Morgunblaðið - 22.02.1997, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.02.1997, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Þrír ferðaþjónustuaðilar skipuleggja ferðir í Fjörður og á Látraströnd Gist í neyðar- skýlum SVFÍ án leyfis NEYÐARSKÝLI SVFÍ á Þönglabakka í Þorgeirsfirði í Fjörðum. SLYSAVARNAFÉLAG íslands á þrjú neyðarskýli í Fjörðum og á Látraströnd og hefur Björgunar- sveitin Ægir á Grenivík haft um- sjón með þeim. Skýlin hafa verið mikið notuð af ferðafólki til fjölda ára, lengi vel af fólki sem ferðað- ist á eigin vegum, en í seinni tíð hafa ferðaþjónustuaðilar sem gert hafa út á svæðin verið þar fyrir- ferðarmiklir. Jónas Baldursson, formaður Björgunarsveitarinnar á Grenivík, segir að á liðnum árum hafi verið nokkuð um árekstra í húsunum og hann telur hættu á enn frekari árekstrum í sumar. „Við vitum þó að ferðaþjónustuaðilarnir sem selja ferðir á svæðin hafa skipu- lagt ferðir sínar þannig að síður komi til árekstra í húsunum. Mér er þó ekki kunnugt um að ferða- þjónustuaðilarnir hafi leyfi til að nota húsin og því síður að selja ferðir á svæðin með gistingu í húsum SVFÍ eins og tíðkast hef- ur.“ Messur AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimili kl. 11 á morgun. Öll börn hjartan- lega velkomin. Munið kirkjubíl- ana. Guðsþjónusta kl. 14 á morgun, Æskulýðsfundur kl. 17. Biblíulestur í safnaðar- heimili kl. 20.30 á mánudags- kvöld. GLERÁRKIRKJA: Barna- samkoma kl. 11 á morgun. Messa kl. 14. Kirkjukaffi kven- félagsins verður í safnaðarsal að messu lokinni. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir guðfræðingur fjallar um fon/arnir í erindi um unglinga, vímuefnavanda og fjölskylduna. Foreldrar ferm- ingarbarna hvattir til að mæta. Barnagæsla og samvera fyrir börn á meðan messað er. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 17 á sunnudag. Kyrrðar- og bænastund kl. 18.10. á þriðju- dag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun. Almenn samkoma kl. 17, ath. breyttan tíma. Ungt fólk verður í fararbroddi á þessari samkomu. Sérstakir gestir verða Miriam Óskars- dóttir og Óskar Jakobsson frá Reykjavík. Mikill söngur og tónlist. Heimilasambandið kl. 16 á mánudag. Krakkaklúb- bur á miðvikudag kl. 17 og biblía og bæn kl. 20.30 sama dag. Elleftu plús mínus á fimmtudag kl. 17, hjálpar- flokku kl. 20.30 sama dag. Allir velkomnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Vakningasamkoma á sunnu- dag kl. 14. Bænastundir verða milli kl. 6 og 7 á mánudags, miðvikudags- og föstudags- morgun. Mikill og fjölbreyttur söngur. Allir velkomnir. Vonar- línan, sími 462-1210, símsvari allan sólarhringinn með orð úr ritningunni sem gefa hugg- un og von. SJÓNARHÆÐ: Sunnu dagaskóli á morgun, sunnu- dag kl. 13.30 í Lundarskóla. Almenn samkoma á Sjónar- hæð kl. 17. Ástjarnarfundur á mánudag kl. 18 á Sjónarhæð. Unglingafundur föstudag kl. 20.30 á Sjónarhæð. Allir eru velkomnir. Esther Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri SVFÍ, segir það stefnu félagsins að reka neyðar- skýli og upphaflega voru þetta skipbrotsmannaskýli fyrir sjófar- endur sem lentu í erfiðleikum eða sjávarháska. „Menn hafa verið ansi fúlir yfir því að við skulum ekki leyfa útlendingum að nota skýlin sem gistiheimili. Hins veg- ar er ljóst að við þurfum að bregð- ast við breyttum aðstæðum og meðal þess sem verið er að skoða, er hvort við eigum ekki að taka niður eitthvað af skýlunum okk- ar. Það er verið að meta þörfina, félagið á um 70 skýli um allt land en innan félagsins eru mjög skipt- ar skoðanir um hvað eigi að gera.“ Esther segir að félagið geti ekki farið út í það að leigja skýlin og haft þannig tekjur af þeim, þar sem slíkt myndi líka þýða útgjöld á móti. Hún segir að mörg skýlin séu ekki upp á marga fiska en þau séu skjól í vondum veðrum. JEPPADAGUR fjölskyldunnar, sem Ferðaklúbburinn 4x4, Eyja- fjarðardeild, efnir til, verður á morgun, sunnudaginn 23. febr- úar. Aætlað er að leggja af stað kl. 10.30 frá Leirunesti en mæting er hálftíma fyrr eða kl. 10. Unnsteinn Jónsson, formaður deildarinnar, sagði að ekið yrði sem leið lægi austur í Sörlastaði í Fnjóskadal. Þar verður boðið upp á kakó og samlokur og brugðið á leik, en fólk er beðið um að taka með sér sleða og snjóþotur fyrir börnin. Ef veður og færð leyfa sagði Unnsteinn að einhveijir LÆKKUN opinberra gjalda er það sem bæjaryfirvöld geta helst lagt af mörkum til uppbyggingar at- vinnulífs og að stuðla að góðu rekstrarumhverfi á Akureyri að mati stjórnenda fyrirtækja í bænum að þvi er fram kom í könnun á ýmsum þáttum atvinnulífsins sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri í samvinnu við atvinnu- málanefnd stóð að. Fyrstir koma fyrstir fá Stefán Kristjánsson á Grýtu- bakka II í Grýtubakkahreppi hefur rekið ferðaþjónustu til fjölda ára og hann hefur skipulagt ferðir á Látraströnd og í Fjörður. Hann segir að ekki sé hægt að leigja skýlin út, þar sem ekki hafa verið samstaða um slíkt innan SVFÍ. „Og á meðan þetta ástand varir, eru húsin þarna og opin og fyrstir koma fyrstir fá. Þetta er mjög bagalegt fyrir heimamenn sem eru að reyna að byggja hér upp ferða1 þjónustu. Ég hef því breytt mínum auglýsingum urn ferðir á þessi svæði og tek fram að gist verði í tjöldum. Ég get ekki lofað því sem ég get ekki staðið við. Þetta veldur vissum erfiðleikum því göngufólk vill miklu frekar sofa í húsum en tjöldum.“ myndu eflaust aka lengra inn í dalinn. Áætlað er að aka gömlu leiðina yfir Vaðlaheiði heim. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til jeppadags fjölskyldunnar, fyrst var farið að Baugaseli í Barkárdal en fólk í um 30 bílum tók þátt í þeirri ferð. Næst var ekið á 56 bílum austur á Þeistar- eyki og gerir Unnsteinn ráð fyrir að enn munu ferðalöngunum fjölga. Ekki bara pabbasport „Við leggjum áherslu á að allir geta farið með, hvort heldur þeir Alls bárust svör frá stjórnendum 161 fyrirtækis í könnuninni, en hún er liður í því að bæta þjónustu við atvinnulífið og er áætlað að gera svipaða könnun á tveggja ára fresti til að fá samanburð. Ahættufj ármagn Auk þess að lækka opinber gjöld nefndu forsvarmenn fyrirtækjanna einnig lækkun veitugjalda sem lið Kyrrðin hverfur með fjöldanum Fyrirtæki Stefáns, Pólarhestar, hefur starfað frá árinu 1985 og fyrstu árin var hann eini aðilinn sem stóð fyrir skipulögðum ferðum á þessi svæði. „Þessi vandræði byijuðu fyrir um þremur árum, um leið og fleiri fóru að standa fyrir skipulögðum ferðum, auk þess sem fólki á eigin vegum fór einnig fjölg- andi. „Menn eru alltaf að leita að kyrrðinni, en hún hverfur þegar allir finna hana á sama stað,“ seg- ir Stefán. Auk Pólarhesta standa Fjörð- ungur á Grenivík og Höldur á Akureyri fyrir skipulögðum ferðum í Fjörður og á Látraströnd. Þessir þrír aðilar hafa gert samkomulag sín í milli að vera ekki á svæðinu á sama tíma. eru á breyttum eða óbreyttum bílum og þá viljum við með þessum jeppadegi einnig sýna fram á að jeppaferðir að vetri eru ekki bara „pabbasport," öll fjöiskyldan get- ur tekið þátt. Jeppadagur fjölskyldunnar er einn af árlegum viðburðum í starf- semi klúbbsins, auk hans eru farn- ar tvær haustferðir og þá koma féiagsmenn saman á þorrablóti árlega. Undanfarin ár hafa félag- ar unnið við að koma sér upp skála á Réttartorfu í Bárðardal og er hann nú að sögn Unnsteins nánast tilbúinn. í því að byggja upp atvinnulífið og stuðla að góðu rekstrarumhverfi. Að hafa á hendi áhættufjármagn til nýsköpunar og tilraunastarf- semi og einnig var nefnt að Akur- eyrarbær ætti ekki að reka starf- semi í samkeppni við fyrirtæki á staðnum. Nokkrir nefndu að bjóða ætti út fleiri verkefni og að tryggja réttlæti í úthlutun verkefna bæjar- ins. Allur þorra- matur búinn Margir leiðir ALLUR þorramatur á Akureyri og þó víðar væri leitað er upp- seldur. Þeir sem ætluðu að nota síðustu daga þorrans og gæða sér á súrmat gripu í tómt. „Það er töluvert síðan þorra- maturinn frá okkur kláraðist," sagði Öm Óskarsson markaðs- stjóri Nýja bautabúrsins á Ak- ureyri. Hann sagði að fyrirtæk- ið hefði framleitt mun meira en til að mynda á síðasta ári, en salan verið þess meiri. „Þorra- maturinn okkar var búinn fyrstu vikuna í febrúar, nema það sem fólk var búið að taka frá fyrirfram." Þorrablótin færð fram Örn sagði greinilegt að fólk væri farið að færa þorrablótin fram, til að mynda hefði fyrsta sendingin þeirra farið á þorra- blót sem haldið var 2. janúar, þegar enn vantaði þijár vikur upp á að þorri gengi í garð. „Við vildum auðvitað geta boðið upp á þorramat út allan þorrann, en það virðist ómögu- legt að reikna þetta út fyrirfram. Þetta er viðkvæmur matur og selst bara á ákveðnu tímabili. Menn vilja ekki sitja upp með mikið magn eftir þorrann, því yrði að henda,“ sagði Öm. „Það hefur mikið verið hringt undan- farið og margir eru svekktir." Samfrímúrarareglan Opinn kynn- ingarfundur SAM-frímúrarareglan á Akureyri efnir til opins kynningarfundar á morgun, sunnudaginn 23. febrúar kl. 14 í húsnæði reglunnar, Glerár- götu 34, 3. hæð, en gengið er inn að austan. Sam-frímúrarareglan á Akureyri varð 70 ára í vikunni og í tilefni af því er ætlunin að kynna starfsemi hennar, en Njörður P. Njarðvík mun hafa framsögu og svara fyrirspurn- um. Þetta er í fyrsta sinn hér á landi sem sam-frímúrararegla kynnir sína starfsemi. -----» ♦ ♦---- Bikarmót í alpagreinum FYRSTA Bikarmót Skíðasambands íslands í alpagreinum í flokki 13-14 ára fer fram í Hlíðarfjalli um helg- ina. Keppt verður í svigi og stórsvigi í pilta- og stúlknaflokki og eru um 120 keppendur skráðir til leiks. Keppni hefst kl. 10 í dag, laugar- dag og á sama tíma á morgun sunnu- dag. Piltarnir keppa í stórsvigi fyrri daginn en stúlkurnar í svigi. Mjög gott skíðafæri er í Hlíðarfjalli og nægur snjór og því ætti almenningur einnig að geta verið á ferðinni í fjall- inu um helgina líkt og keppnisfólkið. -----» ♦ ♦---- Fundað um framtíð flugs FRAMTÍÐ innanlandsflugs er yfir- skrift hádegisverðarfundar sem efnt verður til á veitingastaðnum Fiðlar- anum á mánudag 24. febrúar frá kl. 12 til 13.30. Frummælendur eru Páll Halldórs- son framkvæmdastjóri innanlands- flugs Flugleiða og Omar Benedikts- son stjórnarformaður íslandsflugs. Atvinnumálanefnd Akureyrar, Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar, Rann- sóknarstofnun Háskólans á Akureyri og Dagur-Tíminn efna til fundarins. Morgunblaðið/Kristján GUÐMUNDUR Birgir Heiðarsson forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvarinnar og Unnsteinn Jóns- son, formaður Eyjafjarðardeildar Ferðaklúbbsins 4x4, brugðu sér upp í Fálkafell í vikunni, rétt til að hita upp fyrir jeppadag fjölskyldunnar sem verður á morgun. Jeppadagur fjölskyldunnar Framlag bæjaryfirvalda til atvinnulífsins Best að lækka gjöldin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.