Morgunblaðið - 22.02.1997, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.02.1997, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 UR VERINUY ÚR VERINU Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson LOÐNUSKIPIÐ Víkurberg GK landaði afla um borð í frystitogarann Sigli SI. Slagurinn um loðn- una berst vestur með Reykjanesi Loðnuskipið Háberg GK frá Grindavík var varla komið út úr innsiglingunni við Grinda- víkurhöfn um hádegisbilið í gær þegar Þor- steinn Símonarson skipstjóri æpti „klárir“ á mannskapinn enda kapplóðaði á astikinu hjá honum í brúnni. Hann fór einn hring og mat aðstæður og síðan kallaði hann „lago“. Kristínn Benediktsson fylgdist með at- ganginum um borð og festi atburði á filmu. lyki við að fylla hjá sér. Þorsteinn skipstjóri á Háberginu var langt kominn að snurpa þegar spilið fór af, en glussarör hafði gefið sig niðri í vél. Vélstjórarnir brugðust skjótt við, löguðu rörið en allt tók sinn tíma og vélarrúmið og þeir sjálfir voru löðrandi í glussa áður en viðgerð lauk. Ljósavélin var notuð til þess að klára að snurpa, en stoppið gerði það að verkum að loðnunni tókst að stinga sér niður um opið á nótinni sem hafði ekki lokast. Menn blótuðu eins og vera ber þegar ekki leikur allt í lyndi, varla kom meira en 100 tonn úr kastinu svo kasta varð aftur. SLAGURINN um Ioðnu í frystingu á Japan og Rússland stóð enn í gær og lagðist Oddeyrin EA upp að löndunartækjunum þegar Há- bergið fór frá. Skammturinn sem skipin komu með er 300-400 tonn svo hægt sé að hafa hráefnið sem ferskast í frystinguna. Á miðunum voru fá skip. Örn KE, Heimaey VE og Víkurberg GK, voru fyrir vestan íslandslax hf. að veiðum. Nokkur skip voru austar en sú loðna var smá og fór í bræðslu. Jón Sigurðsson GK beið eftir flóðinu til að komast inn til Grindavíkur, en önnur loðnuskip voru á siglingu til og frá miðunum eða að biða eftir löndun eftir því hvar þau eru í viðskiptum. Frystitogarinn Siglir SI lónaði fyrir utan ströndina, út af íslands- laxi hf., sem er rétt vestan Grindavíkur. Þar var megin loðnugangan og var skipstjórinn að kalla eftir loðnu í frystingu svo þijátíu karlar hefðu verkefni, eins og hann orðaði það í talstöðina. MENN eru spenntir þegar þeir vigta, flokka og telja fjölda hrygna í kílói. Reynir á Víkurberginu GK lofaði að færa honum loðnu, því hann hefði trúlega afgang þegar hann Illu heilli var flokkun á loðnunni í þessu kasti betri en oft áður, meira af kerlingu heldur en karli, um 55 stykki í kílói, sem gerði það sárar að missa kastið. Nú þurfti að kasta aftur og var Þorsteinn að sneiða utan í loðnutorfuna til að fá ekki of stórt kast vegna skömmtunarinnar. Kominn var þungur sjór og gekk á með éljum þannig að á mörkunum var að hægt væri að kasta, en það hafð- ist. Þó flokkunin væri heldur lakari en áður létu menn það ekki á sig fá. Hábergið var komið inn til hafn- ar um klukkan fjögur og stóð á endum að Oddeyrin EA var að klára löndun. Jón Sigurðsson GK beið hins vegar enn eftir nægilegu flóði, því hann er miklu djúpristari en hin skipin. Þannig gengur slagurinn um loðnuna enn um sinn og senn kem- ur að því að loðnan hefur náð hrognafyllingu. Þá hefst hrogna- frysting með sama móð og nú, því hver klukkustund er dýrmæt með- an vertíðin stendur. SKIPVERJAR á Háberginu ánægðir við fullt karið ofan á lestar- lúgunni, áður en hleypt er niður úr því. ÞORSTEINN Símonarson skipstjóri á Háberginu mátti ekki vera að því að líta upp frá tækjunum. GLUSSARÖR gaf sig niðri í vél og vélsljórarnir brugðust slgótt við. ADDI stýrimaður borðar hrogn úr 30-40 hrygnum á dag. „Mesta lostæti,“ segir hann. RYMINGARSALA ALDARINNAR Verslunin hættir - allt á að seljast - meiri afsláttur allt að Mikið úrval af úlpum, skíðagöllum, skíðabuxum, hanskar, útivistar- fatnaður, íþróttagallar, íþróttaskór o.fl. o.fl. fyrir fullorðna og börn. Opnunartími: Mánud.-föstud. kl. 10-18, laugard kl. 10-16 Nóatúni 17, sími 511 3555 »hummél © SPORTBÚÐIN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.