Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 MINNING MORGUNBLAÐIÐ Bróðir okkar, t KRISTJÁN SIGURÐSSON, Meðalhoiti 5, andaðist 30. júní. Sigurþór Sigurðsson, Sigurður G. Sigurðsson, Einar Sigurðsson, t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Brúarflöt 1, Garðabæ, lést í Landspítalanum þann 30. júní sl. Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Birgir Kristjánsson. t Ástkær faðir minn, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, TÓMAS STEINGRÍMSSON, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1. júlí. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 9. júlí kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á KA. Ragna og Erik Pedersen, Erla Elísdóttir, Þórhildur Steingrímsdóttir, Ragnhildur Steingrímsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldur. t Móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, DAGBJÖRT JÓNSDÓTTIR, hússtjórnarkennari, Hraunbæ 103, Reykjavik, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1. júlí síðastliðinn. Guðrún Kristinsdóttir, Sigurður Haukur Sigurðsson, Þráinn Kristinsson, Björg Helgadóttir, Þóra Björk Kristinsdóttir, Jósef H. Þorgeirsson, Kristinn Kristinsson, Guðrún Sveinsdóttir, Stefán Reynir Kristinsson, Guðrfður Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir og afi, PÉTUR GUÐMUNDSSON frá Hróifsskála, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 2. júlí. Sigurdís Guðjónsdóttir, Skólabraut 5, Benóný Pétursson, Ester Axelsdóttir, Pétur Benónýsson, Ásgeir Benónýsson, Sigurdfs Benónýsdóttir og barnabörn. Ástkæra sambýliskona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGURLAUG EGILSDÓTTIR (Lauga) frá Hrafntóftum, síðasttil heimilis á elliheimilinu Grund, er lést 26. júní sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, fimmtudag- inn 4. júli', kl. 15.00. Sigurgeir Sigurðsson, Lilja Marfa Sigurvinsdóttir, Magnús Sveinsson, Kristjana Magnúsdóttir, Guðmar Sveinn Magnússon og aðrir ættingjar. + Ingólfur Arnar- son fæddist í Reykjavík 3. mars 1957. Hann lést í Danmörku 24. júní síðastliðinn. Faðir hans var Örn Sig- urðsson vélsljóri, f. 29.8. 1928, d. 10.2. 1980. Móðir hans er Sigríður Jónsdóttir frá Skeiðháholti, Skeiðum, f. 23.4. 1932. Systkini hans eru: Fríða Hrefna, f. 1952, Jón Kristó- fer, f. 1962, Sigurð- ur, f. 1966, Örn, f. 1967, og Jóhanna Lilja, f. 1969. Ingólfur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Elsa Björk Gunnarsdóttir, þeirra barn er Gunnar Örn, f. 18.9.1983. Seinni kona hans var Sigríður Jakobs- dóttir, þeirra barn er Anna, f. 6.12. 1992. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku pabbi. Þetta er mín hinsta kveðja til þín. Ég sakna þín mjög mikið, en ég veit að þér líður vel núna hjá Guði. Mér finnst mjög erfitt að sætta mig við að þú sért farinn og ég hugsa mjög oft til þín. Ég þakka þér fyrir allar okkar góðu stundir saman. Þú áttir alltaf svo auðvelt með _að setja þig inn I mín áhugamál. Ég man til dæmis þær mörgu stundir þar sem við tveir sátum saman og skemmtum okkur í tölvuleik, eða við að raða körfu- boltamyndum. Ég man þegar þú sast heila helgi og horfðir á mig keppa í dansi þó að þú, fram að því, hafir ekki verið neinn sérstakur áhugamaður um dans. Já, þegar við vorum saman fundum við okkur alltaf eitthvað skemmtilegt að gera og tíminn var fljótur að líða. Allt þetta eru minningar sem ég geymi í hjarta mínu og mun aldrei gleyma. Ég vona að þú vitir að ég sakna þín sárt og ég vildi gefa allt til að hitta þig bara einu sinni enn. Það er svo margt sem ég vildi segja þér og eflaust margt sem þú vildir segja mér. Pabbi, þó að þú sért nú farinn mun minning þín ávallt lifa í hjarta mínu. Ég mun minnast þín í bænum mínum og bið Guð að varðveita þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Þinn ástkæri.sonur, Gunnar Örn Ingólfsson. í dag verður lagður til hinstu hvílu mágur minn og vinur Ingólfur Arnarson. Ingólfur var okkur sem urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast honum mikill og góð- ur vinur og félagi. Kynni mín af Ingó hófust 1989 þegar ég kynntist systur hans, Jó- hönnu Lilju, og við hófum sambúð. Þá strax urðum við mestu mátar og fundum fljótt sameiginlegan grunn þar sem tölvumál voru okkur báðum hugleikin. I þeirri umræðu hafði hann þó yfirhöndina þar sem hann hafði unnið við tölvur og miðl- aði hann glaður af þekkingu sinni og reynslu og varð það fijótt við- kvæði hjá okkur Jóhönnu að hringja í Ingó þegar við urðum strand í skúmaskotum forritanna. í hvert skipti sem við höfðum við samband gerði hann sitt besta til að leysa úr okkar málum og margar góðar stundir liðu við úrlausn þeirra. Árið 1992 giftum við Jóhanna okkur og leituðum við þá til Ingós, sem henn- ar elsta bróður um að vera svaramaður henn- ar. Ekki þarf að orð- lengja það að hann samþykkti undir eins að taka að sér þá skyldu og gekk þegar í að aðstoða okkur við undirbúning brúð- kaupsins. Á giftingar- daginn var gott að horfa yfir altarið á þau systkinin og þegar að veislunni kom flutti hann góða ræðu þar sem hann bauð mig velkominn í fjölskyld- una með þeim orðum að hann hefði fengið einn bróður í viðbót. Á árinu 1992 eignaðist Ingó svo dótturina, Önnu, sem síðan átti hug hans allan ásamt Gunnari Erni, syni Ingólfs frá fyrra hjónabandi. Um vorið 1993 urðu kaflaskipti í lífi Ingólfs þegar hann ásamt fjölskyldu sinni flutti til Danmerkur. Þar fékk hann svo vinnu á félagsmiðstöð fyrir unglinga en alla sína ævi hafði hann mikið fengist við félagsmál af öllum toga. Síðustu tveir mánuð- ir lífs hans voru honum erfiðir. Hann stóð frammi fyrir þeirri stað- reynd að hjónabandi hans var Iokið. Kom hann þá til íslands til að ganga frá ýmsum málum sem skilnaði fylgja og naut hann þá þeirrar gæfu sem því fylgir að eiga stóra og samhenta fjölskyldu, en móðir hans og systkin lögðust öll á eitt til að hjálpa honum í gegn um þá erfiðleika sem við blöstu. Þegar hann svo flaug til Danmerkur var aftur orðið bjartara framundan og óraði engan fyrir því að þetta yrði í síðasta skipti sem við sæjum Ingó. Þann 24. júní var svo hringt frá Danmörku með þau tíðindi að Ing- ólfur hefði látist þá um nóttina. Með Ingólfi fer góður maður með stórt hjarta og getur maður huggað sig við það eitt að með andláti hans er erfiðleikum hans lokið. Gunnar Örn og Anna, ykkur samhryggist ég af öllu hjarta. Ingó minn, þakka þér fyrir allt. Jónas Yngvi Ásgrímsson. Hvernig minnist maður á skilnað- arstund, æskufélaga síns og uppeld- isbróður? Eru ekki fáein orð eins og dropi í haf eftirskilinna minn- inga? Er líka nokkur ástæða til að fara mörgum orðum um besta vfn sinn við aðra þegar hann svo skyndilega er horfinn? Þegar við hittumst fyrir fáeinum dögum og ræddum í góðu tómi um allar sam- eiginlegu stundirnar veltum við því meðal annars fyrir okkur hve lítið við vissum um mótbyr hvors annars og yfirleitt þær stundir sem ekki allt Iék í lyndi, því eins og allir aðrir áttum við okkar gleði- og sorgarstundir. Stóðum við, þessir góðu vinir, þá ekki nær hvor öðrum en það að við treystum hinum ekki fyrir vandamálunum en létum sem ekkert væri, þegar við hittumst? Svarið sem við komumst að var á þá leið að þegar við hittumst, mátt- um við ekkert vera að öðru en gleðj- ast saman á góðri stund. Gleymir maður líka ekki gjarna stund og stað í góðum félagsskap? Sem smápjakkar deildum við mæðrum. Það voru Sigga mamma og Kristín mamma. Bernskubrekin fram- kvæmdum við saman. Unglingsár- unum eyddum við saman, hvert sumar í sveitasælunni í Skeiðhá- holti hvor með annan sem algerlega fastan punkt í tilverunni hvernig sem allt veltist. Fullorðinsárin komu með óhjákvæmilegan aðskilnað. Við vorum ólíkir, fórum hvor sína leið, aldeilis ekki alltaf sammála. Við eignuðumst hvor sinn vinahóp. Ég kynntist sáralítið hans vinum og hann ekki mínum. Það er nú oft svo með vini manns að vináttan á sitt blómaskeið og verður oftar en ekki fyrir því að hún eins og fjarar út og tengslin, sem maður hélt að yrðu svo óijúfanleg, hafa runnið sitt skeið. Það sem bindur mann við vinina er ef til vill ekki lengur til staðar og í stað virkrar vináttu tekur við notaleg minningarvinátta með éinstaka upprifjunarstundum um það gamla og góða en annars ekkert sérstakt sameiginlegt. Með vináttuna við Ingó var þetta einhvern veginn öðruvísi. Það var alveg sama hvort liðin var klukku- stund eða mánuðir. Það var eins og sjálfsagður hlutur að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Enginn inngangur eða langar kveðjur. Enda hvers vegna að vera að kveðjast þegar við vissum að við næsta endurfund yrði allt á sínum stað, ekkert breytt. Ef ekki var annað tilefni til að hafa samband voru afmælisdagarnir pottþéttir. Það leið enginn 15. desember hjá mér án þess að Ingó hringdi, enginn 3. mars hjá honum án þess að ég hringdi í hann. Svo skyndilega er bara ekkert eins og var lengur. Það verður ekki sambandið sjálft við hann sem ég syrgi mest, heldur það að nú er möguleikinn ekki lengur fyrir hendi. Sagði ekki Halldór Laxness í upphafi Brekkukotsannáls og vitn- aði í „vitran mann“ „að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en missa föður sinn“. Ekki er ég ungt barn en sam- kvæmt þeirri hugmyndafræði hef ég nú meðtekið þá hollu lexíu að missa minn besta vin. Ef ég ætti þess kost að koma aðeins einum skilaboðum til hans á þessari stundu yrðu þau einhvern- vegin svona: „Ég var ekki sammála þér en ég held að ég skilji þig. Vertu sæll og farðu í friði.“ Jón Bjarnason, Skeiðháholti. Ingólfur er dáinn. Þetta voru svo óraunveruleg orð. Orð sem maður var svo ótrúlega lengi að skilja, skilur ekki alveg enn og mun trúlega aldrei skilja til fulls. Skynsemin segir manni að trúa þessari fregn sem við öll fengum en tilfinningarnar vita ekki hvaðan á þær stendur veðrið. Einhvern veginn finnst manni að allir eigi að verða 100 ára og una glaðir við sitt. Barnaleg hugsun í ljósi reynsl- unnar en þó er erfitt að losa sig við hana. Svo þegar heilbrigður maður á besta aldri fellur frá, finnst manni að eitthvað hljóti að hafa farið úrskeiðis. Maður reynir að finna skýringu eins og lífið sé eitt- hvert gangverk eða reikningsdæmi sem hægt sé að bijóta til mergjar. Það er bara ekki alltaf svo að mað- ur finni lausn á dæminu. Þú fannst hana ekki, kæri frændi og vinur. Og nú reynum við að skilja en skilj- um ekki neitt. En við finnum. Við finnum fyrir sorginni, söknuðinum og samúðinni með þínum nánustu. Anna litla og Gunnar Örn. Mikið var hann pabbi ykkar stoltur af ykkur og mátti svo sannarlega vera það. Og elsku Sigga, missir manninn þinn um ald- ur fram og nú næstelsta barnið. Systkini og systkinabörn, þið hafið misst mikið og Didda, megi minn- ingarnar um allar góðu stundirnar gefa ykkur styrk í sorginni. Nú höfum við ekkert nema minn- ingarnar. Brotakenndar og frá ýms- um tímum: Bræðurnir spilandi á gítar og munnhörpu, rekið heim úr réttum (þá var „sveitamaðurinn" og „Skeiðháhyltingurinn“ í Ingólfi í essinu sínu), handboltaæfingar í hlöðunni og fótbolti upp á heima- túni í gamla daga, stuttar skyndi- heimsóknir á fullorðinsárum, Elsa og Gunnar Örn og seinna Didda og Anna litla og stundum var þá Gunn- ar með. Kaffispjall (og snúðar á sumum bæjum). Ósköp hversdags- legt á sínum tíma en núna fínnst manni að það hefði verið hægt að segja meira og tala betur saman, nýta tímann betur. Það er merkilegt hvað menn eru fullkomnir ef marka má minninga- greinar. Þá hefði Ingó hlegið að okkur ef við hefðum sagt að hann væri gallalaus. Það var hann ekki. Ekki frekar en við hin. En þar sem INGOLFUR ARNARSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.