Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.07.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1996 15 Forsetakosningarnar í Rússlandi Þátttaka talin ráða úrslitum Seinni umferð forsetakosninganna í Rúss- landi fer fram í dag. Asgeir Sverrisson segir frá baráttunni síðustu dagana, veikind- um Jeltsíns forseta og telur sýnt að endur- kjör hans kunni að vera í hættu, reynist kosningaþátttaka lítil. .. ' KívÆ-WXv Reuter JELTSÍN hefur verið sjúkur síðustu daga og ekki komið fram opinberlega en í fyrradag sýndi rússneska sjónvarpið hann á fundi með Alexander Lebed. Var tilgangurinn augljóslega sá að kveða niður orðróm um, að forsetinn væri alvarlega veikur en það mistókst. Minnti Jeltsín helst á svefn- gengil og það leyndi sér ekki, að hann er ekki heill heilsu. LANGRI kosningabaráttu lýkur í dag í Rússlandi er landsmenn ganga að kjörborðinu og velja sér forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir hafa flestar gefið til kynna að Borís Jeltsín forseti muni bera sigurorð af frambjóðanda kommúnista, Gennadíj Tsjúganov, en efasemdir um heilsu forsetans á síðustu dögum og mikli stjómmálaþreyta í röðum almennings gera að verkum að eng- an veginn er öruggt að Jeltsín verði endurkjörinn. Þar með kann að skapast óvissa um að framhald verði á lýðræðisþróun og markaðsvæð- ingu í þessu stærsta ríki heims. Upp er runnin mikilvægasta stundin í stjórnmálaþróuninni í Rússlandi frá því að landið reis úr öskustónni á rústum Sovétríkjanna um áramótin 1991-1992. í fyrri umferð kosninganna sem fram fór í júní bar Jeltsín nauman sigur úr býtum, hlaut um 35% at- kvæða gegn um 32% Tsjúganovs. Þótt einungis sé liðinn hálfur mán- uður frá því að fyrri umferðin fór fram hefur mikið vatn runnið til sjávar í rússneskum stjórnmálum. Hreinsað til í Kreml Jeltsín hreinsaði til í röðum æðstu herforingja, rak sjö þeirra og varn- armálaráðherrann óvinsæla Pavei Gratsjov og leiddi til öndvegis hers- höfðingjann fyrrverandi Alexander Lebed, sem varð þriðji í röðinni í fyrri umferðinni með um 15% at- kvæða, um ellefu miljónir kjósenda, á bak við sig. Án nokkurs vafa var þetta liður í áætlun sem gerð hafði verið fyrir kosningarnar, trúlega í aprílmánuði, og hún gekk upp. Lebed er nú forseti öryggisráðs Rússlands og hefur gert óbeint til- kall til embættis varaforseta. Hann nýtur mikilla vinsælda og virðingar í Rússlandi og Jeltsín treystir á að Lebed geti fært honum þau atkvæði sem upp á vantar til að hljóta hrein- an meirihluta í seinni umferðinni í dag. Þá hefur umbótasinninn Gríg- oríj Javlínskíj lýst yfir óbeinum stuðningi við Jeltsín for- seta en hann hlaut rúm 7% atkvæðanna í fyrri umferðinni. Við eðlilegar aðstæður ætti allt það sem að ofan er ritað að duga til að tryggja Jelts- ín forseta endurkjör. Hins vegar hefur ýmislegt gerst á síðustu vikum sem orðið hefur til þess að draga úr sigurvonum Jeltsíns. Þar ræður tvennt mestu; forsetinn hefur ekki náð að ljúka kosningabaráttunni með þeim krafti sem einkennt hafði hana allt frá upphafi vegna veikinda sem ýmsum þykja grunsamleg þótt undirsátar forsetans segi þau aðeins smávægileg; kvef og þreytu. Þá bendir allt til þess að kosningaþátt- taka verði dræm sem koma mun Tsjúganov og kommúnistum sérlega vel. Loks eru Rússar dyntótt fólk þegar kemur að kosningum, þótt kannanir í fyrri umferðinni hafi reynst nokkuð nákvæmar. Tvíþætt herferð Jeltsíns Jeltsín hefur einkum lagt áherslu á tvennt á þeim dögum sem liðnir eru frá fyrri umferðinni. í fyrsta lagi hefur hann lagt allt í sölurnar í því skyni að fá Rússa til að mæta á kjörstað og taka þátt í kosningun- um. I þessu efni hefur hann mjög reynt að höfða til ungra kjósenda í borgum og m.a. stigið eftirminnileg dansspor á sviði undir ærandi undir- leik rússneskra rokktónlistarmanna. í öðru lagi hefur hann freistað þess að koma fram sem holdtekja stöðug- leikans í Rússlandi. í þessu skyni hefur hann óspart beitt Lebed sem talað hefur til þjóðarinnar og reynt að sefa ótta hennar með skriðþunga sínum, alvörusvip og malarröddinni grófu. Þetta virðist hafa borið ágæt- an árangur. Með þokkalega her- skáum yfirlýsingum um óæskileg erlend áhrif og nauðsyn festu og stöðugleika hefur Jeltsín beitt Lebed fyrir sig í þeirri von að geta hoggið skörð í fylgisraðir kommúnista. Gennadíj Tsjúganov átti í miklum erfiðleikum í fyrri umferðinni. Boð- skapur hans var á reiki og óánægju gætti innan flokks hans. Frambjóð- andinn kom ýmist fram sem tals- maður þess að horfið yrði aftur til miðstýringar og þjóðnýtingar Sovét- tímabilsins eða sem framfarasinnað- ur jafnaðarmaður sem fyrst og fremst væri umhugað um að lina þjáningar þjóðarinnar vegna um- skiptanna til markaðsbúskapar. Hin pólitíska ímynd hans var óskýr. Nú virðist Tsjúganov hafa gert sér ljóst að hann verði að koma fram sem fulltrúi nýrrar rússneskrar jafnaðar- mennsku er hvíli á lýðræðislegum grunni. Með þessu móti hefur hann leitað inn á miðjuna. Hann hefur létt mjög kosningabaráttu sína, birst dansandi með blómarósum og sést skemmta sér konunglega með drep- fyndnum og frjálslegum vinum sínum í blakleikj- um. Hann hefur freistað þess að skapa þá ímynd að þar fari aðeins venju- legur - en að sönnu óvenju ábyrgðarfullur maður - sem hafi áhyggjur af þróun mála í heimalandi sínu og vilji hafa þar nokkur áhrif á. Hlutdrægni fjölmiðla Kommúnistar hafa kvartað mjög undan því að aðgangur þeirra að fjölmiðlum sé heftur, forráðamenn ríkismiðla leyfi sér meira að segja að neita að birta auglýsingar þeirra. Þessar kvartanir eiga vísast við rök að styðjast. Fjölmiðlar hafa verið hallir undir Jeltsín og áróður komm- únista í sjónvarpi allra landsmanna hefur ekki farið hátt. Nýjasta dæm- ið um þessa hlutdrægni fjölmiðla er lítill sem enginn fréttaflutningur af meintum veikindum forsetans. Þótt Jeitsín hafí nú ekki sést opin- berlega í sex daga hefur sú frétt ekki náð til almennings í Rússlandi. Hún hefur vakið hefðbundnar vangaveltur og sögusagnir í Moskvu og vafalaust einnig í nokkrum öðr- um stærstu borgunum en annars staðar hefur alþýðu manna ekki verið skýrt frá þessu. Forsetinn kom fram í sjónvarpi á mánudag og varð sú frammistaða til þess að vekja gamla Kremlar- fræðinga aftur til lífsins og fylla þá áhuga á ný. Jeltsín líktist einna helst eikardrumbi eða stríðsmálaðri múmíu. Hann flutti erindi sem varði í um fjórar mínútur og var ekki í beinni útsendingu. Jeltsín reyndi að sannfæra þjóðina um að hann væri maðurinn til að stýra rússnesku þjóðarskútunnni i átt til lýðræðis frelsis og hagsældar. Röddin þótti heldur rám, sem virtist staðfesta fullyrðingar aðstoðarmanna hans um að Jeltsín þjáðist af þreytu og kvefí. Forsetinn var á hinn bóginn gjörsamlega svipbrigðalaus og tæp- ast með lífsmarki. Varð þetta eðli- lega til að kveikja vangaveltur um að Jeltsín væri alvarlega veikur en hann fékk tvívegis hjartaáfall á síð- asta ári. Virtist hann þá fársjúkur og nánast fullvíst að dagar hans í embætti væru senn taldir. Jeltsín vaknaði hins vegar aftur til lífsins og sýndi aðdáunarverða seiglu á síðustu vikum kosningabaráttunnar. Nú velta menn því fyrir sér hvort múmían lifni við á ný því Jeltsín hefur oft áður birst í slíku drumbs- líki í rússneskum fjölmiðlum. Andstæðingar forsetans hafa reynt að nýta sér til fullnustu meint veikindi hans. Gennadíj Tsjúganov krafðist þess að opinber rannsókn færi fram á heilsufari Jeltsíns og að seinni umferð kosninganna yrði frestað. Sagði hann öldungis ljóst að Jeltsín væri fársjúkur maður og ófær um að stjórna Rússlandi. Fársjúkir leiðtogar Hvaða áhrif munu veikindi Jelts- íns og fjarvera hans síðustu dagana hafa í kosningunum í dag? Þess er fyrst að geta að Rússar hafa löngum vanist því að sjá leiðtoga sína í slíku ástandi í fjölmiðlum og vangaveltur og sögusagnir um heilsufar keisar- ans/leiðtogans hafa löngum verið eðlilegur hluti af rússnesku þjóðlífi. Byltingarleiðtoginn Vladímír Lenín var fársjúkur maður síðustu æviár sín og gat lítið sem ekkert starfað. Valdabaráttan hefur löngum hafíst við sjúkrabeð hins deyjandi leiðtoga í Rússlandi. Þeir Júríj Andropov og Konstantín Tsjernenko, eftirmenn Leoníds Brezhnevs og forverar Mík- haíls Gorbatsjovs, áttu við mikil veikindi að stríða í þann skamma tíma sem þeir voru við völd. Ákvarð- anirnar tóku þá undirsátar þeirra við sjúkrarúm hins sjúka leiðtoga. Lengst gekk þetta þó í valdatíð Brezhnevs sem var öldungis óvinnu- fær og meðvitundarlítill síðustu æviárin. Margar skjalfestar frá- sagnir af veikindum hans hafa kom- ið fram á síðustu árum. Fyrrum háttsettir menn innan Sovétkerfis- ins hafa lýst því hvernig þeim mætti maður í drumbs- eða múmíumynd á fundum, gjörsamlega þrotinn af kröftum og við litla meðvitund. í nýrri bók („From the Shadows" út- gef. Simon & Schuster) sem Robert Gates, fyrrum yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefur sent frá sér segir hann frá því er verið var að flytja Brezhnev á milli her- bergja á leiðtogafundi hans og Jimmy Carters Bandaríkjaforseta í Vínarborg í júnímánuði 1979. Tveir risavaxnir KGB-menn gengu þá jafnan við hlið Brezhnevs, héldu undir handlegg hans og leiddu hann áfram. Þegar leiðtoginn þurfti að fara á milli hæða báru tröllin hann upp stigana. Þetta var um þremur árum áður en Brezhnev kvaddi þennan heim. Rússar eru því alvanir að leiðtog- ar þeirra veikist og birtist í torkenni- legu ástandi á sjónvarpsskermum landsmanna. Sú staðreynd ein og sér mun ekki duga til þess að fella Jeltsín í kosningunum í dag auk þess sem skipulega hefur verið reynt að draga úr áhrifum þessa eins og fyrr var getið. Fullvíst má og telja að hin nýja valdastaða Alexanders Lebeds mun verða til þess að sefa ótta þeirra sem kunna að fýllast hræðslu vegna þessa. Hann er nú ímynd stöðugleik- ans í Rússlandi og stór hluti þjóðar- innar treystir honum. Veikindi leið- togans þurfa því ekki að vera ávísun á óstöðugieika, líkt og sagan sýnir. Kosningaþreyta og kæruleysi Það er miklu frekar sérstakt áhyggjuefni fyrir Jeltsín og valda- hópinn í kringum hann að svo virðist sem al- menningur í Rússlandi sé búinn að fá nóg af stjórn- málum og tilheyrandi kosningabaráttu að sinni. Þetta getur sannast sagna tæpast talist undrunarefni. í raun hefur baráttan um forsetaembættið staðið allt þetta ár og þar áður fóru fram fyrirferðarmiklar þingkosningar. í raun er það undrunarefni og lofsam- leg umsögn um lýðræðið í Rússlandi að um 70% skyldu taka þátt í fyrri umferðinni. Nú blasir önnur staða við. Kann- anir í stærstu borgunum, þar sem Jeltsín nýtur yfirburðafylgis, hafa gefið til kynna að margir ætli að nýta sér fríið á kjördag en kjósa ekki. Svo virðist sem almennt sé talið víst að Jeltsín muni fara með sigur af hólmi og í herbúðum forset- ans óttast menn mjög að sigurvissa og ákveðið kæruleysi hafí náð að skjóta rótum. Afleiðingamar gætu orðið skelfilegar fyrir forsetann. Fullvíst er að fylgismenn kommún- ista munu skila sér á kjörfund. Flokkurinn er eina stjórnmálaaflið í landinu sem teljast má vel skipu- lagt. Kjósendur flokksins eru eink- um eldra fólk, eftirlaunaþegar og aðrir þjóðfélagshópar sem umbóta- stefnan svonefnda hefur leikið grátt og skert lífskjörin hjá, Þegar fylgi Jeltsíns í fyrri umferð- inni er skoðað virðist ljóst að kosn- ingaþátttakan má ekki verða undir 60% eigi forsetinn að halda velli. í því efni er ljóst að þátttakan í stærstu borgunum fimm verður að reynast mikil þar eð kommúnistar eru sterkir á landsbyggðinni. Þótt skoðanakannanir hafi reynst þokkalega áreiðanlegar í fyrri um- ferðinni er ekki þar með sagt að það eigi við í hinni síðari. Kannanir hafa flestar gefið til kynna að Jelts- ín muni sigra en tölurnar hafa verið ákaflega misvísandi. Fyrirtæki sem reynst hafa farið nærri um úrslit kosninga í Rússlandi spá því að munurinn geti reynst um fíögur og í mesta lagi sex prósentustig. Það ætti að nægja til að fylla menn Jelts- íns skelfingu. I einni könnun kváð- ust 50% þátttakenda ætla að kjósa forsetann, 46% Tsjúganov en af- gangurinn kvaðst ætla að hafna báðum án þess þó að skila auðu eða gera ógilt sem er lýðræðislegur val- kostur er Rússar hafa innleitt í kosn- ingum sínum. Ráða veðurguðirnir? Tvær kannanir sem kynntar voru á sunnudagskvöld gáfu til kynna að einungis um helmingur kjósenda í Moskvu og St. Pétursborg hygðist neyta atkvæðisréttar síns. Þá hefur komið í ljós að ungt fólk í borgunum virðist vera sérlega kærulaust í þessu efni og að algjörlega er óvíst hvort þessir kjósendur, sem ættu flestir sem allir að styðja Jeltsín, hafa fyrir því að ganga á kjörfund. Reyn- ist þetta rétt eru Jeltsín og menn hans í miklum vanda og búast má við tvísýnum og spennandi kosningum. Veðurguðirnir hafa einnig áhrif á kosningar austur í Rússlandi sem annars staðar í heiminum. Sólskin hefur almennt þau áhrif að almenn- ingur flykkist út og fer þá um leið á kjörstað. Góða veðrið mun því gagnast Jeltsín. Rigning og dimm- viðri verður hins vegar til þess að kjósendur halda sig heima. Berist sjónvarpsmyndir frá Moskvu og Pétursborg af almenningi í hams- lausu ísáti, sem er helsta skemmtun Rússa á góðviðrisdögum, verður óhætt að ætla að Jeltsín eigi góða sigurmöguleika. Kvarta undan hlutdrægni fjölmiðla Lebed er ímynd stöðug- leikans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.