Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 14
ciJo/uiaMJWioM gí aeei uut.SMuoAQUOiJ'/tíiM 14 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI 24% aukning útflutnings hjá Lýsi hf. Aukin eftir- spurn eftir lýsi íJapan ogKína mest seldu fólksbíla- ia^undirnarí Bnfrá H W jan.- jum 1996 fyrra ári Fjöldi % % 1. Toyota 823 19,1 +9,0 2. Volkswagen 511 11,9 +21,1 3. Nissan 433 10,0 -17,0 4. Hvundai 332 7,7 +5,4 5. Mitsubishi 324 7,5 +94,0 6. Subaru 267 6,2 +40,5 7. Suzuki 261 6,1 +151,0 8. Opel 260 6,0 +38,3 9. Ford 209 4,8 +450,0 10, Renault 182 4,2 +31,9 11. Honda 93 2,2 +165,7 12. Mazda 90 2.1 +15,4 13. Volvo 84 1,9 -35,9 14. Skoda 78 1,8 -16,1 15, Lada 60 1,4 -37,5 Aðrar teg. 305 7,1 +8,9 Samtals 4.312 100,0 +21,4 Fimmföld sala á Ford VERULEGA hefur hægt á þeirri miklu söluaukningu sem varð á fólks- bílamarkaði framan af árinu. í júní jókst salan um 12,7% frá sama mánuði í fyrra, en á fyrri helmingi ársins nemur söluaukningin liðlega 21 %, eins og sést á myndinni hér að ofan. Söluaukningin varð hlut- fallslega langmest á Ford-bílum á tímabilinu, og þar á eftir koma Suzuki, Honda og Mitsubishi. Aðrar tegundir hafa látið undan síga í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir á markaðnum þ.á.m. gamalgrónar tegundir eins og Nissan, Volvo, Skoda og Lada. Almenni hlutabréfasjóðurinn hf. Hlutafé aukið um 100 milljónir ÚTFLUTNINGUR Lýsis hf. jókst um 24% í magni talið fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Voru flutt út 420 tonn af þorskalýsi en 440 tonn af loðnulýsi og nam útflutningsverð- mætið á þriðja hundrað milljónir króna. Stefnir í að þetta ár verði metár í lýsisframleiðslu að sögn Baldurs Hjaltasonar, fram- kvæmdastjóra Lýsis hf. Mest aukning varð í búklýsi og munar mest um vaxandi útflutn- ing fyrirtækisins til Asíu, einkum Kína og Japans. Áhugi Japana á lýsi hefur aukist en þar er farið að nota lýsisafurðir markvisst til að efla þroska og bæta árangur skólabarna. Japansmarkaður í örum vexti í Asíu er löng hefð fyrir lýsis- neyslu en á síðastliðnum árum hafa opnast þar nýir markaðir fyrir sérunnar lýsisafurðir til íblöndunar í matvæli að sögn. Baldur segir að fyrirtækið sé nú orðinn einn stærsti íslenski út- flytjandinn á vörum til Asíu og að það hyggist leggja aukna áherslu á þann markað. „Markað- ur fyrir lýsi og heilsuvörur úr því er í mjög örum vexti í Japan. Fiskneysla þar hefur minnkað en neysla á kjöti og skyndibitafæði vaxið. Japönsk heilbrigðisyfirvöld hafa brugðist við þessum með því að styðja matvælaiðnað, sem not- ar Omega 3 fitusýrur til íblöndun- Landsbank- inn skipti á seiðum fyr- ir veiðileyfi LANDSBANKINN, einn af stærstu kröfuhöfum í þrotabú Silfurlax hf., lét nýverið veiðifélagi Eystri-Rang- ár og Þverár í té laxaseiði í skiptum fyrir veiðileyfi í ánum. Seiðin voru úr þrotabúi Silfurlax og hluti af þeim seiðum sem Landsbankinn eignaðist eftir gjaldþrot Silfurlax. Markús Runólfsson, formaður veiðifélags Eystri-Rangár og Þver- ár, segir að laxaseiðunum hafi ver- ið sleppt nýlega í ámar og útlit sé fyrir að það hafi tekist vel. Seiðin komu frá eldisstöðinni að Núpum í Ölfusi sem veiðifélagið leigði af þrotabúinu og Landsbank- anum frá desember til maíloka. „Landsbankinn fær greitt fyrir seiðin með veiðileyfum í ánum næstu tvö sumur. Við seljum okkar leyfi í gegnum Sælubúið á Hvols- velli en það er ekki inni í samningn- um að við seljum veiðileyfin fyrir þá, það er þeirra mál hvort þeir selja leyfin sín þar,“ sagði Markús. Að sögn Ásgeirs Magnússonar, skiptastjóra þrotabúsins heimiluðu veðhafar í stöðinni að seiðunum yrði ráðstafað án endurgjalds vegna þess kostnaðar sem fylgdi því að ala þau upp og eins vegna slæmra horfa um sölu. Landsbankinn ósk- aði eftir að fá stóran hluta af seið- unum og varð þrotabúið við því. Meirihluti laxaseiðanna sem Landsbankinn fékk frá þrotabúinu var fluttur frá Núpi í hafbeitarstöð- ina í Hraunsfirði og sleppt þaní sjó. ar en talið er að þær séu nauðsyn- legar fyrir vöxt og eðlilegan þroska barna og ungmenna. Henni er blandað í ýmis matvæli en þessar fitusýrur eru einmitt í ríku mæli í íslensku þorskalýsi,“ segir Baldur. Lýsi hf. hyggst hefja útflutning á sérunnu lýsisþykkni til Japans með háu hlutfalli af DHA fitusýr- um. í lok maí tók Lýsi þátt í stórri matvælasýningu í Japan, IFIA ’96, sem um 17 þúsund matvælafræð- ingar sóttu. Þar var lýsisþykknið kynnt og vakti það mikla athygli að sögn Baldurs. Hann segir að markaður hafi einnig verið að opnast fyrir sér- unnið loðnulýsi í Kína. „Það er aðallega notað sem fóður í fiskeldi en rækju- og álarækt eru í örum vexti þar eystra. Lýsissala til Kína er orðinn einn helsti vaxtar- broddurinn í markaðssókn okkar í Asíu.“ Lýsi til Malasíu Lýsi hf. tók einnig þátt í sýn- ingu í tengslum við heilsuráð- stefnu í Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu, í apríl síðastliðnum. Áhersla var lögð á að kynna fram- leiðslu fyrirtækisins fyrir sér- fræðingum innan heilbrigðiskerf- isins og lýsi og lýsisafurðir fyrir neytendamarkað kynntar. Baldur áætlar að sala hefjist á lýsisperl- um í lyfjaversíunum og heilsu- verslunum í Malasíu haustið 1997. VIGFÚS Guðmundsson, eigandi Borgarapóteks, hefur höfðað mál á hendur Ingibjörgu Pálmadóttur, heilbrigðis- og tryggingaráðherra vegna lyfsöluleyfa sem veitt voru í Lágmúla 5 og Skipholti 50c í Reykjavík í aprílmánuði. Jafnframt hefur hann stefnt Inga Guðjónssyni og Guðríði Ein- arsdóttur, lyfjafræðingum, til að þola ógildingu á lyfsöluleyfum þeirra. Ingi er annar af eigendum Lyfju hf. í Lágmúla. Málið var flutt í Héraðsdómi í júní og mun hljóta flýtimeðferð þannig að nið- urstöðu er að vænta á næstu vik- um. Af hálfu Vigfúsar er vísað til lyfjalaga, sem tóku gildi þann 1. júlí 1994, en þar er tekið fram að ráðherra skuli senda umsóknir um ný lyfsöluleyfi til umsagnar hjá viðkomandi sveitarstjórn. Síðan segir að við mat umsóknar skuli m.a. styðjast við íbúafjölda að baki lyfjabúðinni og fjarlægð hennar frá næstu lyfjabúð. Leggist umsagnar- aðili gegn veitingu nýs leyfis sé ráðherra heimilt að hafna umsókn- inni. Telur Vigfús að heilbrigðis- ráðherra hafi brotið gegn ákvæð- um lyíjalaga um veitingu lyfsölu- leyfa svo og reglum stjórnsýslu- laga. STJÓRN Almenna hlutabréfasjóðs- ins hf., sem er í vörslu Fjárfestingar- félagsins Skandia hf., hefur ákveðið að auka hlutafé sjóðsins um allt að 100 milljónir króna. Sölugengi bréf- anna verður í upphafi 1,6. Sala nýrra hluta stendur til 2. febrúar 1997. Hluthafar munu geta nýtt arðgreiðslu sína sem útborgun í nýjum hlutum en gefinn verður kostur á að dreifa eftirstöðvum á allt að 18 mánaði með boðgreiðslum. Kaupverð Borgarapóteks 71 milljón Vigfús tók við rekstri Borg- arapóteks þann 1. janúar 1995. Um haustið 1995 varð ljóst að tveir lyfjafræðingar hefðu uppi áform um að stofna nýja lyfjabúð í Lágm- úla 5 eða í innan við 200 metra fjarlægð frá Borgarapóteki. í framhaldi af því vakti Vigfús at- hygli ráðherra á því að þegar hann sótti um og tók við Borgarapóteki hafi hin nýju lyfjalög kveðið á um að við veitingu nýrra lyfsöluleyfa ætti að taka tillit til fjarlægðar í næstu lyfjabúð og fólksfjölda á svæðinu. Hefði honum verið gert að taka við fasteign apóteksins þ.á m. íbúð fráfarandi lyfsala, áhöldum og birgðum apóteksins. Þar af hefði kaupverð fasteignar verið ákveðið 57 milljónir af gerð- ardómi og kaupverð lyfja, annarra vara, búnaðar o.fl. 14 milljónir. Vigfús lýsti því yfir að veiting nýs lyfsöluleyfis svo nærri Borg- arapóteki yrði til þess að kippa fót- unum undan rekstri fyrirtækisins. Sérstaklega kæmi þar til að hin áformaða lyfjabúð yrði staðsett beint á móti heilsugæslustöð þess hverfis sem Borgarapótek hefði þjónað. Borgarráð lagðist ekki gegn umbeðnum lyfsöluleyfum og veitti Á aðalfundi sjóðsins þann 22. maí kom fram að 33 milljóna hagnaður varð á sl. ári. Hækkaði gengi hluta- bréfa 25% á árinu. Samþykkt var að greiða hluthöfum 10% arð. Einn- ig var ákveðið að sjóðurinn fengi heimild til skammtímalána til verð- bréfakaupa sem nemur allt að 20% af heildareignum á hveijum tíma. Með þessu er ætlunin að sjóðurinn geti betur nýtt sér tækifæri á skulda- bréfa- og hlutabréfamarkaði. heilbrigðisráðherra Inga Guðjóns- syni leyfið á Lágmúla 5 hinn 2. apríl og Guðríði Einarsdóttur leyfi á Skipholti 50c þann 12. apríl. Krafist sýknunar Af hálfu heilbrigðisráðherra er þess krafist að hann verði sýknaður af öllum kröfum eiganda Borg- arapóteks. M.a. er bent á að það sé engum gögnum stutt að stað- setning nýrra lyfjabúða á grund- velli leyfanna komi sérstaklega hart niður á starfsemi Borgarapóteks umfram aðra lyfsala sem geti rétt- lætt slíka kröfugerð. í því sambandi er vísað til talna frá Tryggingastofn- un vegna lyfsölu í Borgarapóteki, en þær sýna 91% aukningu í apríl- mánuði frá sama mánuði í fyrra og 32% aukningu í maímánuði. Bæði Guðríður Einarsdóttir og Ingi Guðjónsson gera þá kröfu að þau verði sýknuð af öllum kröfum stefnanda. I greinargerð Inga seg- ir að hann hafi persónulega eftir skriflega og formlega umsókn fengið útgefið leyfi til lyfsölu í Reykjavík á grundvelli gildandi laga. Hann hafi við útgáfu leyfisins uppfyllt öll þau skilyrði sem fram koma í lyfjalögum. Þá hafi hann ekki rofið þau skilyrði sem fram koma í lyfsöluleyfinu. Þrír reknir vegna við- skipta við Sumitomo London. Reuter. ÞEKKT fyrirtæki málmmiðlara í Bretlandi, Rudolf Wolff, hefur rekið þijá starfsmenn í Tókýó vegna eigin rannsóknar á Sumitomo koparhnekslinu. Um leið hei-mir Lundúna- blaðið Evening Standard að bandarísk eftirlitsyfirvöld hug- leiði að fara í mál við Sumitomo tii að fá fyrirtækið til að sætta sig við alþjóðlega rannsókn á málum þess. Talsmaður Wolff, sem er 130 ára fyrirtæki, minntist ekki á misferli, en sagði að starfs- menn þess yrðu að hafa hreinan skjöld og kvað það fúst til sam- vinnu við hlutaðeigandi eftir- litsyfirvöld. Brottvikningarnar eru síð- asti þátturinn í Sumitomo- hneykslinu síðan það varð opin- bert 13. júní þegarYasuo Ham- anaka var rekinn, gefið að sök að hafa tapað 1.8 milljörðum dollara á óleyfilegum koparvið- skiptum. Motorola stækkar far- símakerfi í Kína Arlington Heights, Illinois. MOTOROLA hefur fengið 68 milljóna dollara samning um að stækka farsímakerfi póst- og ijarskiptamálastjórnarinnar í Jiangsi-fylki í Kína. Þegar verkinu verður lokið í lok þessa árs getur núverandi kerfi í Jiangsu þjónað 500.000 notendum í stað 238.000 nú og þar með verður það annað stærsta farsímakerfi Kína með tilliti til fjölda notenda. Jiangsu-farsímakerfið er hluti stærsta TACS fjarskipta- kerfi heims, sem nær til alls Kína og þjónar notendum í 18 fylkjum og borgunum Peking, Shanghai og Tianjin. Kerfin frá Motorola í Kína gera farsíma aðgengilega um 85 af hundraði kínversku þjóðarinnar. Motorola kom fyrst fyrir TACS fjarskiptakerfi fyrir yfir- völd íjarskipta í Jiangsu 1992. Til þessa hefur Motorola fengið samninga um að koma fyrir farsímakerfum, sem ná til 228 borga og rúmlega eins milljarð- ar manna í Kína. Alumax endurkaupir hlutabréf Norcross.Georgíu. ALUMAX hefur fengið heimild stjórnar fyrirtækisins til að endurkaupa allt að 2.5 milljón- um hlutabréfa af útistandandi hlutabréfum. Alan Born forstjóri segir að kaupin muni fara fram öðru hveiju á opnum markaði og verði bréfín keypt á verði sem fyrirtækið telji viðunandi. Born sagði að hlutabréfa- kaupin væru fýsilegur kostur og mundu stuðla að því lang- tíma markmiði að auka verð- mæti hlutabréfa í fyrirtækinu. „Framtíð Alumax lofar góðu,“ sagði Born „Við höfum náð fram heilmiklu fyrir fyrir- tækið og hluthafana síðan við urðum sjálfstæðir í árslok 1991. Við erum ákveðnir í að ná jafnvel betri árangri." í maílok 1996 voru útistand- andi hlutabréf 44.897.995. Eigandi Borgarapóteks höfðar mál á hendur heilbrigðisráðherra Krefst ógildingar á lyfsöluleyfí Lyfju hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.