Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hlúum að börnum heims - framtiðin er þeirra FRAMLAG ÞITT ER MIKILS VIRÐI ★ HSM Pæssen GmbH • Smár en knár pappírstætari • Tæknilega fullkominn • Verð fyrir alla Flaggað KAUPSKIPAFLOT- INN er nánast horfinn úr íslenskri skipaskrá, en í dag er hann aðeins 5 skip. Fyrir aðeins 10 árum síðan voru skráð hér á landi 41 kaup- skip. Fyrir þessari þró- un eru ýmsar ástæður og sumar eðlilegar, svo sem gámavæðing sjó- flutninga, sameining skipafélaga, gjaldþrot og sú staðreynd að í dag er þróunin sú að skip eru að verða stærri, hagkvæmari og færri fyrir bragðið. Önnur ástæða og al- varlegri, er flótti íslenskra kaup- skipaútgerða með skip sín undir aðra þjóðfána, sem búa þeim hag- stæðari rekstrarskilyrði. Sem af- leiðing af þessari þróun þá er stór hluti þejrra kaupskipa sem rekin eru frá íslandi í dag skráður undir erlendum þjóðfana og lýtur þar af leiðandi öðrum iögum og reglum en íslenskum, bæði með tilliti til skatta, mönnunar og öryggisreglna. Þessi fækkun í kaupskipaflotanum hefur leitt af sér samdrátt í störfum farmanna, jafnt undirmanna og yfirmanna, og tekju- tap þjóðarbús- ins vegna minnkandi umsvifa sem óneitanlega fylgja slíkri útgerð. Þessi öfugþróun getur varla talist viðunandi hjá þjóð sem telur sig vera siglingaþjóð og á allt sitt und- ir sjávarútvegi og siglingum komið. Rekstur kaupskipaútgerða er að mörgu leyti ólíkur hefðbundnum fyrirtækjarekstri þar sem keppt er á vel afmörkuðum markaði í ákveðnu landi, þar sem stærðir eru þekktar og allir keppendur búa við sömu samkeppnisreglur. í skipa- rekstri á alþjóðamarkaði er verið að keppa við fyrirtæki sem flest búa við mun samkeppnis- hæfari rekstrarskilyrði á flestum sviðum en skipafélög hér á landi. Það er viðurkennd staðreynd að kaup- skipaútgerð er mjög svo gjaldeyrisskapandi rekstur fyrir siglinga- þjóðir, ekki bara vegna beinna flutninga fyrir flaggþjóðina heldur einnig vegna flutninga milli hafna erlendis fyrir þriðja aðila (cross trades) þar sem tekj- umar eru látnar fiæða í gegnum hagkerfi við- komandi flaggþjóðar. Gjaldeyrisframlegð (invisible earn- ings) af slíkum viðskiptum myndast við fjármálaþjónustu ýmiskonar svo sem umfangsmikil banka- og trygg- ingaviðskipti og sérhæfða ráðgjaf- arþjónustu sem yfirleitt á sér stað í kringum flutninga- og kaupskipa- útgerð. Siglingaþjóðir á borð við Breta, Dani, Norðmenn hafa átt við svipað vandamál að glíma, sem og raunar flestar nágrannaþjóðir íslendinga, og hafa mörg þessara landa nú þegar breytt lögum um skipaskrán- ingu með því að opna hana og bjóða nú upp á alþjóðlega skipaskráningu (offshore registers) þar slakað hef- ur verið verulega á skattbyrðum útgerða, boðið uppá rýmri mönnun- arreglur, auk þess sem farmönnum hefur verið boðið uppá umtalsverðar skattaívilnanir. Þar sem þessar breytingar hafa verið gerðar í fullu samráði við hagsmunasamtök far- manha auk trygginga- og flokkun- arfélaga í þessum löndum hefur hvergi verið hvikað frá öryggiskröf- um varðandi ástand skipa. Einmitt þetta atriði hefur mælst vel fyrir hjá útgerðum sem margar hveijar Sigurgeir Sigurðsson STOÐTÆKNJ Gísli Ferdimndsson efif Lækjargata 4-6 • 101 Reykjavík Sími 551 4711 • Fax 562 6026 f"l ál,lauP990g.ísfa»2.SO°'- Aöeins Fjárfestíng íbetrí hetísu og veHíðan! „Eghef lengi verið með slæma verki í bakinu og öðru hnénu, en aldrei gert neitt í því. / vetur fór ég í greiningu hjá Stoðtækni og það voru smíðuð íþróttainnlegg handa mér sem ég hef mikið notað. Og það verður að segjast eins og er að ég er allt annar maður - laus við þessa hvimleiðu verki og líður öllum mikið betur. Ég mæli hiklaust með svona greiningu og fagmennsku þeirra hjá Stoðtækni.u Alfreð Gíslason, þjálfarí KA: út hafa átt erfitt uppdráttar með rekstur sinn undir þægindafánum þriðja heims ríkja. Breytingarnar hafa einnig leitt til þess að stór hluti kaupskipaútgerða þessara þjóða hefur nú snúið til baka með bæði höfuðstöðvar og skip sín sem þær hafa endurskráð undir eigin þjóðfária, auk þess sem skipaeig- endur frá öðrum þjóðum hafa kosið að skrá skip sín undir þessum breyttu skipaskrám (þ.á m. ís- lenskir). Það sem einnig hefur gerst og menn áttu kannski ekki von á, er að þrátt fyrir fijálsari mönnunar- reglur hefur talsverður hluti þeirra útgerða sem kosið hafa að endur- Með því að opna ís- lenska skipaskrá á sam- bærilegan hátt og gert hefur verið í nágranna- löndum, segir Sigurður Sigurgeirsson, ætti ísland að geta náð til baka öllum „íslenskum“ skipum undir eigin fána aftur. skrá skip sín undir eigin þjóðfána kosið að manna skip sín heima- mönnum á ný, þetta á þó aðallega við hvað varðar stöður yfirmanna. Þótt íslenski kaupskipaflotinn hafi aldrei talist vera stór á alþjóð- legan mælikvarða, þá er það sorg- legt að sjá hversu hratt hann hefur dregist saman, án afskipta né að- gerða stjórnvalda og viðeigandi stéttarfélaga. Með því að opna ís- lenska skipaskrá á sambærilegan hátt og gert hefur verið í nágranna- löndum, þá ætti ísland að hafa alla burði til að ná til baka öllum „ís- lenskum“ skipum undir eigin fána aftur. En auðvitað á smáríki eins og ísland að gera mun betur og skoða vandlega aðrar róttækari lausnir sem skapað geta bæði störf og gjaldeyri, eins og til dæmis þá leið sem eyríkið Kýpur valdi árið 1963, en með lagabreytingum fyrir 33 árum lækkaði stjórn Kýpur skatta á rekstrarhagnað skipafé- laga og tengdra þjónustufyrirtækja úr u.þ.b. 40% niður í 4%, og felldi alfarið niður aðstöðugjöld á skipa- félög og fyrirtæki skráð undir hinni endurbættu skipaskrá, tekjuskattur sjómanna sem skráðir eru á skip undir Kýpur fána var afnuminn, stimpilgjöld vegna lána og veðsetn- inga vegna skipakaupa og leigu- samninga voru lækkuð verulega, auk ýmissa annarra tilslakana. Uppskeran lét ekki á sér standa, skipafélög hafa streymt til eyjar- innar með rekstur sinn og flota til skráningar. Auk þessa hafa þjón- ustufyrirtæki tengd skiparekstri, svo sem bankar, tryggingafélög, flokkunarfélög, áhafnaþjónusta, varahlutaþjónusta, olíufélög, skipa- miðlarar, skiparekstrarþjónusta og fjármálaráðgjöf annaðhvort flutt rekstur sinn eða opnað útibú á Kýpur. Afleiðing þessa er að Kýpur er í dag með íjórða stærsta kaup- skipaflota heiriis, með 2640 skip skráð og 25,3 milljóna tonna burð- argetu. Umsvif allra þessara fyrir- tækja sjá eyjunni í dag fyrir gífur- legum gjaldeyristekjum. Þó að á Islandi séu starfandi nokkur skipafélög sem halda uppi flutningsþjónustu til og frá landinu, þá er staðreyndin sú að skip þeirra eru skráð erlendis að stórum hluta og þar af leiðandi er stærsti hluti inn- og útflutningsvara íslendinga fluttur í erlendum skipum. Þetta getur varla talist vera viðunandi ástand til frambúðar. Það er ljóst að breytinga er þörf á þessu sviði, en spurningin er sú hvort hér á landi sé pólitískur vilji fyrir ein- hverskonar breytingum. Engu verður komið til leiðar nema stétt- arfélög farmanna og samtök út- gerðamanna og jafnvel aðrir hags- munaaðilar svo sem t.d. trygg- inga-, olíu- og flokkunarfélög komi sér saman og þrýsti á stjórnvöld um framkvæmdina. Það er í raun engu að tapa og allt að vinna fyrir þá sem hagsmuna eiga að gæta, störf farmanna til sjós og þjónustu- aðila til lands eru orðin fá hvort eð er og þeim fer fækkandi. Auðvit- að vildu íslenskar kaupskipaútgerð- ir helst sigla skipum sínum undir íslenskum fána en þá verða stjórn- völd á Islandi að skapa hér sam- keppnishæft rekstrarumhverfi, fyrr skeður ekkert. Að lokum, grípum tækifærið til nýsköpunar og hrindum strax í framkvæmd löngu timabærum breytingum og uppstokkun á ís- lenskri skipaskrá. Flöggum heim aftur. Höfundur er skipurekstrarfræðingur og starfar sem forstöðumaður skiparekstrardeildar hjá bresku skipafélagi íLondon. Helgi Hálfdanarson Baksviðs TALSVERT hefur borið á því, að orðið baksviðs sé látið merkja „að tjaldabaki" og haft um eitt- hvað sem gerist óséð, svo sem „baktjaldamakk“ í stjórnmálum. En ekki er það rétt. Orðið baksviðs er að sjálfsögðu komið úr leikhúsmáli, þar sem það er haft um það sem fram fer aft- ast á leiksviði en blasir þó við áhorfendum. í orðabók Menning- arsjóðs er orðið baksvið sagt merkja „sá hluti myndar, leiksviðs eða annars sem áhorfanda virðist fjærst". Áður fyrr var danskættaða orð- ið afsíðis einatt haft um það sem gerðist á útjöðrum leiksviðs, eink- um það sem sagt var á sviðsbrún til salargesta en átti að fara fram hjá öðrum leikpersónum á sviðinu. Um þetta er nú á dögum frekar notað orðið útsviðs. Og þegar til- greind er staða á sviðinu er sagt eftir atvikum baksviðs, forsviðs eða innsviðs. En það sem á sér stað að tjaldabaki fer fram aftan sviðs eða utan sviðs. Að sjálfsögðu er allt þetta orða- far einkum við haft af leiklistar- fólki og bezt fer á því, að almennt sé því beitt í samræmi við þá notk- un. Því skal ráðlagt að hafa ekki orðið baksviðs um það sem fer eða á að fara dult; um það er betur sagt „að tjaldabaki". Hér skal í leiðirini nöldrað ofur- lítið út af því, að orðið leikhús sé haft um annað en það, sem gagn- sæi þess ber með sér; enda merk- ir það samkvæmt orðabók Menn- ingarsjóðs „hús sem sjónleikir eru sýndir í, sjónleikahús“ og annað ekki. En nokkuð hefur borið á þvi nú á dögum, að orðið leikhús sé haft um leikverk; jafnvel hefur vel gerð leiksýning verið kölluð „gott leikhús". Auðvitað er þama á ferðinni stæling á erlendu orðbragði ásamt ögn af hlálegri tilgerð. En erlenda orðið teater (eða Theatre) getur þýtt fleira en íslenzka orðið leik- hús og verður því ekki alltaf þýtt með því. Sá merkingar-auki, sem þar væri um að ræða, er ekki aðeins ósmekklegur heldur einnig með öllu þarflaus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.