Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 36
36 : MÍÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ ,1996 MORGUNBIjAÐII) SVEINN GUÐMUND- URÁKIKRAGH + Sveinn Guð- mundur Áki Kragh, fyrrver- andi stöðvarstjóri varastöðvar Lands- virkjunar í Elliða- árdal, fæddist í Reykjavík hinn 11. september 1910. Hann lést á dvalar- heimili aldraðra í Seljahlíð í Reykja- vík hinn 24. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Kristólína Guðmundsdóttir Kragh, hárgreiðslumeistari, og Hans Madsen Kragh, sím- virki frá Danmörku. Hinn 17. febrúar 1936 kvæntist Sveinn eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Sigríði Þorsteins- dóttur Kragh, f. 21. október 1913 í Hafnarfirði. Þau eignuðust tvö börn, Þorstein Inga, stöðvarsljóra, f. 15. desember 1936, og Línu, f. 26. ágúst 1938, d. í okt. 1992. Sveinn útskrifaðist frá Vélskóla ís- lands árið 1932 og hóf þegar störf í grein sinni. Sveinn starfaði m.a. á verkstæði Lands- ímans og við upp- setningu véla í Elliðaárstöð Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Þá var hann vélsljóri á ýmsum fiski- og farskipum til ársins 1937. Sveinn starfaði eitt sum- ar, árið 1938, hjá Eimskip hf. MINNINGAR Árið 1939 hóf hann störf sem vélstjóri við raforkuverið á Ljósafossi í Grímsnesi og var þar óslitið til ársins 1948 er hann hóf störf í varastöð Landsvirkjunar við Elliðaár. Sveinn fór á eftirlaun snemma á áttunda áratugnum. Útför Sveins verður gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30 Sveinn Guðmundur Áki Kragh, fyrrverandi stöðvarstjóri vararaf- stöðvarinnar í Elliðaárdal í Reykja- vík, er látinn. Eftir stutta en krappa baráttu við sjúkdóm sem svo margir fara halloka fyrir lagði tengdafaðir minn aftur augun í hinsta sinn þann 24. júní. Andlát hans bar nokkuð brátt að og þótt vitað hafí verið að hveiju stefndi er það nú svo að aldrei erum við, sem eftir lifum, reiðubúin þegar kallið kemur. Ég kynntist Sveini og eftirlif- andi tengdamóður minni, Sigríði Kragh, fyrir liðlega tveimur ára- tugum. Þau höfðu búið sér glæsi- legt heimili á Sólvangi í Elliðaárd- alnum, þar sem áin hjalar við stein og golan bærir laufíð á tignarleg- um tijám. Margir hafa lagt gjörva hönd á plóginn við að rækta Elliða- árdalinn. Þegar ég lít yfir farinn veg er minning mín um Svein ekki síst mynd af grönnum, fremur lágvöxnum manni, með hvítan hatt á höfði, að bogra yfír gróandanum í garðinum, en stór garður þeirra hjóna hefur löngum vakið athygli fyrir grósku og fegurð. Ekki þekki ég sögu trjánna í garðinum á Sól- vangi í smáatriðum en hef marg- sinnis heyrt tengdaforeldra mína segja frá uppruna græðlinga og sprota sem þau náðu í á ótrúleg- ustu stöðum og færðu í garðinn til aðhlynningar. Nú eru trén, skógurinn þeirra, stolt minnis- merki um framtak og alúð fólks sem lagði á sig ómælda vinnu við að búa græðlingum skjól og góð vaxtarskilyrði. Þegar rituð eru minningarorð um elskulegan mann sem hefur lifað langa og farsæla ævi er freistandi að varpa fram myndum úr hafi minninganna sem hellast yfir þegar að skilnaðarstundu er komið. Ég hef notið þeirra forrétt- inda að búa í sama húsi og tengda- foreldrar mínir um langt skeið og óhætt er að segja að Sólvangurinn sé hús kynslóðanna. Saman höfum við deilt gleði og sorg. Saman höfum við notið stunda sem minn- ingin mun varðveita í fjársjóði sem hvorki ryð né mölur fá grand- að. Saman höfum við tekist á við verkefni dagsins. Þegar upp er staðið erum það við, yngri kyn- slóðin, sem berum þá skyldu að rækta garðinn, í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, á grund- velli þess sem eldri kynslóðin hefur kennt okkur. Tengdafaðir minn er nú farinn á vit horfinna kynslóða. Hans bíða hlýjar móttökur, ekki síst Línu, einkadóttur þeirra hjóna, sem féll frá fyrir tæplega fjórum árum. Ég kveð Svein með virðingu og þakka fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Ellen Ingvadóttir. > < ■ NNUAUG/ YSINGAR S. Gunnarsson hf. óskar eftir að ráða vanan lyftaramann, einnig vanan BAADER-mann (Baader 440, Baader 189) í framtíðarstarf í saltfiskvinnslu í Hafnar- firði. Upplýsingar í síma 565 3615. Sunnuhlíð iHl Dönskukennarar! Dönskukennara vantar að Verkmenntaskól- anum á Akureyri næsta skólaár. Um er að ræða fullt starf. Umsóknir berist eigi síðar en 1. ágúst nk. Skólameistari. Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi Sjúkraliðar - starfsstúlkur Okkur vantar nú þegar starfsmenn til sumar- afleysinga í júlí og ágúst. Upplýsingar í síma 560 4163 milli kl. 10 og 12. Áslaug Björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri. Líknarfélag í Reykjavík sem rekur áfangahús fyrir óvirka alkóhólista, óskar eftir starfskrafti. Umsækjandi þarf að vera óvirkur alkóhólisti og hafa verið án vímu- efna í 2 ár eða meira. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „A - 15213“. Iðnskólinn í Hafnarfirði (íf |\ Reykjavíkurvegi 74 l A&gSf j) 220 Hafnarfjörður Sími 555 1490 Fax 565 1494 Kennara vantar: Vegna forfalla vantar kennara í raf- iðngreinar á haustönn, einnig vantar stundakennara í nokkra tíma í ensku, dönsku, félagsfræði, námstækni og vélritun- og tölvufræði. Umsóknarffestur er til 17. júlí. Skólameistari w Iþróttakennarar íþróttakennara vantar að Grenivíkurskóla næsta skólaár. Skólinn er fámennur, nemendur verða aðeins um 50 í 1.-10. bekk. íþróttakennari þarf því að geta kennt bóklegar greinar líka. Aðstaða til kennslu er öll hin besta og nýtt íþróttahús og sundlaug eru við skólann. Gott húsnæði er til reiðu fyrir kennara. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson, skóla- stjóri, í síma 463 3118 eða 463 3131. Framtíðarstarf Þjónustufyrirtæki óskar eftir vönum starfs- krafti á skrifstofu. Reynsla af tölvuvinnslu, tollskjalagerð og enskukunnátta nauðsynleg. Viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst. Umsóknir óskast sendar til afgreiðslu Mbl., merktar: „BG - 15214“, fyrir 11. júlí. R AD A UGL ÝSINGAR Frá alþjóðaskrifstofu háskólastigsins og Upplýsingastofu um nám erlendis Tilkynning um breyttan opnunartíma i'júlf: Opið verður frá kl. 12.30-16.00 virka daga í júlí nema vikuna 8.-12., en þá verður lokað vegna viðgerða á húsnæði. Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins, Neshaga 16, 107 Reykjavík, sími 525 4311, myndbréf 525 5850 e-mail:ask@ rh i. h i. is TIL SÖLU TILBOÐ ~~ ÚTBOÐ Alvöru antik Tilboð óskast. Til sölu er stór, mikið útskor- inn skápur, smíðaár 1644 (áletrun). Skápurinn er til sýnis hjá Antik-Fornmunum, Austurstræti 8, og óskast tilboð lögð inn þar, fyrir 10. júlí nk., merkt Jónasi Halldórssyni. FLUGLEIDIR Flugleiðir - ræstiútboð Flugleiðir hf. óska hér með eftir tilboðum í ræstingu á skrifstofuhúsnæði sínu í Reykja- vík. Um er að ræða aðalskrifstofu Flugleiða hf. ásamt fjórum minni skrifstofum, alls u.þ.b. 5.100 fm. Verktíminn hefst 1. nóvember 1996. Sala útboðsgagna hefst mánudaginn 1. júlí og stendur til og með föstudeginum 5. júlí á aðalskrifstofu Flugleiða hf. við Reykjavíkur- flugvöll, 101 Reykjavík. TILKYNNINGAR ^ Happdrætti Dregið hefur verið í happdrætti knattspyrnu- félagsins Hauka. 10 ferðavinningar, að verð- mæti að kr. 25.000 hver með Úrval-Útsýn, voru dregnir út. Eftirtalin númer hlutu vinning: 20, 222, 521,608, 748, 785, 789, 844, 959 og 967. Stjórnin. KENNSLA Leiklistarstúdíó Eddu Björgvins og Gísla Rúnars Fullorðinsnámskeið hefst 9. júií. Örfá sæti laus. Hringið strax í síma 588 2545, 581 2535 eða 551 9060. Söluverð útboðsgagna er kr. 5.000. Tilboðum, ásamt tilboðstryggingu, skal skila á aðalskrifstofu Flugleiða hf. fyrir kl. 12.00 þriðjudaginn 16. júlí 1996. Tilboðin verða opnuð í Þingsal 6, Hótel Loftleiðum, Reykjavíkurflugvelli, sama dag kl. 15.00 að viðstöddum þeím bjóðendum, sem þess kunna að óska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.