Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 31 JANÚAR 1993 27 dáinn, á 98. aldursári. Siggi, eins og hann var kallaður, bar aldurinn vel. Hann hafði áhuga á mörgu því, sem yfirleitt einkennir yngri menn. Ég minnist í því sambandi sérstaklega áhuga hans á hand- knattleik og pólitík. Þar átti hann sínar uppáhaldshetjur, og honum gat orðið ansi heitt í bamsi, ef hon- um fannst ómaklega að sínum mönnum vegið. Afi gerði í því að gleðja mann og vekja undrun manns með ýmsu móti. Hann útvegaði mér til að mynda ísskáp, þegar ég í dagsins önn og erli stóð í mínum fyrstu íbúðarkaupum fyrir mörgum árum. Hann gerði þetta bara rétt si svona án þess að hann væri beðinn um það. En hjálpsemi var honum í blóð borin og „orð skulu standa" var hans lífsmottó. Hann stóð við þau loforð, sem hann gaf, og það náði einnig til þeirra sem honum var ekkert sérlega hlýtt til. í þeim efn- um kaus hann fremur að eiga verð- uga óvini en óverðuga vini, en þeir sem á annað borð unnu vináttu afa í eitt skipti áttu sannan vin eftir það. Fyrir sjö árum gaf hann út bók- ina Ferðabrot, en hafði þá örfáum árum áður skrifað sína fyrstu bók, Til sjós og lands, þar sem segir frá uppvaxtarárum hans í Ólafsvík og lífshlaupi. Þrátt fyrir róttækar skoðanir í stjómmálum var hann blessunar- lega laus við hamagang og hávaða, þegar umræður snerust um landsins gagn og nauðsynjar. Hann var maður rólegheitanna. Það er kannski einmitt þess vegna, sem ég man svo vel margt af því sem hann sagði mér, eins og til að mynda frásögn hans um lífsbaráttu lítilmagnans hér fyrr á árum, atvik úr lífi ólíklegustu persóna, sam- skiptin við þá sem mikils máttu sín og gátu í krafti stöðu sinnar í þjóð- félaginu sett fólk á vonarvöl eða komið því til metorða. Lífið til sjáv- ar og sveita og svo margt, margt fleira gat hann rifjað upp í smáat- riðum og stundum með spaugilegu ívafí sem oft fylgdi með í frásögnum hans. Hann hafði alltaf kímnigáf- una í lagi. Kannski var það þeirri gáfu að þakka að hann náði næstum að verða hundrað ára. Það er ekki það sama; að verða og vera gamall. Þessi orð komu mér í hug í sambandi við afa snemma á síðasta áratug, þegar hann bað mig að vera svaramaður sinn, því hann ætlaði að kvænast Gyðríði Jónsdóttur (Gyðu), sem var stoð hans og stytta í erfiðum veik- indum. Elsku Gyða, ættingjar og vinir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Það má með sanni segja að nú hafi drengur góður kvatt þetta líf með sæmd. Þröstur. Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar KÍstuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20 Minning Jón Páll Sigmarsson Vitur maður sagði eitt sinn að lífið væri banvænn sjúkdómur. Þegar maður er 32 ára er lífið að stærstum hluta framundan og hjá flestum á þeim aldri eru sjúk- dómar og dauðinn fjarlægt hugtak. Þegar íþróttastjama á besta aldri verður bráðkvaddur finnst mörgum nóg um lífsins rússnesku rúllettu og hin venjulegi „Jón Jónsson“ hugsar með sér að íþróttaiðkun og keppni geti nú tæpast verið hollt líferni og eins gott að byija ekki að iðka íþróttir. Sá hinn sami áttar sig ekki á því að það er ekki til nein trygging fyrir langlífí vegna slysa og sjúk- dóma sem heija á fólk á öllum aldri. Líkaminn er byggður fyrir áreynslu og hreyfingarleysi er nú- tímaböl. Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum, en það vita fáir fyrr en þeir hafa misst hana, og um það geta allir sjúkir vitnað. íþróttaiðkun stuðlar að bættri almennri heilsu og er meðal annars vísindalega sannaður verndandi þáttur gegn hjartasjúkdómum, beingisnun o.fl. Hún stuðlar einnig að því að halda unglingum frá óreglu. I starfí mínu sem læknir verð ég var við dauðann oftar en gengur og gerist í öðrum störfum og þrátt fyrir að flestir líti fram hjá því er það staðreynd að fólk verður bráð- kvatt á öllum aldri, en oftast lítið um það talað. Vinur minn, jafnaldri og fyrrum æfingafélagi, Jón Páll, er fallinn í valinn, óvænt fyrir einum skæðasta sjúkdómi sem heijar á Vestur- landabúa. Frækileg afrek hans í krafta- íþróttum eru alþjóð kunn og á heimsmælikvarða. Hann afrekaði að setja Evrópu- met í kraftlyftingum og síðan marg- sinnis sigra í keppni um titilinn sterkasti maður heims. En frægð Jóns Páls er ekki ein- göngu fyrir það að hann var frábær íþróttamaður. Hann hafði einstaka persónutöfra, var alger reglumaður og hlaðinn einstæðri hörku og ein- beitni. Hann var eitt af hinum stóru fjöl- miðlaandlitum íslands á síðustu árum og stóð sig ávallt með stök- ustu prýði. Fallinn er í valinn drengur góður langt fyrir aidur fram. Blessuð sé minning hans. Hans skarð verður ekki fyllt. Það er og verður bara til einn Jón Páll í íþrótta- og kraftasögu íslands. Ég sendi fjölskyldu hans innileg- ar samúðajkveðjur. Ágúst Kárason læknir, Örebro, Svíþjóð. Sigríður Pálína Jóns dóttír - Minning Fædd 24. mars 1913 Dáin 20. janúar 1993 Mig langar til að minnast vin- konu minnar, Siggu Pöllu, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri hinn 20. janúar sl. Það eru liðin 20 ár síðan ég, þá tvítugur kennari við „Barnaskóla íslands" á Akureyri, kynntist þeim heiðurshjónum Siggu P. og Haraldi Sigurgeirssyni. Eg tengdist fjöl- skyldu þeirra allnáið um nokkurra ára skeið og sótti þau oft heim á Spítalaveginn, þangað sem ávallt var gott að koma. Mér eru sérstak- lega minnisstæðar heimsóknir til þeirra hjóna á jólum, þegar hús- bóndinn lék jólalög af smekkvísi á píanó heimilisins og þótt allir við- staddir tækju vel undir í söngnum mátti jafnan greina hvella rödd húsmóðurinnar, Siggu Pöllu, yfír missterkar raddir okkar hinna. Fyr- ir söngelskan Reykvíking voru þess- ar samverustundir um jólin hlýlegar og afar hátíðlegar. Æ síðan hefur hugur minn hvarflað norður á jólun- um, á Spítalaveginn til Siggu Pöllu og Haralds, og eftir því sem ár færast yfír verður endurminningin um þessa hátíðlegu stundir mér dýrmætari og hjartfólgnari. Einhverra hluta vegna var mér venju fremur tíðhugsað norður um síðustu jól; fjölskyldan á Spítalaveg- inum sótti sterkt á mig, en ekki grunaði mig að þetta yrðu síðustu jól Siggu Pöllu á meðal vor. En ég frétti að hún hefði verið jafnhress og áður, tekið þátt í hefðbundnum jólasöng og leiðrétt Helgu dóttur sína nokkrum sinnum þegar textar vöfðust fyrir henni. Mér þótti vænt um að heyra þetta, að Sigga Palla hefði haldið hressleika og andlegri reisn til hinstu stundar, þrátt fyrir afar erf- iða, baráttu síðustu mánuðina. Ég mun minnast Siggu Pöllu um ókom- in ár fyrir velvild hennar í minn garð, við náðum vel saman þrátt fyrir mikinn aldursmun, enda stutt í brosið hjá báðum auk þess sem hún hafði sérstakan húmor, sem ég kunni vel að meta. Þessi mæta kona hafði vissulega munninn fyrir neðan nefið og gat verið hvassyrt og „krítísk", en ég sá glampann í augunum þegar hún þóttist vera að nöldra og vissi að hlátrasköllin voru skammt undan. Mínar bestu þakkir fyrir stutta en ógleymanlega samfylgd um lífs- ins veg. Innilegustu samúðarkveðj- ur til Haralds Sigurgeirssonar, einnig Agnesar, Helgu, Sigurgeirs og fjölskyldna þeirra svo og ann- arra aðstandenda og vina. Hörður Hilmarsson. Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- sljóm blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík, og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Líkkistuvinnustofa Lijvindap Árnasonar Utfaraf)jónusta t I íllistusmíði Vesturhlíð 3 ❖ Sími: 13485 ♦ Davíð Osvaldsson <> Hcimasími: 39723 t Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURBERG BENEDIKTSSON skipasmíðameistari, Hvassaleiti 56, sem lést 24. janúar sl., verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudag- inn 2. febrúar kl. 10.30. Jóhanna S. Guðjónsdóttir, Hrafnhildur Sigurbergsdóttir, Steinn Lárusson, Sigurdís Sigurbergsdóttir, Pétur H. Björnsson, Dagbjört Sigurbergsdóttir, Steinunn Sigurbergsdóttir, Jan Jörgensen, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, stjúpfaðir, afi og langafi, SIGURÐUR JÓN GUÐMUNDSSON, Hrafnistu, Reykjavík, áður Urðarstíg 6, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mónudaginn 1. febrúar kl. 13.30. Gyðriður Jónsdóttir, Sigurþór Sigurðsson, Kristján Sigurðsson, Sigurður G. Sigurðsson, Einar Sigurðsson og aðriraðstandendur. t FRÚ JAKOBÍNA S. PÉTURSDÓTTIR, Marargötu 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 2. febrúar kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hennar, eru beðnir að láta Félag velunn- ara Borgarspítalans njóta þess. Dóra Hafsteinsdóttir, Pétur Vatnar Hafsteinsson, Ingjaldur Hafsteinsson, Anna Guðrún Hafsteinsdóttir, Jarþrúður Hafsteinsdóttir, Jón D. Þorsteinsson, Dagný Jónsdóttir, Bengta N. Þorláksdóttir, Grétar Guðni Guðmundsson, Bill Södermark. t Innilegar þakkir til allra. sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlót og útför GÚSTAFS GÍSLA ÞORVARÐARSONAR. Guð blessi ykkur öll. Björk Valdimarsdóttir, Þorvarður Gústafsson, Þóriaug Inga Þorvarðardóttir, Áslaug Þórhildur Ásgeirsdóttir, Már Þorvaröarson, Rósa Sólveig Steingrímsdóttir, Aina Björk Másdóttir, Jón Ingi Þorgrímsson. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okk- ur samúð og vinarhug vegna fráfalls föður okkar, bróður, tengdaföður og afa, ODDS C. THORARENSEN lyfsala, Brekkugötu 35, Akureyri, Ellen Thorarensen, Gunnlaug Thorarensen, Oddur Thorarensen, Hildur Thorarensen, Margrét Thorarensen, Alma Þórarinsson, og barnabörn. Rafn Ragnarsson, Sóirún Heigadóttir, Heiðar Ásgeirsson, Erling Ingvason, Lydia Þorkelsson t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ARA BJÖRNSSONAR, Selási 6, Egilsstöðum. Bjarghildur Sigurðardóttir, Erla Aradóttir, Pétur Jónsson, Gerður Aradóttir, Sigurður Arason, Björn Arason, Bergljót Aradóttir, Ingibjörg Aradóttir, Einar Halldórsson, Inga Fanney Egilsdóttir, Margrét Sólmundsdóttir, Karl F. Jóhannsson, Guðni Pétursson, Guðný Aradóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.