Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996_____________________________ LISTIR Endurreisnin á Laufás veffinum Morgunblaðið/Ásdís ERLINGUR og Brynja taka sporið í Skemmtihúsinu við Laufásveg. Morgunblaðið/Ásdís BENEDIKT Erlingsson, Peter Engkvist og Ilalldóra Geirharðs- dóttir í æfingahléi fyrir framan Skemmtihúsið. Það nefnist Skemmti- húsið, hið nýreista hús á Laufásvegi 22. Hjónin Brynja Benediktsdóttir og Erlingur Gíslason hafa byggt sér hús sem er allt í senn vinnustofa, stúdíó, gallerí og at- hvarf fyrir leiklistar- starfssemi og kennslu.Örlygnr Sig- urjónsson hitti lista- mennina á Laufásvegin- um af þessu tilefni. „BORGARYFIRVÖLD hafa nokk- uð Iengi hvatt til þess að þétta byggð í miðbænum," segir Brynja, „og garðurinn við húsið okkar var allt of stór.“ Árið 1910 byggði Oddur Gísla- son yfirréttarmálflutningsmaður „skemtihús", eins og það er kallað í brunavirðingu, á lóðinni sem nú er Laufásvegur 22. Nokkrar bréfa- skriftir fóru á milli Odds og bæjar- stjómar út af boðum og bönnum sem giltu um byggingar í þá daga, en svo fór að „skemtihúsið" fékk að halda sér eins og Oddur hafði byggt það. Húsið á Laufásvegi 22 sem nú nefnist Skemmtihúsið stendur því á gömlum merg, en upprunalega garðhúsið er nú komið upp á Ár- bæjarsafn. Á þessum slóðum ólust upp leikkonumar og systurnar Emilía, Þóra og Anna Borg og leik- konan Inga Einarsdóttir Laxness. Þær em nú allar látnar en vinkona þeirra og leikfélagi Dorothea Breið- fjörð, ekkja Þorsteins Ö. Stephen- sens býr nú við Laufásveginn á níræðisaldri. Erlingur segir frá því að eftir að þau Brynja fluttu á Laufásveginn er þeim Borgarsystr- um Emelíu og Þóru gengið fram hjá og hitta Erling úti við. „Þegar við vorum litlar telpur var okkur einu sinni boðið inn í þennan garð til að leika við jafnöldm okkar sem var gestur í húsinu. Þá komum við í „skemtihúsið" og var boðið upp á piparkökur og límonaði.“ „Hver veit nema við bjóðum upp á það sama þegar við höldum síðbúið rei- sugilli,“ bætir Brynja við. Fjölbreytt notkun Hafist var handa við að byggja Skemmtihúsið í fyrrasumar og seg- ir Brynja að mikil áhersla hafi ver- ið lögð á að valda sem minnstu jarðraski við bygginguna. „Arkí- tekt hússins er Magnús Skúlason, sem býr sjálfur á næsta horni en auk hans nutum við aðstoðar snill- inga úr hinum ýmsu iðngreinum til að húsið félli sem best að um- hverfinu,“ segir Brynja. Þegar gengið er inn í Skemmti- húsið frá götunni blasa við allstór salarkynni og hátt er til lofts þar sem opið er upp í íjáfur. Einn gluggi er á vesturgaflinum og svaladyr opnast til norðurs. í hús- inu eru tveir salir hvor á sinni hæðinni og geta báðir salirnir orðið athvarf fyrir fjölbreyttar menning- aruppákomur. Brynja lýsir því yfir ánægju með undangengið bygging- arferli. „Þetta hefur verið mjög ánægjuleg lífsreynsla," segir hún og tekur sporið með Erlingi bónda sínum. Nútímalegir upplesarar Benedikt Erlingsson, leikari og sonur Erlings og Brynju, var að æfa leikrit með samverkafólki sínu þeim Peter Engkvist leikstjóra og Halldóru Geirharðsdóttur leikkonu þegar blaðamann bar að garði og þau tóku sér hlé til að segja frá verkinu. „Þetta er fjörlegur gleðileikur upp úr Gunnlaugssögu,“ segir Benedikt, sem fékk hugmyndina að verkinu fyrir nokkrum árum. „Þetta er einleiksform sem á að varpa nýju ljósi á dramað í sög- unni,“ bætir hann við. En hvernig er hægt að búa til gleðileik úr harmrænni sögu? Peter svarar því til að harmrænir atburðir geti orðið kímnir þegar þeir eru skoðaðir úr fjarlægð. „Þegar maður lítur til baka í eigin lífi þá getur maður jafnvel hlegið að atburðum sem voru manni mikil áþján. Lykilhugs- unin er sú að harmrænir atburðir geta orðið svo skemmtilegir eftir að þeir hafa átt sér stað og með þá afstöðu leggjum við upp í þessa vinnu, “ segir Peter. „Við ætlum okkur að flytja Gunnlaugssögu á okkar hátt fyrir nútímafólk, drögum ályktanir og leikum okkur með efnið,“ segir Benedikt og skírskotar til þess að íslendingasögurnar hafi verið skrif- aðar með upplestur í huga. „Hér segir frá ungum strákum, þeim Hrafni og Gunnlaugi, sem halda út í heim til að slá í gegn og beijast um ástir Helgu sem var sonardótt- ir Egils Skallagrímssonar. Svo fer að þeir drepa hvor annan í einvígi, en við teljum að þessi saga eigi erindi við nútímafólk því í henni er að fmna samsvaranir er vísa til væntinga og framavona ungra ís- lendinga í dag,“segir Benedikt. Vinnan byggir mikið til á nýfundn- um handritum Gunnlaugssögu sem fundust í gömlum húsgrunni i Dan- mörku. „Það mun margt í þeim koma leikum sem lærðum á óvart og þessi fornleifafundur hefur orðið að miklu liði,“ segir Benedikt. „Til dæmis eru ítarlegri lýsingar í dramatískum atriðum í þessum handritum," bætir hann við. Ekkert bannað Fjölmörg hlutverk eru á hendi Benedikts og Halldóru og segir Benedikt að leikurinn beri keim af ýmiskonar stílbrögðum leiklistar- innar. Þannig vill til að Peter er látbragðsleikari og segja Benedikt og Halldóra að sú kunnátta setji nokkurn svip á verkið þó fráleitt sé um látbragðsleik að ræða. „Þetta er leikhús einfaldleikans,“ segir Halldóra og skýrir hvernig höfðað sé til ímyndunarafls áhorfendans. „Við notum enga leikmuni en veit- um okkur mikið frelsi og leggjum út af spuna og klárlega verða eng- ar tvær sýningar eins,“ segir Hall- dóra. Hún verður í hlutverki sögu- manns sem skirrist ekki við að ganga inn í atburðarásina þá og þegar, en Benedikt bætir því við að ekkert sé bannað í þessum spuna. Peter vill sem minnst gera úr því hrósi sem Benedikt og Halldóra hlaða á hann viðvíkjandi starfi hans í Svíþjóð en hefur á orði hversu heillaður hann sé af öllum þeim efnivið sem til er í íslenskum bók- menntum svo ekki þurfi að leita langt yfir skammt þegar segja á sögu í íslensku leikhúsi. Frumsýnt verður 1. ágúst og er þetta verkefni styrkt af Reykjavík- urborg, Teatre og dans í Norden og leiklistarráði. Þijú ný gallerí taka til starfa um helgina Kind ber listaverk GALLERÍ Sýnirými tekur til starfa á laugardag kl. 15 með opnun þriggja myndlistarmanna, sem hver um sig notast við eitt hinna þriggja gallería sem tilheyra Sýni- rými; Gallerí Sýnibox, Gallerí Barmur og Gallerí Hlust. Gallerí Sýnirými er hugarfóstur þeirra Gunnars Magnúsar Andrés- sonar, Péturs Amar Friðrikssonar og Amfinns Róberts Einarssonar myndlistarmanna og sögðu þeir Gunnar og Pétur, þegar blaðamað- ur Morgunblaðsins ræddi við þá, að galleríin væru tilkomin af þörf fyrir fleiri vettvanga fyrir mynd- Iistarmenn til að koma list sinni á framfæri og sérstaklega sýningar- rýma sem ekki hefðu yfir sér mikla yfírbyggingu. Gallerí Sýnibox er kassi með glerglugga sem er staðsettur utan á Dún- og fíðurhreinsuninni við Vatnsstíg í porti Nýlistasafnsins. Ljós er í kassanum og verða sýning- ar í honum opnar allan sólarhring- inn allt árið um kring. Gallerí Barmur er gúmmírammi 6X6 sm að stærð og á bakhlið þess er næla sem hægt er að festa í barm sér. Þannig getur sýnandi vaiið sér ber- anda og sýningin faríð í ólíklegustu áttir. Gallerí Hlust er símsvaragall- erí og geta allir sem hafa síma handbæran hringt í galleríið og hlustað á hljóðverk allan sólar- hringinn. Myndlistarmennimir sem ríða á vaðið með sýningar eru Þorvaldur Þorsteinsson í Sýniboxi, Helgi Þor- gils Friðjónsson í Barmi og Finn- bogi Pétursson í Hlust. Helgi Þorg- ils mun láta kind í Húsdýragarðin- um bera galleríið og þar með sitt verk. Opnanir á löngum laugardegi „Hugmyndin var í fyrstu sett fram í gríni síðastliðið haust en hefur hlaðið utan á sig síðan. Sýnibox fæddist fyrst en hin gall- eríin í kjölfarið og óvíst er hve mörg önnur eiga eftir að verða til. Möguleikamir eru óþijótandi. Við búumst við því að gallerí fæðist og deyi innan Sýnirýmis. Það er ekk- ert stress þótt eitthvert þeirra liggi í dvala um tíma eða leggist alveg af. Vinnan í kringum þetta hefur einkennst af sköpunargleði, lausri við stress og stífni, “ sögðu Gunnar og Pétur. Sú regla verður með opnanir að Morgunblaðið/Ámi Sæberg PÉTUR Örn Friðriksson og Gunnar Magnús Andrésson við Galleri sýnibox. Sýning Þorvaldar Þorsteinssonar verður opnuð þar á laugardag. nýjar sýningar heljast ætíð á löng- um laugardegi, sem er einu sinni í mánuði hjá verslunareigendum á Laugavegi. Hver sýning stendur því í einn mánuð. Þeir segjast hafa orðið varir við mikinn áhuga á galleríunum meðal listamanna og þá sérstaklega Hlust og eiga þeir jafnvel von á að bætt verði við fleiri símsvömm þannig að mörg verk geti verið til sýnis á sama tíma. „Við vonum að þessi „galleríþrenna“ verði gróðrastía fyrir nýjar og fersk- ar hugmyndir í framtíðinni.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.