Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Folaldi kastað í miðnætursól VERÖLDIN, böðuð geislum miðnætursólarinnar, tók vel á fylgdust með átökum móðurinnar við að koma afkvæminu í móti þessu folaldi, sem kom í heiminn nýlega. Tvö folöld heiminn. Námskeið fyrir nýliða hjá UA Slippstöðin hf. á Akureyri Markviss fræðsla skilar árangri ÓVENJU margir nýliðar fengu at- vinnu í frystihúsi Útgerðarfélags Akureyringa á þessu sumri, eða um 40 alls, flestir á aldrinum 16 til 18 ára. Nýliðafræðslan hjá félaginu hefur verið efld til mikilla muna, sett er upp tveggja vikna námskeið fyrir nýliðana þar sem réttu hand- í tökin eru kennd og fer sú kennsla fram í nokkurs konar hliðarsal við vinnslusal frystihússins. Þá er fyrir- tækið kynnt með fyrirlestrum, glær- um og sýningu á myndbandi og nýliðum er sýnd öll starfsemi þess. Þá er fjallað um réttindi og skyldur, launamál og margt fleira. Alls sjá sjö þjálfarar um nýliðafræðsluna. Hulda Gunnarsdóttir, nýútskrif- aður kennari frá Háskólanum á Akureyri, hefur umsjón með nýliða- fræðslunni, sem hún segir að hafi smám saman verið að aukast, enda skili góð fræðsla og æfíng sér marg- falt til baka þegar út í vinnslusalinn er komið. Um 200 á biðlista Ástæða þess að svo margir nýlið- ar voru teknir inn núna sagði Hulda einkum vera þá að margar vanar sumarstelpur hafi horfið til annarrar vinnu, áætlað hafi verið að um 80 vanir starfsmenn yrðu við störf í frystihúsinu við sumarafleysingar en þeir urðu rúmlega 50. Um 200 nýlið- ar eru á biðlista eftir vinnu í frysti- húsinu og skiptast þeir jafnt á milli kynja. Hulda sagði það fara eftir hráefnisstöðu hvort fleiri yrðu ráðn- ir í sumar. „Það hefur verið mjög mikið að gera, síðustu tvær vikur höfum við byrjað kl. 6 á morgnana og unnið á laugardögum,“ sagði Hulda, en á síðustu vikum hafa um 800 tonn af fiski verið flutt frá Norður-Noregi til vinnslu í frystihúsi ÚA. Sá afli gerir að verkum að vinnslan bæði á Akureyri og Grenivík, þar sem til stóð að loka vegna hráefnisskorts, er í fullum gangi. Atvinnulaus- um fækkar UM síðustu mánaðamót voru 299 manns á atvinnuleysisskrá á Akur- eyri samkvæmt upplýsingum frá Vinnumiðlunarskrifstofunni, 107 karlar og 192 konur. Atvinnuleysis- dagar í júnímánuði voru 5.351 tals- ins. í lok maí sl. voru 335 manns á atvinnuleysisskrá, 202 konur og 133 karlar og atvinnuleysisdagar í mánuðinum 7.096. í lok júní í fyrra voru 489 manns á atvinnuleysis- skrá eða 190 færri en í ár. Þá voru atvinnuleysisdagar í mánuðinum 11.240 eða rúmlega helmingi fleiri en í síðasta mánuði. Af þeim tæplega 300 sem voru á atvinnuleysisskrá í síðasta mán- uði eru um 80 með einhveija vinnu en fá atvinnuleysisbætur á móti. Kaupir 20% hlut í Vélsmiðj- unni Stáli hf. á Seyðisfirði Fyrirhugað að efla samstarf fyrir- tækjanna á ýmsum sviðum Morgunblaðið/Kristján FORSVARSMENN Slippstöðvarinnar hf. og framkvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Stóls hf. í flotkvínni á Akureyri. F.v. Ingi Björns- son, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar, Ólafur Sverrisson, yfirverkstjóri, Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarformaður og Theódór Blöndal, framkvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Stáls hf. SLIPPSTÖÐIN hf. á Akureyri hefur gert samkomulag við Vélsmiðjuna Stál hf. á Seyðisfirði um kaup á allt að 20% af hlutafé í fyrirtækinu. Auk hlutabréfakaupa Slippstöðvar- innar hefur fjárhagslegur grund- völlur starfseminnar verið treystur með skuldbreytingu á lánum Vél- smiðjunnar Stáls. Theódór Blöndal, framkvæmda- stjóri Vélsmiðjunnar Stáls, sagði á blaðamannafundi í Slippstöðinni í gær, að rekstur fyrirtækisins hefði verið þungur síðustu ár. Fyrirtækið hafi eins og mörg önnur gengið í gegnum miklar sveiflur frá stofnun þess árið 1948. Fjárhagsstaða Stóls í viðunandi horf Með þeirri fjárhagslegu endur- skipulagningu sem nú hefur átt sér stað hefur nýtt fé komið inn í rekst- urinn sem gert hefur mögulegt að greiða niður skuldir og koma fjár- hagsstöðunni í viðunandi horf. Traustari fótum hefur nú verið skotið undir starfsemi fyrirtækisins, verkefnastaða er góð og rekstrar- horfur fyrir yfirstandandi ár eru góðar. í máli þeirra Inga Bjömssonar, framkvæmdastjóra Slippstöðvar- innar og Birgis Ómars Haraldsson- ar, stjórnarformanns kom fram að samhliða kaupum Slippstöðvarinnar á hlutabréfum í Vélsmiðjunni Stáli er fyrirhugað að efla samstarf fyrir- tækjanna á ýmsum sviðum, einkum í markaðs- og sölumálum. Vélsmiðj- an Stál hefur á undanfömum árum einkum sérhæft sig í nýsmíði og viðgerðum fyrir fískimjölsverk- smiðjur og virkjanir á meðan Slipp- stöðin hefur einkum sérhæft sig í nýsmíðum og viðgerðum fiskiskipa auk smíði og uppsetningar físk- vinnslubúnaðar. Nauðsyn á fjölbreyttri starfsemi Forsvarsmenn fyrirtækjanna beggja telja nauðsynlegt að fyrir- tæki í málmiðnaði hafí starfsemina sem breiðasta og fjölbreyttasta, vegna sveiflna í greininni, þannig að auðveldara reynist að jafna álagspunkta. Fyrirtækin tvö hafi sínar sterku hliðar á nokkuð ólíkum sviðum þó svo að bæði starfí í málmiðnaði. Þess er því vænst að með auknu samstarfi megi takast að jafna sveiflur í starfsemi beggja fyrirtækjanna, auka verkefni þeirra í heildina séð og tryggja betur verk- efnagrunninn. Stjórnun fyrirtækjanna verður áfram aðskilin og sjálfstæði þeirra í engu skert. Með samstarfi eru fyrirtækin hins vegar að marka nýjar brautir innan málmiðnaðarins og ljóst er að samvinna þeirra getur verið á mörgum sviðum, m.a. í markaðsmálum, tæknilegum úr- lausnum, innkaupum, vöruþróun, þjálfun og endurmenntun starfs- manna og fleiri þáttum. Miklir möguleikar í greininni Ingi Björnsson segir að þótt. stefnt sé að því jafna sveiflur í starf- semi fyrirtækjanna og auka verk- efni, geti komið til þess að einstaka starfsmenn verði sendir milli fyrir- tækja í einhvern tíma, gerist þess þörf. Hjá Slippstöðinni starfa nú um 160 manns, þar af 17 lærlingar en hjá Vélsmiðjunni Stáli starfa um 25-30 manns að jafnaði. Theódór Blöndal segir að mögu- leikar íslenskra málmiðnaðarfyrir- tækja séu miklir. Hann nefndi sem dæmi að fiskimjölsfyrirtæki hér- lendis hafi fjárfest fyrir um 3-4 milljarða króna í ár og í fyrra. Og þótt vélbúnaðurinn væri að mestu keyptur erlendis frá, gæti hlutur íslenskra fyrirtækja í þessari upp- byggingu verið enn stærri. Birgir Ómar nefndi að meðalald- ur íslenskra nótaveiðiskipa væri hár og því væri spurning hvort stjórn- völd ætluðu að gera eitthvað sem auðveldaði íslenskum skipasmíða- stöðvum tækifæri á þeim vett- vangi, m.a. með einhvers konar íhlutun. Það væri mun hagkvæmara fyrir þjóðarbúið að halda þessari iðngrein á lífi. Ingi bætti við að fyrirtæki í grein- inni væru að ná sér á strik á ný eftir hremmingar síðustu ára. Verið að byggja fyrirtækin upp - það tæki tíma enda væri ekki hægt að sækja þann mannskap aftur sem starfaði í greininni á meðan best gekk. Morgunblaðið/Kristján HULDA Gunnarsdóttir þjálfari í nýliðafræðslu ÚA sýnir Evu Dögg Fjölnisdóttur og Sjöfn Jó- hannesdóttur réttu handtökin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.