Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993 39 Einvigi milli Man. Utd. og Aston Villa - segir Þorvaldur Örlygsson um baráttuna um enska meist- aratitilinn, en hann lék gegn United á miðvikudag „LIÐ United er á fljúgandi siglingu þessa dagana og sjálfstraust leikmanna alveg ítoppi. Það gengur allt upp hjá þeim um þessar mundir, og ef svo verður áfram get ég ekki séð annað en liðið verði meistari," sagði Þorvaldur Örlygsson, leikmaður Nottingham Forest, er Morg- unbiaðið leitaði álits hans á liði Manc- hester United. Þorvaldur lék síðustu 15 mfnúturnar gegn United á Old Trafford á miðvikudagskvöld, er meistaraefnin unnu 2:1. Ince orvaldur og félagar í Forest mættu United undir lok keppnistímabilsins í fyrra. Þá benti reyndar einnig flest til þess að liðið yrði meistari, en leikmenn virtust hreinlega fara á taugum á endasprettinum. „Miðað við leik- inn í fyrra er allt annað að sjá til leikmanna United nú. Þá var sjálfstraustið algjörlega í lág- marki eftir nokkur slæm úrslit. Svo unnum við þá 2:1 á Old Traff- ord og eyðilögðum eiginlega vonir þeirra um titilinn," sagði Þorvald- ur, sem var einmitt í byrjunarliði Forest í þeim leik. Sterkt sóknarlið „United er með eitt skemmti- legasta sóknarliðið í deildinni í dag, það er engin spurning. Liðið er skipað mjög góðum leikmönn- um og þetta er lið sem er erfítt að vinna, United og Aston Villa spila skemmtilegasta og besta Schmeíchel Sharpe fótboltann í Englandi í dag.“ Þorvaldur sagðist telja miðju- mennina hjá Aston Villa betri; hann sagði Kevin Richardson og Garry Parker (fyrrum leikmann Forest) byggja betur upp en t.d. Paul Ince og Brian McClair, sem voru á miðjunni hjá United gegn Forest í vikunni, „en sóknar- og vamarlega er United-liðið pott- þétt. Við vorum með ágæt völd á miðjunni á miðvikudaginn — í fyrri hálfleiknum vom strákarnir [leikmenn Forest] mikið með bolt- ann, léku á milii sín úti á velli en United-menn eltu — en þegar kom að vörn United strandaði allt. Og þegar þeir sækja er erfítt að eiga við þá, Brian McClair stingur sér oft í fremstu víglínu til [Marks] Hughes og [Erics] Cantona og svo eru þeir með [Lee] Sharpe og [Ryan] Giggs á köntunum, þannig að segja má að framlínan sé skip- uð fimm leikmönnum. Þegar Schmeichel í markinu fær boltanri hendir hann oft strax út á annan hvorn vængmanninn, jafnvel fram yfír miðju, og þeir eru því fljótir að snúa vörn í sókn, Þá er mjög erfítt að eiga við þá.“ Einvígi Þorvaldur telur einvígið um tit- ilinn verða milli áðurnefndra liða, United og Villa. En breiddin sé líklega meiri hjá United — Bryan Robson og Deon Dublin séu til dæmis væntanlegir af sjúkralist- anum — „og það kæmi mér ekki á óvart þó liðið yrði meistari. Já, ætli ég spái því ekki bara að Manchester United verði loksins meistari. Það er nokkuð ljóst að það verður rosaleg hátíð þarna norður frá, ef þeir ná loksins að vinna. Áhuginn er svo svakaleg- ur, og þeir hafa ekki náð titlinum í 26 ár,“ sagði Þorvaldur. Nú blómstrar unglingastarfið hjá United Það hljómar ef til vill fárán- lega, en segja má að það eigi mikinn þátt í velgengni United f vetur að stúkan við annan enda vallarins var rifín niður áður en keppni hófst f haust og unnið hef- ur verið að því að byggja aðra og betri. Hvernig má það vera? Út- skýringin er þessi: grasflötin á Old Trafford hefur verið í mjög slæmu ásigkomulagi undanfarin ár. í góðu lagi á haustin, en þeg- ar kólna fór í veðri varð hún allt- af slæm. Leikvangurinn er mjög glæsilegur, og byggingin um- hverfis völlinn er samfelld allan hringinn. Manchester-borg er meðal annars fræg fyrir það hve mikið rignir þar, og grasflötin hefur því sjaldan náð að þoma undanfarin ár — vindurinn hefur ekki komist inn. í vetur hafa vind- ar hins vegar leikið um flötina í hvert skipti sem þeir blása. Völlur- inn er því í mun betra ásigkomu- lagi en áður, auðveldari yfírferðar og því hægara um vik að leika góða knattspymu, láta knöttinn ganga með jörðinni milli manna. Leikmenn verða ekki þreyttir á þvf að vaða drulluna og hættan á meiðslum verður minni. Þetta at- riði er því veigameira en margan grunar. Þá er völlurinn notaður mun minna en áður því varalið United leikur ekki þar í vetur. Ferguson leigði Gigg Lane, völl nágranna- liðsins Bury og þar fara allir heimaleikir varaliðsins fram. Alex Ferguson hefur lýst því yfír að strax þegar hann kom á Old Trafford hafí hann orðið þess var að nágrannamir í Manchester City hafí náð í alla efnilegustu leik- menn borgarinnar. Hans hafí því þegar í stað beðið verðugt verk- efni. Og vaðið var í það með látum; „njósnurum" félagsins var fjölgað um 20 og Brian Kidd — einn marka- skoraranna á Wembley 1968 — var ráðinn aðstoðarmaður Fergusons, og hefur yfírumsjón með unglinga- starfinu á sinni könnu. Félagið fór að gefa ungum leikmönnum tæki- færi til æfinga í mun meira mæli en áður, og einn þeirra sem það nældi þannig í er ein helsta stjarna liðsins í dag, Ryan Giggs, sem enn er aðeins 19 ára. Manchester City hafði lagt rika áherslu á unglinga- starfíð og Giggs var í knattspyrnu- skóla City þegar Ferguson kom til United. „Hann var sem betur fer aðeins þrettán ára þá og þeir gátu ekki gert samning við hann fyrr en hann varð fjórtán. Ég kom því kannski hingað á hárréttum tíma,“ segir Ferguson. Unglingastarfíð blómstrar nú hjá United og hefur félagið lagt gríðar- legar fjárhæðir í að byggja það upp. Nú eru sex ár síðan Ferguson tók við stjórninni á Old Trafford, og í aðalliðinu í dag eru aðeins tveir leikmenn eru aldir upp hjá félaginu, Ryan Giggs og Mark Hughes, sem reyndar er eldri. Ferguson segist þó ekki hafa áhyggjur af því, upp- byggingarstarfíð taki tíma og eðli- legt sé að fimm til sex ár líði þar til þeir fyrstu fari að banka á dyrn- ar, síðan „endurreisnin" hófst. Nú er sá tími liðinn og þeir fyrstur eru að koma fram í sviðsljósið. Unglingalið Manchester United varð bikarmeistari á síðasta keppn- istímabili, og hafa sumir gengið svo langt að halda því fram að þar sé á ferðinni framtíðar-stórlið United; lið sem hafí alla burði til að verða álíka stórveldi í Englandi næstu árin og AC Milan er nú á Ítalíu. Um þetta hefur verið rætt í Eng- landi, og því er hætt við að mikil pressa sé og verði á hinum ungu leikmönnum. Það er vitaskuld ekki nóg að vera efnilegur; margur leik- maðurinn hefur lofað góðu en síðan orðið nánast að engu á knatt- spyrnusviðinu. Miðað við fyrri reynslu hefur Ferguson því tekið það til bragðs meðal annars, að engum strákanna í unglingaliðinu er leyft að ræða við fréttamenn. Þeir eru verndaðir; fá ekki að kom- ast í sviðsljós fjölmiðlanna. Og þó ótrúlegt megi virðast gildir það sama við um Ryan Giggs. Einn strákanna í unglingaliðinu, Keith Gillespie, hefur fengið að spreyta sig í aðalliðinu upp á síð- kastið og þykir strax lofa mjög góðu. áSkDagur harmon ikunar er haldinn í Tónabæ í Skaftahlíð í dag kl. 15.00. Stórsveit Harmonikufélags Reykjavíkur, minni hópar og einleikarar flytja klassísk og léttklassísk lög auk jazz og dægurlaga. Harmonikufélag Reykjavíkur. Hællum aó reykja Námskeið Heilsuverndarstöðvarinnar gegn reykingum. Innritun og forviðtöl standa yfir á námskeið gegn reykingum sem byrjar4. jan. ’93. Upplýsingar í síma 22400 milli kl. 9 og 16. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur v/Barónsstíg. s Rauði kross Islands heldur námskeið til undirbúnings fyrir HJÁLPARSTÖRF ERLENDIS í Munaðarnesi 21. - 26. mars 1993 Þátttökuskilyrði eru: —25 ára lágmarksaldur —góð tungumálakunnátta, a.m.k. enska —góð starfsmenntun (ýmis störf koma til greina) —góð almenn þekking og reynsla Námskeiðið fer fram á ensku og verða leiðbeinendur m.a. frá Alþjóða Rauða krossinum í Genf. Fjöldi þátttakenda er áætlaður um 20 og er þátttökugjald kr. 15.000 (innifalið er fæði, gisting, kennslugögn og ferðir Rvk. - Munaðames - Rvk.). Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu RKÍ, Rauðarárstíg 18, Rvk. Umsóknum ber að skila á skrifstofu RKÍ fyrir 5. febrúar nk. Þar veitir Sigríður Guðmundsdóttir nánari upplýsingar. Rauði kross Islands Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík, sími 91-626722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.