Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 ----- —— ,——-----------------------; a // yfirgefiá Sk'ipfc'1' CASÍNO Ég keypti þennan sjálfblekung í gær, hér hjá þér. BREF TTL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Sannleíkurínn er sagna bestur Frá Pétrí Einarssyni: NÝLEGA skeiðaði Ólafur Björns- son, fyrrverandi formaður Skreið- arsamlagsins, fram á ritvöllinn, í Morgunblaðinu. Tilgangurinn var að afsaka sjálfan sig og gera lítið úr dómi, sem hann fékk vegna ummæla sinna á opinberum vett- vangi um Pétur Einarsson. Sjálfsagt er því að minna Ólaf á, að hann var dæmdur vegna brota á 234. gr. og 236. gr. hegn- ingarlaga í kr. 60.000 miskabætur auk kr. 150.000 í málskostnað og til að þola ómerkingu ummæla skv. 241. gr. hgl. Til viðbótar koma vextir og dráttarvextir. Til þessa dags hefur Ólafur ekki greitt eina einustu krónu inn á dóminn og fari sem horfir verður ekki komist hjá að gera fjárnám í eign- um hans, sem væntanlega eru ein- hveijar. Dórnur þessi var kveðinn upp 14. apríl 1992. yar ekkert því til fyrirstöðu, að Ólafur Björnsson gæti áfrýjað dóminum hefði hann viljað og talið sig hafa minnstu möguleika til þess. Ekki er tilgangurinn sá að skrifa langa grein um Ólaf Björns- son nú. Eg get þó ekki látið hjá líða að minnast á mikið rit, sem hann gaf út sem leyniskýrslu. Fengu aðeins útvaldir rit þetta og kallaðist það „Skreiðar annáll“árin 1983 til 1988, Kennir þar margra grasa og ræðir Ólafur meðal ann- ars um ástand skreiðarinnar, sem flutt var til Nígeríu með ms. Hval- vík. Skýrir hann frá því, að senda varð matsmann til að meta skreið- ina þar niður frá eftir að stórvinir hans, David og Joe Raad, eins og hann nefnir þá, þurftu af einhveij- um óljósum ástæðum að láta sprauta gasi yfir þessa frægu skreið. Flestir ættu að geta sagt sér það sjálfir til hvers það hefur verið gert. Þá má telja fullvíst að brenna varð þá skreið, sem dæmd var ónýt. Að mínu mati er „Skreið- ar annáll“ Ólafs Björnssonar allt hið furðulegasta rit og sýnir hvað mistök eins manns geta leitt af sér. Til að upphefja sjálfan sig hafnar Ólafur öllum staðreyndum í málinu og dregur niður í svaðið aðra aðila, sem gátu þó gert bet- ur. Hann bannfærir þá á báðar hendur með stórum fyrirsögnum og yfírlýsingum í fjölmiðlum, ef hylma mætti yfír eigin handar- bakavinnu og slæman málstað. Skreiðin, sem flutt var út með ms. Hvalvík, var seld í umboðssölu í gegnum algjörlega nýja aðila, sem aldrei höfðu komið nálægt sölu á skreið áður. Sagt var, að þessir aðilar ættu að fá um 20% af andvirði farmsins fyrir sinn snúð auk útlags kostnaðar. Það væri fróðlegt að fá upplýst hvort þessir söluaðilar Skreiðarsamlags- ins hafí iagt fram einhveijar tryggingar fyrir andvirðinu til eig- enda skreiðarinnar, framleiðend- anna sjálfra, um uppgjör og önnur atriði. Það má upplýsa hér, að fleiri en einn aðili gerðu Skreiðarsam- laginu tilboð í farm Hvalvíkur. Einn aðili bauð greiðslutryggingu með staðfestri bankaábyrgð frá alþjóðlegum banka og annar bauð staðgreiðslu með ábyrgð alþjóð- legs banka einnig. í báðum tilfell- um voru greiðslur í Bandaríkja- dollurum. Öllum tilboðum var hafnað á þeim forsendum, að Skreiðarsamlagið hefði gert um- boðssölusamning við fyrirtæki stórvina Ólafs Björnssonar, David og Joe Raad, og að sögn Ólafs var ekki hægt að rifta samningnum án þess að Skreiðarsamlagíð bak- aði sér háar skaðabótakröfur af hálfu umboðsaðilans. Ekki veit ég hvort leitað var umsagnar eigenda skreiðarinnar um málið. Eftir því sem best er vitað hafa greiðslur fyrir verulegan hluta farmsins ekki borist til framleiðenda ennþá. Varðandi skreiðarfarminn, sem sendur var með skipinu Horsham á vegum Islensku umboðssölunn- ar, má segja að það hafi verið nokkuð alvarlegt mál, því aðeins var fyrir hendi innflutningsleyfí til Nígeríu og ekki hægt að útvega neinar greiðsluábyrgðir, hvorki í nirum eða erlendum gjaldeyri. Aður en skipið fór frá Islandi var það á vitund þeirra, sem til þekktu, að stjórnvöld í Nígeríu gáfu aðeins út innflutningsleyfí fyrir skreiðinni og engin fyrirheit voru gefín um að leyfa yfírfærslur á greiðslum síðar. Kaupandi og seljandi voru því gerðir algjörlega ábyrgir fyrir þessum innflutningi og hvernig greiðslur bærust framleiðendum. Hvort einhveijar greiðslur eða þá hve háar hafí borist liggur ekki fyrir og er líklegt að svo hafí ekki verið. Innflutningsleyfí í Nígeríu voru með þeim hætti, að ef afskip- un hafði ekki átt sér stað fyrir 1. september það árið féll það úr gildi að svo miklu leyti, sem ónot- að var. Var það vel þekkt saga, að innflytjendur í Nígeríu drógu á langinn að leggja fram greiðslu- tryggingar, svo að þegar stutt var eftir af leyfistímanum beyttu þeir óhemju þrýstingi á útflytjendur og seljendur að afskipa gegn óviss- um loforðum um tryggingu síðar. í þessu tilfelli var sem útflytjanda væri alls varnað, því hann mat hvorki eigin reynslu né varnaðar- orð annarra rétt og veitti atorku sinni til að afskipun ætti sér stað án þess að formlegar greiðslu- tryggingar hefðu borist. Eins og vel mátti búast við komu þær aldrei. Með framanrituð tilfelli í huga og önnur úr skreiðarmálum má benda á, að oft hefur opinberrar rannsóknar verið óskað af minna tilefni en þar sem menn hafa ver- ið hlunnfarnir um söluverðmæti vöru að upphæð allt að milljarði króna, vegna rangra ákvarðana manna sem gerðu ófyrirgefanleg mistök, en áttu að vita betur. PÉTUR EINARSSON, fyrrverandi skreiðarútflytjandi HÖGNI HREKKVfSI Víkveiji skrifar Hið óheyrilega háa verð ýmissa vara hér á landi er oft rakið til skorts á samkeppni meðal kaup- manna. Það má áreiðanlega til sanns vegar færa, en annað ein- kenni samkeppnisleysisins er slæm þjónusta. Fyrir skömmu týndi kona Víkveija gleraugnahúsi sínu. Víkveiji gekk verzlun úr verzlun að leita að sams konar gleraugna- húsi, sem hæfði gleraugunum. Hann þóttist hafa himin höndum tekið þegar hann sá gleraugna- hús, nákvæmlega eins og það týnda, í verzlunarglugga á Lauga- veginum, vatt sér inn og falaðist eftir því. Hann fékk hins vegar þau svör hjá afgreiðslukonu að hulstrin væru ekki seld ein og sér, heldur aðeins með gleraugum. Hins vegar kvaðst konan tilbúin að gera undantekningu frá þeirri reglu, væru gleraugun keypt í verzluninni. Svo var hins vegar ekki, heldur voru þau keypt er- lendis (og kostuðu langtum minna en sams konar gleraugu í verzlun- inni á Laugaveginum). Víkveiji varð hissa á því að gleraugnahús- ið stæði aðeins sumum til boða, en ekki öðrum, og bauðst til að greiða fullt verð. Svörin voru hins vegar á sömu lund - gleraugna- eigandinn er ekki „okkar við- skiptavinur“ og við getum ekkert fyrir hann gert. Víkveiji yfírgaf verzlunina heldur þungur í skapi og ætlar ekki að verzla þar fram- ar. Kaupmaðurinn á þeim bæ er augljóslega ekki þjáður af sam- keppni við aðra. xxx Annað dæmi um slæma þjón- ustu, sem hlýtur að leiða af slakri samkeppnisvitund eigenda fyrirtækja, er slök símaþjónusta. Víkveiji verður æ oftar fyrir því að honum er anzað önuglega eða hreinlega dónalega í síma þegar hann þarf að hringja í fyrirtæki einhverra erinda. Sá, sem svarar í símann, er oft fyrsti starfsmaður fyrirtækisins, sem viðskiptavinur hefur kynni af. Álit hans á fyrir- tækinu getur ráðizt af viðmóti þessa starfsmanns, og Víkveija fínnst því að íslenzk fyrirtæki mættu vanda betur símaþjónustu sína. xxx Símsvarar fyrirtækja eru góðra gjalda verðir og veita oft greinargóðar upplýsingar. Þess eru þó dæmi, að á símsvaranum séu svo gamlar upplýsingar, að þær leiði viðskiptavini á villigötur. Þannig hringdi Víkveiji í stóra byggingarvöruverzlun fyrir skömmu og hlustaði á símsvara, sem greindi frá afgreiðslutíma verzlunarinnar. Upplýsingarnar reyndust rangar og Víkverji fór fýluferð. Sömuleiðis er algengt að upplýsingar í símaskrá um af- greiðslu- eða símatíma reynist rangar eða úreltar. Allt veldur þetta viðskiptavinum óþægindum og er til marks um litla samkeppni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.