Morgunblaðið - 17.11.1994, Page 56

Morgunblaðið - 17.11.1994, Page 56
56 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Boðsmiðar á myndir í Stjörnubíói Verð kr. 39,90 mínútan. Framlag íslands til Óskarsverðlauna 1994. Kr. 800 f. fullorðna. Kr. 500 fyrir börn yngri en 12 ára. Sýnd kl. 5. Sýnd kl. 6.45. Sýnd kl. 11. Bönnuð innan 16 ára. FORSÝNING KL. 9. Bönnuð innan 12 ára. ULFUR otte f'UY* . ihree pe&tibítifit'*. threesome "m w mrnm mmm m*mm% 16500 Sími ÞAÐ GÆTI HENT ÞIG Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Bridget Fonda, Rosie Perez og StanleyTucci. Leikstjóri: Andrew Bergman („The Freshman", „Honeymoon InVegas"). Sýnd kl. 5,7,9 og 11. A GXJ1L.T-FR.EB /VlATIVl.S V A merrity eotneJy, nrtih xex on the hrnin. ’ 105 áraí fullu starfi ►NORÐMAÐURINN Emelank- ton Aadnesen er 105 ára gamall og enn í fullri vinnu. Hann stofn- setti búð á Nærbo í Jæren árið 1915 og hefur rekið hana æ síð- an. „105 ár eru virðulegur aldur,“ segir hann, dregur djúpt inn and- ann og blæs vindlareyk út í loftið. Kötturinn, sem hafði komið sér hægindalega fyrir á búðarborð- inu, hóstar og stekkur í burtu. „Hann þolir ekki reyk. Hér inni er það ég sem hef níu líf,“ segir hann kotroskinn. Emelankton giftist Helenu An- iksdal árið 1913 og saman eignuð- ust þau fimm börn. í dag er það barnabarnið Emton jr. sem á búð- ina, en Aadnesen annast daglegan rekstur. Fyrir utan vinnuna er sagnfræði aðaláhugamál Aadne- sens og hann er heiðursfélagi fornminjasafnsins í Stavanger. Frumsýnd á morgun MIIIIlllllll.........II....IIIIMMIIIIIII Nýjar hljómplötur Safn ólíkra laga Ljósmynd/Michel Linssen GUNNAR Bjarni Ragnarsson og Páll Rósinkrans í mikill keyrslu á sviðinu í Melkweg í Amsterdam. Rokksveitin Jet Black Joe hefur ekki látið mikið á sér kræla síðustu mánuði, en á mánudag kom út með sveitinni þriðja breiðskífa hennar. Gimnar Bjarni Ragn- arsson, gítarleikari sveitarinnar, segir að allar tónlistarstefnur megi fínna á plötunni. ROKKSVEITIN Jet Black Joe sló rækilega í gegn þegar hún sendi frá sér fyrstu breiðskífuna fyrir tveimur árum og plata hljómsveitarinnar ver með söluhæstu plötum ársins. Síðasta plata sveitarinnar seldist ekki eins vel, þó gagnrýnendur hafi valið hana sem eina af bestu plötum ársins, og á síðasta ári lét sveitin lítið á sér kræla. Skýring á því er ekki síst sú að undirtekt- ir við tónlist hljómsveitarinnar ytra voru það góðar að hún hefur haft í ýmsu að snúast við að kynna sig ytra, veita viðtöl og fara í tónleika- ferðir. Það aftraði þó sveitarmönn- um ekki frá því að bregða sér í hljóðver og taka upp breiðskífuna Fuzz, sem kom út síðastliðinn mánudag, en sveitin heldur út- gáfutónleika í Tveimur vinum í kvöld. Reynt að gera eitthvað sem aðrir hefðu ekki gert Gunnar Bjarni Ragnarsson gít- arleikari Jet Black Joe og helsti lagasmiður sveitarinnar segir að þeir félagar hafi farið í hljóðverið með það eitt í huga að reyna að gera eitthvað sem aðrir hefðu ekki gert áður, „og hafa það skemmti- legt“, eins og hann orðar það. Hann segir þá félaga hafa haft nokkur lög í farteskinu þegar upp- tökur byrjuðu og svo nokkrar hug- myndir sem átti eftir að æfa und- ir upptökur. „Sum Iögin voru unn- in þannig að við tókum upp grunn- inn og skreyttum svo með öllum hugsanlegum hljóðum og hlutum sem okkur datt í hug. Það var sérstaklega gott að vinna þessa plötu, ekki síst fyrir það að það var ekki á okkur nein tíma- pressa,“ segir Gunnar, „en samt sem áður vorum við mjög fljótir að vinna plötuna; tókum hana upp og hljóðblönduðum á mánuði. Við erum náttúrlega orðnir sjóaðir í stúdíóinu, fyrst þorði maður ekki að gera enga vitleysu, en nú erum við ófeimnari við að prófa nánast allt og ef það passar er það látið fara.“ Safn ólíkra laga Gunnar segir að ólíkt síðustu plötu þeirra félaga, You Ain’t Here, sem var samhangandi í text- um að mestu leyti sé Fuzz safn ólíkra laga, enda hafi sveitin það fyrir sið að ef hún sé með gott lag sé það látið standa. „Ef það er til lag og það er gott er það sett inn; við pælum aldrei í því hvort það falli að okkar músíkstefnu, því að okkar músíkstefna hefur aldrei verið á hreinu,“ segir Gunnar og bætir við að í raun séu þetta mjög einföld lög með einföldum hljóm- um, þeir félagar séu hrifnastir af grunnhljóðfærum rokksins og lítið fyrir hljóðgervla, þó þeir eigi það til að grípa til þeirra. Eins og áður segir var síðasta plata Jet Black Joe samhangandi verk að nokkru og allar vangavelt- ur heldur drungalegar. Að þessu sinni er öllu léttara yfir textum og Gunnar segir að þeir félagar vilji helst kalla andann yfir plöt- unni „aðgangsharða glaðværð“; víða í textum séu þeir að draga upp hálfgerðar skrípamyndir, til að mynda í lögum eins og Motor Maniac og Metal Maniac, og ekki síst sé textinn í Animal dæmigerð- ur bulltexti. „Það er líka mikill húmor í tónlistinni," segir Gunnar, og bætir að þeir félagar kunni því afskaplega vel að spila þessi lög á tónleikum, ekki síst fyrir þá sök að þau gefi meira svigrúm í laga- vali fyrir tónleika, þó allmörg þeirra sé nokkuð þung. „Þetta er langt frá því að vera þungarokk og við viljum ekki fá þann stimpil á okkur; þó við séum með sítt hár,“ segir hann að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.