Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 Orkuflutning- ur um sæstreng eftir Svönu Helenu Björnsdóttur Mikið hefur verið fjallað um út- flutning raforku um sæstreng að undanfömu. Margar greinar hafa birst í blöðum um efnið og menn hafa séð íslendinga sem eins konar olíufursta norðursins í hillingum. Umræðan er komin svo langt að opinberir aðilar hyggjast veija tug- um milljóna til markaðskannana og athugana á byggingu sæstrengs- verksmiðju. En getur ekki veríð að menn fari sér fullhratt? Hefur hin tæknilega hlið málsins verið athug- uð? Gera menn sér grein fyrir því, að sú framkvæmd sem ætlunin er að veija fénu til, er margfalt stærri en sambærilegar framkvæmdir nokkurs staðar í heiminum? Er slíkt á færi smáþjóðar? Til að flytja raforku frá íslandi um sæstreng þarf að nota Há- spennta-Jafnstraums-Miðlun (HJM). I þessari grein verður reynt að skýra helstu eiginleika slíkrar miðlunar og nefnd verða nokkur dæmi um mann- virki af þessu tagi. Miðlun raforku með háspenntum jafnstraumi á sér um 40 ára sögu. Hún hófst árið 1954 þegar tekinn var í notkun sæstrengur milli meg- inlands Svíþjóðar og Gotlands. Ef miðla á raforku um sæstreng lengra en 50 km leið, er það aðeins unnt með HJM. Jafnstraumur eða riðstraumur Sú orka sem framleidd er í raf- orkuverum er í formi riðstraums. í sumum tilvikum getur þó reynst hentugra að nota jafnstraum, t.d. þegar flytja á raforku um langan veg. Þá er HJM besta leiðin til að tengja saman tvö mismunandi (ósamfasa) riðstraumskerfi. Oft er orkuflutningur með HJM ódýrari en riðstraumsorkuflutningur. Þegar sæstrengir eru lagðir, er oft byijað á að leggja aðeins einn streng. Þá er sjórinn notaður til að leiða strauminn til baka. Segulsviðið umhverfis strenginn getur truflað seguláttavita skipa sem sigla um hafsvæðið í nágrenni strengsins. Þá getur segulsviðið umhverfis streng- inn valdið tæringu í málmum sem liggja nærri strengnum. Oftast er reynt að leggja tvo samsíða strengi í hæfilegri fjarlægð hvorn frá öðrum til að jafna út segulsviðið umhverfis þá. Grundvallareiginleikar HJM Lýsa má háspenntri jafnstraums- miðlun HJM með einfaldri mynd. Myndin sýnir tvö riðstraumskerfi hvort með sinni spennu og tíðni. Þau eru tengd saman með jafnstraums- leiðslu sem flytur raforku frá rið- straumskerfi 1 til riðstraumskerfis 2. Byijað er á að breyta raforku þriggja fasa riðstraumskerfis 1 í jafnstraumsorku. Þetta er gert með afriðli. Á áfangastað er jafnstraums- orkunni breytt aftur í þriggja fasa riðstraum með stöðugri spennu og tíðni. Þetta er gert með áriðli. Jafnvægi verður að ríkja milli raforkuframleiðslu og raforkunotk- unar. Þetta þýðir að stýra verður orkuflutningnum með sameiginlegri, eða a.m.k. samvinnandi, orkustýr- ingu. Hún verður að vera í samræmi við þarfir og getu bæði framleiðslu- kerfisins og þess raforkukerfis sem nýtir orkuna. Afriðill og áriðill HJM eru byggð- ir upp af þriggja fasa umriðilsbrúm með stýranlegum hálfleiðurum, þýri- storum. Eiginleikar HJM markast að miklu leyti af eiginleikum þessara umriðilsbrúa. Búist er við að á næstu árum komi fram þýristorar sem þola hærri straum en til þessa hefur þekkst. Þetta mun leiða til minni kostnaðar við umriðilsstöðvar þegar um langa rafstrengi er að ræða. Sæstrengir Mörg dæmi eru um miðlun raf- orku eftir sæstreng, en til eru um 20 slíkar miðlanir. Hér verða aðeins nefnd nokkur dæmi um þá strengi sem lagðir hafa verið. 1. Gotlands-strengurinn. Hann liggur frá meginlandi Sví- þjóðar um 100 km leið til eyjunnar Gotlands /1/. Sem fyrr segir var þetta fyrsti sæstrengurinn sem flutti raforku í formi háspennts jafn- straums. Strengurinn var tekinn í notkun árið 1954 og mesta dýpi hans er 160 metrar. Nýir strengir voru lagðir 1983 og 1987 og nú hefur rekstri fyrsta strengsins verið hætt. Nýju strengirnir flytja samtals 320 MW og hafa 150 þúsund volta (kV) spennu. 2. Ermarsunds-strengurinn. Fyrsti sæstrengurinn yfir Ermar- sundið milli Englands og Frakklands var tekinn í notkun árið 1961 /2/. Sú leið er 51 km og mesta dýpi er um 60 metrar. Strengurinn flytur 80 MW og hefur 100 kV spennu. Árið 1986 voru átta viðbótarstrengir lagðir yfir sundið. Þeir flytja 2.000 MW raforku og hafa 270 kV spennu. 3. Skagerrak-strengurinn. Milli Kristjansand í Noregi og Tjele á Jótlandi liggur 125 km langur strengur /3/. Hann var tekinn í notk- un árið 1976 og liggur á mest 570 metra dýpi. Flutningsaflið e_r 500 MW og spennan er 262,5 kV. Áætlað er að lagningu annars strengs yfir Skagerrak ljúki árið 1993. Honum er ætlað að flytja 500 MW og mun hann hafa 350 kV spennu. 4. Hokkaido-Honsu-strengur- inn. Þessi strengur er 42'km og liggur milli japönsku eyjanna Hokkaido og Honsu /4/. Hann var tekinn í notkun árið 1980 og liggur mest á um 300 metra dýpi. Flutningsaflið er 150 MW og spennan er 250 kV. 5. Fenno-Skan-strengurinn. Árið 1989 var tekinn í notkun 200 km sæstrengur milli Finnlands og Svíþjóðar /5,6/. Hann hefur 400 kV spennu, sem er með því hæsta sem þekkist nú. Þessi strengur flytur 500 MW og liggur á allt að 117 m dýpi. Um þessar mundir er að hefjast framleiðsla á lengsta sæstreng sem til þessa hefur verið lagður, Eysfara- salts-strengnum /7/. Hann verður lagður um 250 km leið frá Arrie í Svíþjóð til Liibeck í Þýskalandi og mun geta flutt 600 MW. Spennan verður 420 kV. Áætlað er að verkinu Ijúki í árslok 1994. Reiknað er með að kostnaður við þessa háspenntu jafstraumsmiðlun verði tveir millj- arðar sænskra króna, eða rúmlega 20 milljarðar íslenskra króna. Reikna má með að HJM milli íslands og Hollands kosti fjórum til sjö sinn- um meira, eða 80 til 140 milljarða íslenskra króna. Innan Evrópu eru nú nokkur sam- tengd raforkukerfi. Eitt þeirra er norræna kerfið NORDEL, sem teng- ir saman Svíþjóð, Noreg, Finnland og Danmörk. Annað slíkt kerfi er kallað UCPTE og það tengir saman Mið- og Vestur-Evrópu. Nú þegar er til staðar tenging milli NORDEL og UCPTE frá Noregi og Svíþjóð til vesturhluta Danmerkur. Eystra- salts-strengurinn verður enn ein tenging þessara raforkukerfa. Áhrif lengdar Lengstur þeirra sæstrengja sem lagðir hafa verið til þessa er Fenno- Skan-strengurinn, 200 km. Þegar lagningu Eystrasalts-strengsins lýk- ur 1994 verður hann lengstur, 250 km. Á árunum 1984-1986 fór fram rannsókn á lagningu HJM á Borneo í Indónesíu /8/. Um var að ræða flutning á 1.700 MW rafafli um 1.500 km leið, þar af 650 km eftir sæstreng. Rannsóknin leiddi í ljós að mikil rýmd, sem vex í hlutfalli við lengd sæstrengsins, leiðir til tæknilegra erfiðleika. Þeir lýsa sér t.d. þannig, að verði skammhlaup í jafnstraumskerfinu afhleðst rýmdin á mjög skömmum tíma og þá mynd- ast mjög háir yfirstraumar. Umrædd rannsókn sýndi að í 650 km löngum streng má búast við yfirstraumum sem eru allt að sjö sinnum stærri en sá straumur sem venjulega fer um strenginn. Til að ráða við þessa yfirstrauma hefði þurft að yfirhanna umriðilsstöðvarnar fyrir margfaldan venjulegan straum með tilsvarandi kostnaði. Þetta var ein af ástæðum þess að fallið var frá áformum um lagningu þessa strengs. Ef lagður verður 1.800 km langur rafstrengur frá íslandi til Hollands má vænta allt að tífalds yfirstraums /9/. Þetta er eitt þeirra atriða sem þarf að rannsaka. Áhrif dýpis Segja má að helstu áfrif dýpis séu sú áraun sem þrýsingurinn veldur á efni í strengnum. Hingað til hefur reynst erfitt að hafa spennuna á strengjum á miklu dýpi eins háa og á strengjum sem liggja grynnra. Á meira en 500 metra dýpi er erfitt að fara upp fyrir 350 kV spennu. Aftur á móti er unnt að fara með spennuna í 450 kV á sæstrengjum sem grynnra liggja. Sá strengur sem dýpst hefur verið lagður er Skagerrak-strengurinn. Hann liggur á 570 metra dýpi. Nú er unnið að tilraunum með 300 kV rafstreng sem ætlunin er að leggja á 2.000 metra dýpi við Hawaii-eyjar. Honum er ætlað að flytja 250 MW rafafl og lengdin verður um 220 km. Ýmislegt er enn óljóst um fjármögn- un þessarar framkvæmdar /10/ og övíst að hún reynist hagkvæm. Kostnaður við umriðilsstöðvar Fyrir um átta árum var kostnaður vegna afriðils-/áriðilsstöðva talinn vera um 40% af öllum kostnaði HJM. Nú mun hann vera um 35%. Lækk- unina má rekja til örrar þróunar á þýristorum, en kostnaðurinn við þá er um 35% af kostnaði umriðilsstöðv- anna. Þess ber þó að geta, að allur kostnaður er verulega háður lengd sæstrengs og þessar tölur eru heldur lægri hjá löngum strengjum. Með nýjum gerðum þýristora mun straum- og spennuþol þeirra vaxa á næstu árum. Þetta þýðir að vanda- mál samfara yfirstraumum eiga eft- Svana Helen Björnsdóttir „Ljóst er að útflutning- ur 2000 MW rafafls krefst stórkostlegra virkjanaframkvæmda. Þær eru afar kostnað- arsamar. Það er um- hugsunarvert, hvort rétt sé að flytja út alla raforku landsins í stað þess að skapa grundvöll til uppbyggingar orku- freks iðnaðar í landinu.“ ir að minnka. Það mun leiða til minni kostnaðar við umriðilsstöðvarnar. Orkutap við flutning Þótt orkutap við HJM sé minna en við flutning með riðstraumi, er tapið í 1.800 km löngum sæstreng verulegt. Sé strengur með 250 kV spennu og 2.000 A straum lagður til grundvallar er tapið um 40 til 50 MW. Það er nálægt 10% af því afli sem flutt er um sæstrenginn. Til að kaupandi í Hollandi fái 500 MW afl inn í raforkukerfí sitt þurfa virkjanir á íslandi að framleiða 550 MW. Fjárhagsleg áhætta Þegar fjallað er um lagningu HJM frá Islandi og þær virkjanafram- kvæmdir sem hún krefst er mikil- vægt að gleyma ekki þeirri fjárhags- legu áhættu sem fylgir. í þeirri umræðu sem farið hefur fram hér á landi hefur enn lítið verið fjallað um þá hlið málsins. Þegar um er að ræða framkvæmd sem þessa er erf- itt að fara hægt af stað. Rætt hefur verið um 2.000 MW miðlun /11/, en þá er minnsta þrep sem byija verður á 500 MW. Það þýðir einn streng með 250 kV spennu og 2.000 A straum. Fyrir utan það að reisa verður 500 MW vatnsorkuver, sem er rúmlega þrisvar sinnum stærra en Blönduvirkjun, þarf að leggja út í mjög háan stofnkostnað við afrið- ils-/áriðilsstöðvar. Við þetta bætist kostnaður við framleiðslu og lagn- ingu strengsins. Annað atriði sem huga verður að er mjög langur framkvæmdartími og þar með hár fjármagnskostnaður meðan á framkvæmdinni stendur. Ætla má að framkvæmdin taki a.m.k. átta ár. Tafir á verkinu myndu leiða tii stóraukins kostnaðar. Sæstrengur frá íslandi Nú fara fram athuganir á lagn- ingu sæstrengs frá íslandi til Skot- lands, Hojlands eða Þýskalands. Sá Spenna U1 Tíðni fl Jafnstraumur Id Jafnspenna afriðils Jafnspenna áriðils 1 Spenna U2 Tíðni f2 Raforku- kerfi 1 Afriðill Jafnstraumsleiðsla Jafnstraumssæstrengur Áriðill Raforku- kerfi 2 Miðlun raforku með háspenntum jafnstraumi 17 -----------------------------rrr- strengur yrði allt aðT.800 km lang- ur /11/, sem er meira en sjö sinnum lengra en lengsti strengur sem lagð- ur hefur verið til þessa. Þá yrði þessi strengur á um 1.000 metradýpi, sem er 430 metrum dýpra en lagt hefur verið til þessa. í byijun desember er væntanleg hagkvæmniskýrsla frá Pirelli-verk- smiðjunum sem framleiða sæ- strengi. Skýrslan verður án efa fróð- leg, en hafa verður í huga að hún er samin af aðila sem á hagsmuna að gæta. Þegar hefur verið bent á að tæknilegar rannsóknir skorti /9/. Rannsaka þarf hver áhrif hinnar miklu rýmdar eru á rekstur kerfis- ins. Ýmis stórfyrirtæki á sviði raf- orku hafa komið sér upp tölvulík- önum til að herma eftir miðlun raf- orku með rafstrengjum. Slík tölvu- líkön hafa reynst mjög hentug til rannsókna. Ef af lagningu sæstrengsins verð- ur munu Islendingar verða braut- ryðjendur á sviði orkuflutnings um sæstreng. Það er því líklegt að ófyr- irséð vandamál komi upp. Verði taf- ir á verkinu getur það auðveldlega leitt til mikils kostnaðarauka. Ljóst er að útflutningur 2.000 MW rafafls krefst stórkostlegra virkjanaframkvæmda. Þær eru afar kostnaðarsamar. Það er umhugsun- arvert, hvort rétt sé að flytja út alla raforku landsins í stað þess að skapa grundvöll til uppbyggingar orku- freks iðnaðar í landinu. Sem stendur virðist mikilvægt að byggja upp at- vinnuskapandi stóriðju. I framtíðinni gæti vetnisframleiðsla orðið væn- legri kostur en hún nú er. Þá eru fá lönd betur fallin til álframleiðslu og mjög líklegt að á næstu árum muni fleiri álver rísa hér á landi. Ráðstefna um útflutning raforku eftir sæstreng í tilefni af 80_ ára afmæli Verk- fræðingafélags íslands mun Raf- magnsverkfræðideild félagsins, RVFÍ, standa fyrir hálfsdags ráð- stefnu um raforkuflutning eftir sæ- streng. Fjallað verður um möguleika íslendinga á að flytja út raforku með sæstreng. Reynt verður að sjá málið í samhengi við þróun orku- mála í Evrópu og ný viðhorf í orku- viðskiptum þar. Stefna stjórnvalda verður kynnt og reynt verður að meta efnahagsleg áhrif þess að flytja héðan út raforku. Þá verður fjallað um möguleika á framleiðslu sæ- strengsins hér á landi. Ráðstefnan verður haldin föstu- daginn 13. nóvember á Holiday-Inn hótelinu. Hún hefst klukkan 13.00 og er öllum opin. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur, einn eigenda verkfræðistofunnar Stika hf. og situr i stjóm Verkfræðingafélags íslands. Heimildaskrá: /1/. Petterson, A.R.; Nuder, J.; Hjalmarsson, G.: A new HVDC cable to the island of Got- land. Fourth Intemational Conference on AC and DC Power Transmission, London 23.9.- 26.9. 1986, bls. 141-145. /2/. Goodard,S.C.; Yates, J.B.; Urwin, R.J.; Le Du, A.; Marechal, P.; Michel, R.: The new 2000 MW Inteconnection between France and United Kingdom. CIGRE-Report 14-09, Paris 1980. /3/. The Skagerrak HVDC Project. NVE (Norwegian Water Resources and Electricity Board) and ELSAM (The Jutland-Funen Electricity Co-operation), Report 1979. /4/. Senda, T.; Houriuchi, S.; Namera, T.; Muraoka, Y.; Horiuchi, T.; Oonislii, K.: New Techologies applied to the recent HVDC Con- vertor Stations in Japan, CIGRE-Report 14-102, Paris 30.8.-5.9. 1992. /5/. Carlsson, L; Nyman, A.; Willborg, L; Hjalmarsson, G: The Fenno-Scan HVDC submarine cable transmission. System and design, commisioning and initial operating experience. Fifth Intemational Conference on AC and DC Power Transmission, London 15.9. -17.9. 1991, bls. 344-349. /6/ Pottonen, L.; Hirvonen, R.; Jaaskélainen, K.; Vaitomaam, M.: Network interaction tests of the Fenno-Scan HVDC link. Fifth Internat- ional Conference on AC and CD Power Trans- mission, London 15.9.-17.9. 1991, bls 286-289. /7/. Baltic Cable — an HVDC link between Germany and Sweden. Report , Sept. 1992. /8/. Pesch, H.; Ranade, S.H.; Ring, H.: Contr- ol of an HVDC-Link with a very long DC cable. IEEE Conference on HVDC and Static Compensators, Montreai, Canada, October 1986, bls. 262-268. /9/. Bolli Björnsson: Miðlun raforku með há- spenntum jafnstraumi. Verkfræðingafélag ís- lands 80 ára, útg. í tilefni af 80 ára afmæli VFÍ, júli 1992, bis. 95-101. /10/. Fesmire, V.R.; Richardson, J.F.: Tne Hawaii Geothermal/Interisland Transmission project. Fifth Intemational Conference on AC and DC Power Transmission, London 15.9.- 17.9. 1991, bls. 85-89. /11/. Halldór Jónatansson: Útflutningur á raforku, Orkuþing 1991.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.