Morgunblaðið - 22.05.1993, Síða 17

Morgunblaðið - 22.05.1993, Síða 17
MORGUNBLAPH) LAUGARDAGUR 22..MAÍ 1993 17 Yinnuferð að Djúpavatni MEÐ sumarkomu hefst á ný starfsemi sjálfboðaliðasamtaka um náttúruvernd. Fyrsta vinnu- ferð sumarsins verður farin að Djúpavatni í Reykjanesfólkvangi laugardaginn 29. maí nk. Lagt verður af stað frá BSÍ kl. 9. Unnið verður við að lagfæra slóða og gróðurskemmdir í nágrenni vatnsins. Eftir vinnu verður farið í stutta gönguferð í svonefnd Sog. Allir áhugasamir eru velkomnir. Sjálfboðaliðasamtökin voru stofnuð árið 1986 og hafa því starf- að í sjö sumur. Samtökin skipu- leggja vinnuferðir þar sem unnið er að verkefnum sem stuðla að náttúruvemd. Starfað er á friðlýst- um svæðum og öðrum þeim svæð- um sem sérstæð eru að náttúm- fari. Aðaltilgangur starfsins er: Að veita fólki tækifæri til að vinna að náttúruvemd, að vernda náttúruna, að auðvelda fólki umgengni við náttúruna pg auka kynni af henni. Komandi sumar verður annríkt hjá samtökunum og öllum þeim sem vilja starfa með þeim því áætlað er að fara víða um landið og takast á við ýmis brýn verkefni. Allir em velkomnir. (Fréttatilkynning) Glœsilegar gjafabœkur! VAKA-HELGAFELL Síðumúla 6,108 Reykjavík Athugasemdir frá Námsgagna- stofnun vegna greinar um skáldatöl eftir Árna Árnason Af umfjöllun Sigrúnar Klöm Hannesdóttur í Mbl. 5. maí sl. mætti álykta að Námsgagnastofn- un hafí um svipað leyti og aðstand- endur ritsins Skáldatal — íslenskir bama- og unglingabókahöfundar gefíð út sams konar uppsláttarrit fyrir grunnskóla. Um skáldatalið sem hún er meðhöfundur og útgef- andi að segir hún: „Varla var Skáldatalið komið á markað þegar Námsgagnastofnun gaf út bók með sama nafni.“ Skáldatal Námsgagnastofnunar sem ber titilinn Skáldatal með Ljóð- sprotum, Ljóðspomm og Ljóðspegl- um er ekki sama eðlis og Skáldatal — íslenskir barna- og unglinga- bókahöfundar og var að sjálfsögðu ekki sett til höfuðs því verki. Eins og titillinn ber með sér er skáldatal Námsgagnastofnunar hluti af ljóða- bókaflokki stofnunarinnar og hefur eingöngu að geyma upplýsingar um þau skáld sem eiga ljóð í umrædd- um bókum. Það ætti því ekki að geta orðið um hagsmunaárekstur að ræða í útgáfu þessara tveggja skáldatala. Eins og sjá má er yfírtit- ill þessara bóka sá sami og þykir okkur hjá Námsgagnastofnun leitt að það skuli hafa valdið misskiln- ingi. Það er von okkar og trú að þeir sem velja bækur á bókasöfn séu það vel upplýstir að ekki komi til raglings á þessum tveimur bók- um. Undirbúningur að útgáfu skálda- tals Námsgagnastofnunar hófst þegar ljóðaútgáfa stofnunarinnar var á lokasprettinum (1990), strax og ljóst varð hvaða ljóðskáld yrðu í_ endanlegri útgáfu Ijóðabókanna. Útgáfa verksins helgaðist eingöngu af því að í ljóðabókum Námsgagna- stofnunar Ljóðsprotum, Ljóðspor- um og Ljóðspeglum eru ekki upplýs- ingar um höfunda ljóðanna. Úm mörg skáldanna er ekki að fá upp- lýsingar í uppflettiritum og þótti því nauðsynlegt að bæta úr því. í inngangi að skáldatali Námsgagna- stofnunar er gerð grein fyrir ritinu og þar kemur m.a. fram að því er ætlað að vera uppflettirit fyrir nem- endur og kennara sem vilja lesa eða fjalla um fleiri ljóð einstakra höf- unda en birt em í ljóðasafninu. Aðaláhersla er lögð á að vísa á ljóðabækur skáldanna en stiklað mjög á stóm um önnur ritstörf. Skáldatalinu er ætlað að veita upp- lýsingar um skáldin um leið og vís- að er á rit sem koma að gagni við kynningu á verkum skáldanna. Þannig er skáldatal Námsgagna- stofnunar beinlínis fylgirit með ljóðabókunum sem notaðar eru í gmnnskóla. Sigrún Klara segir ennfremur í áðumefndri umíjöllun að bók Námsgagnastofnunar sé „gefín út af ríkisstofnun sem hefur einkarétt á að gefa út kennsluefni fyrir grunnskólastigið". Hér er á ferðinni mjög alvarlegur misskilningur. Enginn hefur einkarétt á því að gefa út námsgögn fyrir íslenska grunnskóla. Forlög og einstaklingar geta gefíð út hvað sem er fyrir grannskóla, alfarið eftir sínum eigin ákvörðunum, enda hafa skólar allt- af keypt talsvert af bókum annarra útgefenda. Þetta gildir um náms- gögn, lestrarefni, fræðibækur, handbækur o.fl. Skólar geta farið tvær leiðir til að kosta þau bóka- kaup. Annars vegar er um það að ræða að kaupa námsefni í gegnum Námsgagnastofnun og á hennar kostnað út á svokallaðan sérkvóta. Hin leiðin er sú að nota fjárveiting- ar sem skóli fær hjá viðkomandi sveitarfélagi til að auka bókakost skólabókasafns. Höfuadur er ritstjóri ly'á Námsgagnastofnun. „Skáldatal Námsgagna- stofnunar [er] hluti af ljóðabókaflokki stofn- unarinnar og hefur ein- göngu að geyma upp- lýsingar um þau skáld sem eiga ljóð í umrædd- um bókum. Það ætti því ekki að geta orðið um hagsmunaárekstur að ræða í útgáfu þessara tveggja skáldatala.“ Arni Árnason Stúdentsgjafir drsins Vaka-Helgafell býður glæsilegar gjafabækur, verk sem standast tímans tönn og munu lifa með þjóðinni um ókomin ár. Þar á meðal eru verk Halldórs Laxness og Steins Steinarr. Þau eru fyrir löngu orðin klassísk og eru því góð til gjafa, - sannkölluð framtíðareign.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.