Morgunblaðið - 22.05.1993, Síða 23

Morgunblaðið - 22.05.1993, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993 23 Æft fyrir komu nýrrar 757-vélar Þjálfun flugmanna kostar 40 millj. AÐ undanförnu hefur staðið yfir þjálfun flugmanna á þriðju Boeing 757-200 flugvél Flugleiða en von er á flugvélinni hingað 28. maí. Sextán flugmenn hljóta þjálfun til að fljúga vélinni og koma þeir flestir úr hópi flugmanna af Boeing 737-400 flugvélum félagsins. Flugvélin var keypt fyrir um það bil tveimur árum en fór strax í leigu til breska leiguflugfélagsins Britt- annia. Leigusamningurinn rennur út í lok mánaðarins og kemur flug- vélin þá hingað til lands. Hún verð- ur notuð til Norður Atlantshafs- flugs. Flugleiðir á tvær aðrar Bo- eing 757-200 vélar. Þjálfun hvers flugmanns kostar á aðra milljón króna. Auk þess þurfti að þjálfa flugmenn af Fokk- er 50 flugvélunum til að taka við Boeing 737 flugvélunum. Heildar- kostnaður vegna þjálfunar flug- manna vegna komu einnar 757 flugvélar er því um 40 milljónir króna. Á Reykjavíkurflugvelli Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI voru gerðar aðflugs- og flugtaksæfingar á aðra af tveimur Boeing 757-200 vélum Flugleiða sem nú eru notaðar hér. Þess má geta að Reykjavíkurflugvöllur er vara- flugvöllur fyrir miUilandaflug. Sindri Freysson. Kjarvalsstaðir Sindri Freys- son sýnir ljóð Á KJARVALSSTÖÐUM verður opnuð sýning á ljóðum eftir Sindra Freysson í dag, laugar- daginn 22. maí. Sindri Freysson gaf í fyrra út sínu fyrstu ljóðabók, Fljótið sofandi konur, með óvenjulegum myndug- leik af svo ungu skáldi að vera. Áður höfðu birst eftir hann ljóð og smásögur í tímaritum. Sindri yrkir um nútímalífið í borginni og túlkar tilveruna þar gjarnan með svipmikl- um myndum, stundum óhugnarleg- um og kröftugu orðfæri. Borgarlífs- myndir hans sýna hraða og gervitil- veru þar sem kvíði og ógn búa að baki. Ljóð Sindra eru huglæg, hann tjáir eigin reynslu með nokkrum alvöruþunga og um leið reynslu nútímamannsins og þá tilveru sem honum er búin. Ymiskonar fyrir- bæri úr vitundariðnaði neyslusam- félagsins ber fyrir augu. Mannleg samskipti eru fremur kaldranaleg í þessum ljóðum og engin heit kær- leiksmál milli kynjanna. Ljóðstíll Sindra byggist á fjöl- skrúðugum og stundum sérstæðum myndhverfingum sem oft eru tor- skildar við fyrstu sýn. „Minnið for- sýnir felumyndir/á kúptu tjaldi" segir í einu ljóðanna eftir hann og lýsa þessar hendingar að nokkru kveðskaparaðferð hans. Málfar og orðvísi eru í góðu horfi hjá þessu unga skáldi. Ljóðasýningar Kjarvalsstaða, sem unnar eru í samvinnu við Rík- isútvarpið - Rás 1, hafa verið fastir liðir á dagskrá safnsins síðan 1991 og vakið mikla athygli. Með þeim hafa opnast nýir möguleikar fyrir íslensk skáld í rými sem áður var helgað myndlistinni en jafnframt vekja sýningar spurningar um stöðu ljóðlistarinnar í dag. VZterkurog k./ hagkvæmur auglýsingamiðill! 5 löÉ Tekjum af sölu Álfsins verður varið til að efla aðstoð og meðferð fyrir aðstandendur alkóhólista

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.