Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 44
FORGANGSPOSTUR UPPLYSIHGASIMI 63 71 90 --------fc_-------------- ffgmiMiifrtfe W*/ Reghibundimi M./% sparnaður M Laridsbanki Mi fslands JSm m i BanM aflra tandsmanna MORGVNBLADIÐ, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF -------- 691181, PÓSTHÓLF ÍSSS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 8S SUNNUDAGUR 31. JANUAR 1993 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Morgunblaðið/Kristinn Komið úr róðri Gulltoppur ÁR 321 var einn þeirra báta sem lágu við I vitað hvort stoppið i gæftaleysinu á þorra yrði lengra eða bryggju úti á Granda. Áhöfnin hefur að líkindum ekki I skemmra þegar komið var úr róðrinum á fímmtudag. Lántaka Hús- næðisstofnunar Skuld- breytmg’ að hluta FULLTRÚAR lífeyrissjóða- samtakanna og Húsnæðis- stofnunar ríkins funda nk. mánudag, en stofnunin hefur sóst eftir um 9 milljarða kr. láni til endurfjármögnunar og byggingar um 500 félagslegra íbúða á árinu. „Að hluta verða þeir peningar sem við fáum að láni hjá lífeyrissjóðunum í raun notaðir til að standa undir endurgreiðslum á lánum frá lífeyris- sjóðunum sjálfum. Á vissan hátt er þessi lántaka því hugsuð sem skuld- breyting. Vitaskuld hefur þó stofn- unin feiknamiklar tekjur af endur- greiðslum og afborgunum sem eini’. • ig eru notaðar til þeirra hluta,“ sagði Sigurður E. Guðmundsson, forstöðu- maður Húsnæðisstofnunar ríkisins. Sigurður sagði að líkast til myndi Húsnæðisstofnun nota 6,5 - 7 millj- arða kr. til endurfjármögnunar og lánveitinga. „Við gerum ráð fyrir um 500 félagslegum íbúðum en inni í þeirri tölu eru einnig kaup á notuð- um íbúðum á almennum markaði. Þá er inni í þessari tölu einnig end- urfjármögnun á eldri íbúðum í kerf- inu, sem skipta um eigendur." Morgunblaflið/RAX Rósarækt í skammdeginu Garðyrkjubændur í Hveragerði hyggjast auka rafmagnskaup um 47% og ætla að rækta rósir og önnur skrautblóm allan ársins hring. „Aukaorka notuð til blómaræktar LANDSVIRKJUN og almenningsrafveitur hafa nú þegar lok- ið nokkrum samningum um sölu umframraforku á afsláttar- verði, sem byrjað var að bjóða um áramót. Margir garðyrkju- bændur nýta sér til dæmis umframrafmagn til að auka lýs- ingu í gróðurhúsum og rækta þannig ýmsar tegundir blóma og grænmetis allan ársins hring. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirlqunar, segir •f að samið hafí verið við orkusamlag garðyrkjubænda í Hveragerði, en þar búast menn við að auka kaup á rafmagni um 47% strax á fyrsta ári. ísaga í Reykjavík kaupir viðbót- arrafmagn til að auka súrefnis- og köfnunarefnisframleiðslu og Kaup- félag Skagfírðinga til að framleiða mjólk og kjöt. Landsvirkjun veitir einnar krónu afslátt af verði hverrar kílówattstundar í umframorku til nýrrar framleiðslu. Kjartan Ólafsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, segir að raf- orkuverðið sé enn tiltölulega hátt, þrátt fyrir afsláttinn. Þá séu afarkostir í afhendingarskilmál- um. Sjá frétt á bls. 20. Utganga hjúkrunarfræðinga undirbúin á Landspítala Innlögiium þegar fækkað tíl muna Hjúkrunarfræðingar skila laununum ef ekki gengur saman ÞEGAR hefur verið dregið mjög úr innlögnum sjúklinga á Landspítalanum vegna undirbúnings neyðaráætlunar, sem sett verður af stað ef hjúkrunarfræðingar hætta störfum aðfaranótt mánudags. Ljóst er að sjúklingar, sem ella hefðu verið teknir inn á spítalann, skipta tug- um. Viðræður hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra við stjómendur spítalans héldu áfram í gær en ekkert sam- komulag lá fyrir. í samtölum við báða aðila kom fram að menn hefðu trú á að saman gengi á síðustu stundu. Þorgerður Ragnarsdóttir hjúkr- unarfræðingur sagði að á meðan verið væri að ræðast við, væri hún bjartsýn á að deilan leystist áður en hjúkrunarfræðingar gengju út. Hún vildi ekki tjá sig frekar um stöðuna í viðræðunum. Ákveðið hefur verið að greiða hjúkrunarfræðingum og ljósmæðr- um út laun fyrir febrúarmánuð á mánudaginn, enda lítur yfírstjóm Landspítalans svo á að uppsagnar- frestur þeirra hafi verið framlengd- ur. Þorgerður sagði að stjómendur spítalans hefðu orðið að greiða út launin, því að ella hefðu þeir viður- kennt að uppsagnir hjúkrunarfræð- inga tækju gildi um mánaðamótin. „En ef þessi deila verður ekki leyst áður en til þessa kemur, reikna ég með að fólk muni skila þessum laun- um,“ sagði Þorgerður. Byijað að senda sjúklinga heim í dag Ef fyrirsjáanlegt verður í dag, sunnudag, að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, sem sagt hafa upp störfum, gangi út, gengur neyðar- áætlun Landspítalans í gildi. Deildir verða þá færðar saman, sjúklingar fluttir til og þeir sendir heim sem treyst er til þess. Strax í upphafí síðustu viku var innköllunum fækk- að og á föstudag vora engar aðgerð- ir framkvæmdar á spítalanum nema bráðaaðgerðir. Verði af útgöngu starfsfólksins verður sett á stofn neyðamefnd, sem skipuð verður forstjóra Ríkis- spítalanna, framkvæmdastjóra Borgarspítalans, hjúkranarforstjór- um spítalanna og formönnum læknaráða. Nefndin mun hittast einu sinni til tvisvar á dag og sam- ræma starfsemi sjúkrahúsanna í Reykjavík á meðan Landspítalinn hefur ekki fullskipuðu starfsliði yfír að ráða. Talsmaður CTU Islending- ar vari sig „ÍSLENSK stjórnvöld ættu að vara sig. Við munum þrýsta á bandarísk stjórnvöld að setja höft á vegabréfsáritanir frá Is- landi til Bandaríkjanna ef reynt verður að sækja okkar menn til saka,“ segir Neil C. Livings- tone, blaðafulltrúi CTU, fyrir- tækisins sem skipulagði brott- nám telpnanna. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.