Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MELANIE ANTONIO DARYL DANNY GRIFFITH BANDERAS HANNAH AIELLO MUCH FERNANDO TRUEBA Sýnd kl. 4.50, 6.55, 9 og 11. Sýnd kl. 4.45 og 11.15. B.i. 14 ára. 7 tilnefningar til Óskars-verðlauna Sýnd kl. 6.45 STJÖRNUBÍÓLÍNAN - SPENNANDI KVIKMYNDAGETRAUN. VERÐLAUN: BÍÓMIÐAR OG HRÓA HATTAR PIZZUR. SÍMI 904-1065 Agassi fær engan frið TENNISLEIKARINN Andre Agassi fær engan frið fyrir ungum kvenaðdáendum. Stúlkunum finnst hann vera svo sætur að þær sitja um hann hvar sem þær vita að hann er á ferð. Margar stúlkur dreymir um að rek- ast á hann úti á götu og fá tækifæri til þess að kynnast honum. Agassi fær mörg aðdáundarbréf dag hvern frá stúlkum sem eru alveg frá sér numdar af ást og einstaka sinnum senda þær honum persónulega hluti eins og ilmandi undirföt og láta mynd og símanúmer að sjálfsögðu fylgja með. Engu breytir þótt Agassi sé heitbundinn sinni heitt- elskuðu Brooke Shields. Stundum fá hjónaleysin engan frið þar sem þau dveljast á hótelum á ferðalögum. Aðdáendurnir svífast einskins til að komast í návígi við tennisleikarann og dulbúa sig sem blómasendla eða þjónustustúlkur. Ein gerðist meira segja svo kræf að bijóta brunaboða á hóteli sem Agassi gisti á, líklega í þeirri von að sjá Agassi hlaupa út á náttfötunum. Henni varð ekki að ósk sinni, því kappinn fór út um annan neyðarútgang. HJÓNALEYSIN Andre Agassi og Brooke Shields fá engan frið þar sem þau koma fyr- ir ungum kvenaðdáendum tennisleikarans. Athyglisverður kjóll ► JAMIE Lee Curtis vakti mikla athygli þegar hún birtist í nánast gegnsæjum kjól á MTV-verð- launahátíðinni í Los Angeles á dögunum. Kjóllinn er úr efni sem líkist glæru slönguskinni og er ekki vel til þess fallinn að hyija neinar misfellur í vaxtarlagi, en vöðvaræktarkonan Curtis getur vel borið flíkina. IMýtt í kvikmyndahúsunum Sérstök forsýn- ing í Stjörnubíói STJÖRNUBÍÓ mun halda sér- staka forsýningu í kvöld kl. 21 á nýjustu mynd Jims Carreys, „The Cable Guy“ eða Algjör plága, eins og hún heitir á íslensku. Á morgun, 4. júlí, verður síðan önnur forsýning í Stjörnubíói, Sambíóunum og Borgarbíói á Ak- ureyri. Kvikmyndin Algjör plága er grátbrosleg grínmynd með einum af vinsælustu grínleikurum Bandaríkjanna, Jim Carrey. í myndinni leika auk hans þau Matt- hew Broderick, Leslie Mann, Diane Baker og George Segal. Leikstjóri er Ben Stiller. Jim Carrey leikur uppáþrengj- andi mann sem sér um kapalinn- langir í heimahús. Hann vill ger- ast vinur Stevens (Matthew Brod- erick) hvað sem það kostar en Steven er nýjasti viðskiptavinur hans. Áður en langt um líður verð- ur persóna Jims Carreys uppáhald allra nema Stevens. Með geggjuð- um töktum tekst persónu Jims Carreys að heilla fjölskyldu Ste- sem honum tekst að gera líf viðskiptavina sinna að grát- broslegri martröð. vens svo um munar. Móðir Stevens (Diane Baker) sér ekki sólina fyrir hinum „nýja vini“ sonarins og kærasta Stevens (Leslie Mann) fer að gefa hinum kolgeggjaða sjón- varpskapalmanni auga. 552 5211 OG 551 1384 SNORkABRAUT 37, Frumsýnum stórmyndína KLETTURINN hlSeOLAS m IftS SEflK Sýnd kl. 5, 9 og 11.30 b.i 16 í THX DIGITAL HÆPNASTA VAÐI Sýnd Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 Sýnd kl. 5 og 7 og RINGO Starr. Ovæntir gestir ►GAMLI Bítillinn, Ringo Starr og sveitasöngvarinn Willie Nel- son mættu óvænt á söfnunarsam- komu í lystigarði í Petersboro- ugh, Ontario. Verið var að safna í sjóð fyrir geðsjúka og hafði kanadíski rokkarinn Ronnie Hawkins, sem skipulagði uppá- komuna, lofað óvæntum glaðn- ingi á samkomunni. Fimm hundruð manns voru samankomnir í garðinum og urðu þeir að vonum kátir að sjá Ringo og Willie Nelson. Kapparn- ir gáfu eiginhandaráritanir auk þess að taka lagið. WILLIE Nelson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.