Morgunblaðið - 22.05.1993, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 22.05.1993, Qupperneq 33
MORGMNBiíAÐlÐ MiyffASSAðM? íífoMAÍ, 33 Atriði úr Goðsögninni, eða Candyman. Goðsögnin sýnd í Regn- boganum REGNBOGINN hefur frumsýnt spennu- og hrollvekjuna Goðsögn- ina eða „Candyman“. Myndin var framleidd af fyrirtæki Siguijóns Sighvatssonar, Propaganda Films. Helen Lyle er nemandi á lokaári í háskóla sem tekur að sér að rann- saka goðsögn. Eftir því sem hún kafar dýpra í málið kemst hún að því að fjöldamorðingi gengur laus og að lögreglan vill sem minnst af málinu vita. Enginn trúir sögu henn- ar um fjöldamorðingjann Candyman, hvað þá að hann sé blökkumaður sem drepinn var árið 1890 og sé núna kominn aftur og í frekar slæmu skapi. „Candyman" fær sjúklega ást á Helen og vill fá hana til sín. En til að hún geti sameinast honum verður hann að drepa hana en hún verður að deyja sem sjálfviljugt fórn- arlamb hans. Helen sleppur undan honum en þegar hún rankar við sér er hún handtekin og sökuð um barnsrán en sleppt vegna skorts á sönnunum. Næst þegar hún kemst í kynni við „Candyman“ er hún sök- uð um morð og sett á geðveikra- hæli. Enginn trúir henni og sjúkleg áætlun Goðsagnarinnar virðist ætla að heppnast. -----» ♦ » Heilsuvikan í Kringlunni Iþrótta- og danssýningar MIKIÐ verður um að vera í Kringlunni dagana 21.-26. maí vegna Heilsuviku samtakanna íþróttir fyrir alla. Um er að ræða fjölmargar íþrótta- og danssýningar ásamt kynningu á starfsemi ýmissa aðila sem tengjast heilsu landsmanna á einhvern hátt. Kringlan tekur þátt í Heilsuviku ÍFA sem stendur yfir dagana 21.-26. maí og verður þar mikið um uppá- komur og kynningar. íþróttir og heilsumál eru eðlilega ofarlega á baugi þessa dagana en meðal þeirra íþróttaiðkana sem sýndar verða í Kringlunni má nefna júdó, kvondo, akito, karate, kimi wasa, þolfimi, körfuknattleik, joga, taichi, blindra- bolta og squass. Einnig verða dans- atriði frá fjölmörgum aðilum. Kynningar verða á starfsemi sjúkraþjálfara, hjúkrunarfræðinga og íþróttafélaga o.fl. Fyrirtæki í Kringlunni leggja áherslu á íþrótta- og heilsumál og má þar nefna að í Hagkaup verða heilsu- og matvöru- kynningar alla daga heilsuvikunnar. í dag, laugardag, verða eftirfar- andi atriði sýnd: Karate kl. 11, kimi wasa kl. 11, Stúdíö Ágústu og Hrafns kl. 12, Veggsport kl. 13.30 og Körfuknattleikssambandið kl. 14. Verslanir Kringlunnar eru opnar frá kl. 10-18.30 alla virka daga, nema föstudaga, þegar opið er til 19. Laugardaga er opið frá kl. 10-16. (Fréttatilkynning) Röng myndbirting Vegná mistaka við vinnslu Morgunblaðsins sl. fimmtudag birtist röng mynd með frétt viðskiptablaðs um þátttöku Eimskips í sýningunni Rotterdam Freight Show. Meðfylgjandi er rétta myndin af forstöðumönnum skrifstofa Eimskipafélagsins erlendis sem staddir voru á sýningunni ásamt forstöðu- mönnum að heiman. Talið frá hægri: Erlendur Hjaltason, forstöðumaður utanlandsdeildar, Sigurður Pétursson, forstöðumaður í Hamborg, Hjörtur Hjartar, forstöðumaður í Rotterdam, Sveinn Kr. Pétursson, forstöðumaður innflutningsdeildar, Jón B. Stefánsson, framkvæmdastjóri MGH, dótturfyrir- tækis Eimskips á Bretlandi, og Kjartan Jónsson, forstöðumaður í Gautaborg. Sveitadagar í Kolaportinu um helgina Hafnarfjarðarkirkja 30 og 40 ára fermingarböm í heimsókn 30 OG 40 ára fermingarböm munu á sunnudaginn kemur, sem er 6. sunnudagur eftir páska, heimsækja Hafnarfjarðarkirkju en þau voru fermd árin 1953 og ’63. Fermingarbörnin eru nú orðin vel lífsreynd og hafa látið að sér kveða í mannlífinu og líta á fermingu og unglingsár sem dýrmæta áfanga á * lífsleið og meta gildi samfunda sem - þessara á helgum stað. Eftir guðs- 1 þjónustuna munu þau hittast í kaffi- | samsæti í Veitingahúsinu Hraun- l holti og rifja upp fyrri tíð og kynni. Gunnþór Ingason, sóknarprestur. -----» ♦ ♦--- Stórsýning á annað hundrað aðila af landsbyggðinni sem sýna og selja fjölbreytta, skemmtilega, forvitnilega og nýstárlega hluti úr sveitinni. • Hestaábreiður • Bógsteikur • Bútasaumsteppi • Reyktur áll • Ullarvörur • Orkupokar • Axlabönd • Fagradalsbleikja • Vinnusloppar • Hólsfjallahangikjöt • Rjúpnaveiðivesti • Skinnskór • Trévörur • Malpokar • Reiðjakkar • Höfuðleður • Kassabílar • Reiðmúlar • Dúkkur • Hnakktöskur • Draumableiur • Hattar • Rúmfatnaður • Spjaldvefnaður • Minjagripir • Leirvörur • Veiðileyfi • Skartgripir og óteljandi margt fleira. SÉRSTÖK SÝNINGARTILBOÐ! Tískusýningar og aðrar skemmtilegar uppákomxu1 báða dagana. Kirkjudagur eldri borgara í Keflavík KIRKJUDAGUR eldri borgara í Keflavík verður sunnudaginn 23. maí og hefst með messu kl. 11 árdegis (altarisganga). Eldri borgarar lesa pistil og guð- spjall. Sungið verður úr nýju sálma- kveri fyrir kirkjustarf aldraðra og fjallað verður um málefni aldraðra. Veitingar verða í Kirkjulundi eftir messu í boði Systrafélagsins og sóknarnefndar. Vortónleikar Kórs Keflavíkurkirkju verða kl. 17. ...og auðvitað venjulega spennandi markaðstorg í öðrum hluta hússins. Sjáumst á Sveitadögum í Kolaportinu! KOLAPORTIÐ MARKAÐSTORG Opið laugardag kl. 10-16 og sunnudag kl. 11-17

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.