Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ íÞRónm FIMMTUDAGUR 5! NÓVEMBER 1992 55u- HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ Slgurpáll Árnl Aðalsteinsson. Beinar útsendingar: Samið viðRÚV Fulltrúar fyrstu deildar félag- anna í handknattleik gerðu í gær munnlegan samning við Sjónvarpið, sem heimilar RÚV að sýna að vild beint frá leikjum íslandsmótsins það sem eftir er vetrar. Þegar var byrjað að kynna félögunum samninginn, en gert er ráð fyrir að hann verði undirritaður í dag. Áður en mótið hófst .í septem- ber gerðu Samtök 1. deildar fé- laganna og íslenska útvarpsfé- lagið samning þess efnis að fyrir- tækið yrði helsti styrktaraðili mótsins. Þar var m.a. kveðið á um að Stöð 2 hefði forgangsrétt að beinum útsendingum og að- stöðu í íþróttahúsunum, en á móti kæmu 1,5 millj. kr. í pen- ingum og kynning, sem metin var til jafns við greiðsluna. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins fær RÚV nú jafnan rétt til útsendinga og engar aug- lýsingar verða á gólfum, en Stöð 2 hefur áfram forgangsrétt í húsunum. Samningurinn er met- inn á um 1,7 millj. kr., sem skipt- ist nánast jafnt í beinar greiðslur og kynningu. RUV gekk einnig frá samn- ingi við HSÍ varðandi beinar útsendingar frá bikarkeppni karia og kvenna og við FH og Val vegna Evrópuleikja félag- anna. Nýliðar Þórs enn í sigurvímu til Akureyrar: Tapa ekki á útivelli ÞÓRSARAR gerðu góða ferð í Kópavoginn í gær er þeir unnu HK-menn sannfærandi, 27:32. Nýliðarnir frá Akureyri, sem eru enn taplausir á útivelli náðu mest átta marka forskoti í síðari hálfieik. Hermann Karlsson, fyrirliði og markvörð- ur Þórs, átti drjúgan þátt í sigr- inum með góðri frammistöðu í síðari hálfleik. Þórsarar voru með frumkvæðið allan tímann en munurinn var þó aldrei mikill í fyrri hálfleik. Á ■■■■■■ fyrri stundaríjórð- ValurB. ungi síðari hálfleiks Jónatansson gerðu Norðanmenn skrífar út um leikinn. Léku þá skynsamlegan sóknarleik og Hermann nánast lok- aði markinu. Þegar tíu mínútur voru eftir var staðan orðinn 21:29 og þá gáfu Þórsarar eftir án þess að sigur þeirra væri nokkru sinni í hættu. Nýliðar Þórs eiga hrós skilið fyr- ir góðan leik. Þeir eru með sam- stillt lið sem lætur ekki að sér hæða. Sóknarleikurinn undir sjórn Ole Nielsen var í góðu lagi með þá Jóhann, Rúnar .og Sigurpál í aðai- hlutverkum. Vörnin og markvarslan var slök í fyrri hálfleik en það breyttist í þeim síðari eftir að Her- mann hrökk í stuð, varði þá 12 skot, þar af 3 vítaköst. HK-liðið var allt annað en sann- færandi. Leikmenn voru að reyna of mikið upp á eigin spýtur með miður góðum árangri. Hans Guð- mundsson fann sig alls ekki og munar um minna. Michal Tonar var eini leikmaðurinn sem lék vel og skotnýting hans var góð. Jan Larsen,- þjálfari Þórs, var ánægður með sína menn eftir leik- inn. „Við höfum verið á uppleið og sýndum að við eigum heima í fyrstu deild. Við lékum vel ef frá eru tald- ar síðustu tíu mínúturnar en þá kom losarabragur á þetta. Hingað til hefur vantað stöðugleika í liðið en vonandi hafa strákarnir fengið sjálfstraustið sem þarf til. Við erum taplausir á útivelli og nú þurfum við að sýna að við getum þetta líka á heimavelli," sagði Larsen. Magnús Arnason átti stórleik í marki Hauka gegn Fram. Morgunblaðið/Svemr Erlingur Krlstjánsson. Langþráður sigurKA „ÞETTA var eiginlega síðasta tækifæri okkar. Ef við hefðum ekki unnið hefði útlitið verið orðið mjög slæmt,“ sagði Ert- ingur Kristjánsson fyrirliði KA eftir að lið hans hafði lagt Vík- inga að velli 24:21 á Akuryeir í gærkvöldi og náð þar i dýr- mæt stig í botnslagnum. Samheldni og barátta var mjög góð í liðinu í dag, við héldum haus allan leikinn og sigurinn var ■■■■■■ okkar,“ sagði Erl- Reynir ingur jafnframt. Eiríksson Fyrri hálfleikur var skrífar jafn framan af en undir lok hans sigu heimamenn framúr og höfðu tveggja marka forystu er gengið var til hálfleiks. Víkingar náðu að jafna strax í síðari hálfleik en þá kom góður leik- kafli KA-manna og náðu þeir fjög- urra marka forystu og var sigur þeirra aldrei í hættu eftir það. „Gömlu refimir" Erlingur og Al- freð léku vel og einnig Bjöm Bjöms- son markvörður sem kom inná seint í fyrri hálfleik og varði vel. Hjá gestunum átti Ámi ágætan leik og þá er það eiginlega upptalið. Leik- menn ógnuðu þó ágætlega í sókn- inni en réðu einfaldlega ekki við sterka vöm KA. Magnús lokaði markinu MAGNÚS Árnason, markvörð- ur Hauka, lagði grunninn að sex marka sigri, 31:25, gegn Fram í Hafnarfirði í gærkvöidi. Hann hreinlega lokaði markinu i lok fyrri hálfleiks og byrjun þess síðari, en á meðan náðu samherjar hans að brúa Góð Eyjaferð Stjömunnar „ÞETTA var skref íáttin hjá okkur. Við komum hingað til að selja sig dýrt og ná árangri," sagði Gunnar Einarsson þjálf- ari Stjörnunnar eftir að lið hans sigraði Eyjamenn 30:25 í Eyj- um. Við höfðum tapað tveimur síð- ustu leikjum en við lékum heldur betur í þessum Ieik, en ekki þó eins og við getum best. Það hjálpaði okkur að Eyjamenn höfðu unnið tvo síð- ustu leiki og litu því kannske á þennan leik sem fram- hald af því, það er alltaf hætt við að slíkt hendi,“ sagði Gunnar. Leikurinn var jafn lengstum í Sigfús Gunnar Guðmundsson skrífar fyrri hálfleik. Liðin skiptust á um að hafa forsystu. Eyjamenn náðu einum góðum kafla þegar þeir voru tveimur mökum undir en komust þremur mörkum yfir. Á þessum kafla léku þeir eins og þeir best gera en það durði skammt því Stjarnan náði að jafna og þeir gerðu þar að auki tvö síðustu mörkin fyr- ir hlé. Stjaman kom til leiks eftir hlé af miklum krafti og náðu þægilegri forystu sem þeir héldu til leiksloka. Leikurinn leystist oft upp í tóma vitleysu í síðari hálfleiknum en Stjömumenn léku af skynsemi og uppskám góðan sigur. Enginn stóð uppúr í liði ÍBV en Magnús, Einar og Skúli reyndust Eyjamönnum erfíðastir. Steinþór Guðbjartsson skrífar tveggja marka mun fyrir hlé og ná sex marka forystu á fyrstu 10 mfnútum seinni hálfleiks. Jafnræði var með liðunum lengst af fyrir hlé, jafnt á öllum tölum frá 3:3 upp í 8:8, en Haukar samt ávallt fyrri til að skora. Á þessum kafla léku bæði lið góðan varnarleik, einkum þó Framar- ar, sem vom á tánum og trufluðu mótheijana, sem gerði það að verk- um að sóknir heimamanna vom langar og þeim lauk oftar en ekki með ónákvæmum skotum. Framarar náðu tveggja marka forystu, 10:8, en fóm illa að ráði sínu síðustu sjö mínútur hálfleiks- ins. í stað þess að halda áfram að leika yfirvegaðan sóknarleik flýttu þeir sér um of, jafnvel einum fleiri, sem kom þeim í koll. Haukar komu mun ákveðnari til síðari hálfleiks, en Framarar vom á sama rólinu í sókninni og gleymdu sér auk þess í vöminni, misstu m.a. þtjá menn útaf vegna klaufalegra brota á sjö mínútna kafla. Heima- menn nýttu sér liðsmuninn og gerðu út um leikinn, en eftir það snerist góð viðureign uppí tóma vitleysu. Áður er minnst á frammistöðu Magnúsar í Haukamarkinu, en Ar- on Kristjánsson og Petr Baumrak vom sem klettar í vöminni á meðan þeim þættinum var sinnt og Halldór Ingólfsson hafði mjög góðar gætur á Páli Þórólfssyni. Hins vegar var sóknarleikurinn einhæfur, þar sem Petr og einkum og sér í lagi Hall- dór voru allt í öllu auk þess sem 100% vítahittni Páls Ólafssonar hafði sitt að segja. En baráttan var í lagi, þegar útlitið var að dökkna og hún átti sinn þátt í að aftur sá til sólar. Framarar byijuðu skynsamlega, léku góða vöm og markvissan sókn- arleik, en héldu ekki haus. Mark- varslan brást, þegar á þurfti að halda og annars góðir einstaklingar vom of mistækir og var refsað fyr- ir. Hallgrímur Jónasson fór að veija í tapaðri stöðu og Jason Ólafsson, Karl Karlsson og Pétur Arnarson fóru ekki almennilega í gang fyrr en það var um seinan. En margt býr í liðinu og mun meira en staða þess í deildinni segir til um. corcJata ’S A T. A Til að rýma fyrir nýjum vörum í tollvörugeymslu bjóðum við nokkrar tölvur á aldeilis frá- bæru verði: 386SX-20 með 42Mb disk á kr.89.800 krónur, 486DX-25 með 120MB diská aðeins 159.800 krónur stgr. Úrvals tölvur - ótrúlegt verð! •• MICROTOLVAN Suðurlandsbraut 12 - Sími 688944 - Fax 679976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.