Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINIMING MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 3 7 ÞÓRUNN INGJALDSDÓTTIR +Þórunn In- gjaldsdóttir var fædd í Reykjavík 9. ágúst 1933. Hún lést á hjúkrunar- deild í Hrafnistu í Reykjavík hinn 25. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingjaldur fs- aksson frá Fífu- hvammi, f. 27. október 1909, d. 14. júní 1991 og Henri- ette T.M. ísaksson, fædd Niclasen 28. október 1910 í Vogi, Suðurey í Færeyjum, d. 15. janúar 1994. Systkin Þórunnar eru Bryn- hildur, f. 20. júlí 1937, búsett í Reykjavík og Magnús, f. 11. október 1942, kvæntur Birg- ittu Guðlaugsdóttur og eru þau búsett í Hafnarfirði. Eftirlifandi eiginmaður Þór- unnar er Ragnar Magni Magn- ússon, f. 9. september 1925 á Akureyri. Foreldrar hans voru Magnús Pétursson, kennari á Hvítárbakka í Borgarfirði og síðar á Akureyri og kona hans Guðrún Bjarnadóttir. Þórunn og Ragnar gengu í hjónaband 23. mars 1952. Börn þeirra eru: 1) Gunnar Magnús, f. 26. sept- ember 1952, kvæntur Frances Josephine Ragn- arsson. 2) Ingjald- ur Henry, f. 3. ág- úst 1955, kvæntur Hafdísi Oddu Ing- ólfsdóttur. Dætur þeirra eru Þórunn Inga og Inga Ragna. 3) Egill Þór, f. 7. desember 1959, kvæntur írisi Öldu Stef- ánsdóttur. Þeirra börn eru Pétur Ingi, Ingibjörg Ragn- heiður, Stefanie Esther, Atli Fannar og Hugrún Birta. 4) Eiríkur Snorri, f. 5. maí 1965 og 5) Leifur Ragnar, f. 5. maí 1965. Þórunn starfaði fjölda ára í Kvenfélagi Garðabæjar, sat þar í stjórn og gegndi for- mannsstarfi um tíma. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ mið- vikudaginn 3. júlí n.k. og hefst athöfnin kl. 15. Mágkona mín, Þórunn Ingjalds- dóttir húsfreyja hefur kvatt þennan heim og lagt af stað - þangað, sem sýn okkar nær ekki, aðeins vonin og trúin. Kvödd til nýrra viðfangs- efna, nýrra starfa. Þau gengu í hjónaband 23. mars 1952 Þórunn og Ragnar bróðir minn, bjuggu fyrstu árin í Reykjavík, en fluttust síðan til Bandaríkjanna. Þar bjuggu þau fyrst í Oakland í Kalifor- níu og síðar í Harrisburg í Pennsyl- vaníu. Þar fæddust þeim þrír synir, en tvo áttu þau fyrir. Eftir 16 ára búsetu í Bandaríkjunum fluttust þau heim til íslands með drengina sína fimm, settust að í Garðabæ og hafa búið þar síðan. Elsti sonurinn, Gunn- ar, fór að afloknu stúdentsprófi aft- ur til Bandaríkjanna, lagði þar stund á flugnám og síðar flugumferðar- stjórn, stofnaði þar heimili með bandarískri konu og hefur búið þar síðan. Þórunn var lífsglöð kona, kát og skemmtileg. Gat verið æringi á góðri stund og hafði næmt auga fyrir fyndni og öðrum skemmtilegheitum. Hún var heiðarleg til orðs og æðis, trygglynd og vinföst og mjög greið- vikin og hjálpfús sem og amma hennar og nafna, Þórunn í Fífu- hvammi, mun hafa verið. Hún hafði yndi af garðrækt og átti fallegan garð eins og margir Garðbæingar. Þórunn var félagslynd að eðlisfari og tók þátt í starfi Kvenfélags Garðabæjar frá því að hún fluttist í Garðabæinn og þar til heilsan brást. Sat í stjórn þess félags um tíma og sinnti formannsstarfi um skeið. Hún starfaði í allmörg ár í Garðaholti, samkomuhúsi Garðabæjar, og veitti því forstöðu um tíma ásamt Ingibjörgu Stephensen. En ævi- starf Þórunnar var húsmóður- starfið, störf eiginkonu og móður - og þau störf rækti hún af stakri prýði. Fyrir nokkrum árum fékk Þór- unn smáheilablæðingar og síðar Alzheimer-sjúkdóminn. Sjúkdóm, sem enn mun lítt þekktur, en læknavísindin glíma ótrauð við, sjúkdóm, sem hvað mest ræðst á þá öldruðu. En Þórunn var ekki komin í hóp þeirra öldruðu og því erfiðara að sætta sig við að hún skyldi verða fórnarlamb þessa erf- iða og oft óskiljanlega sjúkdóms. Ef til vill hafa höfuðmeiðsl vegna slysa fyrr á árum flýtt fyrir. En þrátt fyrir allt og allt var alltaf stutt í hið fallega bros Þórunnar allt fram á síðustu stund. Ragnar og yngstu synir hans tveir, Eirík- ur og Leifur, önnuðust Þórunni öll þau ár, er hún þurfti á að halda, af slíkri umhyggju og ást að aðdáun vakti. Það má vera huggun harmi gegn þegar ástvin- ur er syrgður, að þar var allt gert er í mannlegum mætti stóð til að létta byrðina. Eftir nokkur erfið ár heima fékk Þórunn dagvistun í Hlíðabæ, og síðustu mánuðina dvaldist hún í Hrafnistu í Reykja- vík. Þeir, sem þekkja starfsemi þessara stofnana og þurfa á hjálp þeirra að halda, hljóta að fyllast virðingu og þakklæti til þeirra SltlQ ouglýsingar Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Dagsferðir Ferðafélagsins: Miðvikudaginn 3. júlí kl. 20.00: Gullkistugjá - Kaldársel (kvöldganga). Verö kr. 700. Laugardaginn 6. júlí kl. 09.00: Búrfell - Þjófafoss. Sunnudagur7.ágúst kl. 08.00: Þrællyndisgata í Eld- borgarhrauni. kl. 08.00: Hafursfell á Snæfells- nesi. Brottför í ferðirnar er frá llm- ferðarmiðstöðinni, austanmeg- in, og Mörkinni 6. Helgarferðir 5.-7 .júlí: 1. Landmannalaugar - Hrafn- tinnusker - Torfajökull, skíða- og gönguferð. Gist í Laugum og Hrafntinnuskeri. 2. Landmannalaugar - Veiði- vötn. Gist í Landmannalaugum. 3. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.l. Ferðafélag (siands. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Lofgjörð, bæn og biblíulestur í kvöld kl. 20.00. Allir hjartanlega velkomnir. starfsmanna, sem þar starfa. Hlýja, umhyggja og virðing fyrir lífi og dauða er aðal þeirra. Með okkur Þórunni tókst einlæg vinátta, sem aldrei bar skugga á. Og fallegar minningar lifa þótt sam- ferðamaðurinn hverfi um tíma. Hlýjar kveðjur frá Gunnari elsta syni Þórunnar, sem ekki átti heim- angengt, bræðrum mínum tveimur, Sverri og Braga, og fjölskyldum þeirra, bárust vestan um haf, frá Bandaríkjunum. Megi blessun Guðs fylgja Þórunni. Ingibjörg R. Magnúsdóttir. Mín kæra vinkona Þórunn. Komin er kveðjustund, svo allt of fljótt-. Við, sem ætluðum að gera svo margt skemmtilegt þegar tími væri til og hinar daglegu annir við barnauppeldi og umönnun aldraðra foreldra væru að baki. Það er svo ferskt í minni eitt haustkvöld fyrir 25 árum þegar við hittumst í fyrsta sinn. Við vorum báðar nýfluttar í Garðahrepp og fannst sjálfsagt að ganga í Kvenfélag Garðahrepps til að kynnast betur konunum og fé- lagslífinu í hreppnum. Þarna hófust kynni okkar, sem staðið hafa alla tíð síðan. Þú varst heimskona, hafð- ir búið í mörg ár í Ameríku, en kom- in heim á ný með börn og bú. Það var aldrei nein hálfvelgja eða upp- gerð í því sem þú tókst þér fyrir hendur. Þetta kunnu konurnar í Kvenfélaginu að meta. Fyrr en varði, varst þú komin í stjórnina og síðan formaður um skeið. í þessu starfi voruð þið hjónin samstiga eins og í öðru. Munum við eftir Ragnari að aðstoða við að setja upp jólatré fyr- ir barnaböllin, eða við ýmsa aðra flutninga og tilfæringar á Garða- holti. Það duldist samt engum sem heimsótti ykkur á Stekkjarflöt, að sá starfsvettvangur þar sem þú naust þín best var innan veggja heimilisins. Að útbúa risastórar amerískar samlokur eða senda skyrtertu í verðlaunasamkeppni, þetta vafðist ekki fyrir þér. Um- hyggja sú sem þú sýndir manni þín- um, sonunum fimm, systur og öldr- uðum foreldrum var einstök og þannig birtist þú í endurminning- unni, önnum kafin, í garðinum, í ' eldhúsinu, að hjálpa foreldrum þín- um, eða að aðstoða Ragnar við fyr- irtæki ykkar. Það reyndi líka á þrautseigju þína, þegar Ragnar gat um tíma ekki sinnt fyrirtækinu eins og hann helst vildi. Þá stóðst þú þig eins og hetja, ákveðin í því að halda áfram. Þannig varst þú, gekkst ákveðin, örugg og brosandi að hverju verkefni, til að leysa þau. Þegar syrti að, þá fékkst þú líka uppskorið erfiðið og álagið. Einstakt hefur verið að fylgjast með stuðn- ingi þeim sem synir þínir, eiginmað- ur, mágkona, eins og reyndar fjöl- skyldan öll, hafa sýnt. Má segja að þau hafi slegið um þig skjaldborg og þannig veitt þér þann allra besta stuðning, virðingu og ástúð sem þeim var unnt. Elsku vinkona, ég kveð þig með söknuði, að eiga vináttu þína, að kynnast kjarki þínum, dugnaði og kærleika hefur verið mér dýrmætt veganesti í lífinu. Megi algóður Guð, sá sem öllu ræður, styðja og styrkja fjölskyldu þína. Far í friði. Þín vinkona, Marta. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Elsku amma Tóta er dáin. Mig langar til þess að þakka henni fyrir allar góðu stundirnar okkar sem við áttum saman. Það var alltaf gott og gaman að koma á Stekkjarflöt- ina. Amma tók alltaf vel á móti mér með bros á vör, hlæjandi og hlýleg. Hún átti mjög auðvelt með að koma mér til að hlæja. Amma lagði mikla áherslu á að ég kynni að synda. Þegar ég var ekki nema 4ra ára var hún farin að taka mig með í sundlaugina til að kenna mér sundtökin. Við dunduðum okkur oft saman heilu dagana í garðinum hennar. Þar ræktaði hún þau bestu jarðarber sem ég hef smakkað. Garðurinn hjá ömmu var alltaf svo fallegur, og hægt að rekja margar góðar og skemmtilegar stundir með ömmu Tótu þangað. Ég mun ávallt muna eftir ömmu minni sem var alltaf glöð og kát. „Því hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið. Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns.“ (Ur Spámanninum). Þórunn Inga Ingjaldsdóttir. Kveðja frá Kvenfélagi Garðabæjar I dag verður kvödd hinstu kveðju Þórunn Ingjaldsdóttir, félagskona í Kvenfélagi Garðabæjar, sem lést 25. júní á Hrafnistu í Reykjavík. Þórunn gekk í Kvenfélag Garða- bæjar árið 1970. Hún var virkur félagi og gegndi ýmsum trúnaðar- störfum. Arið 1975 var hún kosin í varastjórn félagsins og í aðalstjórn strax árið eftir. Hún var varafor- maður 1977-1979 og formaður frá 1979-1981. í hennar formannstíð var ráðist I miklar endurbætur og viðbygg- ingu á Garðaholti, samkomuhúsi Garðbæinga, en rekstiir þess hefur verið í höndum félagsins. Eins og nærri má geta voru verkefnin mörg við slikar framkvæmdir og leysti Þórunn forystuhlutverkið vel af hendi. Þegar Þórunn lét af formanns- starfinu, tók hún við rekstri Garða- holts ásamt vinkonu sinni Ingi- björgu Stephensen og önnuðust þær reksturinn _ í þijú ár með miklum ágætum. í öllum sínum störfum sýndi Þórunn mikinn dugnað og gott viðmót. Hún var ávallt reiðubú- in og jákvæð, þegar til hennar var leitað og var til þess tekið, hversu glæsilegur fulltrúi félagsins hún var. Síðustu árin hafa verið Þórunni erfið, því á meðan hún enn var á besta aldri brást heilsa hennar, en hún átti góða að, því eiginmaður hennar, Ragnar M. Magnússon, og fjölskyldan hafa annast hana af mikilli natni í hennar erfiðu veikind- um. Nú að leiðarlokum færum við henni einlæga þökk fyrir góð störf í þágu kvenfélagsins. Eiginmanni hennar og fjölskyldu vottum við innilega samúð okkar. Blessuð sé minning hennar. ANNA HERDÍS JÓNSDÓTTIR + Anna Herdís Jónsdóttir fæddist í Hvolsseli í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu 3. júlí 1903. Hún lést á heimili sínu í Hveragerði 12. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Staðastaðar- kirkju 22. júni. Kveðjuathöfn um Önnu Herdísi var haldin í Hveragerð- iskirkju 21. júní. Hin merka kona og farsæla Ijós- móðir Anna Herdís Jónsdóttir kvaddi þennan heim á heimili sínu í Hveragerði, en í dag 3. júlí hefði hún orðið 86 ára. Hún gekk undir Herdísar-nafninu alla tíð og nafn hennar jafnan nefnt með hlýju og virðingu. Herdís útskrifaðist úr Ljósmæðraskóla íslands 30.9. 1932. Varð ljósmóðir í Staðar- sveitarumdæmi 1. janúar 1933 og gegndi því umdæmi nær samfellt til ársins 1958 en tekur þá við Hveragerðisumdæmi allt til ársins 1975, svo starfstími hennar sem ljósmóður varð ein 42 ár en auk þess gegndi hún hjúkrunarstörfum um árabil. í upphafi skipulegrar fræðslu ljósmæðra hér á landi voru þau ráð lögð á af Bjarna Pálssyni land- lækni, að í hverri kirkjusókn skuli prestur útnefna sem ljósmæður þær konur sem hann veit skynsamastar, ráðvandastar og sem mesta reynslu hafa. Nokkur sögulegur fróðleikur liggur fyrir um líf og störf þessara merku kvenna, sem svo oft sigruðu hina ótrúlegustu erfiðleika í starfi með atorku, greind og trúnni á Guð sinn. Herdís skipaðist í raðir þess- ara kvenna. Hún var bæði ljúf og sterk, skynsöm, víðlesin, háttvís og yndisleg kona og manni leið vel í návist hennar, ekkei-t af þessu er of sagt. Hún var farsæl ljósmóðir sem dáði lífið og fegurð þess. Raunar finnst mér hún hafa far- ið ljósmóðurhöndum um allt líf, börnum fagnaði hún og rétti hendur sínar, blóm og tré ræktaði hún með þeim árangri að af bar. Hannyrðir hvers konar léku í höndum hennar og sköpunarþörfín var rík, en síst skal gleyma en geyma í minning- unni hennar sterka persónuleika í hinu hljóða látleysi. Herdís var ein- læg trúkona, með öðrum orðum, hún var andans maður. Árið 1962 réðst ég sem ljósmóð- ir á fæðingardeild Sól- vangs í Hafnarfirði. Þar fannst mér að öll- um liði vel, þessi fá- menna deild gaf mögu- leika á náinni sam- kennd með þeim er þangað sóttu. Þar hó- fust ný kynni, öll ánægjuleg og sum leiddu til ævilangra kynna og vináttu, það átti við um okkur Her- dísi sem einnig var þá ljósmóðir þar en bjó í Hveragerði. Enginn skyldi vanmeta per- sónuleg áhrif án margra orða, en svo var með Herdísi, ég fann góðu konuna áður en ég kynntist henni að marki. Kynni okkar þróuðust farsællega, í henni eignaðist ég traustan vin, vin sem ég gat leitað til og rætt við um okkar mannlegu vangaveltur og spurnir lífsins og dró mikinn lærdóm af. Herdís giftist Guðmundi Pálssyni frá Höskuldsey á Breiðafirði. Heim- ili þeirra var oft mannmargt og alltaf veitandi. Þar dvaldi langdvöl- um bæði aldrað og ungt fólk. Her- dísi var svo eiginlegt að hjálpa og gleðja og maður hennar stóð við hlið hennar og studdi sterkum hönd- um. Þau hjón eignuðust átta börn en fjögur þeirra dóu í frumbemsku en hin fjögur, tengdabörn og ömmu- börn öll kveðja nú ástríka móður, ömmu og tendamóður og Guðmund- ur elskulega og trausta eiginkonu. Fjölskyldunni allri votta ég ein- læga samúð á sorgarstund. Herdís var jarðsett við hlið barna sinna í Staðastaðar-kirkjugarði 22. júní sl. Herdísi Jónsdóttur ljósmóður kveð ég með dýpstu virðingu og hjartans þakklæti. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ljósmóðir allra alda ylrika vængi breiðir yfir íslenskar byggðir. ísland átti þær margar ágætar fyrr og síðar mæður manndóms og þroska. Þjóðin á mikið að þakka þeim sem hugga og gleðja. (H.H.) Steinuim Finnbogadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.