Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRIJT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993 ERLENT INNLENT Barnsrán í Reykjavík íslensk móðir tveggja hálf- systra kærði rán bamanna af hóteli í Reykjavík. Bandarískir feður bamanna stóðu fyrir bamsráninu ásamt bandarískum aðilum sem sérhæfa sig í slíkum aðgerðum. Til að ná til móðurinn- ar þóttust bamsræningjamir vera kvikmyndagerðarmenn og að til stæði að leita að stöðum hérlendis til að taka upp kvik- mynd þar sem Sylvester Stallone færi með eitt af aðalhlutverkun- um. Faðir yngri stúlkunnar var handtekinn ásamt aðstoðar- manni sínum á Keflavíkurflug- velli áður en þeir komust með bamið úr landi. Hinn faðirinn og aðstoðarmaður hans komust úr landi með eldri stúlkuna, en yfir- völd í Lúxemborg handtóku þau. Telpan var send til íslands að kröfu íslenskra yfírvalda en fólk- inu var sleppt úr haldi. Héraðs- dómur Reykjavíkur úrskurðaði föður yngri stúlkunnar og að- stoðarmann hans í gæsluvarð- hald til 10. febrúar og hafa þeir kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Jóhannes Nordal lætur af eigin ósk af starfí um mitt ár 1993. Jóhannes, sem verður nýorðinn 69 ára þegar hann lætur af starfí, hefur gegnt þessu starfí frá stofnun Seðlabankans 1961. Tómas Árnason lætur af störfum í árslok. Flugleiðir spara Flugleiðir hafa sagt upp 44 starfsmönnum heima og eríendis. Félagið áætlar að spara 500 milljónir kr. á næstu 18 mánuð- um þrátt fyrir 8% aukningu í starfsemi þess á næstu misser- um. Stöðugildum verður fækkað um 119 með því að ráða ekki í stöður sem losna.” Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir að leitað verði til yfírvalda um tvíhliða samninga við Evr- ópubandalagið um flugsamninga verði frekari dráttur á samningn- um um Evrópska efnahagssvæð- ið. Samið um sOdarsölu Fyrirtækið Sproti hf. hefur gengið frá samningi um sölu á 250 þúsund tunnum af saltsíld til Rússlands. Samningsfjárhæð- in samsvarar um 1,5 milljarði kr. Jafnframt hefur fyrirtækið unnið að stofnun dreifíngarfyrirtækis fyrir saltsíld í Moskvu. Sfldin verður afhent á næstu fímmtán mánuðum. Sæstrengur fýsUegur Nefnd manna frá alþjóðlega fyrirtækinu Pirelli afhenti Lands- virkjun niðurstöður frumat- hugunar Landsvirlqunar um sæ- strengslögn frá íslandi til Evr- ópu. Samkvæmt skýrslu þeirra er sæstrengslögnin fysilegur kostur. Jóhannes Nordal hættir Tveir af þremur Seðlabanka- stjórum láta af störfum á árinu. ERLENT Króatar sækja fram gegn Serbum Króatar sóttu í vikunni sem leið fram gegn Serbum við Adríahafs- strönd Króatíu og náðu hemaðar- lega mikilvægum svæðum á sitt vald. Þeir buðu Serbum samninga um nýja vopnahléslínu sem er 20 km sunnar en sú gamla sem hafði haldist í eitt ár. Sókn Króata stefndi viðræðum um frið í fyrr- verandi lýðveldum Júgóslavíu í hættu og Sameinuðu þjóðimar fordæmdu hana. Króatar náðu á fímmtudag á sitt vald stórri stíflu í útjarðri vopnahléssvæðis sem friðargæsluliðar Sameinuðu þjóð- anna áttu að vemda. Serbar höfðu þakið stífluna sprengiefni og hætta var á að þúsundir manna fæmst ef hún spryngi. Major stefnir vikuritum John Maj- or, forsætis- ráðherra Bretlands, fól lögfræð- ingum sínum á fímmtudag að höfða meiðyrðamál á hendur tveimur vikuritum, Forsíða New Stat- New States- esman. man og Scallywag, sem fjölluðu um það í máli og myndum að sterkur orðrómur væri á kreiki um að hann héldi við konu er séð hefur um veisluföng í embættisbú- stað hans í Downing-stræti 10. Meint ástkona Majors stefndi vikuritunum einnig. Fá fordæmi em fyrir því að breskur forsætis- ráðherra höfði meiðyrðamál; síð- ast gerðist það árið 1967 er Ha- rold Wilson stefndi popphljóm- Ríkið sparar í fargjöldum Fjármálaráðuneytið hyggst spara 35-40 milljónir kr. með því að leita tilboða ferðaskrif- stofa í flugfarseðla fyrir ríkis- starfsmenn. Gert var að skilyrði að flogið yrði með Flugleiðum. Forstjóri Samvinnuferða-Land- sýnar hefur gagnrýnt útboðið og segir að keppinautar fyrirtækis- ins hafí veitt óheimilan afslátt af sölulaunum sínum frá Flug- leiðum. sveit vegna plötuauglýsingar þar sem mynd af honum var notuð. Konur aldrei fleiri í ráðherrastólum í Danmörku Þegar Poul Nyrup Rasmuss- en, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti stjóm sína á mánudag kom í ljós að þijú ný ráðuneyti höfðu bæst við. Ráðuneytin em nú 24 { stað 21 í fyrri stjóm. Jafnframt hafa aldrei jafn margar konur sest í ráðherrastóla í Danmörku. Átta kvenráðherrar em í nýju stjóminni. Havel aftur forseti Vaclav Havel var kjörinn for- seti Tékkneska lýðveldisins á þriðjudag með atkvæðum 109 þingmanna af 200. Ekki tókst að kjósa forseta Slóvakíu á þingi landsins þar sem enginn frambjóð- andi fékk tilskilinn atkvæðafl'ölda. Tsjernomyrdín kemur á óvart Viktor Tsjernomyrdín, for- sætisráðherra Rússlands, sagði í þingræðu á fimmtudag að barátt- an við verðbólguna yrði forgangs- verkefni rússnesku stjómarinnar. Umbótasinnar fögnuðu þessum ummælum en harðlínumenn, sem hingað til hafa talið forsætisráð- herrann sinn mann, vom að sama skapi miður sín. Ræða Tsjemo- myrdíns kom á óvart því þegar hann tók við embættinu í desem- ber var búist við að hann myndi auka ríkisstyrki til fyrirtækja sem nú eiga í erfíðleikum og stuðla þannig að aukinni seðlaprentun og verðbólgu. SAS stendur höllum fæti Norræna flugfélagið SAS stendur mjög höllum fæti og þvl gengur það nú fjöllum hærra í Danmörku að það sameinist hugs- anlega öðmm flugfélögum. Danskir starfsmenn bera kvíðboga fyrir því þar sem það þýddi enda- lok SAS sem sjálfstæðs flugfé- lags. Kastmp-flugvöllur myndi missa mikilvægi sitt og fjöldi manns þar missa vinnuna. Jörg Haider heilsar aðdáendum sínum í Innsbruck. Umdeild undirskriftasöfnun í Austurríki Vilja fakmarka umsvif og réttindi útlendinga ANDÚÐ á útlendingum er algeng í Austurríki. Þjóðin á við efna- hagserfiðleika að etja og er illa í stakk búin til að taka við útlend- ingum sem hafa streymt til landsins frá því að jámtjaldið rofn- aði og gamla Júgóslavía leystist upp. Um 60.000 flóttamenn frá Bosníu hafa fengið hæli í Austurríki síðan átök hófust í Bosníu- Herzegóvínu en samtals era um 550.000 útlendingar í landinu, löglega eða ólöglega. Austurríkismenn era tæpar 8 miiyónir. Fijálslyndi flokkurínn (FPÖ) undir forystu Jörgs Haiders hefur tekið upp málstað útlendingahatara og safnar nú undirskriftum við áskorun tíl þjóðþingsins um aðgerðir gegn útlendingum og rétti þeirra. Undirskriftasöfnuninni lýkur á mánudag. Hún hefur valdið ólgu í þjóðfélaginu og talsmenn FPÖ segja að söfnunin hafi leitt í (jós ólýðræðislegar tilhneigingar andstæðinga hennar - stóra stjórnarflokkanna beggja, græningja og kaþólsku kirkj- unnar. Samkvæmt nýlegri skoðana- könnun hugðust 17% Aust- urríkismanna skrifa undir áskor- unina og 19% til viðbótar töldu lík- legt að þau myndu taka þátt í bar- áttunni. Ungir, lítið menntaðir verkamenn voru stór hluti þeirra sem sögðust styðja baráttu Haid- ers. Jafnaðarmannaflokkurinn (SPÖ) hefur hingað til átt stuðning þeirra. Alois Mock utanríkisráð- herra býst við að um 600.000 manns skrifí undir en það þarf 100.000 undirskriftir til að knýja þjóðþingið til að fj'alla um áskor- unina. Haider segir að undirskrifta- söfnunin takist vel ef 750.000 skrifa undir. Flokkur hans fékk tæp 780.000 atkvæði í síðustu kosning- um og andstæðingar hans telja hann verða að fá að minnsta kosti svo margar undirskriftir til að geta talað um góðan árangur. Tyrlgastríðið til einskis Áskorunin er í 12 liðum og er kölluð „Austurríki fyrst" (Öster- reich Zuerst). í henni er þess kraf- ist: að þess verði getið í stjórnar- skránni að Austur- _____________ ríki sé ekki innflytj- endaland; að fleiri útlendingar fái ekki að flytja til landsins fyrr en lausn hefur fundist á dvöl ólög- legra útlendinga f landinu, íbúða- vandinn leystur og atvinnuleysi komið niður í 5% (það er 6%); að útlendingar beri nafnskírteini sem sýna að þeir hafí atvinnuleyfi og atvinnuveitandi hafi tryggt þá; að Iögreglumönnum verði fjölgað og aðstaða þeirra bætt svo að þeir geti upprætt glæpastarfsemi út- lendinga og haft hendur í hári ólög- legra innflytjenda; að sérstök sveit landamæravarða verði sett á fót; að í mesta lagi 30% nemenda í hveijum bekk tali aðra tungu en þýsku og sérstakir skólabekkir verði myndaðir ef útlendingar eru fleiri; að nemendur læri þýsku áður en þeir taki þátt í venjulegum kennslustundum; að útlendingar fái ekki kosningarétt; að útlendingum verði ekki veittur ríkisborgararétt- ur of fljótt; að refsing fyrir ólögleg viðskipti útlendingasamtaka og misnotkun á félagskerfínu verði aukin; að útlendum glæpamönnum verði tafarlaust vísað úr landi og þeim meinað að heimsækja landið; að Austur-Evrópustofnun verði sett á fót til að vinna á móti fólksflutn- ingum. Útlendingalöggjöfín í Austurríki var nýlega hert. Andstæðingar undirskriftasöfnunarinnar segja að flestir liðanna í áskoruninni séu nú þegar í löggjöfínni eða séu ófram- kvæmanlegir. Þeir segja Haider aðeins heyja þessa baráttu til að slá sér upp. Hann hélt fundi víða í Austurríki núna í vikunni til að vekja athygli á áskoruninni og þeir voru vel sóttir eins og venjulega þegar hann treður upp. Hann er unglegur, myndarlegur maður á fertugsaldri og ófeiminn við að boða þjóðemisstefnu sína. Hann er oft kallaður hægri öfgasinni, ekki síst vegna þess að hann telur Hitler hafa haft ýmsar góðar hug- myndir og hikar ekki við að segja að það séu of margir ,;Tyrkir“ í landinu. Hann full- yrðir nú að Tyrkja- stríðin á 17. öld hafí verið háð til einskis ef Austur- ríkismenn draga ekki úr fyölda og rétti útlendinga í landinu. í samtökum frjálslyndra flokka FPÖ var lítill, fijálslyndur miðju: flokkur sem stóm flokkamir, SPÖ og Þjóðarflokkurinn (ÖVP), gátu myndað stjórn með áður en Haider var kjörinn formaður fyrir fímm ámm. Hann hefur síðan flust svo langt til hægri að hvomgur flokk- anna segist vilja mynda með honum ríkisstjóm. Flokkurinn er meðlimur í samtökum fijálslyndra flokka, alþjóðasamtökum sem Fram- sóknarflokkurinn íslenski er einnig aðili að, en einhver hreyfing er inn- BAKSVIÐ eftir Önttu Bjamadóttur an samtakanna til að reka flokk Haiders úr þeim. Talsmaður FPÖ í Vín sagði að það væri reginmis- skilningur að flokkurinn væri hægri öfgaflokkur. Stefna hans væri raunsæ og baráttan gegn út- lendingum nauðsynleg. Meðal dæma sem hann nefndi um yfirgang útlendinga í Aust- urríki var krafa um að kross væri fjarlægður úr skólastofu þar sem meirihluti nemenda var múslímar. Hann nefndi líka ófullnægjandi eft- irlit með þvf að ólöglegir útlending- ar eða útlendir afbrotamenn sem er vísað úr landi færu úr landi og héldu sér í burtu. „Þeim er nú ekið á Suðurbrautarstöðina, gefnir pen- ingar og sagt að fara úr landi. En þeir fara bara út á næstu stoppu- stöð og halda áfram sínu ólöglega athæfí.“ Ljósahaf gegn útlendingahatri Andstæðingar undirskriftasöfn- unarinnar gagmýna hana fyrir að vera baráttu fólks gegn öðru fólki. Samtökin „SOS samfélagi" (SOS Mitmensch) voru stofnuð gegn henni og stóðu fyrir mótmælavöku í Vínarborg á laugardaginn fyrir viku. Um 200.000 manns með kyndla og kerti tóku þátt í henni. Þátttakan var meiri en nokkru sinni frá því eftir heimsstyijöldina síðari og hjarta höfuðborgarinnar breytt- ist í eitt ljósahaf gegn útlendinga- hatri. FPÖ ásakar andstæðinga und- irskriftasöfnunarinnar um að hræða fólk og aftra því frá að skrifa undir áskorunina til þingsins. Tals- maður flokksins sagði að það væru dæmi um að starfsfólki væri hótað brottrekstri ef það skrifar undir og þrýstingurinn væri svo mikill að fólk veigraði sér við að fara inn á bæjar- og borgarskrifstofur þar sem undirskriftalistamir liggja frammi ef ljósmyndarar væm þar fyrir utan. Hann sagði að auglýs- ingaspjöld um undirskriftasöfnun- ina hefðu verið rifín niður og á einum stað í Vín hefðu andstæðing- ar hennar sett upp lítinn kofa við hliðina á borgarskrifstofunni og sagt að það væri líka hægt að skrifa undir þar og þar með „stolið" nokkmm undirskriftum. Þátttakan í undirskriftasöfnun- inni verður örugglega nægileg til að knýja þjóðþingið til að taka áskomn þjóðarinnar á dagskrá. Því er í sjálfsvald sett hvort það sam- þykkir hana sem lög eða heldur um hana þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er ekki meirihluti á þingi fyrir því. En Haider getur notað söfnun- ina í kosningabaráttunni á næsta ári, að minnsta kosti ef árangurinn verður góður að hans mati.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.