Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993 TT-Tr Tt'AúiiAt- rT."?rtriAU-!,/i.r!r SgTÍTengur'á TáðherfastoT mS' vél' vera að hann reyni að vinna ákveðnu biðleikssamsæri nægt fylgi innan þingflokksins og ríkisstjórn- arinnar, svo hann hafí það í gegn. Hann myndi þá væntanlega leggja til að Alþýðuflokkurinn gerði tillögu um að Björgvin Vilmundarson, bankastjóri Landsbankans, yrði gerður að seðlabankastjóra. Björg- Dr. Jðhannes Nordal seðlabanka- STÓLLINN Morgunblaðið/RAX stjóri. Eigum við engan verðugah arftaka hans? vin, sem e\ einungis 59 ára gam- all, fæddur 1934, þyrfti þrátt fyrir ungan aldur ekki endilega að verma seðlabankastjórastólinn í svo mörg ár, því eftir einungis tvö ár verður hann kominn á full eftirlaun sem bankastjóri. Slík tímaáætlun kynni að henta áformum Jóns Sigurðssonar mæta- vel, enda eru rúm tvö ár eftir af þessu kjörtímabili. Einn er þó galli á gjöf Njarðar í þessum efnum, en hann er sá að Björgvin mun ekki hafa hinn minnsta hug á að ljúka starfsferli sínum sem bankastjóri Seðlabankans. Hann er sagður staðráðinn í að sitja sem banka- stjóri Landsbankans þar til hann lætur af störfum. Vill verða utanríkisráðherra Það sem líklega gerir það að verkum að ráðherrann vill fara út í einhveijar svona leikfímiæfingar, er sameiginleg yfirlýsing stjórnar- flokkaformannanna, þeirra Davíðs og Jóns Baldvins, frá því við stjórn- armyndun í Viðey, um að á miðju kjörtímabili (þ.e. í vor) kæmi vel til greina að ríkisstjórnin yrði stokkuð upp og menn hefðu stólaskipti. í því sambandi hefur iðulega verið rætt um að Jónarnir skiptust á stól- um og Jón Sigurðsson fengi að stýra utanríkismálum á seinni hluta kjörtímabilsins, sem mun honum alls ekki svo ógeðfelld tilhugsun. Svona leikaðferð mun þó ekki mælast vel fýrir meðal þeirra sem hvað best þekkja til innan banka- kerfísins, og margir ganga svo langt að segja að svona hrókeringar með jafn valda- og áhrifamikið embætti og seðlabankastjórastöð- una kynnu að reynast stórskaðleg- ar. Benda þeir á að þrátt fyrir þriggja manna bankastjórn Seðla- bankans, þá sé það óumdeilt, að Jóhannes hafi verið höfuð Seðla- bankans og leiðandi þar, hvort sem er hér innanlands eða í samskiptum við erlendar peningastofnanir. Hann sé í raun ímynd Seðlabankans út á við og hafi verið um langt skeið. Því megi ekki koma upp sú staða hér, í sambandi við veitingu á embætti seðlabankastjóra, að pólitískt möndl og hagsmunapot einstaklings verði það áberandi, að eftir því verði tekið. Brýna nauðsyn beri til þess, að sá sem verði arf- taki Jóhannesar í sumar verði það til frambúðar. Það er því ekki endi- lega þar með sagt að þótt Jón Sig- urðsson vilji bæði eiga kökuna og eta hana, að hann fái að komast upp með það, einfaldlega vegna þess að persónulegir hagsmunir hans verði að víkja fyrir meiri hags- munum þjóðarinnar. Því gæti allt eins farið svo, að Jón Sigurðsson yrði af embætti seðlabankastjóra Þetta er stóllinn sem allt snýst um, stóll dr. Jóhannesar Nordal, seðlabankastjóra. Af pappírsflóðinu, sem myndar umgjörð um þennan látlausa stól, má sjá að það verður ærið verk fyrir arftaka Jóhannesar, að setja sig inn í nýja starfið. Jón Sigurösson, bankaráðherra. Vill líklega verða seðiabanka- stjóri, en bara ekki alveg strax. Björgvin Vilmundarson, bankastjóri Landsbankans, gæti orðið banka- stjóri Seðlabankans, ef hann kærði sig um. Hann hefur ekki áhuga á starfinu. Dr. Agúst Einarsson, formaður bankasráðs Seðlabankans og hag- fræðiprófessor við Háskólann. Hann gæti hugsað sér að taka við af Jóhannesi Nordal, en einungis til frambúðar. með öllu, ef hann ekki þiggur það þegar í sumar. Ekki meirihluti í bankaráði Landsbankans Auk þess myndi hrókering af þessu tagi kalla fram í dagsljósið annað vandamál, sem stjórnarliðar eru nú ekkert að hafa í hámælum. En það er sú staðreynd að Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðuflokkur hafa ekki yfir meirihluta bankaráðs Landsbankans að ráða. Fulltrúar stjómarandstöðunnar, þau Kristín Sigurðardóttir, Kvennalista, Lúðvík Jósefsson, Alþýðubandalagi, og Steingrímur Hermannsson, Fram- sóknarflokki, gætu því, ef þeim svo sýndist, ákveðið að fella tillögu stjórnarliða um nýjan bankastjóra sem taka ætti við af Björgvin. Ekki getur það nú verið gæfuleg tilhugs- un fyrir stjórnarherrana að eiga slíkt yfir höfði sér. En ekki em allir kratar neitt sérlega áijáðir í að það verði endi- lega Jón Sigurðsson sem hljóti seðlabankastjórastarfíð. Einn heitir dr. Ágúst Einarsson, hagfræðipró- fessor við Háskóla íslands, sem jafnframt er formaður bankaráðs Seðlabanka íslands. Samkvæmt mínum upplýsingum gæti hann meira en hugsað sér að hætta kennslu við HÍ og verða arftaki Jóhannesar á sumri komanda. Því getur vel farið svo að kratabræður muni berjast hart um stólinn, og væntanlega munu menn þá í mestu góðsemi vega hver annan. Enn er ég ekki farin að drepa á alvarlegasta vandamálið sem upp kann að koma við það að Jóhannes hættir í Seðlabankanum, því það er hvorki flokkspólitískt vandamál né bankavandamál, heldur hrein- lega þjóðarvandi. Er Jóhannes ómissandi? Staðreyndin er sú að með 32ja ára farsælli seðlabankastjórn sinni, geysilegri þekkingu, óhemju sam- böndum um hinn alþjóðlega banka- og viðskiptaheim, hefur dr. Jóhann- es Nordal áunnið sér slíkt traust og slíka tiltrú_ viðsemjenda okkar íslendinga, að ísland hefur beinlínis notið þess þegar að lánstrausti, lánskjörum og lánveitingum til ís- lendinga kemur. Ráðherrar í núver- andi ríkisstjórn og fyrri ríkisstjórn- um hafa staðfest þessa skoðun í samtölum, svo og menn úr við- skipta- og bankaheimi. Svo er að sjá og heyra sem vart sé verðugur arftaki Jóhannesar í sjónmáli. Hér geta menn varla bent á neinn burðarás hagfræðinga, sem skari fram úr vegna þekkingar sinn- ar, fræðimennsku, alþjóðlegra við- skiptasambanda og kunningskapar við þá sem skipta okkur miklu máli, þegar samningaviðræður við erlenda banka og stórfyrirtæki eru annars vegar. Þetta er að minnsta kosti raunin ef flokkspólitísku sjón- armiðin eiga að ráða vali arftakans. Raunar yppta menn bara öxlum og segja eitthvað á þessa leið: „Á 40 árum höfum við átt afburða hagfræðinga og bankamenn, sem ýmist hafa verið framúrskarandi fræðimenn og sumir einnig með alþjóðatengslin og samböndin á kristaltæru. Þó mun það mat manna, að þegar þekkingin og al- þjóðlegoi tengslin eru annars vegar, þá komist enginn með tærnar þar sem Jóhannes hefur hælana.“ Þótt verðugur arftaki Jóhannesar geti verið vandfundinn, er því ekki að leyna að við eigum hæfileikaríka hagfræðinga, sem flestir eru í hag- fræðirannsóknum og hagfræði- kennslu, bæði hér við Háskóla ís- lands og erlendis. „Við eigum engan Jóhannes í dag og það er miður, því hætt er við að lánstraust íslend- inga muni þverra, eftir að Jóhannes hættir að leiða Seðlabanka íslands og samskipti hans við aðrar þjóðir á fjármálasviðinu,“ voru orð eins viðmælenda míns. Aukið sjálfstæði Seðlabanka Sé þetta rétt, sem ég tel enga ástæðu til að ætla að sé ekki, þá vakna upp spurningar um það hvort haldið hafi verið rétt á málum hér undanfama áratugi. Svo furðulegt sem það kann að hljóma, þá hefur Seðlabanki íslands á þeim 32 árum sem hann hefur starfað, aldrei áður staðið frammi fyrir því vandamáli að þurfa að byggja upp bankastjóm sína frá rótum. Hún var byggð upp í byijun, en síðan ekki söguna meir. Miklu fremur að eðlileg endurnýjun ætti sér stað, einkum á fyrri starfs- ámm bankans. Þeir sem framan af völdust í embætti seðlabanka- stjóra, menn eins og Sigtryggur Klemenzson og Davíð Ólafsson, svo einhveijir séu nefndir, þykja til- heyra þeim hópi fyrmm seðla- bankastjóra sem völdust í embættið vegna hæfíleika sinna, reynslu og þekkingar. Nú blasa við þau tímamót, að byggja þarf upp öfluga bankastjórn -----------------------„.ot1 Seðlabankaiis, og ef vel ætti að vera, ætti sú uppbygging þegar að hafa farið fram. Hefði ekki verið nær, að gera Seðlabanka íslands mun sjálfstæðari og óháðari stjórn- völdum, en hann er? Er kannski eini möguleikinn til þess að byggja upp faglega stofnun, þar sem hag- fræðileg, þjóðhagsleg og efnahags- leg sjónarmið em allsráðandi, að skera á þau nánu tengsl sem em á milli Seðlabankans og stjórnvalda? Þannig yrði að minnsta kosti tryggt að hæfustu menn hveiju sinni yrðu fengnir til þess að stýra þessari æðstu peningastofnun landsins, en stöður þeirra yrðu ekki notaðar, ýmist sem geymslustaðir fyrir af- dankaða stjórnmálamenn sem hafa unnið flokki sínum vel í áratugi, eða sem skiptimynt í pólitískum hrossakaupum á milli stjórnmála- flokkanna. Seðlabankinn og lýðræðið Vissulega er það sjónarmið tals- vert útbreitt, að út frá lýðræðislegu sjónarmiði, séu sterk tengsl stjórn- valda og Seðlabanka alls ekki óeðli- leg og ríkisstjóm hveiju sinni eigi að hafa úrslitaáhrif, ef upp kemur ágreiningur á milli ríkisstjómar og Seðlabanka. í Seðlabankalögum er ákvæði þess efnis, að ef slíkur ágreiningur kemur upp, þá er Seðlabankanum bæði rétt og skylt að láta sín sjónarmið koma fram. Hvað sem öllu lýðræði líður, þá eru margir þeirrar skoðunar að Seðlabankinn ætti að vera sjálf- stæðari en hann er. Vísa þeir til þess fyrirkomulags sem er hjá Seðlabanka Bandaríkjanna, sem er algjörlega sjálfstæð stofnun og Bandaríkjaforseti getur ekki sagt honum fyrir verkum, þó svo að hann skipi bankaráð hans. Ekki er útlit fyrir að það verði minna möndl fyrir og um næstu áramót, þegar Tómas Árnason seðlabankastjóri lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Enginn kemur upp í hugann sem hæfur hagfræð- ingur, þegar leitað er innan Fram- sóknarflokksins, samkvæmt flokka- skiptareglunni um áhrifastöðu sem þessa. Þó mun það nánast öruggt að Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrum þingmað- ur Framsóknarflokksins í Reykjavík muni sækjast eftir þeirri stöðu, en ekki er talið líklegt að hann muni hafa árangur sem erfíði. Sömu vandræði framsóknarmanna Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, var samt sem áður þegar í stað spurður hvort hann hygðist taka við af Tóm- asi, en hann hafnaði því og kvaðst engan áhuga hafa á slíku starfi. Ekki kom nafn hans upp, vegna þess að hann sé talinn svo fróður um peningamál og hagfræði, heldur vegna þess að pólitískt séð verður Framsóknarflokkurinn að fara að finna Steingrími embætti sem hon- um er sómi að, eigi hann á annað borð að láta af formennsku í Fram- sóknarflokknum á þessari öld. Steingrímur sagði í Pólitíska hom- inu hjá Atla Rúnari Halldórssyni nú á föstudagsmorgun, að það væri engin regla fyrir því að stjórn- málaflokkar ættu ákveðin embætti, eins og seðlabankastjórastöðuna. Ótrúleg staðhæfíng, miðað við skip- an mála allt frá stofiiun Seðlabanka Islands, 1961. Hann viðurkenndi þó í beinu framhaldi af þessum orð- um sínum, að vissulega væri Fram- sóknarflokknum fengur að því að maður sæti í bankastjórastól Seðla- bankans sem hefði skilning á og samúð með sjónarmiðum framsókn- armanna. Það eru því stjórnmálaflokkarnir sem alfarið bera ábyrgð á því með hvaða hætti er skipað í þjóðhags- lega þýðingarmikil störf sem þessi. Þeirra leiðarljós virðist vera eitt- hvað í þessa veru: Það er fínt ef við finnum hæfan mann til þess að gegna embættinu. En ef enginn finnst, þá getum við alltaf notað það til þess að verðlauna þennan eða hinn. Skítt með afleiðingarnar og þjóðarhag!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.