Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 BANDARISKU FORSETAKOSNINGARNAR Oljóst hvenær ráðherralistinn lítur dagsins ljós Little Rock. Reuter. HINN nýkjörni forseti Bill Clinton mun þegar í stað fara að til- nefna þá, sem sæti munu taka í nýrri ríkisstjórn, að sögn margra embættismanna hans. Er jafnvel talið hugsanlegt að tilkynnt verði um einhveija ráðherra þegar í þessari viku. Clinton átti í gær fund með sérstökum hópi sem undanfamar vikur hefur hist leynilega í Little Rock, Arkansas, til að skipuleggja valdatöku demókrata, sem verið hafa tólf ár utan ríkisstjórnar. Eli Segal, skrifstofustjóri Clint- ons, sagði þó að menn ættu kannski ekki að búast við tilnefningum allt of fljótt. Clinton hefði ekki haft mikinn tíma til að íhuga hvemig standa bæri að ríkisstjórnarskipt- unum, öll hans orka hefði farið í að vinna kosningamar, og vel gæti verið að hann myndi vera með aðr- ar hugmyndir en skipulagshópurinn varðandi einhver embætti. „Hann hefur velt því mikið fyrir sér hvem- ig hann ætli að stjóma. En sem stendur held ég að við munum þurfa að doka aðeins við áður en hann tekur af skarið varðandi menn og málefni," sagði Segal. Þeir sem setið hafa í skipulags- hóp demókrata eru Mickey Kantor, kosningastjóri Clintons, Warren Christopher, sem var aðstoðarutan- ríkisráðherra í ríkisstjóm Jimmy Carters, Henry Cisneros, fyrrum borgarstjóri San Antonio, Made- leine Wunin, fyrrum ríkisstjóri Vermont, Vemon Jordan, sem gengt hefur forystu í mikilvægum borgarasamtökum- og Mac McLarty, gamall vinur Clintons frá fæðingarbæ hans, Hope í Arkansas. Miklar vangaveltur Viðbrögð viö niðurstöðum forsetakosninganna víða um heim Kjöri Clintons fagnað en áhyggjur af reynsluleysi Kantor, Betsey Wright og Bruce Lindsey eru taldir líklegir til að fá embætti í Hvíta húsinu, til að mynda í embætti skrifstofustjóra. Þá eru taldar líkur á að George Stephanopoulos, sem var talsmaður Clintons í kosningabaráttunni, verði næsti blaðafulltrúi Bandaríkjafor- seta. Nafn Warrens Christophers kem- ur aftur upp í tengslum við emb- ætti ríkissaksóknara og það sama má segja um Vemon Jordan. Þá kæmi þar til greina Barbara Jord- an, fyrrum þingkona og nú lagapró- fessor í Texas. Hver tekur við? Bush tekur í hönd Jims Bakers eftir að hafa haldið ræðu fyrir stuðningsmenn í Houston í Texas í gær. Baker var einn nánasti samstarfsmaður Bush og gegndi embætti utanríkisráðherra þar til hann tók við stjórn kosn- ingabaráttu forsetans. Miklar vangaveltur em nú um hvem Clinton mun skipa sem arftaka Bakers í embætti sem og önnur ráðherraembætti. Bagdad, Jerúsalem, Naíróbí. Reuter. Sljómmálamenn um allan heim óskuðu hinum nýkjöma forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton, til hamingju í gær. Þó viðbrögðin hafi víðast hvar verið jákvæð vora þau áberandi varkár á mörgum stöð- um. Þannig vömðu margir franskir stjórnmálamenn og fréttaský- rendur við því að Clinton væri reynslulítill og að hætta væri á að einangmnarstefna af hálfu Bandaríkjanna myndu eflast undir stjórn hans. Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, sagði við BBC að hann ætti von á að hið „sérstaka samband" Bretlands og Bandaríkj- anna myndi halda áfram og að kjör Clintons væri á engan hátt slæmt fyrir Breta. Hann þakkaði Bush gott samstarf og sagði hann hafa verið vin Bretlands og Atlantshafsbandalagsins. Miklar vangaveltur eru um hverj- ir muni skipa nýju ríkisstjómina. Christopher er nefndur sem hugs- anlegur utanríkisráðherra ásamt þingmönnunum Lee Hamilton og Stephen Solarz. Þá hefur borið á nafni Jimmy Carters fyrrum forseta í umræðunni. Carter sagði aftur á móti á ráðstefnu í Atlanta í gær að hann hefði ekki áhuga á fastri ráðherrastöðu. Hann gæti þó hugs- að sér að sinna ákveðnum tíma- bundnum verkefnum fyrir Clinton rétt eins og hann hafði getað hugs- að sér að gera það í stjómartíð Bush eða Ronalds Reagans. Sam Nunn, formaður hermála- nefndar öldungadeildarinnar, er tal- inn líklegur sem næsti vamarmála- ráðherra en einnig Colin Powell, forseti herráðsins, og Les Aspin, þingmaður frá Wisconsin og for- maður hermálanefndar fulltrúa- deildarinnar. Spenna kringum efnahagsmálin Mesta spennan ríkir samt líklega í kringum tilnefningar í þau ráð- herraembætti sem munu hafa stjóm efnahagsmála undir höndum enda eru þau nöfn talin munu gefa vís- bendingu um þær áherslur sem ríkj- andi verða hjá Clinton í efnahags- málum. Paul Volcker, fyrrum for- maður bankastjómar bandaríska seðlabankans, er mikið í umræð- unni um næsta fjármálaráðherra enda talið að tilnefning hans myndi slá á allan hugsanlegan ótta mark- aðanna varðandi Clinton. Volcker vísaði því þó á bug í vikunni að hann sæktist eftir embætti í ríkis- stjóm Clintons. Þá eru taldir koma til greina í embætti fjármála- eða viðskiptaráðherra þeir Robert Shapiro, efnahagsráðgjafí Clintons, viðskiptaráðgjafinn Ira Magaziner, Robert Reich, prófessor við Har- vard-háskóla og bankamaðurinn Robert Altman. Nánustu ráðgjafar Clintons, s.s. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, óskaði Clinton til hamingju og sagði að þörf væri á nánari sam- bandi þjóðanna sitt hvorum megin við Atlantshafíð nú þegar kalda stríðinu væri lokið. Hann sagðist hafa hringt í Clinton um morguninn og óskað eftir því að þeir myndu hittast bráðlega til að leggja gmnn- inn að góðu samstarfí á næstu árum. Um hinn fráfarandi forseta sagði Kohl: „George Bush var og er góður vinur Þýskalands og Þjóð- veija. Við stöndum í djúpri þakkar- skuld við hann og stjóm hans.“ Richard von Weizsácker, forseti Þýskalands, sagðist búast við að Bandaríkjamenn myndu nú í aukn- um mæli einbeita sér að innanríkis- málum. Ánægja í írak Ríkisstjóm íraks fagnaði ósigri Bush í kosningunum. Þegar tilkynnt var um úrslitin í ríkisútvarpinu var sagt: „Hinn fordæmdi glæpamaður Bush hefur viðurkennt ósigur sinn.“ Stjómarmálgagnið al-Jumhouríyah sagði Clinton vera myndarlegan og gáfaðan töframann. „Hann er hins vegar gegntekinn af valdagræðgi og hefur verið allt frá æsku.“ Blað- ið greindi ekki frá því hvort það teldi Clinton skárri kost en Bush en forsetanum fyrrverandi var lýst sem „böðli, bamamorðingja og slátrara tuttugustu aldarinnar." ísraelar fögnuðu því í gær að Bill Clinton hefði náð kjöri. Flestir fréttaskýrendur og stjórnmálamenn spurðu hinnar hefðbundnu spurn- ingar: „Er þessi maður vinur isra- els?“ og f flestum tilvikum var svar- ið: „Líklega". Yitzhak Rabin for- sætisráðherra sendi hinum ný- kjöma forseta heillaóskaskeyti og sagðist fullviss um að hið sérstaka samband þjóðar ísraels og Banda- ríkjanna yrði jafnt sterkt og áður og myndi jafnvel eflast. Hinar já- kvæðu yfírlýsingar ísraelskra ráða- manna sem og sú staðreynd að hann naut stuðnings flestra banda- rískra gyðinga gerðu það hins veg- ar að verkum að Palestínumenn voru varkárari í yfírlýsingum sín- um. Clinton hefur ekki tjáð sig mikið um deilumar fyrir botni Mið- jarðarhafs og telja margir að hann hafí ekki mjög fastmótaðar hug- myndir um hvaða stefnu beri að beita gagnvart þeim heimshluta. Asíuríki óttast einangrunarstefnu Leiðtogar Asíuríkja sögðust fagna kjöri Clintons þó að ljóst væri að þeir óttuðust að fullyrðing- ar um að hann væri hallur undir einangrunarstefnu væru ekki órök- studdar. „Við vonum að hin nýja ríkisstjórn muni taka mjög einarða afstöðu gegn einangrunarstefnu til að vemda fijáls viðskipti í heimin- um,“ sagði Kiichi Miyazawa, for- sætisráðherra Japans. Michio Wat- anabe utanríkisráðherra sagði að demókratar vildu tollamúra og að þeir hefðu reynt að stöðva innflutn- ing á ódýrum japönskum vamingi. Það var þó greinilegt að Kínveij- ar óttuðust það mest allra Asíuríkja að viðskiptakjör þeirra gagnvart Bandaríkjunum myndu versna. Clinton gagnrýndi það mjög í kosn- ingabaráttunni að Bush hefði ekki sýnt kommúnistastjóminni nægi- lega hörku vegna mannréttinda- brota þeirra. í flestum Afríkuríkjum voru menn jákvæðir gagnvart kjöri Clint- ons en töldu einnig að það breytti litlu fyrir álfuna. „Ástandið verður óbreytt. Hann mun ekki koma hing- að og leysa okkar vandamál; skuldabyrði og hungursneyð. Við erum neðarlega í forgangsröðinni," Umbætur í heilsugæslukerfínu vom meðal lykilatriða í kosninga- baráttu Clintons og má búast við því að hann muni leggja áherslu á það meðan á hveitibrauðsdögum hans stendur að tryggja öllum rétt til heilbrigðisaðstoðar. Rúmlega 30 milljónir Banda- ríkjamanna eru ótryggðar eins og málum er nú komið. Clinton vill bæði draga úr kostnaði við heil- brigðiskerfíð, sem kostar meira á hvem einstakling en víðast hvar í hinum vestræna heimi og draga úr áhrifum tryggingafélaga. Hann sagði háttsettur embættismaður stjómarinnar í Tanzaníu. í Zimbabwe sagði dagblaðið Gazette að margir íbúar þriðja heimsins hefðu verið hlynntari Clinton en að ólíklegt væri að einhveijar breyting- ar yrðu frá „árásarstefnu Bush“. F.W. de Klerk, forseti Suður-Afr- íku, óskaði Clinton til hamingju og sagðist hlakka til að byggja áfram upp það góða samband sem mynd- ast hefði milli Pretoríu og Washing- ton í stjómartíð Bush. Suður-afrísk- ir fréttaskýrendur bentu þó á að ef eitthvað kæmi upp á varðandi umbótastefnu de Klerks væri stjórn Clintons líklegri til að taka stöðu með blökkumannahreyfíngum á borð við ANC. kveðst geta sparað allt að 400 milljarða dollara á ári áður en öld- in er á enda með aðgerðum sínum og tryggt hveijum Bandaríkja- manni heilsugæslu um leið. Þetta verður auðveldara en að segja það. Tryggingafélög lögðust flest á sveif með Bush í kosninga- baráttunni og þau eiga eftir að þiýsta mjög á þingið þegar Clinton reynir að fá frumvarp sitt sam- þykkt. Hann verður að vera vel vakandi ætli hann að gæta þess að heilbrigðisáætlun hans verði ekki útþynnt í meðförum þingsins. Nýtt heilbrigðis- kerfi í fyrirrúmi Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞEGAR næsti forseti Bandaríkjanna hélt sigurræðu sína í Little Rock í Arkansas skömmu eftir miðnætti aðfaranótt gærdagsins sagði hann að nú væri komið að því að taka á vandamálum, sem hingað til hefðu verið sniðgengin. Nefndi hann alnæmi, umhverfis- mál og nauðsyn þess að fá fólk til að sameinast og sækja styrk í fjölbreytileika þjóðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.