Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANUAR 1993 Fari fram réttarhöld í meiðyrÖamáli Majors fœst líklega úrþví skorið hvort það teljist œrumeiðandi að birta greinar um kviksögur án þess að gefa til kynna að fótur sé fyrir þeim Steve Platt, ritstjóri New Statesman, með forsíðu tímaritsins. Fyrirsögnin er: „Hið forvitnilega mál um „hjákonu" Johns Majors.“ OGGROAALEm John Major varð á fimmtudag fyrsti breski for- sætisráðherrann í aldarfjórðung sem höfðar meið- yrðamál. Hann stefndi þá tveimur breskum tíma- ritum, sem skýrðu frá því að orðrómur væri á kreiki um að hann héldi við konu er hefur ann- ast veitingar í veislum hans. Ritsljóri annars tíma- ritsins, New Statesman, segir að umfjöllun blaðs- ins um málið hafi aðeins verið „heiðarleg tilraun“ til að afhjúpa sögusmettur sem hafi vegið að for- sætisráðherranum. Komi til réttarhalda í málinu gæti það haft fordæmisgildi í Bretlandi, því þá fengist úr því skorið fyrir rétti hvort það telst ærumeiðandi þegar fjölmiðlar fjalla um kviksögur en geta þess um leið að enginn fótur sé fyrir þeim. New Statesman birti þriggja síðna grein um orðróm þess efn- is að Major héldi við Clare Latimer, 42 ára einhleypa konu, sem hefur sérhæft sig í að annast matarföng í veislum stjórnmála- manna og skemmtikrafta. Latimer hefur neitað að ræða málið við fjöl- miðla en haft er eftir henni í New Statesman að orðrómurinn um ást- arsamband hennar og Majors sé „fáránlegur" og „fullkomlega til- hæfulaus". Hún fór að dæmi for- sætisráðherrans og stefndi tímarit- unum fyrir ærumeiðingu. Héldu að Major væri greiði gerður með greininni Steve Platt, ritstjóri New States- man, kveðst hafa fengið þá hug- mynd um jólin að skrifa greinar um „launmælismenningu Bretlands“ og taka meint ástarsamband forsætis- ráðherrans sem dæmi um hana. Hann bauð ungri lausráðinni blaða- konu, Nytu Mann, að skrifa grein- ina með sér og þau rannsökuðu sögusagnirnar í tæpan mánuð. Lög- fræðingar fóru síðan vandlega yfir greinina þegar hpnni var lokið til , að ganga úr skugga um að tímarit- iþ gerðist ekki sekt um ærumeið- andi ummæli. Pat Coyne, framkvæmdastj'óri New Statesman, kvaðst hafa orðið furðu lostin þegar tilkynnt.var að forsætisráðherrann myndi höfða meiðyrðamál vegna greinarinnar. „Við héldum að við værum að gera Major greiða. Við vorum að afhjúpa sögusmettumar. ítrekaðar tilraunir voru gerðar til að fá blöðin til að birta þennan orðróm. Við fjölluðum þannig um hann að John Major fer vel út úr þessu, því við sögðum að engar sannanir væru fyrir því að sögusagnimar væm sannar, en grunur léki á samsæri um að sverta hann.“ Steve Platt sagði að blaðið hefði ekki haldið því fram að Major hefði gerst sekur um framhjáhald. „Það sem við gerðum var að binda enda á þessa skinhelgi og ræða opin- skátt og í rósemd hvemig tilhæfu- lausar sögusagnir geta breiðst út um allt án þess að nokkur fótur sé fyrir þeim.“ Ritstjórnarfundir á kránum New Statesman var stofnað 12. apríl 1913 og verður því áttatíu ára í vor. Stofnendur tímaritsins vom George Bemard Shaw, hjónin Beatrice og Sidney Webb og fleiri. Tímaritið náði mestri útbreiðslu árið 1966 og var þá selt í 92.000 eintökum. Lesendum New States- man fækkaði síðar vegna mikillar samkeppni frá nýjum helgarblöðum og fyrir tveimur ámm blasti gjald- þrot við tímaritinu. Það rétti þó úr kútnum undir stjóm Platts, er nú gefíð út í rúmlega 22.000 eintökum og hefur verið rekið hallalaust að undanförnu. Verði New Statesman gert að greiða forsætisráðherranum háar skaðabætur gæti það þó riðið tímaritinu að fullu. Major höfðaði einnig meiðyrða-, mál gegn mánaðarritinu Scallywsg sem varð fyrst blaða til að fjálla um meint framhjáhald forsætisráð- herrans í október og aftur í byijun janúar. Ritstjóri og útgefandi tíma- ritsins, Simon Regan, stofnaði það árið 1989 og segir að það sé gefið út í 65.000 eintökum. Bróðir hans aðstoðar hann við greinaskrifín og ritstjómarfundir þeirra fara fram á krám í Hampstead. Tveggja ára orðrómur Orðrómurinn um meint ástar- samband Majors og Latimer hefur verið á kreiki í tvö ár, meðal ann- ars á meðal breskra þingmanna. Aðstoðarmenn Majors höfðu heyrt ávæning af þessu og eftir að síðari grein Scallywag var birt sömdu þeir áætlun um hvernig bregðast skyldi við ef eitthvert virtara blað tæki málið upp. Þegar greinin birt- ist í New Statesman gátu embættis- mennirnir því vísað orðróminum á bug strax, án þess að ráðfæra sig við Major, sem var á ferð um Ind- land. Breska dagblaðið The Daily Tele- graph segir að fari fram réttarhöld í málinu fáist úr því skorið hvort það teljist ærumeiðandi að birta greinar um kviksögur án þess að gefa til kynna að þær séu sannar. Flest dagblöð líta svo á að varasamt sé að hafa slíkar sögur eftir, jafn- vel með það að markmiði að ve- fengja þær. Svipað mál kom upp í Bretlandi áríð 1963 þegar breski knapinn Scoþie Beasley höfðaði meiðyrða- mál á hendur Daily Herald, sem birti frétt byggða á mönnum, sem yeðjuðu á hest hans í veðreiðum og töpuðu fénu. Þeir sögðu að Beasiey hefði tapað vísvitandi til að-veðmangaramir gætu hagnast. í frétt blaðsins var sagt að þessar staðhæfingar væru tilhæfulausar og farið var lofsamlegum orðum um hæfíleika knapans. Blaðið varð þó að greiða Beasley skaðabætur þar sem dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að hluti greinarinnar gæti skaðað mannorð hans. Dreifðu teikningu af Wilson nöktum Major er fjórði breski forsætis- ráðherrann á öldinni sem höfðar meiðyrðamál. Harold Wilson stefndi International Herald Tribune árið 1968 fyrir grein „sem fjallaði um og hafði eftir ósannar sögusagnir" um einkalíf hans. Lögfræðingur hans samdi hins vegar við blaðið um að hætta við málshöfðunina gegn því að blaðið greiddi forsætis- ráðherranum skaðabætur. Árið áð- ur stefndi hann dægurlagahljóm- sveitinni The Move vegna póstkorts sem dreift var til að auglýsa plöt- una „Flowers in the Rain“. Á kort- inu var teikning af forsætisráðherr- anum nöktum. Hljómsveitin var dæmd til að greiða honum skaða- bætur. David Lloyd-George höfðaði einnig meiðyrðamál þegar hann var forsætisráðherra og árið 1923 stefndi Winston Churchill Alfred Douglas lávarði, sem hafði sakað hann um að hafa notfært sér að- stöðu sína sem flotamálaráðherra til halda niðri verði breskra hluta- bréfa á bandaríska hlutabréfamark- aðinum. Douglas var dæmdur til hálfs árs fangelsisvistar. Churchill lést árið 1965 en fimm árum síðar tengdist hann harla Reuter óvenjulegu dómsmáli. Fjölskylda hans vildi höfða meiðyrðamál á hendur rithöfundi sem hélt því fram í bók að Churchill hefði verið viðrið- inn samsæri um að myrða Wlad- islaw Sikorski hershöfðingja, leið- toga pólsku útlagastjómarinnar, sem lést í flugslysi árið 1943. Þar sem Churchill var látinn var ekki hægt að höfða meiðyrðamálið sam- kvæmt breskum lögum. Fjölskyldan var hins vegar staðráðin í að hreinsa mannorð hans og hafði uppi á flug- manni vélarinnar sem var sé eini sem lifði af flugslysið og bjó í Kali- forníu. Rithöfurinn hafði haldið því fram að flugmaðurinn hefði einnig verið viðriðinn ráðabruggið. Flug- maðurinn gat því stefnt höfundin- um, sem var dæmdur til að greiða skaðabætur. •Major hefur sagt að hann hygg- ist sjálfur greiða lögfræðikostnað- inn vegná meiðyrðamálsins og dragist málið á langinn gasti það kostað hann sem svarar tugum milljóna króna. Svo kann þó að fara að málið verði leyst með sátt áður en réttarhöld heijast. Verði hins vegar réttað í málinu er líklegt að Major forsætisráðherra lendi í þeirri neyðarlegu aðstöðu að þurfa að svara spumingum ágengra veij- enda tímaritanna um einkalíf sitt. Hcimild: Thc Daily Telegraph og Ilcutcr. Clare Latimer, 42 ára einhleyp veitingakona, hefur höfðað meiðyrðamál á hendur tveimur breskum tímarit- um, sem birtu greinar um meint ástarsamband hennar og Johns Majors, forsætis- ráðherra Bret- lands. Hún segir þetta tilhæfu- lausan orðróm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.