Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 BANDARISKU IORSETAKOSNlNíiARNAU Bush vill sinna bamabömunum Houston. Texas. GEORGE Bush, fráfarandi Bandaríkjaforseti, sagði í ræðu í gær að hann hefði hringt í Bill Clinton, verðandi forseta, og óskað honum til hamingju og árnað heilla í starfi. Bush sagði að hann og sljórn hans myndu reyna að eiga mjög náið samstarf við hina nýju valdhafa til að tryggja að valdaskiptin í janúar gengju vandræðalaust fyrir sig. „Það eru mikilvæg verkefni framundan og hagsmuni Bandaríkjanna verður ávallt að setja ofar öðru. Við munum því styðja við bakið á hinum nýja forseta," sagði Bush. Forsetinn þakkaði samstarfs- mönnum sínum fyrir vel unnin verk, ekki síst Dan Quayle varaforseta sem hefði ávallt þurft að sitja undir hörð- um árásum og þeim Jim Baker, skrif- stofustjóra Hvíta hússins og áður utanríkisráðherra, einnig Brent Scowcroft, öryggisráðgjafa, en þá sagði forsetinn hafa aðstoðað heims- byggðina í gegnum breytingaskeið SIGUR CLINTONS 43 milljónir höfðu kosið Clinton, eða 43%, þegar talin höfðu verið 98% atkvæða. sem ætti sér ekki sinn líka. Undir lok ræðu sinnar sagðist Bush vilja beina orðum sínum sér- staklega að yngri kynslóð Banda- ríkjamanna: „Ég er algjörlega sann- færður um að við séum þjóð á upp- leið. Við höfum gengið í gegnum óvenjulega erfitt tímabil. En ekki láta það aftra ykkur; látið ekki hama- ganginn sem fylgir kosningaári eða ljótleika stjómmálanna hræða ykkur frá því að þjóna hinu opinbera. Sjálf- ur ætla ég að halda áfram að þjóna og fínna leiðir til að hjálpa fólki. En ég ætla mér einnig að verða mjög virkur á vettvangi barnabamanna." BEUTER Clinton fagnar með stuðningsmönnum sínum við ríkisstjórabústaðinn i Little Rock. Bandarí ski draumur- inn rætíst við Litlaklett Little Rock, Arkansas. Frá Rune Bech, fréttaritara Morgunblaðsins. HÁTÍÐARSTEMMNING ríkti fram eftir nóttu við ríkissfjóra- bústaðinn í Little Rock, höfuð- stað Arkansasríkis. Um 200.000 manns höfðu safnast þar saman þegar líða tók á kjördaginn til þess að fagna kjöri Bills Clint- ons. f sigurræðu sinni fór forset- inn nýkjörni hlýjum orðum um störf George Bush forseta í þágu Flestir þjóðfélagshóp- ar vildu Clinton frekar Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. BILL Clinton, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, sótti meira fylgi til flestra þjóðfélagshópa en George Bush, fráfarandi forseti, ef marka má skoðankannanir, sem gerðar voru fyrir utan kjörstaði á þriðjudag, og virðist Clinton hafa tekist að vinna aftur þá demó- krata, sem Ronald Reagan lokkaði til fylgis við sig á síðasta ára- tug. Samkvæmt sömu könnunum tók Ross Perot fylgi jafnt frá báðum aðalkeppinautunum. Helmingur skráðra demókrata, sem kusu Bush í síðustu kosning- um, greiddu nú Clinton atkvæði og sennilega er sú tala einna mikilvæg- ust fyrir framtíð Demókrataflokks- ins. Demókratar geta einnig fagnað því að um helmingur þeirra, sem nú gengu fyrsta sinni að kjörborð- inu, kaus Clinton. í tíð Reagans flykktist ungt fólk í herbúðir repú- blikana, en nú leiða menn getum að því að demókrötum hafi tekist að snúa blaðinu við. Clinton sótti meira fylgi en Bush til allra aldurshópa. 41 prósent karla kaus Clinton, 37 prósent Bush og 21 prósent Perot. Yfírburðir Clintons voru meiri meðal kvenna. 48 prósent kvenna lögðu Clinton lið, 35 prósent Bush og 17 prósent Perot. Svartir kjósendur hafa hingað til vel flestir haldið tryggð við demó- krata og engin breyting varð þar á. 84 prósent svartra kjósenda kusu Clinton, aðeins 1£> prósent Bush og sjö prósent Perot. Clinton fékk atkvæði 61 prósents kjósenda af suður-amerískum upp- runa, Bush 26 prósent og Perot 14 prósent. Fólk í þeim hópi hefur alla jafna stutt demókrata, ef undan eru skildir Bandaríkjamenn af kúbönsk- um uppruna. Clinton hefur hins vegar borið víumar í þá og fékk meðal annars drjúg framlög í Litlu Havana í Miami eftir að hann hét stuðningi við frumvarp um að herða þvingahir gagnvart Kúbu í því skyni að flýta fyrir falli Fidels Kastrós, sem í gær rétti fram sáttahönd til hins nýkjöma forseta. Bandaríkjamenn af asískum upp- mna vom eini hópurinn sem tók Bush fram yfír Clinton. 56 prósent þeirra studdu Bush, 29 prósent Clinton og 16 prósent Perot. Asísk- ir Bandaríkjamenn voru flestir demókratar á þeim tíma, sem meiri- hluti þeirra átti rætur að rekja til Japans. Japönskum innflytjendum var stungið í fangabúðir eftir að Japanar gerðu árásina á Pearl Harbor í heimsstyijöldinni síðari og hafa japanskir Bandaríkjamenn síð- an lagt mikla áherslu á það að al- menn lýðréttindi væru í hávegum höfð í bandarísku þjóðfélagi. Demó- kratar hafa verið mun iðnari við að halda réttindum minnihlutahópa á lofti en repúblikanar og því kom þetta hinum fyrrnefndu til góða. Innflytjendum frá Víetman, Kína og öðmm Asíuríkjum hefur fjölgað mjög undanfarið á meðan fjöldi Japana hefur staðið í stað. Þessir nýju innflytjendur hafa farið út í viðskipti og treysta því að repúblik- anar sjái hag þeirra betur borgið en demókratar. bandarísku þjóðarinnar. „Við viljum Bill, við viljum Bill,“ hrópaði margbreytilegur mann- fjöldinn en fólk af öllum stéttum og þjóðemum og ólíkum litarhætti var saman komið við ríkisstjórabú- staðinn. Til þess að verða vitni að því er bandaríski draumurinn rætt- ist. Til að fagna 46 ára nýkjömum forseta sem ólst upp við lítil efni í smábænum Hope í Arkansas, missti föður sinn í bílslysi rétt fyrir fæð- ingu og eignaðist ofbeldisfenginn áfengissjúkling að stjúpföður. Manninum sem braust úr .fátækt í þriðja fátækasta sambandsríki Bandaríkjanna til þess að verða kjörinn forseti voldugasta ríkis heims. Gifurleg fagnaðaróp brutust út er Clinton birtist á palli við ríkis- stjórabústaðinn ásamt konu sinni Hillary og 12 ára dóttur þeirra Chelsea. Þar var einnig varaforseta- efnið A1 Gore. Clinton hóf sigurræðu sína með. því að segja að bandaríska þjóðin hefði ákveðið að byija nýtt skeið þar sem allir þegnar landsins skiptu máli. Við það ætlaði allt um koll að keyra af fögnuði. Forsetinn ný- kjörni hallaði undir flatt og beið þess að fagnaðarópunum linnti. Vék hann þá máli sínu að George Bush. „Eg bið ykkur öll að taka undir með mér og þakka Bush forseta íyrir ævistárf í opinberri þjónustu. Fyrir það sem hann afrekaði sem ungur hermaður er barðist fyrir landið okkar í seinni heimsstyijöld, fyrir að hjálpa til við að binda endi á Kalda stríðið og Ieiða okkur til sigurs í Persaflóastríðinu, þar til í dag er hann játar sig sigraðan með svo mikilli reisn. Við skulum hylla George Bush saman eins og Banda- ríkjamönnum sæmir best,“ sagði Clinton. Mannfjöldinn varð við áskorun hetju sinnar og nýrrar vonar og tók undir hlý orð Clintons í garð Bush. Með ræðunni hófst nýr kapítuli í bandarískri sögu. „Það er kominn tími til að breyta til,“ sagði Clinton við mikinn fögnuð viðstaddra. „Ég bið ykkur um að verða bandarísk aftur. Hugsið ekki einungis um að þiggja, gefíð einnig. Álasið ekki öðrum heldur axlið ábyrgð. Ekki þijóskast við í eigingirni heldur sýnið umhyggju fyrir öðrum. Við þurfum meira en ný lög, loforð og áætlanir. Við þörfnumst nýs hug- arfars, um að við séum öll að vinna verk saman. Og því aðeins mun bandaríski draumurinn varðveitast að við stöndum saman um að láta hann rætast. Sameinuð getum við það. Ég trúi enn á stað sem heitir Von,“ sagði Clinton í iokaorðum sínum. Þar skírskotaði hann til fæðingarbæjar síns, Hope (Vonar). í ræðunni gaf Clinton til kynna hver yrðu helstu verkefni sem hann hygðist sinna er hann tæki við embætti í janúar. Boðaði hann bylt- ingu í velferðarkerfínu og sköpun nýrra atvinnutækifæra, umhverfís- vernd og herferð gegn alnæmi, stjórnmálaspillingu og glæpum. Að ræðu lokinni gekk Clinton í átt til mannfjöldans og tók í hendur margra viðstaddra. Taktföst tónlist bresku hljómsveitarinnar Fleetwood Mac kvað við: „Don’t Stop Thinking About Tomorrow. Yesterday’s gone, yesterday’s gone“ eða á ís- lensku: Hættið ekki að hugsa um framtíðina. Gærdagurinn er gleymdur. BENDl! Dublin og Smithfield-sýningin Samvinnuferðir - Landsýn og Stéttarsamband bænda skipuleggja ferð á Smithfield- sýninguna í London 30. nóvember nk. Dvalið verður í Dublin en farið í dagsferð á sýninguna. Mjög hagstætt verð: 35.000 kr. á mann. Innifalið er flug, gisting 14 nætur f Dublin, ZZr!“L:r:r:D"Wh' Saminiuilei'iii'-Laiulsyn dagsferð til London, íslensk fararstjórn, skattar og gjöld. Reyk|a«fk: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 Hótel Sögu við Haflatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 92 -13 400 • Símbréf 92 -1 34 90 Akureyri: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Sfmbréf 96 - 2 40 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.