdóttur frá Lækjarbug, ekkju Gísla Þórðarson- ar í Mýrdal og urðu þau nánir vin- ir og félagar, en bjuggu ekki sam- an. Svo vill til að mér er móðurætt Hjörleifs kunn, enda vorum við allmikið skyldir. Faðir minn, Hjört- ur L. Hannesson, og Hjörleifur vom systkinasynir (Guðrún og Hannes), en móðir min, Sigríður Einarsdóttir, og Hjörleifur voru þremenningar. þessi frændgarður er m.a. út af Hannesi Sigurðssyni og Sigríði Jónsdóttur sem bjuggu lengst og síðast í Stóra-Ási í Hálsa- sveit, eða frá 1836-1875. Guðni, afí þeirra Hjörleifs og föður míns, var sonur þeirra, en Jón á Skáney, föðurafí móður minnar, og Þor- gerður, móðuramma hennar, voru systkin Guðna. Hjörleifur var vaskur maður og vel íþróttum búinn og náði m.a. góðum árangri í langhlaupum. Borgfírðingar áttu um skeið sterka sveit í víðavangshlaupi. Voru þar auk Hjörleifs Bjarni Bjarnason, nú búsettur í Borgamesi, Gísli Al- bertsson frá Hesti, Jón Guðmunds- son á Snartarstöðum og e.t.v. fleiri. Hjörleifur var félagslyndur og tók virkan þátt í starfsemi Ungmenna- Pétur Ágústsson múrari — Minning Fæddur 8. maí 1949 Dáinn 29. október 1992 Mig langar til að minnast elsku- legs bróður míns, eða stóra bróð- ur, eins og ég kallaði hann. Hann var glaðlyndur og stríðinn, hafði gaman af að stríða mér og öðrum. Alltaf veitti hann hlýjar móttökur þegar við hittumst og hafði alltaf gaman af að rétta hjálparhönd ' eftir því sem honum var unnt. Margs ber að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. . Hafðu þökk fyrir alit og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð veiti börnum hans, Rannveigu og Magnúsi, styrk og huggun í framtíðinni. Innileg saknaðarkveðja til látins bróður míns. Hrönn. í dag verður til moldar borinn elskulegur mágur minn Pétur Ágústsson. Ekki er það ætlun mín að skrifa langa grein um lífshlaup Péturs, heldur langar mig aðeins að votta honum virðingu og þökk með fáeinum kveðjuorðum. Pétur fæddist 8. maí 1949 og var elsti sonur hjónanna Hrefnu Pétursdóttur _frá Tungukoti á Vatnsnesi og Ágústs Bjamasonar frá Grund á Kjalamesi. Eiginkona Péturs var Þórdís R. Guðmunds- dóttir hjúkrunarfræðingur en hún andaðist 25. nóvember 1988. Börn þeirra hjóna eru Rannveig Lilja, fædd 4. júní 1970, og Magnús, fæddur 17. desember 1974. Sam- býliskona Péturs síðustu tvö ár var Erna G. Sigurjónsdóttir hjúkrunar- fræðingur. Kynni míns og Péturs hófust fyrir u.þ.b. 19 ámm og í öll þau ár hefur hann verið mér og fjölskyldu minni góður vinur, bróðir og frændi. Enda hið mesta Ijúfmenni og drengur góður sem vildi öllum vel. Hans er nú sárt saknað af ættingjum og vinum. En hver veit nema að við eigum eftir að hittast aftur hjá skapara okkar allra. Pétri vil ég þakka allt það sem hann hefur verið mér og fjölskyldu minni og bið góðan Guð að blessa hann og varðveita. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þennan góða vin og sendi ættingj- um hans innilegar samúðarkveðj- ur. Margs er að minnast, Margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Halldór Sævar Sigur- jónsson - Minning Fæddur 24. janúar 1967 Dáinn 21. október 1992 Það er komið skarð í hópinn, skarð sem aldrei aftur verður fyllt. Enginn bjóst við þessu skarði og það var skyndilegt og sárt. Hópur- inn er í heild ekki samheldinn, en sterk vináttutengsl innan hans á marga vegu. Því gerir það sorgina enn meiri, en við trúum því samt öll að Dóra líði vel þar sem hann er nú. Ef lýsa ætti hugarfari Dóra er það mjög einfalt. Hann var góð- ur drengur, góður og indæll og vinur vina sinna. Allir sem þekktu Dóra vita að svona var hann ein- mitt. Hann hugsaði einfalt og fal- lega og var svo dæmalaust rétt- sýnn. Við sögðum stundum í gamni og alvöru að Dóri hefði verið eini trúnaðarvinur allra í bekknum. Þar var hann-í sinni réttu stöðu. Þann- ig eigum við eftir að minnast Dóra um ókomna framtíð þegar hópur- inn hittist og rifjar upp liðinn tíma. Við viijum að endingu votta okkar innilegustu samúð eftirlifandi konu hans og börnum, svo og móður, systkinum og ættingjum og biðjum þess að guð gefí þeim styrk. Minn- ingin um góðan félaga lifir. Beklgarfélagar frá Kirkjubæjarskóla á Síðu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ingibjörg Hafsteinsdóttir. Kær frændi er fallinn frá fyrir aldur fram. Við Pétur vorum næst- um jafnaldra og ólumst nánast upp saman fyrstu sex ár ævi okkar í vesturbænum. Síðar er ég kom til Reykjavíkur, sem var a.m.k. á hveiju sumri, tók ég ekki annað í mál en að gista hjá Hrefnu og Ágúst, foreldrum Péturs. Pétur sem var elstur systkina sinna hafði oft forystu um leiki og uppátæki okkar. En allt var það af sak- lausara taginu, því Pétur vildi eng- um illt svo hrekklaus og góðviljað- ur sem hann var. Hið ljúfa bros hans, hin létta lund og kímnisvip- urinn skapaði glaðværð í hópnum. Eitt fannst mér prýða Pétur fram- ar öðru, var það ættrækni hans. í hvert skipti sem ég kom til Reykja- víkur fór Pétur með mig í heim- sókn til frænda og frænkna sem hann heimsótti reglulega alla tíð. Síðastliðið sumar kom móðurætt Péturs saman á niðjamóti. Að sjálf- sögðu var Pétur mættur til að hitta skyldmenni sín og hefur víst engan rennt í grun að hann væri allur áður en árið yrði á enda. Ég er viss um að ættmenni Péturs geyma Ijúfar minningar í hjarta sér frá þessum fundi. Pétur var sonur hjónanna Hrefnu Pétursdóttur er lést árið 1982 og Ágústs Bjamasonar. Eig- inkona Péturs, Þórdís Guðmunds- dóttir, lést árið 1988, aðeins 39 ára gömul. Böm Péturs og Þórdís- ar eru Rannveig Lilja og Magnús. Sambýliskona Péturs var Erna G. Siguijónsdóttir. Öllum aðstand- endum frænda míns votta ég mína innilegustu samúð. Theodór Ottósson. feíagsins Dagrenningar og var þátttakandi j leiksýningum og söngmálum. Á yngri árum stundaði Hjörleifur talsvert vegavinnu á sumrum og var þá flokksstjóri hjá Ara Guðmundssyni, m.a. vestur á Snæfellsnesi og þar kynntist ég honum fyrst. Mér er ekki kunnugt um búskap frænda míns í smáatriðum, en ég ætla af öðmm kynnum að hann hafi verið góður bóndi. Kúabúskap- ur mun hafa verið í lágmarki hjá honum, a.m.k. um langt skeið. En hann sneri sér því meira að sauðfé og hrossum og var ræktunarmaður í báðum tilfellum. En hann mun ekki ætíð hafa farið troðnar slóðir í ræktunarmálum. Til dæmis hygg ég að hann hafí haft fleira í huga en afurðagetu er hann valdi lömb til ásetnings. Mér er nokkuð kunn- ugt um hrossarækt hans og við- horf til þeirra mála og ég tel að Hjörleifí og minningu hans væru lítil skil gerð ef ekki væri minnst á þennan þátt í búskap hans. Eins og öllum áhugamönnum um þessi efni er kunnugt voru víða mjög góð hross í Borgarfírði áður en skipu- lögð ræktun hófst, þar á meðal í Lundarreykjadal. Hjörleifur hélt því ákveðið fram að ræktunarstarf- ið hefði mistekist í mörgu og í sum- um tilfellum verið til stórskaða. í blaðinu Eiðfaxa, 10. tbl. 1983, er viðtal við Hjörleif og vísast til þess um viðhorf til þessara mála. Þar kemur fram að hann ræktaði út af Randveri 355 frá Reykjavík, en eigandi hans var Dagbjartur Gísla- son múrarameistari. Það væri of langt mál að fara ofan í þessa ræktun. En þess má geta að Rand- ver barst að Tungufelli tveggja vetra gamall árið 1947 fyrir algera tilviljun. Þá er rétt að geta þess að Randver var settur í úrkast sem kynbótahestur á landsmótinu á Þveráreyrum 1954. Þess skal og getið að greinarkorn um Randver birtist í Hestinum okkar, 1. tbl. 1976, þá ófeðrað, en var frá mér komið. Hjörleifur hélt áfram þess- ari ræktun jótrauður þangað til að hann fluttist úr sveitinni og var búinn að ráðstafa hrossum sínum áður en hann var allur. Ragnar Björgvirísson, bóndi í Langholti II í Hraungerðishreppi, keypti af hon- um hross og er þar að mínu viti verðmætur stofn sem ég óska góðs gengis. Þá fóru hross í umsjá Jó- hanns bónda í Miðsitju i Skaga- firði, bróðursonar Hjörleifs, og eitt í Borgarnes að ég ætla. Gott er að hugsa til þess að þetta ræktun- arstarf Hjörleifs frænda míns horf- ir til framtíðar. í því sambandi verður mér hugs- að til Skúla í Svignaskarði, Laug- arvatnsfeðga, Kolbrúnar og Sím- onar á Ketilsstöðum og fleiri, ásamt þeim sem áður er minnst á. Að sjálfsögðu höfðum við Hjörleifur talsvert samband eftir að hann kom á Skagann og ég hugði gott til þess í framtíðinni. En stendur ekki einhvers staðar „mennirnir álykta en drottinn ræður“? Um þetta er ekki að fást — þetta er lífsins gang- ur. Ég vil að lokum þakka góð kynni og óska aðstandendum Hjörleifs velfarnaðar í bráð og lengd. Með frænda mínum er genginn vaskur maður og drengur góður. Blessuð sé minning hans. Hannes Á. Hjartarson frá Stóru-Þúfu. Kveðja Helga Guðmundsdótt- ir, Bólstað, Garðabæ Ég hafði verið að heiman í viku- tíma er fyrir mér lágu skilaboð um að hringja heim. Um hug minn hvörfluðu hug- renningar. Hvað hafði hent er kall- aði svo langt og ekki þyldi bið í sólarhring eða þar til ég kæmi heim. Vissulega reikuðu margvís- legar hugsanir í undirvitund minni. Ýmsar óvæntar válegar fréttir úr rás atburðanna á liðinni viku settu í mig ótta. Þegar ég náði sambandi heim var mér tjáð af íjölskyldu minni að samstarfsfólk mitt hefði kosið að ég frétti ekki með óundirbúnum hætti þá harmafregn að áratuga samstarfsmaður minn Helga Guð- mundsdóttir hefði látist þá um nótt- ina. Vissulega var hér ekki um náinn ættingja að ræða, en hér hafði horfíð samfylgdaraðili sem starfað hafði við hlið mér um meira en tveggja áratuga skeið. Hvað var horfíð af samferða- braut minni? Var það eitthvað svo sérstakt að ekki kæmi þar maður í manns stað? Gat ég með ein- hveiju móti hlutast til um að orðinn atburður næði ekki raunveruleika? Eða gat ég með einhveijum hætti svarað hinum margvíslegu efa- semdum mínum við dauða Helgu? Já, ég gat svarað ýmsu þó atburða- rás yrði aldrei breytt. Hún Helga hafði með lífsferli sínum veitt mér svör við svo ótal mörgum áleitnum spurningum. Hún hafði í áranna rás veitt mér djúpan skilning á gildi þeirra eigin- leika er best mega prýða góða fé- laga, vini og samstarfsmenn. Einstök skyldurækni hennar, traust og óbijótanleg vinátta höfðu mótað mat mitt á þessari miklu persónu. Þau margháttuðu trúnaðarmál er á góma bar í starfínu og voru leidd af henni í umsögn voru ígrunduð og greipuð þvílíkri trú- mennsku og þegnskap að mætustu máttarstólpar þjóðfélags okkar hefðu mátt vera stoltir af hefðu þeir náð að meta og ráðgefa að hætti Helgu. En Helga gerir meir en að skilja eftir Ijúfar minningar um gagn- merka konu, sem fór í hljóðleika með dýrmætar perlur mannkosta sinna. Hún gat aldrei þrátt fyrir marg- háttað andstreymi og mikil veikindi á síðustu árum, rætt um eigin raun. Hún var ávallt að sinna öðrum, aldrei var hún sjálf umræðan er skipti máli heldur allir aðrir. Af henni var vissulega margt að læra og nema. Sá skóli er hún veitti okkur sem vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að mega vera henni samferða í lífi og starfí í meira en tvo áratugi. Sá skóli verð- ur okkur sem nutum, vonandi lær- dómur þeirra eiginleika í mannlíf- inu sem gera lífið bjartara og varð- ar okkur leið til kærleiks og bræðralags. Þó alveg sérstaklega í viðhorfum okkar til þeirra erjivað höllustum fæti standa í samfélagi þjóðar okkar. Það var aðalsmerki Helgu að hver og einn gæti gert mun betur en hún. Það sýndi mér best hversu langt frá göfugum markmiðum ég og aðrir samferðamenn mínir vor- um í reynd frá framkvæmdum hug- sjónum hennar, sem hún í þögninni vann og framkvæmdi. Helga skilur okkur eftir í miklu þakklæti til hennar, en hún gerir meir. Hún laétur okkur eftir ástvini sína. Elskaðan eiginmann og lífs- förunaut. Hún lætur okkur eftir mannvænleg börn sín sem hlotið hafa hið trausta, heiðarlega og kærleiksríka uppeldi sem við mun- um njóta í niðjum hennar um ókom- in ár. Ég þakka Helgu fyrir allt og allt og bið algóðan guð að blessa framtíð ættingja hennar og vina. Fyrir hönd Félagsmálaráðs og starfsmanna á félagsmálaskrif- stofu Garðabæjar þökkum við Helgu fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Megi tryggð hennar og kærleik- ur lýsa okkur vinum hennar veginn til betra mannlífs um ókomin ár. Sigfús J. Johnsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.