Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 31, JANÚAR 1993 38 KNATTSPYRNA Bidin senn á enda? MANCHESTER United er líklega vinsælasta félag enskrar knattspyrnu, og það félag þarlent sem á sér flesta áhang- endur erlendis. Það hefur lengi ríkt mikill glæsileiki og reisn yfir félaginu; peningar eru nægir, en United er lýs- andi dæmi um að þeir eru ekki nóg — meistaratitlar fást ekki keyptir. Þrátt fyrir að félagið geti, og hafi keypt nán- ast hvaða leikmann sem er, hvenær sem er, hefur árangur- inn látið á sér standa undanfarin ár. Liðið hefur reyndar þrívegis orðið bikarmeistari á sfðustu árum og Evrópu- meistari bikarhafa fyrir tveimur árum, en United hefur ekki orðið enskur meistari síðan 1967 — í 26 ár — og það þykir auðvitað alltof, alltof langur tími þar á bæ. En nú þykja ýmis teikn á lofti um að breyting sé á að verða; United leikur mjög vel um þessar mundir, alit gengur félag- inu í hag og spekingar, í það minnsta þeir sem hafa taug- ar til liðsins, vilja spá því að það verði enskur meistari í vor. Og sumir ganga svo langt að spá því að i uppsiglingu sé hálfgert „AC-Milan tfmabil11 á Englandi, þar sem yfir- burðir United eigi eftir að verði þeir sömu næstu árin og Mílanó-liðið hefur nú á Ítalíu. Fríður flokkur snjallra knatt- spymumanna hefur verið keyptur til félagsins síðasta áratug, en svo virtist á tíma- Sk i bili að um leið og við- Hallgrímsson komandi gengu inn skrífar um aðaldymar á Old Trafford gufuðu þeir hreinlega upp. Frammistaðan varð slök, meiðsli heijuðu á marga. í stuttu máli: allt virtist vera á móti félaginu og leikmönnunum. Nema íjármálin vitaskuld; þau hafa verið í lagi, en það sem alla dreymir um — Englandsmeistarabikarinn — hefur ekki sést á Old Trafford síðan vorið 1967. Busby-bömin Hinn gríðarlega stuðning, sem United nýtur víðs vegar um heim, má að minnsta kosti að hluta til rekja til flugslyssins hræðilega í Miinchen í febrúar 1958. Félagið fékk samúð. Hópurinn var á heimleið eftir Evr- ópuleik, er stærstur hluti þess frá- bæra liðs, sem varð enskur meistari 1956 og 57, lést. „Busby-bömin" var liðið kallað, í höfuð þjálfarans. Matt Busby, sem síðar var aðlaður og er nú „Sir“, var einn þeirra sem lifði flugslysið af og á aðeins áratug náði hann að byggja upp stórkostlegt lið á ný — lið sem hafði á að skipa sum- um af allra fremstu knattspymu- mönnum sem komið hafa fram á Bretiandi, eins og George Best, Bobby Charlton og Denis Law. Un- ited varð aftur enskur meistari 1967, og síðan fyrst enskra liða Evrópu- meistari vorið eftir, 1968, eftir úr- slitaleik gegn Eusebio og félögum í Benfíca frá Portúgal á Wembley-leik- vanginum í London. En síðan fór að halla undan fæti. Busby hætti sem þjálfari og leiðin lá niður á við. Það var ekki fyrr en Tommy Docherty tók við í desember 1972 að hjólin fóru að snúast á ný. Þau snérust reyndar öfugan hring til að byija með því félagið féll niður í 2. deild vorið 1974, en Docherty var að rífa sundur gamla liðið og byggja til framtíðar, og forráðamenn félagsins skildu að það tæki tíma. United vann 2. deildina örugglega vorið 1975 og var þar með komið í hóp þeirra bestu á ný. Docherty hafði komið saman liði sem lék mjög skemmtilega knattspymu. Áhersla var lögð á sóknarknattspymu og Docherty stýrði liði sínu til sigurs í bikarkeppninni 1977 er Liverpool var lagt að velli í úrslitaleik á Wembley, 2:1. En Docherty var þó fljótlega rekinn, þegar upp komst að hann átti vingott við eiginkonu eins að- stoðarmanna sinna hjá félaginu Nú tóku við heldur erfíð ár. Un- ited var reyndar í toppbaráttu deild- arkeppninnar, en alltaf vantaði ein- hvem herslumun. Liverpool-liðið var mjög sterkt á þessum árum, og það gramdist áhangendum United einnig að liðið lék oft af mikilli varkámi. Áherslan var ekki lögð á sóknarleik- inn, eins og svo oft áður. Það breytt- er Schmeichel, hinn stóri og sterki markvörður. Schmeichel er einn þeirra sem hafa sjálfstraustið í lagi, „á teiginn" eins og sagt er og er góður á milli stanganna. Þá er hann stórhættulegur sóknarmaður þegar sá gállinn er á honum! í fyrsta lagi er hann oft fljótur að hefja sóknir með því að kasta boltanum hámá- kvæmt fyrir framan fætur samheija sinna þó þeir séu staddir vel fyrir framan miðju, og í öðru lagi spymir Schmeichel svo fast að nokkrum sinnum hefur hann verið nálægt því að skora yfír endilangan völlinn. Englendingar muna enn vel eftir því þegar hann var nálægt því að skora hjá sjálfum Peter Shilton í landsleik á Wembley fyrir nokkmm áram! Þetta var áður en hann kom til Manc- hester United. Hægri bakvörður er Paul Parker, mjög öflugur vamarmaður sem keyptur var frá QPR, miðverðir eru Steve Brace, sem kom frá Norwich og Gary Pallister, sem keyptur var fyrir metupphæð frá Middlesbrough. Vinstri bakvörður er Dennis Irwin. Kantmennimir eru geysilega mikil- vægir í liði United; Lee Sharpe vinstra megin og Ryan Giggs hægra megin. Á miðjunni hafa verið þeir Paul Ince og Brian McClair, sem báðir hafa leikið mjög vel undanfarið — og er Ince greinilega búinn að taka við stjóminni á miðjunni af Bryan Robson. Til taks eru einnig Mike Phelan, Robson, unglingurinn Gillespie eða jafnvel Ferguson yngri, sonur framkvæmdastjórans, eða Danny Wallace. Einnig Úkraínumað- urinn Andrej Kanchelskis. Mark Hughes og franski landsliðs- maðurinn Eric Cantona era svo alla jafna í fremstu víglínu. Cantona Cantona var síðasta stykkið í púsluspili Fergusons. Stjórinn keypti hann á eina milljón punda frá Leeds, sem var hlægileg upphæð að margra mati fyrir svo snjallan leikmann. Hann á að vísu skrautlegan feril að baki, lék með mörgum félögum í Frakklandi og var alls staðar til vandræða. En um hæfileikana innan vallar efast enginn, og takist Fergu- son að hemja skap leikmannsins get- ur hann einmitt verið sá sem gerir gæfumuninn. Cantona kann mjög vel við sig í Englandi. Hann er hæfilega kærulaus og lætur því utanaðkom- andi pressu ekki hafa áhrif á sig, og menn þykjast jafnvel sjá þess merki að hann hafi haft góð áhrif á aðra leikmenn liðsins hvað þetta varðar. En taka verður með í reikn- inginn að vel hefur gengið undanfar- ið, og þegar svo er virkar allt auð- veldara en ella. En Cantona féll þeg- ar í stað inn i leik liðsins. Hann er geysilega útsjónarmaður og hefur frábært auga fyrir samleik. Liðið er sterkt já, leikur góða knattspymu og allt gengur þvi í haginn um þessar mundir, eins og Þorvaldur Örlygsson segir í viðtali hér á opnunni. Nú er það spumingin hvort leikmenn bugast eins og í fyrra, eða hvort þeir ná að halda sínu striki. Ferguson er sagður mjög stressaður og upptrekktur, og sagt er að hann hafi haft slæm áhrif á leikmenn sína undir lok tímabilsins í fyrra. Það er alltaf gaman þegar vel gengur, en hjá stórliði eins og United skapast nánast neyðarástaiid ef einn, tveir leikir tapast í röð — að ekki sé talað um ef þeir verða fleiri. Hvort allt smellur saman hjá Un- ited á þessu keppnistímabili skal ósagt látið, en það þyrfti ekki að koma neinum á óvart þó enski meist- arabikarinn kæmi til borgarinnar í maí, í fyrsta skipti síðan vorið 1967. Stuðningsmenn Aston Villa era að sjálfsögðu ekki á sama máli en nú virðist lag fyrir United. I sviðsljósinu Alex Ferguson hefur verið við stjóravölinn á Old Trafford í sex ár. Aðalmarkmiðið hefur enn ekki náðst; Englandsbikarinn hefur ekki sést á Old Trafford siðan vorið 1967. Á stóru myndinni er hinn stórefnilegi Ryan Giggs. ist er Ron Atkinson, nú stjóri Aston Villa tók við. Lið hans, eins og Doch- ertys, leika ætíð skemmtilega knatt- spymu. Atkinson púslaði saman mjög góðu liði, en meistaratign náð- ist þó ekki. Liðið varð hins vegar tvívegis bikarmeistari, 1983 og 1985. Og Atkinson hvarf á braut eins og fleiri, og við stjóminni tók Alex nokk- ur Ferguson, lítill og snaggaralegur Skoti, sem stjómað hafði liði Aberde- en til frækilegra sigra, bæði á heima- vígstöðum og í Evrópukeppni. Ferguson hefur veifað tékkheftinu meira en nokkur annar stjóri í Eng- landi undanfarin ár. Hann hefur keypt leikmenn fyrir um 17 milljónir punda — um 1,7 milljarða íslenskra króna — og sumar þær fjárfestingar hafa satt að segja talist heldur vafa- samar. Lið Fergusons En þá er það aðalliðið í dag. Hvers vegna er það svona sterkt? Skýringin er auðvitað að hluta til sú að liðið skipa eingöngu mjög góðir knatt- spymumenn. United hefur efni á að kaupa þá leikmenn sem það hefur áhuga á, og yfírleitt era menn tilbún- ir að hlaupa langar leiðir til að fá samning við félagið. Mikilvægur hlekkur í liðsheildinni er Daninn Pet-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.