Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993 Stórsveit Harmoniku- félags Reykjavíkur leikur nokkur lög DAGUR harmonikunnar verður haldinn í Tónabæ v/Skafta- hlíð í Reykjavík í dag, sunnudaginn 31. janúar kl. 15. Á efnis- skrá eru klassísk og léttklassísk verk auk jass- og dægurlaga. útsetningu hljómsveitarstjórans, Karls Jónatanssonar. Stórsveitina skipa u.þ.b. 40 hljóðfæraleikarar. Einnig koma fram einleikarar og minni hópar úr röðum félagsmanna auk gestaleikara. Boðið verður upp á kaffiveitingar í hléi. Stórsveit Harmonikufélags Reykjavíkur leikur nokkur lög í Keppni í hljóðfæra- leik og söng Stórsveit Harmonikufélags Reykjavíkur. Yfirlýsing utanríkisráðherra Norðurlanda um öryggismál Vonir bundnar við norræna friðargæslusveit í Bosníu í YFIRLÝSINGU utanríkisráðherrafundar Norðurlanda um öryggismál í Norður-Evrópu í dag kemur m.a. fram að þrátt fyrir að endalok kalda stríðsins hafi treyst öryggi ríkja á svæðinu í sessi, krefjist ný viðfangsefni úrlausnar. Ofullkom- inn aðbúnaður kjarnavera í Sovétríkjunum fyrrverandi og aðsteðjandi hættur á sviði umhverfismála útheimti aukna samvinnu. Hið bágborna efnahagsástand í Rússlandi geti haft neikvæð áhrif fyrir nágrannaríkin í norðri og sé því mikilvægt að þau styðji umbætur rússneskra sljórnvalda í markaðsátt og aukna þátttöku Rússa í evrópsku samstarfi. ÖLKJALLARINN við AusturvöU efnir á næstunni til samkeppni sem nefnist Trúbadorinn ’93. Tilgangur með keppninni er einkum sá að gefa áður óþekktu eða lítt þekktu hæfileikafólki tækifæri til þess að koma fram og láta í sér heyra með söng og hljóðfæraleik. Kunnir tónlistarmenn verða með- al þeirra sem meta frammistöðu keppendanna og vegleg verðlaun verða veitt þeim sem best standa sig að mati dómnefndarinnar. Einn- ig munu gestir Ölkjallarans fá at- kvæðaseðla til þess að láta álit sitt í ljós. Innritun í keppnina er hafín og liggja frammi eyðublöð í Ölkjallar- anum þar sem hægt er að skrá sig og fá nánari upplýsingar. Það er opið alla daga milli kl. 12 og 15 og eftir kl. 18. Öllum 18 ára og eldri er heimil þátttaka. Tilkynna þarf þátttöku sem fyrst og alls ekki síðar en 14. febrúar nk. Keppnin hefst 18. febrúar. Nán- ari tilhögun verður ákveðin þegar fjöldi keppenda liggur fyrir. (Fréttatilkynning) Utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, sótti fund utanríkis- ráðherra Norðurlandanna í Stokk- hólmi dagana 26.-27. janúar 1993. Á fundinum var m.a. rætt um örygg- ismál í Norður-Evrópu, ástandið í fyrrverandi Júgóslavíu, tengsl EFTA-ríkjanna og Evrópubanda- lagsins, Mið-Austurlönd og Persa- flóa, austurhluta Afríku, þ. á m. Sómalíu og Suður-Afríku. í yfirlýsingu fundarins um ástand- ið í fyrrum Júgóslavíu Iýsa ráðherr- arnir m.a. þungum áhyggjum vegna hernaðaraðgerða Króata í Bosníu- Herzegóvínu að undanförnu. Lögð er áhersla á að framhaldandi hlut- verk friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna og vonir við það bundnar að norræn herdeild, sem Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð munu leggja Sameinuðu þjóðunum til, geti stuðlað að því að hefta útbreiðslu átakanna. Ráðherrarnir árétta mikil- vægi þess að allir deiluaðilar virði friðaráætlun Genfar-ráðstefnunnar í heild sinni, en gangi það ekki eft- ir, geti reynst nauðsynlegt að herða eða útvíkka refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gegn hinum brotlegu. Ráðherrarnir árétta, í sérstakri yfírlýsingu um Mið-Austurlönd og Persaflóa, einarðan stuðning sinn við yfirstandandi friðarumleitanir í deilu ísraels og araba. Jafnframt benda þeir á, að brottrekstur ísraels- manna á 400 Palestínumönnum frá hernumdu svæðunum sé ósamrým- anlegur þjóðaréttar- og mannúðar- sjónarmiðum, auk þess sem ákvörð- unin stefni friðarviðræðum í hættu. I yfirlýsingu ráðherranna um austurhluta Afríku er m.a. lýst stuðningi við aðgerðir sem nú standa yfir til hjálpar bágstöddum í Sómal- íu og byggðar eru á ákvörðunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Um málefni Suður-Afríku er m.a. lýst ánægju með að viðræður stjórn- valda og Afríska þjóðarráðsins (ANC) hafi nú hafist að nýju. Auk utanríkisráðherra sátu fund- inn af íslands hálfu Gunnar Pálsson sendiherra, Sigríður Snævarr sendi- herra og Hannes Heimisson fyrsti sendiráðsritari. Faxtæki óskast Óska eftir að kaupa notað tax- tæki. Upplýsingar í sima 97-11070 og 985-33265. (Sigurður.) íslenskar 78 snúninga plötur óskast keyptar, þessar gömlu.hörðu. Allt kemurtil greina. Uppl. gefur Ólafur í síma 42768. Kynferðisleg misnotkun Meðferðarhópur fyrir konur sem þolað hafa kynferðislega mis- notkun fer af stað í febrúar. Notuð er leikræn meðferð: Psychodrama. Leiðbeinandi er Magnea Björg Jónsdóttir, sál- fræöingur. Upplýsingar í síma 34591. Sundhöll Reykjavíkur Sundnámskeið hefjast 1. febúar kl. 18.20. Innritun og upplýs- ingar í afgreiðslu í síma 14059. 1.0.0.F. 3 = 174218 = XX Fl. □ GIMLI 5993020119 III 1. I.O.O.F. 10 = 174218V2 = XX Dn. □ MI'MIR 5993020119 I 2 Er- indi. □ HELGAFELL 5993020119 VI 2 Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma i kvöld kl. 20.00. Félag austfirskra kvenna Fundur verður mánudaginn 1. febrúar á Hallveigarstöðum kl. 20.00. Bingó. VEGURINN ÁsSÍ F Kristiö samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Fjöiskyldusamkoma kl. 11.00. Barnakirkja, krakkastarf, ung- barnastarf. Almenn kvöldsamkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. „Guð vonarinnar fylli yður öll- um fögnuði og friði í trúnni!" Miðvikudag biblíulestur kl. 18.00 með Halldóri Gröndal. Svölurnar halda félagsfund í Síðumúla 25 þriðjudaginn 2. febrúar og hefst hann kl. 20.30. Glæsilegar kaffi- veitingar. Starfsmaður meðferð- arheimilisins Tinda kemur á fundinn. Allar starfandi og fyrr- verandi flugfreyjur velkomnar. Stjórnin. Auðbrekka 2 • Kópavoqur Sunnudagur: Samkoma kl. 16.30. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Ur.glingasamkoma kl. 20.30. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafkði Kristinsson. Barnagæsla. Allir hjartanlega velkomnir. Sunnudagaskóli á sama tíma. AGLOW, Reykjavík Kristileg samtök kvenna Fundur verður í safnaðarheimili Áskirkju annað kvöld og hefst hann kl. 20 með kaffiveitingum. Þetta verður vitnisburðarfundur þar sem þrjár ungar Aglow-kon- ur ætla að segja frá þvi sem Drottinn hefur gert fyrir þær. Bóka- og gjafavörusala eftir fund. Kaffiveitingar kosta kr. 300.00. Allar konur eru hjartan- lega velkomnar. fomhjólp Almenn samkoma í Þríbúöum í dag kl. 16.00. Mikill söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Vitnisburðir. Barnagæsla. Ræðumaður Óli Ágústsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. KFUM/KFUK, SÍK Háaleitisbraut 58-60 „Endurlífguð í Kristi" (Ef. 2:1 -10) Almenn samkoma í Kristniboðs- salnum kl. 20.30 í kvöld. Upphafsorð: Sigurbjört Kristjáns- dóttir. Ræðumaður verður Ólaf- ur Jóhannsson. Kvartett syngur. Verið öll hjartanlega velkomin. Hjálpræðisherinn í dag kl. 11.00: Helgunarsam- koma og sunnudagaskóli. Kl. 19.30: Bæn. Kl. 20.00: Hjálp- ræðissamkoma. Karsten Akero og Berit Olsen Allir velkomnir! Reykjavík Ungmennahreyfing Rauða kross íslands - Reykjavíkurdeild - heldur opið hús [ Þingholts- stræti 3 mánudaginn 1. febrúar kl. 20. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Myndakvöld Uppfjöll Suðurlands og bakpokaferð í Fjörðum Miðvikudaginn 3. febrúar verður Fl með myndakvöld í Sóknar- salnum, Skipholti 50a kl. 20.30 stundvíslega. Efni verður þetta: Ágúst Guðmundsson jarðfræð- ingur sýnir vetrar- og sumar- myndir frá Uppfjöllum Suður- lands og víðar. Eftir hlé: Páll Halldórsson og Sólveig Ásgrímsdóttir segja frá í máli og myndum bakpokaferð FÍ sl. sumar en þá var gengið frá Náttfaravíkum um Flateyjar- dal og Fjörður yfir á Látraströnd. Kynnið ykkur ferðaáætlun FÍ 1993. Aðgangur kr. 500,- (kaffi og meðlæti innifalið). Myndakvöld Ferðafélagsins eru til fróðleiks og skemmtunar. Kærkomin kynning á ferðalögum um (sland. Allir velkomnir, félagar og aðrir. Feröafélag íslands. me YWAM - lceland ■ Samkoma í Breiðholts- kirkju í kvöld kl. 20.30. Mikill söngur og lofgjörð. Ólöf I. Davíðsdóttir prédikar. Allir velkomnir. tT*- UTIVIST Hallveigarstig 1 • simi 61433^ Dagsferðir sunnud. 31. jan. Kl. 10.30: Skólagangan 3. áfangi. Lærði skóli - MR. - Há- skóli íslands. Kl. 13.00: Skíöaganga á Hellis- heiði. Brottför í ferðirnar frá BSÍ bensínsölu, miðar við rútu. Ferðir í febrúar: Dagsferðir: Föstud. 5. feb. kl. 20.00: Tunglskinsganga. Sunnud. 7. feb. kl. 10.30. Bringur við Grimmannsfell- Gljúfrasteinn. Sunnud. 14. feb. kl. 10.30. Skólagangan 4. áfangi. Sunnud. 21. feb. kl. 10.30. Esjuberg-Saurbær. Sunnud. 28. feb. kl. 10.30. Skólagangan 5. áfangi. Gönguskíðaferðir verða á hverj- um sunnudegi þegar veður og færð leyfa. Upplýsingar á skrif- stofu og í auglýsingum. Myndakvöld fimmtud. 11. feb. kl. 20.30. Helgarferðir: 6.-7. feb. Skíðaferðir i Innsta- dal. Gist eina nótt í skála/tjaldi. Góð æfing fyrir erfiðari ferðir. 20.-21. feb. Geysir-Biskups- tungur. Allir velkomnir í Útivistarferð. Útivist. Orð lífsins, Grensásvegi8 Samkoma í dag kl. 11. Sunnu- dagaskóli á sama tíma. Bæna- skóli kl. 18. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS VIÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Dagsferðir sunnudag inn 31. janúar 1) Kl. 11.00 Verferð: Stafnes- Hvalsnes-Másbúðir. Á 17. og 18. öld var Stafnes fjölmennasta verstöð á Suðurnesjum og héld- ust útróðrar þar að marki fram til 1945. Hvalsneskirkja var reist á árunum 1886-1887 og þar var Hallgrímur Pétursson prestur 1644-1651. Másbúðir er gömul verstöð. Fararstjóri: Sigurður Kristinsson. Verð kr. 1.500,- 2) Kl. 11.00 Skíðaganga frá Lögbergi að Hafravatni (ef að- stæður breytast verður önnur leið valin). Verð kr. 800,-. Farar- stjóri Gestur Kristjánsson. Brott- för frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin (komið við í Mörk- inni 6). Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn tii 15 ára aldurs. Myndakvöld 3. febrúar i Sókn- arsalnum, Skipholti 50A. Ágúst Guðmundsson verður með vetrar- og sumarferðir en Páll Halldórsson og Sólveig Ásgrímsdóttir verða með myndir frá bakpokaferð 6.-11. ágúst sl. (augl. nánar). Ferðaáætlun fyrir 1993 er kom- in út! Helgina 6.-7. febrúar verður vætta- og þorrablótsferð að Leirubakka í Landssveit. Brott- för laugardag kl. 08.00. Áhuga- verðir staðir í Þjórsárdal og Landsveit skoðaðir. Göngu- ferðir. Einstök ferð. Frábær gistiaðstaða. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.