Morgunblaðið - 05.11.1992, Page 44

Morgunblaðið - 05.11.1992, Page 44
44 Heba heldur við heilsunni Konur! Síðasta námskeið fyrir jól, 5 vikna, ei að befjasl Holl hreyfing. Þol - magi, ross, læri. leygjur - slökun. Dag- og kvjildlímar. Fitubrennslutímar. Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 642209. Notaðir bílar í úrvali Daihatsu Charade CX 1000, árg. '88, 5 g., 5 d., drapplitur, ekinn 61 þús. Verð 490 þús. MMC Lancer GLX 1500, árg. ’87, 5 g., 4 d., gullsans, ekinn 71 þús., rafm. í rúðum. Verð 450 þús. Mazda 323 LX 1300, árg. '88, 4 g., 4 d., rauður, ekinn 44 þús. Verð 490 þús. <Æ:bifreidar s lanobúnadarvélarhf. B*íU> Suðurlandsþraut 14, símar 681200 og 814060. „Vel heppnað mynd- band um bridge" (Guðmundur Sv. Hermannsson Mbl.) Sfilustaðir: Penninn, Mól og menning, Skifan, Skókhúsið, Frímerkja- og mynntverslun Magna, Ljósmyndavörur, Bókval, Akureyri. Dreifing Nýja Bíó hf. Sími 677577. Mazda 626 GLX 2000, árg. '88, 5 g., 4 d., blár, ekinn 99 þús., vökvastýri, samlæsingar, rafm. í rúðum. Verð 720 þús. Daihatsu Charade 1000, árg. '86, sjálfsk., 5 d., rauður, ek- inn 82 þús. Verð 270 þús. Lada Safir 1300, árg. ’89, 4 g., 4 d., vínrauður, ekinn 34 þús. Verð 220 þús. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 r-ry——« , -—,f - r> v . ; r t ] 'i / ;—•■■ -r: >. ' ■" — KEFLAVIK Snarræði 10 ára stráks kom í veg fyrir eldsvoða Keflavík. Snarræði 10 ára Keflvíkings, Jóns Hrafns Karlssonar, kom í veg fyrir verulegt tjón þegar hann slökkti eld sem kviknaði í frystikistu á heimili hans í Kefla- vík nýlega. Jón Hrafn, sem var einn heima, varð var við eitthvað óvenjulegt í bílskúr sem stendur við heimili hans og þegar hann fór til að gæta að hvers kyns var gaus á móti honum eldur. Jón Hrafn hafði snör handtök, hljóp inn aftur og náði í slökkvitæki sem staðsett var í þvottahúsi og tæmdi það á eldinn. Þá fór hann og hringdi í pabba sinn sem var að vinna og sagði honum hvað hefði gerst. „Eg var inni í herbergi að læra þegar mér heyrðist eins og bankað væri á dyrnar í vaskahúsinu og fór til að athuga það nánar. Þegar ég opnaði út tók ég eftir því að eitt- hvað var ekki eins og það átti að vera úti í bílskúr. Ég fór þá þang- að og varð eldsins var um leið og ég opnaði dymar,“ sagði Jón Hrafn Karlsson í samtali við Morgunblað- ið. Hann sagðist ekki hafa fengið neina æfingu í notkun slökkvitæk- is en hann hefði margoft skoðað leiðbeiningamyndimar á tækinu og því getað gert sér grein fyrir hvernig ætti að nota það. Foreldrar Jóns Hrafns em Karl Antonsson og Hrafnhildur Jóns- dóttir og sagði Hrafnhildur að sennilegasta skýringin á eldinum væri að veiðitaska sem hefði verið í hillu fyrir ofan frystikistuna hefði dottið niður og dót úr henni legið við mótorinn. Þá hefði einn ár- gangur af Æskunni verið í körfu ofan á kistunni og hefði hann brunnið að mestu. Hrafnhildur sagði að mikill eldmatur hefði ver- ið inni í bílskúrnum og þarna hefði ekki mátt miklu muna að illa færi. Hún sagði að mikið sót hefði mynd- ast og hefðu þau farið með Jón Hrafn í Sjúkrahúsið í Keflavík þar sem honum hefði verið gefið súr- efni í öryggisskyni, en honum hefði sem betur fer ekki orðið meint af. Hrafnhildur sagði ennfremur að þau Karl hefðu allan sinn búskap verið með slökkvitæki á heimilinu og auk þess væru tveir reykskynj- arar í íbúðinni og eldvarnarteppi. - BB Morgunblaðið/Björn Blöndal Jón Hrafn Karlsson með slökkvitækið góða sem hann notaði til að slökkva eldinn á heimili sínu og tókst með því að koma í veg fyrir verulegt tjón. fclk í fréttum NYTT Sums staðar var ástandið skaplegt og þá fylktu börnin liði og fylgdu Iman hvert fótmál. Náttkjólar Náttföt Sloppar 100% bómull, polyester. Verð frá 950 kr. lympí Laugavegi 26, s. 13300. Kringlunni 8-12, s. 33600. HEIMSÓKN Iman heimsótti sveltandi landa sína Sómalíska fyrirsætan Iman, sem auk þess að vera ein nafntog- aðasta fyrirsæta allra tíma, er eig- inkona stórpopparans Davids Bowie, fór nýverið í heimsókn á æskuslóðir sínar. Til Sómalíu. En þar svífur hungurvofan yfir vötnunum og daglega deyja hundr- uð bama sem fullorðinna úr skorti og sjúkdómum. Sem kunnugt er, þarf furðu litla upphæð á vestræna vísu til að fæða og klæða ótrúlega marga á hungurslóðunum. Vandinn hefur oftar en ekki verið sá að koma Það þarf sterkar taugar til að horfast i augu við dauðann með þessum hætti. Móðir lýsir neyð sveltandi barns síns. nauðsynjunum til hinna þurfandi og vita að þær endi ekki í mögum hermanna sem ævinlega hafa nóg að bíta og brenna. Iman og bóndi hennar Bowie eru vellauðug. Millj- arðamæringar fremur en milljóna- mæringar og Iman lét þess getið við "komuna til Sómalíu að hún gæti ekki hugsað sér að sitja ein á auði sínum á meðan landar henn- ar syltu heilu hungri. Alan Evans, talsmaður hennar og umboðsmað- ur, sagði á fréttamannafundi, að Iman ætlaði að láta „verulegar“ upphæðir til hjálparstarfs og að bóndi hennar stæði heils hugar þar að baki. Heimsókn Iman til Sómalíu vakti mikla athygli í landinu og hefði henni vart verið hlýlegar tek- ið þótt hún hefði verið erlendur þjóðhöfðingi. Um þessar mundir er fólk á hennar vegum að kanna með hvaða hætti hún geti helst orðið að liði. COSPER - Nú man ég hverju við gleymdum, bílnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.