Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 37
KVIKMYNDIR/Ellefu daga kvikmyndahátíð Regnbogans í samvinnu við Hvíta tjaldið, hófsl t í gær/Bandaríska myndin „Reservoir Dogs“, eða Svikráð, var við opnunina. Margir gagnrýnendur telja hana meðal bestu mynda ársins 1992. „Reservoir Dogs“ - ofbeldisfull frumraun hjá ungum leikstjóra BANDARÍSKA kvikmyndin „Reservoir Dogs“, var frumsýnd í Regnboganum í gær, en þá hófst ellefu daga kvikmyndahátíð Regnbogans í samvinnu við Hvíta tjaldið, sem er nýstofnað- ur kvikmyndaklúbbur framhaldsskólanema. „Reservoir Dogs“ er metnaðarfull frumraun hins 29 ára gamla leikstjóra og höfundar hand- rits myndarinnar, Quentins Tarantinos, sem einnig leikur eitt aðalhlutverkanna. Myndin er raunsæ og ofbeldisfull lýsing á samskiptum nokkurra atvinnuþjófa, og hefur hún hlotið mikið lof gagnrýnenda í Bandaríkjunum frá því hún var frumsýnd fyrir áramótin. I aðal- hlutverki myndarinnar er Harvey Keitel, sem nýlega sást á hvíta tjaldinu í „Bugsy“, en með- al annarra leikenda eru Tim Roth, Chris Penn, Stéve Buscemi, Lawrence Tierney og Michael Madsen. I„Reservoir Dogs“ er mæ- listikan sett á vináttu- bönd og trúnaðartraust milli nokkurra glæpamanna sem hóað er saman til að fremja skartgriparán af stærri gerðinni, en sögusviðið er Los Angeles nútímans þótt engin ákveðin tímasetning sé í raun í myndinni. Eftir ránið gerir lögreglan hópn- um gerð og þá rennur það upp fyrir nokkrum skúrk- anna að þeir hafí verið leidd- ir í gildru. Myndin þróast síðan í það að verða nokk- urs konar könnun á sálarlífi karlmanna og greiningu á hugarfari afbrotamanna, þegar hópurinn reynir að komast að því hvað það var sem olli því að hið þaulskipu- lagða rán fór út um þúfur. Það er atvinnuþjófurinn Joe Cabot (Lawrence Tiem- ey) sem er heilinn á bakvið skipulagningu skartgripar- ánsins. Ásamt syni sínum, Nice Guy Eddie (Chris Penn), smal- ar hann saman hópi atvinnuglæpa- manna til að ræna demantaheildsala, en menn- irnir sem fyrir valinu verða þekkjast ekki innbyrðis. Hver mannanna sex sem valinn er til verksins fær sitt dulnefni og til þess að draga úr líkum á því að rán- ið mistakist er þeim uppá- lagt að ræða ekki fortíð sína eða nokkuð annað sem gæti gefíð til kynna hveijir þeir í raun og veru eru. Það sem Joe hefur verið heitið í þókn- un fyrir að vinna verkið nægir til að tryggja fjár- hagslega framtíð þeirra allra og meira til. Skartgriparánið hefur mjög ofbeldisfullar afleið- ingar í för með sér fyrir þá sem að því standa. Allt gengur að óskum þar til þeir flýja af vettvangi, en þá rekur þá í rogastans þeg- ar þeir komast að því að lög- Átök innan hópsins Fullir tortryggni hver í garð annars reyna þjófamir að komast að því hvort svikari sé á meðal þeirra. reglan situr um þá. í vöm- meðan þeir bíða eftir að skemmu sem þeir höfðu ákveðið að hittast í eftir ránið safnast ræningjamir saman, en þangað komast þeir þó ekki allir heilir á húfí. Einn er skilinn eftir dauður á vettvangi ránsins, eins er saknað, og sá þriðji er alvarlega særður. Á hitta Joe og Nice Guy Eddie Leikari Tim Roth í hlutverki sínu sem einn skartgripaþjóf- anna í „Reservoir Dogs“ og tilkynna þeim mistökin, kemur upp ágreiningur á milli þeirra sem komust af, og smám saman kemur í ljós að þeir hafa verið sviknir. Einn af öðram reyna menn- imir að fá einhvem botn í þær kringumstæður sem þeir era orðnir hluti af, og í kjölfarið fylgir svo röð skelfílegra og magnþrang- inna árekstra milli mann- anna þegar þeir fyllast æ meiri tortryggni hver í ann- ars garð í kjölfar þess að þeir fara yfír ránið og reyna að komast að því hvort svik- ari sé á meðal þeirra. Leikstjóri myndarinnar leggur fyrir róða allar hefðir sem ríkt hafa í ránsmyndum fram til þessa með því að sneiða alveg hjá ráninu sjálfu og beina athyglinni í staðinn að því sem fylgir í kjölfar þess. Úr verður sál- fræðilegt drama þar sem ofsóknaróðir skúrkamir greina hver af öðram frá eigin upplifun atburða í því skyni að komast að því hver gæti verið svikarinn sem gaf Jögreglunni vís- bendingu um þá. Aðalleikarinn Harvey Keitel í hlutverki sínu í „Reservoir Dogs“. Oragur að veðja á óþekkta leikstjóra HARVEY Keitel, sem leikur aðalhlutverkið í „Reservoir Dogs“ og er einnig meðframleiðandi myndarinnar, er einn af þekktari leikurum í Bandaríkjunum. |ann hóf feril sinn á sjö- unda áratugnum þeg- ar hann svaraði auglýsingu frá leikstjómamema sem leitaði eftir leikurum í sína fyrstu kvikmynd, en sá var Martin Scorsese og heiti myndarinnar „Who’s That Knocking At My Door?“. Fimm árum seinna lék Harv- ey Keitel svo í mynd Scors- ese, „Mean Streets", sem naut mildllar aðsóknar um allan heim. Á næstu áram lék Harvey Keitel í þremur öðram mynd- um sem Scorsese leikstýrði, en það era myndimar „Álice Doesn’t Live Here Any- more“, „Taxi Driver", þar sem hann lék á móti Robert De Niro, og „The Last Temptation Of Christ". Keit- el hefur leikið í fyrstu mynd- um nokkurra leikstjóra, og á meðal þeirra eru Ridley Scott („The Duellists") og Paul Schrader („Blue Collar“). Handritið var skrifað eins og skáldsaga QUENTIN Tarantino, leikstjóri og handrits- höfundur „Reservoir Dogs“, er nafn sem skot- ist hefur upp á stjörnuhimininn I kvikmynda- heiminum með ógnarhraða frá því að sýning- ar á myndinni hófust í Bandaríkjunum. Hann hóf feril sinn sem aukaleikari í sjónvarps- myndum, en fyrir sex árum síðan sneri hann við blaðinu og byijaði að skrifa kvikmynda- handrit, og þótt hann væri ekki menntaður á sviði kvikmyndagerðar hafði hann hug á að leikstýra þessum verkum sínum sjálfur. P arantino vann fyrir sér um sex ára skeið í myndbandaverslun í Los Angeles, og þar skrifaði hann sitt fyrsta kvikmynda- handrit. Fleiri handrit fylgdu síðan í kjölfarið, og eitt þeirra, „Past Midnight", komst á hvíta tjaldið, en í þeirri mynd léku þau Rutger Hauer og Natasha Richard- son. Fastákveðinn í þvi að öðlast frama sem kvik- myndagerðármaður ekki síður en handritshöfundur skrifaði hann síðan handrit- ið að „Reservoir Dogs“ haustið 1990 með það í Leikstjórinn og höfundurinn Quentin Tarantino, höfundur og leikstjóri „Reservoir Dogs“ ieikur einnig eitt aðalhlutverkanna í myndinni. huga að leikstýra sjálfur. Ásamt félaga sínum, Lawr- ence Bender, sem er fram- leiðandi myndarinnar, hóf hann tilraunir til að íjár- magna gerð hennar, og fljótlega tókust samningar þar að lútandi. Ungir og upprennandi leikarar sýndu mikinn áhuga á því að taka þátt í gerð myndarinnar, og fljótlega beindust sjónir þeirra félaganna að hinum þrautreynda Harvey Keitel í aðalhlutverkið. Hann reyndist svo vera til í tuskíð og aðstoðaði hann við fjár- mögnun myndarinnar og val á leikuram í önnur aðalhlut- verk, en jafnframt tók hann að sér að verða meðfram- leiðandi myndarinnar. Tarantino segir að hin sígilda mynd Stanleys Kubricks frá 1956, „The Killing", hafí á vissan hátt verið kveilqan að „Reservoir Dogs“. Handritið skrifaði hann á þann hátt að áhorf- andinn hefur á tilfínning- unni að hann sé að lesa skáldsögu með ákveðnum kaflaheitum þegar farið er fram og aftur í tíma í atrið- um myndarinnar. „Þetta era aðskildar sög- ur -um það hvernig hver einr. stök persóna myndarinnar getur eða getur ekki sloppið af vettvangi glæpsins. Þar sem mennimimir þekktust ekkí áður er engin vísbend- ing um það hver gæti hafa leitt þá í gildra. Hver þeirra hefur sitt dulnefni og þeir klæðast allir eins, en eftir því sem kaflamir koma fram hver af öðram öðlast áhorfandinn skilning og inn- sæi í hveija persónu. Þetta er gróf saga en einnig ansi fyndin, og í raun og vera er „Reservoir Dogs“ reyfar- inn sem mig langaði alltaf að skrifa," segir Tarantino.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.