Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 44
44 Heba heldur við heilsunni Konur! Síðasta námskeið fyrir jól, 5 vikna, ei að befjasl Holl hreyfing. Þol - magi, ross, læri. leygjur - slökun. Dag- og kvjildlímar. Fitubrennslutímar. Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 642209. Notaðir bílar í úrvali Daihatsu Charade CX 1000, árg. '88, 5 g., 5 d., drapplitur, ekinn 61 þús. Verð 490 þús. MMC Lancer GLX 1500, árg. ’87, 5 g., 4 d., gullsans, ekinn 71 þús., rafm. í rúðum. Verð 450 þús. Mazda 323 LX 1300, árg. '88, 4 g., 4 d., rauður, ekinn 44 þús. Verð 490 þús. <Æ:bifreidar s lanobúnadarvélarhf. B*íU> Suðurlandsþraut 14, símar 681200 og 814060. „Vel heppnað mynd- band um bridge" (Guðmundur Sv. Hermannsson Mbl.) Sfilustaðir: Penninn, Mól og menning, Skifan, Skókhúsið, Frímerkja- og mynntverslun Magna, Ljósmyndavörur, Bókval, Akureyri. Dreifing Nýja Bíó hf. Sími 677577. Mazda 626 GLX 2000, árg. '88, 5 g., 4 d., blár, ekinn 99 þús., vökvastýri, samlæsingar, rafm. í rúðum. Verð 720 þús. Daihatsu Charade 1000, árg. '86, sjálfsk., 5 d., rauður, ek- inn 82 þús. Verð 270 þús. Lada Safir 1300, árg. ’89, 4 g., 4 d., vínrauður, ekinn 34 þús. Verð 220 þús. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 r-ry——« , -—,f - r> v . ; r t ] 'i / ;—•■■ -r: >. ' ■" — KEFLAVIK Snarræði 10 ára stráks kom í veg fyrir eldsvoða Keflavík. Snarræði 10 ára Keflvíkings, Jóns Hrafns Karlssonar, kom í veg fyrir verulegt tjón þegar hann slökkti eld sem kviknaði í frystikistu á heimili hans í Kefla- vík nýlega. Jón Hrafn, sem var einn heima, varð var við eitthvað óvenjulegt í bílskúr sem stendur við heimili hans og þegar hann fór til að gæta að hvers kyns var gaus á móti honum eldur. Jón Hrafn hafði snör handtök, hljóp inn aftur og náði í slökkvitæki sem staðsett var í þvottahúsi og tæmdi það á eldinn. Þá fór hann og hringdi í pabba sinn sem var að vinna og sagði honum hvað hefði gerst. „Eg var inni í herbergi að læra þegar mér heyrðist eins og bankað væri á dyrnar í vaskahúsinu og fór til að athuga það nánar. Þegar ég opnaði út tók ég eftir því að eitt- hvað var ekki eins og það átti að vera úti í bílskúr. Ég fór þá þang- að og varð eldsins var um leið og ég opnaði dymar,“ sagði Jón Hrafn Karlsson í samtali við Morgunblað- ið. Hann sagðist ekki hafa fengið neina æfingu í notkun slökkvitæk- is en hann hefði margoft skoðað leiðbeiningamyndimar á tækinu og því getað gert sér grein fyrir hvernig ætti að nota það. Foreldrar Jóns Hrafns em Karl Antonsson og Hrafnhildur Jóns- dóttir og sagði Hrafnhildur að sennilegasta skýringin á eldinum væri að veiðitaska sem hefði verið í hillu fyrir ofan frystikistuna hefði dottið niður og dót úr henni legið við mótorinn. Þá hefði einn ár- gangur af Æskunni verið í körfu ofan á kistunni og hefði hann brunnið að mestu. Hrafnhildur sagði að mikill eldmatur hefði ver- ið inni í bílskúrnum og þarna hefði ekki mátt miklu muna að illa færi. Hún sagði að mikið sót hefði mynd- ast og hefðu þau farið með Jón Hrafn í Sjúkrahúsið í Keflavík þar sem honum hefði verið gefið súr- efni í öryggisskyni, en honum hefði sem betur fer ekki orðið meint af. Hrafnhildur sagði ennfremur að þau Karl hefðu allan sinn búskap verið með slökkvitæki á heimilinu og auk þess væru tveir reykskynj- arar í íbúðinni og eldvarnarteppi. - BB Morgunblaðið/Björn Blöndal Jón Hrafn Karlsson með slökkvitækið góða sem hann notaði til að slökkva eldinn á heimili sínu og tókst með því að koma í veg fyrir verulegt tjón. fclk í fréttum NYTT Sums staðar var ástandið skaplegt og þá fylktu börnin liði og fylgdu Iman hvert fótmál. Náttkjólar Náttföt Sloppar 100% bómull, polyester. Verð frá 950 kr. lympí Laugavegi 26, s. 13300. Kringlunni 8-12, s. 33600. HEIMSÓKN Iman heimsótti sveltandi landa sína Sómalíska fyrirsætan Iman, sem auk þess að vera ein nafntog- aðasta fyrirsæta allra tíma, er eig- inkona stórpopparans Davids Bowie, fór nýverið í heimsókn á æskuslóðir sínar. Til Sómalíu. En þar svífur hungurvofan yfir vötnunum og daglega deyja hundr- uð bama sem fullorðinna úr skorti og sjúkdómum. Sem kunnugt er, þarf furðu litla upphæð á vestræna vísu til að fæða og klæða ótrúlega marga á hungurslóðunum. Vandinn hefur oftar en ekki verið sá að koma Það þarf sterkar taugar til að horfast i augu við dauðann með þessum hætti. Móðir lýsir neyð sveltandi barns síns. nauðsynjunum til hinna þurfandi og vita að þær endi ekki í mögum hermanna sem ævinlega hafa nóg að bíta og brenna. Iman og bóndi hennar Bowie eru vellauðug. Millj- arðamæringar fremur en milljóna- mæringar og Iman lét þess getið við "komuna til Sómalíu að hún gæti ekki hugsað sér að sitja ein á auði sínum á meðan landar henn- ar syltu heilu hungri. Alan Evans, talsmaður hennar og umboðsmað- ur, sagði á fréttamannafundi, að Iman ætlaði að láta „verulegar“ upphæðir til hjálparstarfs og að bóndi hennar stæði heils hugar þar að baki. Heimsókn Iman til Sómalíu vakti mikla athygli í landinu og hefði henni vart verið hlýlegar tek- ið þótt hún hefði verið erlendur þjóðhöfðingi. Um þessar mundir er fólk á hennar vegum að kanna með hvaða hætti hún geti helst orðið að liði. COSPER - Nú man ég hverju við gleymdum, bílnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.