Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kröfur húsfélagsins Efstaleiti 10,12 og 14 Bent Scheving og ráðuneyti sýknuð HERAÐSDOMUR Reykjavíkur sýknaði í gær umhverfisráðuneytið og Bent Scheving Thorsteinsson, Efstaleiti 12, af kröfum húsfélagsins Efstaleiti 10, 12 og 14 og var húsfé- laginu gert að greiða ráðuneytinu 200 þús. krónur og Bent Scheving 500 þús. krónur í málskostnað. Húsfélagið fékk leyfi byggingar- nefndar Reykjavíkur í október 1994 til að setja upp skilrúm við bar í sameiginlegu rými hússins þar sem er setustofa fyrir íbúa þess_ en íbúð Bents er næst þessu rými. í desem- ber sama ár var ákvörðun byggingar- nefndar kærð til umhverfísráðuneyt- is fyrir hönd Bents og þess krafist að hún yrði ógilt. Ráðuneytið. úr- skurðaði 1. mars 1995 að uppsetning skilrúmanna væri það mikil breyting á sameign í næsta nágrenni við íbúð Bents frá samþykktum teikningum að hann hafi mátt gera ráð fyrir að þær yrðu ekki framkvæmdar án sam- þykkis hans og felldi ákvörðunina úr gildi. Stjórn húsfélagsins fór þess á leit við ráðuneytið 23. mars 1995 að það tæki úrskurð sinn til 'endurskoðunar á þeirri forsendu að það hefði ekki fengið eðlilega aðstöðu til að skýra sjónarmið sín áður en ráðuneytið kvað upp úrskurð sinn. Það var gert og úrskurðaði ráðuneytið 21. júlí 1995 að fyrri úrskurður skyldi standa óbreyttur. 27. júlí gaf bygginganefnd Reykjavíkur húsfélaginu frest til 20. ágúst til að færa innréttingar í það horf sem hafði verið samkvæmt því byggingaleyfi sem gilti fyrir 10. nóvember 1994. Á fundi byggingar- nefndar Reykjavíkur 31. ágúst 1995 var lagt fram bréf lögmanns húsfé- lagsins frá 24. ágúst. Þar var greint frá fyrirhugaðri málshöfðun ög þess farið á leit að frestur yrði gefinn til að breyta innréttingum þar til endanleg dómsniðurstaða lægi fyrir. Bygginganefnd féllst ekki á þá málaleitan. Umhverfisráðuneytið fékk málið enn einu sinni til umfjöllunar 19. september þegar húsfélagið kærði synjun bygginganefndar um að frest- að yrði að framfylgja úrskurðum ráðuneytisins frá 1. mars og 21. júlí 1995. Ráðuneytið úrskurðaði 18. desember að ákvörðun byggingar- nefndar skyldi standa óbreytt. Húsfélagið höfðaði mál á hendur Bent Scheving og ráðuneytinu. Kröf- ur þess voru þær að úrskurðir ráðu- neytisins frá 10. nóvember 1994 og 1. mars 1995 yrðu ógiltir og að Bent Scheving yrði gert að þola ógilding- ardóm. Kröfur húsfélagsins voru m.a. á þeim forsendum að úrskurðir ráðu- neytisins væru byggðir á röngum forsendum, þeir væru ekki nægilega rökstuddir og að húsfélag geti með meirihlutaákvörðun afráðið um breytingar á sameign og innrétting- um og éinstakir eigendur hefðu ekki neitunarvald í því efni. Fallist á forsendur I dóminum eru úrskurðimir taldir fullnægja að formi og efni og kröfum sem gerðar séu skv. stjórnsýslulög- um og rökstuðningur þeirra sagður fullnægjandi. Dómurinn fellst á þá meginforsendu úrskurðanna að upp- setning skilrúmanna hafi falið í sér svo óvenjulega ráðstöfun og mikla breytingu frá samþykktum teikning- um varðandi nýtingu sameignar í næsta nágrenni við íbúð Bents Sche- ving að þær hafi ekki mátt gera án samþykkis hans. Sigurður Hallur Stefánsson hér- aðsdómari dæmdi málið. Verk eftir Erró fór á 4.000 pund MÁLVERK eftir íslenska myndlistarmanninn Erró seldist fyrir 4 þúsund sterlingspund, eða rúmlega 400 þúsund krónur, á uppboði hjá Sotheby’s í London í síðustu viku. Kaupandi málverksins var erlendur einkaaðili. Um er að ræða olíumálverk af fyrrverandi forsætis- ráðheri-a Bretlands, Winston Churchill. Erró málaði myndinaárið 1974, en húner 101,5 x 114 sm að stærð. Að sögn Sigríðar Ingvarsdóttur, fulltrúa Sotheby’s á íslandi, hefur sala á verkum Errós verið nokkuð dræm hjá fyrirtækinu undanfarið. „Það er vissulega ánægjulegt þegar myndir eftir íslenska myndlistar- menn seljast hjá Sotheby’s, þótt verðið þyki ekki mjög hátt,“ segir Sigríður. Myndin var metin á fjög- MÁLVERK eftir Erró af Winston Churchill seld- ur til sex þúsund pund fyrir uppboðið. ist fyrir 4 þúsund pund hjá Sotheby’s í síðustu viku. Bruni í verslun- inni Gullauga ísafirdi. Morgunblaðið. RÉTT eftir hádegi í gær gaus upp eldur í versluninni Gullauga á ísafirði. Húsnæðið fylltist af reyk á skammri stundu. Slökkviliðið kom strax á fyrstu mínútum á staðinn og fóru reykkafarar inn í húsið. Ástþór Helgason starfsmaður Gullsmíðaverkstæðisins brá skjótt við og slökkti eldinn með tveimur duftslökkvitækjum, áður en slökkviliðið kom á vettvang. Eldsupptök má rekja til þess að rafmagnsmótor brann yfir og lagði þykkan reykjarmökk yfir allt í versluninni. Ekki er mikið um skemmdir í versluninni aðrar en af reyk og dufti, en ljóst er að mikil vinna er framundan við þrif. I Gullauganu er rekin verslun með skartgripi sem listamaðurinn Dýrfinna Torfadóttir hannar og smíðar, en hún hefur einnig verk- stæði á sama stað. Sálmar og ljóð dr. Sigxirbjöms biskups í TILEFNI af 85 ára afmæli dr. Sigurbjöms Einarssonar biskups hefur Friðrikskapella gefið út bókina Sálmar og ljóð Sigurbjöms biskups. í bókinni era 87 sálmar, þýddir og fru- mortir. Sumir þessara sálma hafa birst áður, en allmargir þeirra koma nú í fyrsta skipti fyrir almenningsjónir. Þá eru í bókinni þýð- ingar á nokkrum ljóð- um eftir sænska skáld- ið Hjalmar Gullberg. Formála ritar Bolli Gústavsson vígslubiskup. Þar segir meðal annars: „Sálmaskáldið Sigur- björn Einarsson á sér ekki langan feril, þótt sýnt sé nú, að með þýddum og framsömdum sálmum muni hann marka dýpst spor, jákvæð og tímabær, í sálmasögu Íslendinga á ofanverðri 20. öld. Hann hefur glatt kristna sam- starfsmenn sína, vakið vonir um það, að dagar nýrra sálma séu ekki liðnir. Allir eru sálmar hans með sígildu yfirbragði, hafnir yfir skammæja dægurlist, en ná eigi að síður vel til samtímans, til þeirra aðstæðna, sem ríkja hér og nú. Af andagift og næmri málkennd bætir hann við eldri arf og oftar en ekki með þær aðstæður og athafnir í huga þar sem sálma vant- ar.“ Sálmar og ljóð Sigurbjörns biskups eru í handhægu broti, alls 144 bls. Sálmarnir eru flokkaðir og þeim skipað eftir efni með sama hætti og í Sálmabók þjóðkirkjunnar. Efnisyfirlit er þannig gert að þar er jafnframt vísað til laga við sálmana. Umsjón með útgáfunni hafði daséra Sigurður Pálsson, umbrot og filmuvinnslu annaði'st Offset- þjónustan, Prenthúsið prentaði og Félagsbókbandið — Bókfell sá um bókband. Áður hefur Friðrik- skapella gefið út Söngva séra Friðriks. Bókin er seld í bókaverslunum Eymundssons og Kirkjuhúsinu. Sigurbjörn Einarsson Hræringar á svínakjötsmarkaðnum Mikill afsláttur næstu daga til að örva sölu SVÍNABÆNDUR selja fram- leiðslu sína með allt að 25% af- slætti til verslana þessa viku. Að sögn Kristins Gylfa Jónssonar, for- manns Svínaræktarfélags íslands, hafa verið miklar hræringar á markaðnum á þessu ári og nú hafa sláturleyfishafar og svínabændur á Suðurlandi tekið ákvörðun um að slátra verulegu magni og stór- lækka verðið í eina viku. „Þetta er gert til að örva sölu og svara auknu framboði. Við ger- um ráð fyrir að það umframkjöt sem til er seljist upp á nokkrum dögum, það er okkar reynsla,“ seg- ir Kristinn Gylfi og bætir við: „Framboð á svínakjöti hefur aukist um 20% á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra, en það er hins vegar ekki alveg rétt sem Júlíus Jónsson, kaupmaður í Nóatúni, segir um fjölgun framleiðenda í frétt í Morg- unblaðinu í gær. Svínabændum hefur þvert á móti verið að fækka. í kringum 1988 voru um það bil 130 til 140 framleiðendur í landinu Framboð hefur aukist um 20% frá áramótum en nú eru þeir innan við 90. Þeim hefur verið að fækka gegnum árin vegna aukinnar samkeppni og jafnframt því hafa búin stækkað,“ segir Kristinn Gylfi. Neysla á svínakjöti að aukast Hann segir einnig að neysla á svínakjöti sé að aukast verulega og vel hafi gengið að selja. Hins vegar sé afkoma svínabænda mjög slæm um þessar mundir og fari þar saman mikil verðlækkun á kjöti frá áramótum og mjög mikil hækk- un á fóðurverði. Þetta geri það að verkum að mörg bú séu nú rekin með tapi. Verslanirnar Nóatún og Bónus riðu á vaðið í gærmorgun með mikinn afslátt af svínakjöti og aðr- ar verslanir fylgja í kjölfarið í dag. Aðspurður hvort þessi mikla verðlækkun á svínakjöti sé líkleg til að hafa áhrif á sölu á kjúkling- um segist Bjarni Ásgeir Jónsson, formaður Félags kjúklingabænda, ekki hafa mikla trú á því. „Fram- leiðslan er ekkert alltof mikil þessa stundina og ekki miklar birgðir, þar sem við vorum með útsölur í langan tíma í vetur. Þetta gæti auðvitað haft einhver áhrif rétt í bili en ég geri ekki ráð fyrir að það raski neinu nema verðlækkun- in verði til lengri tíma,“ segir Bjarni. Guðbjörn Árnason, fram- kvæmdastjóri Landssambands kúabænda, tekur í sama streng: „Við eigum ekki við offramleiðslu- vandamál að stríða eins og svína- bændur. Það hefur verið mjög góð sala á nautakjöti það sem af er ári. Framboð og eftirspurn haldast nokkurn veginn í hendur, þannig að það er ekkert sem bendir til þess að nautgripabændur þurfi að lækka verð á sinni framleiðslu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.