Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Zjúganov virðir áróðursbann daginn fyrir kosningar Reuter GENNADÍ Zjúganov, forsetaframbjóðandi rússneskra kommúnista, virti í gær bann við kosninga- áróðri daginn fyrir kosningar, en á mánudag kom hann fram á blaðamannafundi. Hér sést hann gagnrýna frammistöðu Borís Jeltsíns forseta og halda á lofti bók um fimm ár hans við stjórnvölinn. „Kjósið valdamikið Rúss- land eða nýlendustjórn“ ÞÖGN ríkti í herbúðum Gennadís Zjúganovs, forsetaframbjóðanda kommúnista, í gær og aflýsti hann blaðamannafundi til þess að virða bann við kosningaáróðri daginn fyr- ir síðari umferð rússnesku forseta- kosninganna, sem haldin er í dag. „Ég óska ykkur til hamingju með kosningarnar, sem eru í vændum, gangi ykkur vel,“ var það eina sem Zjúganov sagði þar sem hann sat við skrifborð sitt í dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, í gær. Zjúganov kom fram af skrifstofu sinni og veifaði til ljósmyndara og sneri því næst aftur til vinnu sinnar. Zjúganov, sem er 52 ára fyrrver- andi stærðfræðikennari, hefur kvartað sáran yfir því að fá ekki aðgang að rússneskum fjölmiðlum, sem margir, einkum ríkissjónvarps- stöðvamar, hafa rekið beinan áróð- ur fyrir andstæðingi hans, Borís Jeltsín forseta. Segir Jeltsín ala á ótta og lygum Hann notaði fimm mínútur, sem honum voru úthlutaðar í ríkisreknu sjónvarpsstöðinni ORT á mánu- dagskvöld, til að gagnrýna Jeltsín fyrir að byggja kosningaherferð sína á „ótta og lygum“. „Hann er því fylgjandi að [Rúss- land] sé betlari, sem sitji í biðsal baðhúss sjö helstu iðnríkja heims,“ sagði Zjúganov um andstæðing sinn og hló hæðnishlátri, sem hefur sett svip á ræður hans undanfarið. „Annaðhvort kjósið þið sterkt, valdamikið Rússland eða nýlendu- stjórn.“ Það kom stjórnmálaskýrendum á óvart að Zjúganov skyldi ekki víkja að heilsu Jeltsíns í ávarpi sínu, sérstaklega í ljósi þess að fyrr á mánudag krafðist hann þess að lögð yrði fram opinber greinargerð um heilsufar forsetans, sem þá hafði ekki sést opinberlega í fimm daga. Fyrir helgina lék Zjúganov blak fyrir framan sjónvarpsmyndavélar og var ekki talinn leika vafi á því að honum gekk aðeins eitt til: að koma því á framfæri að hann væ/i betur á sig kominn en Jeltsín. í gær þögnuðu hins vegar kosn- ingabyssur Kommúnistaflokksins og sagði Valentín Kúptsov, sem er háttsettur í flokknum, að til- gangurinn væri að tryggja að Zjúganov yrði ekki vændur um að bijóta bannið gegn kosningaá- róðri. Hlutleysisreglur brotnar? „Við teljum ekki nauðsynlegt að halda blaðamannafund, sem nota mætti til að vera með dylgjur gegn honum [Zjúganov],“ sagði Kúptsov og ítrekaði ásakanir á hendur ORT um að hafa brotið hlutleysisreglur með því að neita að senda út auglýsingar, sem ætl- að var að leggja áherslu á heilsu Jeltsíns. ORT sagði að ekki hefði borist borgun fyrir auglýsinguna, en þessu var neitað í herbúðum Zjúg- anovs. Rússneska ríkið rekur tvær sjón- varpsstöðvar og ná þær til 90 af hundraði Rússa. Alexander Lebed, „sterki maðurinn“ í Rússlandsstgórn, krefst aukinna valda Boðar meiri hörku á mörg- um sviðum Moskvu. Reuter. ALEXANDER Lebed, yfirmaður öryggismála í Rússlandi, krafð- ist þess í gær að fá meiri völd í hendur til að geta tekið til hendinni á ýmsum sviðum þjóð- lífsins. Kom þetta fram á blaða- mannafundi í Moskvu og fór ekki á milli mála, að Lebed vildi gefa af sér þá mynd, að hann væri sterki maðurinn í stjórn- inni, nú þegar miklar vangavelt- ur eru um heilsufar Borís Jelts- íns forseta. Á fundinum tilkynnti Lebed um ýmsar ráðstafanir í öryggis- málum. Meðal annars verður eftirlit með vegabréfsáritun til útlendinga hert, harðar tekið á félögum í skipulögðum glæpa- samtökum og herferð hafin gegn spillingu á æðstu stöðum. Vísar á bug valdagræðgi „Við búum í stóru landi og fjöl- breytilegu og með framtíð þjóðarinn- ar í huga verðum við að takast á við þessi vandamál og önnur. Til þess þarf ég meiri völd,“ sagði Lebed en vísaði jafn- framt á bug full- yrðingum um, að hann væri valda- gráðugur. „Ég bið ekki um völdin vald- anna vegna. Ég er engin skepna, aðeins venjulegur maður.“ Lebed veik ekki orði að viður- eign þeirra Jeltsíns og Gennadí Zjúganovs, forsetaefnis kommúnista, í kosningunum í dag en með framgöngu sinni hélt hann uppi merkinu fyrir Jeltsín, sem ekki hefur sést opin- berlega í viku. Það kom þó ekki skýrt fram eftir hvaða völdum hann er að sækjast. Fyrir helgi sagði hann í sjónvarpsviðtali, að hann væri „hinn dæmigerði, sterki maður og líktist mest varaforseta“ en síðar neitaði hann, að hann vildi fá það emb- ætti. Höfðað til þjóðernisstefnu Á fréttamannafundinum í gær sló Lebed mjög á strengi þjóð- ernisstefnu og skýrði meðal ann- ars ákvörðunina um strangari reglur um vegabréfsáritanir með því, að til Rússlands kæmi fjöldi manna og færi þaðan aftur „með fangið fullt“. Þá neitaði hann að taka aftur ummæli sín frá í fyrri viku um að mormónatrú væri „óþverri". Kvaðst hann andvígur innflutningi nýrra trú- arhreyfinga til landsins. Lebed virðist fella flest vanda- mál í Rússlandi undir öryggismál og meðal annars kvaðst hann mundu grípa til aðgerða vegna ógreiddra launa og eftirlauna en þau mál eru Akkillesarhællinn í kosningabaráttu Jeltsíns. LEBED leggur áherslu á orð sín á blaða- mannafundinum í gær. írland tekur við forsæti í ráðherraráði ESB Áherzla á atvinnu- mál og öryggi Dublin. Reuter. ÍRLAND tók í fyrradag við forsæti í ráðherraráði Evrópusambandsins af ít- alíu. í tilefni þessa kom öll framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til fundar við írska ráðamenn í Dublin. John Bruton, forsætis- ráðherra írlands, sagði á blaðamannafundi að írar myndu leggja áherzlu á baráttuna gegn atvinnuleysi í aðildarríkjum ESB og á mál, sem sneru að öryggi borgaranna í víðum skilningi, svo sem baráttuna gegn glæpum og tryggingu friðar í álf- unni. Bruton sagði að með þessu væri leit- azt við að færa Evrópu- sambandið nær borgurun- um. ESB nær borgurunum „í áranna rás hafa borgarar ESB gjarnan lit- ið svo á að sambandið væri að vinna að einhveiju, sem væri mjög mikilvægt, en þeir ættu erfitt með að segja hvað þýddi fyrir þá,“ sagði forsætisráðherr- ann á blaðamannafundi. „Nú erum við að vinna að málum, sem hafa meiri beina þýð- ingu fyrir borgarana, til dæmis baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi." Ueuter JACQUES Santer gengur um garð Dublin-kastala í gær ásamt Gay Mitc- hell, aðstoðarráðherra í ríkissljórn Ir- lands. Framkvæmdastjórn ESB heim- sótti Dublin til að ræða starf ESB næsta hálfa árið við írska ráðamenn. Bruton sagði að atvinnustigið í Evrópu hefði ekki haldizt í hendur við hagvöxt í álfunni. írland væri sjálft dæmi um slíkt. Þar er hagvöxtur nú um 7% en atvinnu- leysi 13%. Engu að síður hefur írum tekizt að skapa fleiri ný störf á síðustu tólf mánuðum en á 30 árum þar á undan, einkum með fjár- festingum í litlum og meðalstórum fyrir- tækjum. Maastricht hindrar ekki aukna atvinnu Jacques Santer, forseti framkvæmda- stjórnar ESB, sagði að þessi árangur Ira væri dæmi um að það þyrfti ekki að koma í veg fyrir aukna atvinnu að ríki uppfyllti skilyrði Maastricht-sáttmálans um stöðu ríkisfjármála. „Traust fjármál ríkisins eru forsenda þess að fjölga megi störfum á ný,“ sagði Santer. í viðtali við írska útvarpið sagðist hann vona að hægt yrði að fækka atvinnulausu fólki í ESB úr 18 milljónum nú í níu milljón- ir um aldamótin. írland er eitt af fáum ríkjum ESB sem uppfylla skilyrði Maastricht fyrir þátttöku í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). írskir ráðamenn óttast áhrif þess að Bretland standi utan EMU, en viðskipti írlands og Bretlands eru mikil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.