Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Klaus segir af sér og er falin stjómarmyndun Prag. Reuter. VACLAV Klaus, forsætisráðherra Tékklands, lagði formlega fram beiðni um lausn frá embætti í gær, þriðjudag. Samtímis bað Vaclav Havel for- seti Klaus um að sitja áfram unz ný ríkisstjóm undir forsæti Klaus hefur verið mynduð, sem ætlað er að af verði fyrir lok þessarar viku. Samsteypustjórn sú sem verið hefur við völd í Prag frá síðustu kosningum, samsett úr mið- og hægriflokkum, tapaði naumlega meirihluta sínum í þingkosningum fyrir mánuði, eftir að hafa fylgt strangri efnahagsumbótastefnu á kjörtímabilinu. Klaus lagði síðdegis í gær aftur leið sína í Prag-kastala til að leggja fram ráðherralista hinnar nýju ríkisstjómar, sem vænzt er að taki við á fimmtudag, sam- kvæmt orðum sem Havel forseti lét falla í síðustu viku. Langar samningaviðræður þurfti til að smíða hinn nýja ráð- herralista, sem er samsettur úr fulltrúum sömu flokka og mynd- uðu síðustu stjórn, hins hægrisinn- aða Borgaralega Lýðræðisflokks Klaus sjálfs og tveggja smærri flokka, Kristilegra Demókrata og Borgaralega Lýðræðisbandalags- ins. Nýjar kosningar þvingaðar fram? Þar sem stjórnin hefur ekki meirihluta á þingi verður hún háð samþykki sósíaldemókrata, sem þeir hafa lofað að veita eftir mála- miðlunarlausn sem Havel forseti kom í kring. Samkvæmt ákvæðum stjómarskrár mun Klaus forsætis- ráðherra hafa 30 daga frest til að afla nýju ríkisstjórninni stuðnings þingsins. Sósíaldemókratar, sem hafna öllu samstarfi við fyrrum komm- únista, hafa sterka stöðu í þing- inu, þar sem þeir eru nú annar stærsti flokkurinn. Formaður sós- íaldemókrata, Milos Zeman, hefur nú þegar verið kosinn forseti tékkneska þingsins. Stjórnmálaskýrendur segja ólík- legt að nýja minnihlutastjórnin verði langlíf. Sennilegast sé að um leið og önnur hvor hliðin, stjórnar- flokkarnir eða stjórnarandstaðan, sjái sér færi á að vinna meirihluta þvingi viðkomandi fram nýjar kosningar. Vernda útvarps- hlustendur London. Reuter. EIGENDUR útvarpsstöðva í Bret- landi geta nú gengið úr skugga um að auglýsingar sem stöðvar þeirra senda út séu í samræmi við reglugerðir þar að Iútandi. Samtök útvarpsstöðva hafa opnað miðstöð sem athugar væntanlegar auglýs- ingar og sker úr um hvort þær standist gerðar kröfur. Móðgandi auglýsingar Með stofnun miðstöðvarinnar er brugðist við kröfum útvarpsstöðva um að leyfisveitingar gangi hratt fyrir sig, og tekur miðstöðin við af annarri stofnun, sem gegndi sama hlutverki. Er tilgangur mið- stöðvarinnar sagður vera að vernda hlustendur fyrir villandi og móðgandi auglýsingum. I nýrri bók er margl fullyrt um Bandaríkjaforseta Lauslæti og róm- antísk stefnumót Washington. Reuter. RÁÐAMENN í Hvíta húsinu í Washington í Bandaríkjunum hafa að undanförnu reynt að gera lítið úr nýlegri bók, sem segir af ýmsu hneykslanlegu um forset- ann, Bill Clinton. Krefjast menn forsetans þess, að frambjóðandi repúblikana til embættisins, Bob Dole, sveiji af sér öll tengsl við útgáfu bókarinnar. Fréttafulltrúi forsetans, Mike McCurry, sagði í gær að bókin væri enn eitt dæmið um þann „endalausa óhróður“ sem repú- blikanar bæru nú út um Clinton, og að Dole bæri að geta þess sér- staklega að hann hefði hvergi komið nærri. Bókin heitir Ótakmarkaður að- gangur: njósnari FBI [alríkislög- reglunnar] í Hvíta húsinu, og er eftir Gary Aldrich, fyrrum starfs- mann FBI, sem einu sinni starfaði í Hvíta húsinu. í bókinni er meðal annars sagt frá lauslæti og óvark- ámi forsetans. McCurry sagði: „Það kæmi okkur á óvart ef Dole myndi ekki viðurkenna að einn af þeim ráðg- jöfum sem eru á launum hjá hon- um hafi sinnt óviðeigandi störfum í tengslum við þessa bók.“ „Endalaus óhróð- ur“ segja tals- menn forsetans Fulltrúi Doles, Nelson Warfield, sagði í gær að í Hvíta húsinu leit- uðu menn nú dyrum og dyngjum að einhverju sem dregið gæti at- hygli fólks frá þeim hneykslismál- um sem plöguðu forsetann. Gall- inn við kröfu McCurrys væri sá, að enginn sem Dole greiddi laun hefði komið nálægt umræddri bók. „Lygari“ McCurry beindi spjótum sínum að Craig Shirley, fulltrúa höfund- ar bókarinnar, en Shirley hefur viðurkennt að hafa séð um nokkur útvarpsviðtöl fyrir herferð Dole í forkosningum Repúblikanaflokks- ins. Talsmaður Dole segir að Shir- ley hafi engan formlegan starfa í kosningabaráttu Dole. í gær neitaði Shirley því að hann væri á launum sem ráðgjafí Dole. „McCurry er lygari," sagði Shirley, og bætti því við, að skjöl, sem yfirkjörnefnd hefði undir höndum gætu endanlega skorið úr um, að hann væri ekki á laun- um hjá Dole. Utgefandi bókarinnar segir að menn forsetans hafi reynst „bestu auglýsendurnir" og bókin hafi rokselst. Búið sé að prenta hana fjórum sinnum, og hún sé enn uppseld í Washington, New York og Los Angeles. Utgefandinn seg- ist standa með höfundinum, þrátt fyrir ýmsar efasemdir um heim- ildavinnuna. Til rómantískra stefnumóta í bókinni fullyrðir Aldrich að Clinton hafí laumast út úr Hvíta húsinu til rómantískra stefnumóta á nálægu hóteli, án fylgdar ör- yggisvarða. Þá segir höfundurinn að fyrrum forsetaráðgjafi, Will- iam Kennedy, hafi sagt honum að Craig Livingstone hefði verið ráðinn sem yfirmaður öryggisráð- gjafar starfsmanna forsetans vegna þess að „Hillary [Clinton, forsetafrú] vildi fá hann.“ Livingstone sagði af sér í síð- ustu viku, en verið er að rannsaka þátt hans í því, að viðkvæm skjöl FBI um repúblikana, komust í hendur öryggisráðgjafa forsetans. Reuter Sprengju- tilræði á Korsíku SKELFINGARÁSTAND ríkti á frönsku eynni Korsíku í gær eft- ir að korsíkanskur þjóðernissinni var myrtur og Charles Pieri, annar leiðtoga Conculta Naz- iunalista, hinna löglegu forsvars- samtaka frelsishreyfingar Kor- síku, særðist lífshættulega þegar fjarstýrð sprengja sprakk síðla á mánudagskvöld. Atvikið átti sér stað í hafnar- bænum Bastia, en aðferðirnar þóttu minna meira á átök í Belf- ast og Beirút. Þetta er í fyrsta skipti, sem svo fullkominni tækni er beitt á Korsíku, og það þykir bera því vitni að aukin alvara sé hlaupin í átök á eynni að tilræðið var framið um hábjartan dag í miðj- um ferðamannabæ á fyrsta degi ferðamannatímans. Hingað til hafi sprengjur að- eins verið notaðar til að sprengja yfirgefnar opinberar byggingar eða sumarhús eða hótel í eigu útlendinga og reynt að gæta þess að mönnum stafaði ekki hætta af. Þjóðernissinnar á Korsíku eru klofnir og lögregla telur að hér hafi ein fylking þjóðernissinna ráðist að annarri. Búist er við því að þessa verknaðar verði hefnt. Myndin sýnir slökkviliðsmenn og alelda bifreiðar eftir spreng- inguna á mánudag. Tilræði afstýrt í Arizona ÞRETTÁN manns voru hand- teknir í Phoenix í Arizona á mánudag er upp hafði komist um áform öfgahóps, sem kall- ar sig höggormana, um stór- tækt sprengjutilræði í opinber- um byggingum í borginni. Bill Clinton forseti sagði að sam- tökin hefðu ráðgert aðgerðir er hefðu getað kostað mikinn fjölda mannslífa. 30 bíða bana í sporvagni SPORVAGN fór út af sporinu í iðnaðarborginni Dníprodzerz- hínsk í austurhluta Úkraínu í gær með þeim afleiðingum að 30 manns biðu bana og 50 slösuðust. Vagninn var á leið niður bratta brekku. Óljóst er hvað slysinu olli en Leonid Kútsjma forseti lýsti deginum í dag sem sérstökum sorgar- degi vegna slyssins. Bræður dæmdir BRÆÐURNIR Lyle og Erik Menendez voru dæmdir í lífst- íðar fangelsi í gær í Los Angel- es fyrir moirð á foreldrum sín- um, sem voru vellauðugir. Sá böggull fylgir skammrifi að þeir geta aldrei sótt um reynslulausn. Morðin áttu sér stað árið 1989 á heimili fjöl- skyldunnar í Beverly Hills. Saksóknari hafði krafist dauð- arefsingar yfir bræðrunum. Sigur blasir við Karpov ANATOLÍ Karpov náði í gær- kvöldi fjögurra vinninga for- skoti á Gata Kamsky, áskor- andann frá Bandaríkjunum, í FIDE-heimsmeistaraeinvíginu í skák. í fyrradag lauk 13. skákinni með jafntefli en um var að ræða biðskák frá því á sunnudag. Tókst Kamsky ekki að nýta sér, að hann hafði lengst af tveimur peðum meira en Karpov. í gær lauk 14. skákinni með sigri Karpovs eftir 62. leiki. Þarf Karpov aðeins 1,5 vinninga í viðbót af sex mögulegum til að sigra í einvíginu. Hemingway fannst látin LEIKKONAN og sýningar- stúlkan Margaux Hemingway fannst látin á heimili sínu í Santa Monica í Kaliforníu á mánudag. Hafði hún verið lát- in í marga daga. Læknar sögðu hana hafa dáið eðlileg- um dauðdaga en hún hafði átt við veikindi að stríða, m.a. flogaveiki. Hún var 41 árs og barnabarn rithöfundarins Ern- est Hemingway.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.