Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 39
(HGAJHVrJOflOM ðcei liúi .8 íitjoAauaiivsiM 88 MORGUNBLAÐIÐ____________________________________________________________________________________MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ1996 39 FRÉTTIR Samningur um Fegurðarsamkeppni íslands og Herra ísland samninginn í gær. Jeppamaður gefi sig fram ÓHAPP varð á Hafnarfjarðarvegi, rétt sunnan við Kópavogslæk, skömmu fyrir klukkan ellefu í gær- morgun þegar ökumenn reyndu að forða árekstri við andamömmu, sem fór yfir veginn ásamt ungum sínum. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar í Hafnarfirði varð óhappið með þeim hætti að bíll, sem ekið var í suðurátt, sveigði til hliðar frá andahópnum. Næsti bíll á eftir, sem er rauður Skodi, reyndi að stöðva en lenti inni í hópnum. Þarnæsti bíll, sem var Mitsubishi- jeppi, fölblár að lit, með kerru aftan í, sveigði snarlega frá til að lenda ekki á Skodanum en við það slóst kerran utan í Skodann og skemmdi afturbretti og stuðara. Ökumaður jeppans hefur senni- lega ekki orðið var við að kerran lenti á Skodanum og hélt för sinni áfram. Hann er vinsamlegast beðinn um að gefa sig fram við rannsóknar- deild lögreglunnar í Hafnarfirði. Handtaka vegna keðju- bréfa LÖGREGLAN í Kópavogi handtók mann á sextugsaldri vegna gruns um ólögleg viðskipti með keðjubréf fyrir helgina. Lögreglunni barst tilkynning um að maðurinn væri að dreifa keðju- bréfum í íbúðarhús í Kópavogi og fór strax á staðinn. Maðurinn var hand- tekinn og færður til yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Hann hafði útbúið fjölda keðjubréfa og beint greiðslunum til sjálfs sín. Að yfirheyrslunni lokinni var honum sleppt. Gengið um Engey HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir kvöldgöngu um Engey í kvöld, miðvikudag. Gengið verður með strönd eyjarinnar og heim að bæjarstæðunum. Náttúru- og mann- vistarminjar verða skoðaðar í leiðinni. Mæting i Hafnarhúsportinu kl. 20, síðan verður farið með Skúlaskeiði út í Engey. Áætlað er að koma til baka milli kl. 23 og 24. Allir eru velkomnir í ferðina. Stöð 3 fær einka- rétt á út- sendingu ÚLFAR Steindórsson og Ólafur Laufdal undirrituðu í gær þriggja ára samning sem kveður á um einkarétt Stöðvar 3 til að senda Fegurðarsamkeppni ís- lands og samkeppnina um Herra Island út í beinni útsendmgu. Fegurðarsamkeppni íslands 1996, sem lialdin var á Hótel ís- landi 24. maí síðastliðinn, var send út á Stöð 3 og gekk útsend- ingar mjög vel. Að sögn ÓMs Laufdal eiganda Fegurðarsam- keppninnar hefur aldrei verið jafn vel og faglega staðið að út- sendingunni. I framhaldi af þeirri útsendingu var gengið til samn- inganna sem undirritaðir voru í gær. Laufey Guðjónsdóttir dag- skrárstjóri Stöðvar 3 var mjög ánægð með samstarfið við Olaf Laufdal og samstarfsfólk hans og telur mikinn feng að því fyrir Stöð 3 að tryggja sér útsending- arréttinn, en samkvæmt könnun sem gerð var af ÍM-Gallup VERKEFNASTYRKUR Félags- stofnunar stúdenta var veittur { gær, þriðjudag. Að þessu sinni verða veittir tveir styrkir. Sólveig Ingólfsdóttir hlýtur annan styrkinn fyrir verkefnið „Árstíðabundnar breytingar í þroskaholdi" en hún lauk meistara- prófsgráðu í matvælafræðum í síð- asta mánuði. Hinn styrkinn hlýtur horfðu yfir 45.000 manns á beina útsendingu Stöðvar 3 frá Fegurð- arsamkeppni íslands 1996. Leit að Herra íslandi stendur yfir Nú stendur yfir leit að sport- legum herrum til að taka þátt í keppninni um Herra ísland. Keppnin fer fram á Hótel Islandi föstudaginn 13. september og verður í beinni útsendingu á Stöð 3. Sigurvegari keppninnar öðlast þátttökurétt í keppninni Mr. Europe en samkvæmt regl- Erlendur Smári Þorsteinsson fyrir verkefnið „Dulmálsfræði" en hann lauk BS-prófi í tölvunarfræði i júní sl. og hafði áður lokið BS-prófi í stærðfræði. Verkefnastyrkur Félagsstofnun- ar stúdenta er veittur þrisvar á ári. Tveir styrkir eru veittir að vori, einn að hausti og einn um jól. Mark- miðið með styrknum er að hvetja um um val á þeirri keppni skulu þátttakendur vera á aldrinum 18-36 ára og 184 sm eða hærri og gilda þær reglur einnig um íslensku keppnina. Auk þess að fá þátttökurétt á Mr. Europe hlýtur Herra ísland fjölda verð- launa. Þess má einnig geta að Mr. Europe fær m.a. árs módel- samning við PH-One módelskrif- stofuna í París. Þeir sem þekkja herra sem falla undir lýsinguna hér að ofan eru beðnir að hafa samband við Hótel ísland eða Stöð 3. stúdenta til markvissari undirbún- ings og metnaðarfyllri lokaverk- efna. Jafnframt að koma á fram- færi og kynna frambærileg verk- efni. Upphæð styrks er 100.000 krónur. Guðjón Ólafur Jónsson, stjórnar- formaður, og Bernhard A. Petersen, framkvæmdastjóri FS, afhentu styrkina. Huliðs- heimaferð í Hafnarfirði ALLA fimmtudaga í sumar frá 5. júlí til 22. ágúst verða farnar huliðs- heimaferðir með Erlu Stefánsdóttur sjáanda um Hafnarfjörð. Rúta sækir fólkið á Hótel Reykjavík frá kl. 18.15 en ferðin með Erlu hefst kl. 19 frá A. Hansen og stendur til kl. 20.30. í fréttatilkynningu segir: „Allir þátttakendur fá afhent huliðsheima- kortið af Hafnarfirði áður en lagt er af stað. Sérstaklega mun stoppað á fjórum stöðum, fyrst við kapellu heilagrar Barböru gegnt álverinu í Straumsvík, þá uppi á Hamrinum í Hafnarfirði þar sem Erla segir búa álfaverur af konungakyni, síðan við álfakirkju við Mánastíg og loks í Hellisgerði þar sem álfar og huliðs- verur verða sýnilegar um stund. í ferðinni lýsir Erla öllu því sem fyrir augu hennar ber en er hulið flestum öðrum auk þess sem hún leitast við að kenna þátttakendum að hugleiða og skynja þann kraft sem í náttúrunni býr. Nauðsynlegt er að bóka sig í ferðirnar." Undirskrift- arsöfnun gegn ofbeldi UNDIRSKRIFTARSÖFNUN er haf- in gegn ofbeldi, klámi og grófum blótsyrðum í sjónvarpi á fótavistar- tíma barna. Heimsfriðarsamband kvenna tók hvatningum fjölmargra foreldra ungra barna og fór af stað með und- irskriftalista sem bar eftirfarandi tit- il: Með undirskrift okkar viljum við óska eftir því við menntamálaráðu- neytið að það sjái til þess að löggjaf- arvaldið setji skorður við sýningum á ofbeldi, erótík, kiámi og grófum blótsyrðum í sjónvarpi á almennt við- urkenndum fótavistartíma barna. Undirskriftarsöfnun var studd af grunnskólum um allt land og leik- skólum Reykjavíkur. Margir sjálf- boðaliðar söfnuðu undirskriftum við helstu verslunarmiðstöðvar og söfn- uðust yfír 5000 undirskriftir. Þær voru afhentar Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra. Verkefnastyrkur Félags- stofnunar stúdenta veittur Námskeið í líffræði norðurhjarans Háskóli Islands er vel sam- keppnisfær LEIÐRÉTT í fjörutíu daga í FRÉTTATILKYNNINGU í síðasta sunnudagsblaði um nýútkomna ljóðabók Þorgerðar Sigurðardóttur var prentvilla, var þar sagt að bók- in héti í fjörtíu daga, en hið rétta er í fjörutíu daga. Beðist er velvirðingar á þessari villu. Talnakönnun önnur Ranghermt var í blaðinu í gær að næstminnstur munur hefði verið á fylgistölum í síðustu skoðanakönn- un Félagsvísindastofnunar og á úrslitum í forsetakosningunum. Hið rétta er að könnun DV og Stöðvar 2 fór næst úrslitunum, þá kom könnun Talnakönnunar og í þriðja sæti könnun Félagsvísindastofnun- ar. Litlu munar þó á könnunum Talnakönnunar og Félagsvísinda- stofnunar; í þeirri fyrri er heild- arfrávikið 3,98 prósentustig og í þeirri síðari 4,06 prósentustig. Nafn misritaðist Nafn Helgu Rósar Gissurardóttur misritaðist í frétt um íslenskuskóla í Hollandi í blaðinu í gær. Er beðist velvirðingar á þessu. Rangt nafn Rangt var farið með nafn organista í frétt af miðnæturmessu í sunnu- dagsblaði, en organistinn sem lék undir var Pavel Mamásek, organisti í Háteigskirkju. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mistökunum. LÍFFRÆÐI norðurhjarans er heiti á nýju námskeiði sem Líffræðistofnun og Sjávarútvegsstofnun Háskóla ís- lands og Kaupmannahafnarháskóli standa að í sameiningu. Námskeiðið var auglýst í bandarískum háskólum í vetur og hingað eru nú komnir tólf líffræðinemar frá Bandaríkjunum, Kanada og Danmörku til að stunda nám í jarðfræði, vistfræði, ferskvatns- líffræði, sjávarlíffræði og mannfræði á norðurslóðum. Nemarnir eru allir á síðasta ári í B.Sc.-námi í líffræði og fá námskeið- ið metið til átta eininga. Þeir greiða 250 þúsund krónur í þátttökugjald auk uppihalds og ferðakostnaðar. Margir þeirra hafa þó fengið ein- hveija styrki til fararinnar. Faglegir skipuleggjendur nám- skeiðsins eru þau Gísli Már Gíslason, forstöðumaður Líffræðistofnunar HÍ, Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar HÍ og Bo Lökkegaard, prófessor í sjávarlíffræði í Kaupmannahöfn. Það er DlS-deild Hafnarháskóla sem hefur séð um að kynna námskeiðið í háskólum vestan- hafs, en DIS stendur fyrir „Den- mark’s Intemational Study Pro- gram“. Kennarar á námskeiðinu eru allir frá Háskóla íslands og Hafrann- sóknastofnun. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur og fer fram á ýmsum stöðum. Fræði- legir fyrirlestrar í Háskólanum og hjá Hafrannsóknastofnun í Reykjavík og vettvangsferðir og verkleg þjálfun í Vestmannaeyjum, Skaftafelli og víð- ar. Óskað eftir rannsóknasamvinnu Gísli Már segir að námskeiðið hafí mælst mjög vel fyrir og gerir ráð fyrir að svipuð námskeið verði haldin á hveiju ári framvegis með um 30 nemendum í senn. „Hingað til hefur Háskólinn verið með námskeið fyrir erlenda stúdenta í íslensku, en þetta er í fyrsta skipti sem við förum yfir í raunvísindin. Við erum vel samkeppnisfærir við aðra háskóla á þessu sviði. Kosturinn hér er sá að við komumst inn á þessi villtu svæði norðurhjarans án verulegs „ Morgunblaðið/Golh GISLI Már Gíslason útskýrir fæðuval bleikjunnar fyrir áhugasömum námsmönnum. Sigurður Snorrason fylgist með úr fjarlægð og fyrir miðri mynd má sjá Bo Lökkegaard, prófessor við Hafnarháskóla. kostnaðar, því að við búum svo ná- lægt þeim. í Norður-Amen'ku þarf að ferðast mörg hundruð kílómetra með þyrlu til að komast á sambærileg svæði,“ segir Gísli Már. Hann segir ennfremur að með þessu samstarfí komist Háskólinn í beint samband við nemendur og kenn- ara frá öðrum háskólum og nú þegar séu fleiri erlendir kollegar famir að hafa samband og óska eftir rann- sóknasamvinnu, þannig að Islending- ar hagnist á margan hátt á þessu námskeiðahaldi, ekki einungis fjár- hagslega, heldur miklu fremur fag- lega. Hópurinn fór til Þingvalla síðastlið- inn föstudag í kjölfar námskeiðs í ferskvatnslíffræði. Morgunblaðsmenn hittu hópinn í Mjóanesi þar sem Jó- hann bóndi Jónsson veiddi lifandi sil- ung upp úr þró og þeir Gísli Már og Sigurður Snorrason, dósent og for- maður líffræðiskorar HÍ, leiddu nem- endur í allan sannleika um mismun- andi einkenni hinna fjögurra bleikju-. tegunda sem finnast í Þingvallavatni. Erlendu stúdentamir kváðust al- mennt mjög ánægðir með námskeiðið og sögðust vera búnir að læra heil- mikið um íslenska náttúru og menn- ingu - og borða mikið af lambakjöti og skyri. Þeir voru enn ekki famir að borða silung, en eftir að hafa kynnst bleikjutegundunum fjórum var áhuginn vakinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.