Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Riddaraliðið Bjarnason fær stórriddarakross fýrir störf í opinbera | Morgunblaðið/Þorkell BANDARÍKJAFARARNIR daginn áður en haldið var af stað. Frá vinstri: íris Hilmarsdóttir hjúkrun- arfæðingur, Steinn Steingrímsson, Benedikt Steinþórsson og Úlfur Einarsson. Islensk börn í sumarbúðum Paul Newmans Utilegxir, veiðiferðir og siglingar ÞEIR voru fullir eftirvæntingar, strákamir þrír sem héldu af stað til Bandaríkjanna í sumarbúðir Paul Newmans um síðustu helgi. Þeir voru að hittast í fyrsta sinn og voru því heldur feimnir, en það á væntan- lega eftir að rjátlast af þeim, því að þeir munu búa saman í sumar- búðunum í heila viku. Það er leikarinn góðkunni, Paul Newman, sem stofnaði sumarbúð- imar og eru þær reknar fyrir ágóð- ann af fyrirtæki hans, Newman’s Own, en það framleiðir m.a. ör- bylgjupoppkorn og spaghettísósur. Hvíld frá sjúkrahúsinu Heildverslun Karls K. Karlssonar er umboðsaðili Newman’s Own á íslandi og þar hittust þeir Steinn Steingrímsson, Benedikt Steinþórs- son og Úlfur Einarsson daginn áður en þeir Iögðu af stað vestur um haf. Þar vom einnig foreldrar þeirra og Iris Hilmarsdóttir hjúkmnar- fræðingur sem verður með í för. Að sögn Eyglóar Bjarkar Ólafs- dóttur, markaðsstjóra hjá Karli K. Karlssyni, em sumarbúðimar hugs- aðar sem athvarf sjúkra barna frá sjúkrahúslegu. Þar starfa læknar og hjúkmnarfræðingar, sem sinna nauðsynlegri læknisþjónustu og lyfjagjöf meðan á dvöl barnanna stendur. Mikil áhersla er lögð á heimilislegt umhverfi í kringum alla læknisþjónustu svo að börnin fái sem mesta hvíld frá sjúkrahúsum- hverfinu. Búðimar sem íslensku strákarnir dvelja í heita Hole in the Woods og eru í New York-fylki. Paul New- man rekur þrennar sumarbúðir fyr- ir sjúk böm í Bandaríkjunum auk þess sem hann hefur nýlega opnað sumarbúðir í Frakklandi og á ír- landi. I írsku sumarbúðunum em einmitt stödd sex íslensk börn um þessar mundir. í fylgd með hópun- um em hjúkrunarfræðingar frá Bamaspítala Hringsins. Alvöruútilega Sumarbúðirnar em í skóglendi og þar gefst börnunum m.a. tækifæri til að fara í veiðiferðir, gönguferðir, sund og á hestbak. Til stendur að fara í útilegu og það í orðsins fyllstu merkingu, þar sem gist verður úti undir bemm himni en ekki í tjaldi. Strákamir segja þó einum rómi að þeir hlakki mest til að sigla niður straumhörð fljót á gúmmíbát, en þeir hafa heyrt sögur af svaðilfömm þeirra sem fóru í þessar sömu sum- arbúðir síðastliðið sumar. Einnig em þeir spenntir fyrir því að taka þátt í hátíðarhöldunum á þjóðhátíðardegi Bandarikjamanna, 4. júlí. Flugslysarannsóknir Með öllum ráðum reynt að fyrir- byggja flugslys Karl Eiríksson for- stjóri hefur nýlátið af störfum for- manns rannsóknarnefndar flugslysa vegna aldurs eftir 28 ára starf en hann var formaður nefndarinnar frá 1980. Nú hefur nefndin öðlast algert sjálfstæði frá Flugmálastjórn. Karl var spurður hvernig honum væri innanbijósts þegar hann liti yfir farinn veg. „Það er svo sem ekki mikið að segja en þó vona ég að við höfum gengið götuna til góðs og eitthvað af þeim niðurstöðum í flug- slysarannsóknum á þessum árum hafí orðið til þess að auka öryggi í flugi.“ Var það megin tilgangur- inn með starfi nefndarinn- ar? Karl Eríksson „Já, nánast eini tilgang- urinn. Til þess að auka á öryggi og reyna að fínna það sem betur mætti fara. Koma með ábendingar um úrbætur svo óhöpp sömu teg- undar endurtækju sig ekki.“ Er nafn nefndarinnar, flugslysa- nefnd, þá ekki misvísandi? „Það getur vel verið. Þetta er í raun öryggisnefnd flugsins. Oft á tíðum þarf hún að líta á atvik, þar sem ekki hefur orðið slys en full ástæða hefur verið að taka fullt tillit til þar sem orsakaþættir hefðu auðveldlega getað valdið slysi.“ Bárust að jafnaði mörg mál inn á borð nefndarinnar? „Það hefur verið breytilegt, þau gátu þó skipt hundruðum á ári, mest alls konar atvik og tilfelli, í sjálfu sér ekki mörg slys. Árið 1994 voru málin t. a. m. 174 sem við tókum fyrir og þau eru orðin rúmlega hundrað á þessu ári. Nið- urstaðan, tillögur um eitthvað sem betur mætti fara, er ætíð send inn til Flugmálastjórnar eða loftferða- eftirlits." Hvemig hefur svo verið farið eftir tillögum nefndarinnar? „Alveg prýðilega. Við höfum fylgst með því hvort tillögur okkar og ábendingar hafi verið teknar til greina og má segja, að svo hafi verið nær undantekningarlaust. Það er verið að reyna með öllum ráðum og leiðum að fyrirbyggja óhöpp og slys.“ Hafa að þínu mati átt sér stað óþarfa slys þegar haft er í huga að búnaður flugvéla og flugvalla batnar stöðugt? „Nei, ekki get ég nú sagt það. Það er mannlegi þátturinn sem skiptir mestu máli. Það sem getur komið í veg fyrir flugslys er síþjálf- un flugáhafna. Eftirlit með okkar íslensku flugvélum er afar gott. En aldrei má líta upp frá mannlega þættinum. Flugið er orðið örugg- asti ferðamátinn sem til er. Það hefur náðst með vökulum augum þeirra manna sem verið hafa í for- ystu flugmálanna. Við höfum notið þess að hafa aðgang að aðstoð erlendra starfsbræðra okkar þegar eitthvað hefur á bjátað, bæði í Skandinavíu, Bretlandi, Bandaríkjunum og ekki síst Kanada. Við höfum haft mikið samband við þá þegar þurft hefur á að halda einhveijum rannsóknum sem við höfum ekki haft tæki til að vinna og einstaka sinnum höfum við getað aðstoðað á móti.“ Hefur einhver sérstök þróun átt sér stað varðandi flugslys á þeim tíma sem þú hefur um þau fjallað. „Ég get nú ekki sagt það. En það varð algjör bylting þegar blind- ► Karl Eiríksson er fæddur 31. desember 1925 í Reykjavík. Tók sveinspróf i rafvirkjun frá Iðn- skólanum í Reykjavík 1944, próf í flugvirkjun í Buffalo í New York-ríki í Bandaríkjunum 1947 og atvinnuflugmannspróf í Niagara Falls School of Aero- nautics sama ár. Var flugmaður og flugstjóri hjá Flugfélagi ís- lands og rak flugskólann Þyt en hefur verið forstjóri Bræðranna Ormssona frá 1963. Var fulltrúi í rannsóknarnefnd flugslysa og flugslysanefndar frá 1968 fram á þetta ár og formaður frá 1980. Kona Karls er Ingibjörg Sigríð- ur Skúladóttir og eiga þau fjög- ur börn. flugsaðflugstæki voru sett upp hér á Islandi. Eftir það þurftu menn ekki að vera að skríða í sjónflugi um allar jarðir eins og í fyrstu. Aðflugsbúnaðurinn fer síbatnandi og leiðsögutæki öll um borð í flug- vélum orðin svo góð.“ Nú hefur flugslysanefnd verið tryggt algert sjálfstæði, hún hefur verið skilin frá Flugmálastjórn. Er það til bóta? „Já, mjög. Að vísu var okkar nefnd óháð Flugmálastjórn en við höfðum ekki fastan starfsmann, vorum allir í öðnim störfum, og tókst gott samstarf við Flugmála- stjóm, við Skúla Jón Sigurðarson sem var yfir rannsóknum stofnun- arinnar. Kæmi Flugmálastjórn við sögu í einhverjum tilfellum, þar sem loftferðaeftirlitið eða einhver önnur deild innan hennar ætti hugsanlega hlut að máli, tók nefnd- in málið að sér ein og Skúli Jón var ekki með.“ Hverfur þú sáttur afþessum vett- vangi? „I stuttu máli er ég afskaplega ánægður og sáttur. Ég er kominn á aldur, líklega fyrir löngu síðan. En það tekur afburðagóður maður við flugslysarannsóknunum þar sem Skúli Jón er og rannsóknamefndin nýja er mjög vel skipuð. Skúli Jón er orðinn fastur starfsmaður við flug- slysarannsóknir og ör- yggismál flugsins í afar góðum höndum. Fyrir það er ég þakklátur fyrst og fremst." Þar sem þú ert gamall flugstjóri spyr ég hvort þú fljúgir enn þér til ánægju? „Nei. Ég hætti því endanlega fyrir um fímm árum. Mér fannst ég fljúga of lítið til þess að vera nógu öruggur og lagði það því á hilluna." Mörg hundruð mál tekin fyrir á ári hverju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.