Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 15
útflutningur þeirra getur loksins hafist. Ef við nýtum þá möguleika sem þarna opnast mun verðmæti sjávarafurða okkar enn aukast verulega með aukinni vinnslu. Við getum hætt að flytja út óunnið og lítið unnið hráefni fyrir fiskiðn- að erlendra þjóða, fiskiðnaður mun rísa hér og við seljum fullunnar sjávarafurðir. Suðurnesjamenn eiga gríðarlega möguleika, því um flugvöllinn má flytja afurðimar út kældar, án frystingar, á mark- aðinn inn fárra klukkustunda og fá hæsta verð fyrir fyrsta flokks neytendavörur. Með EES-samningnum opnast okkur stórir markaðir fyrir ferða- mannaþjónustu, og hann skiptir sköpum fyrir þær hugmyndir og vonir sem við Suðurnesjamenn höfum alið um nýtingu Bláa lóns- ins og nágrennis þess til sérstakr- ar heilbrigðisþjónustu fyrir ér- lenda viðskiptavini og ferðamenn, og til framleiðslu margs konar hreinlætis- og heilsuvarnings. Stærsti markaður heims á þessu sviði er innan EB — og borgar best, eins og fyrir sjávarafurðir okkar. Ekki hvað síst er ljóst, að EES- samningurinn er skilyrði þess að frísvæði verði á Islandi. Því aðeins að við eigum þess kost að flytja framleiðsluvörur héðan inn á slík- an markað getum við boðið fyrir- tækjum þjóða sem standa þar utan við þann kost að fá aðgang að honum með því að starfa hér á frísvæði — við Keflavíkurflugvöll. En til þess verðum við að bjóða samkeppnisfært frísvæði. Auk þessa fáum við með samn- ingnum aðgang að fjölbreyttum samstarfsverkefnum EB-ríkjanna um vísindi, rannsóknir og mennta- mál og afrakstur og árangur þeirra mun þegar á næsta ári og framvegis nýtast íslendingum og íslenskum fyrirtækjum, smáum og stórum. Þessu til viðbótar verður með honum stofnað til samstarfs í fleiri mikilvægum málaflokkum, þar á meðal umhverfismálum sem skipta okkur afar miklu og munu verða enn mikilvægari í framtíð- inni. Við erum fiskveiðiþjóð og búum í nánu sambandi vð lífríki landsins og hafsins, og eigum því meira en flestar aðrar þjóðir undir því að umhverfi okkar haldist hreint og ómengað. Við getum í krafti þessa samnings haft bein áhrif á löggjöf og framkvæmd lög- gjafar um umhverfismál og meng- unarvarnir um alla vestanverða Evrópu. Með því að hafna samn- ingnum eigum við það á hættu að ekkert tillit verði tekið til hags- muna okkar, og til frambúðar eru umhverfishagsmunir okkar mestu og dýrmætustu hagsmunir þjóðar- innar. Með staðfestingu EES-samn- ingsins verður lagður grundvöllur að nýjum og stórum framfara- skrefum í atvinnumöguleikum Suðumesjamanna í fiskiðnaði, ferðamannaþjónustu, heilbrigðis- þjónustu við erlenda viðskiptavini, iðnaði og starfsemi á frísvæði við Keflavíkurflugvöll. En því má ekki gleyma í hita umræðna um aðsteðjandi vanda og hugmyndir um úrbætur, að athafnamenn okkar era þeir sem munu grípa tækifærin, nýta mögu- leikana. EKki er rökrétt að horfa til hins opinbera um að hrinda nýsköpun í framkvæmd, af því höfum við afleita reynslu. Best er að ráði hagnaðarvon einstaklinga og félaga þeirra, því hún leitar ávallt bestu hagkvæmni og gæða. Hlutverk hins opinbera er að skapa almenn skilyrði sem gefi atvinnu- lífinu og athafnaskáldum okkar möguleika til að keppa á jafn- ræðisgrundvelli við starfsbræður í grannlöndum, helst á aðeins betri grundvelli, og sigra í samkeppn- inni um viðskipti. Þá finnum við kaupanda að vinnu okkar, fram- leiðsluvörum og þjónustu, aðeins þannig fáum við betri lífskjör. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjaneskjördæmi. ________MORGUNBLASiÐ FIMMTUDAg.UB 5. NÓVEMBEIt 1992 _ Ðoktorspróf í eðlisfræði JAKOBÍNA Marta Grétarsdótt- ir varði 25. september sl. dokt- orsritgerð við geislaeðlisfræði- deild Gautaborgarháskóla. Ritgerðin heitir „Radiolabelled monoclonal antibodies and tumour scintigraphy“ og samanstendur af LÍFFRÆÐIFÉLAG fslands gengst dagana 6. og 7. nóvem- ber fyrir ráðstefnu um rann- sóknir á fuglum á íslandi. Ráð- stefnan verður haldin í stóra salnum á 4. hæð í svokallaðri Rúgbrauðsgerð í Borgartúni 6. Á ráðstefnunni verða flutt sex erindi, bæði af áhugamönnum um fugla og vísindamönnum, og fjallað verður rannsóknir á nokkrum teg- fimm rannsóknaskýrslum og al- mennri samantekt um efnið. Rannsóknimar lúta að nýjum að- ferðum í krabbameinsleit þar sem geislavirkar samsætur eru notaðar til þess að merkja eða auðkenna einstofna mótefni sem beinast gegn krabbameini. Jakobína rann- undum fugla, nytjar af fuglum o.fl. Á sunnudeginum 8. nóvember verður farið í fuglaskoðunarferð um Reykjanes sem hægt verður að skrá sig í á ráðstefnunni. Ráðstefnan er öllum opin og verður ráðstefnugjald 500 kr. og er ráðstefnurit innifalið. Ágætt er að mæta tímanlega eftir kl. 12 til að fá ráðstefnubæklingin og skoða veggspjöld og kynningar. (Fréttatilkynning) sakaði eiginleika þessarar aðferð- ar, bæði með tilraunum á dýrum og með krabbameinsleit hjá fólki. Niðurstöður voru þær helstar að virkni einstofna mótefnis ei- ólík eftir því hvaða aðferð er beitt til þess að merkja mótefnin. Einkum vakti athygli að merkingin með joðsamsætu hefur skaðleg áhrif á mótefnin sjálf. Ennfremur sýndu niðurstöður að til þess að finna æxli, 15 mm í þvermál í sjúklingi, þarf hlutfall milli virkra samsæta í æxlinu og í umhverfi þess að vera að minnsta kosti 15 á móti einum. Leiðbeinendur Jakobínu við rannsóknimar voru prófessor Sör- en Mattson og dr. Lars Jacobsson. Andmælandi var dr. Stig A. Lars- son, dósent í geislaeðlisfræði við Stokkhólmsháskóla. Jakobína fæddist 1956 og er dóttir Dóru Hafsteinsdóttur, rit- stjóra, og Grétars Haraldssonar, hrl. Hún varð stúdent frá MT árið Ráðstefna um fugla Dr. Jakobína Marta Grétars- dóttir. 1976 og fíl.kand. í eðlisfræði frá Gautaborgarháskóla 1982. Hún starfar nú sem lektor í þeim skóla. Jakobína er búsett í Gautaborg ásamt manni sínum, Benny Lind- gren, og eiga þau þrjú böm. a morgun, og laugardag af öllum vörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.