Morgunblaðið - 22.02.1997, Side 25

Morgunblaðið - 22.02.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 25 Viðræður um lausn gíslamáls LEIÐTOGI skæruliða Tupac Amaru-hreyfingarinnar, Nestor Cerpa Cartolini, átti í gær fund með samningamanni rík- isstjórnar Perú, um lausn gísla- málsins, en 72 menn hafa nú verið í haldi skæruliða í 66 daga í Lima. Er þetta í fyrsta sinn sem Cerpa fundar með stjórn- völdum. Eftir fundinn sagði Juan Luis Cipriani, biskup, sem hefur verið milligöngumaður í deilunni, að „uppbyggilegur andi“ hefði verið á fundinum. Diplómati ákærður EMBÆTTISMAÐUR í sendi- ráði Georgíu í Bandaríkjunum, sem sviptur hafði verið frið- helgi diplómata, gaf sig fram við lögreglu í Washington á fimmtudag, og var hann sam- stundis ákærður fyrir að aka ölvaður og valda árekstri fimm bifreiða, sem kostaði unglings- stúlku lífið. Maðurinn gekk næstur sendiherranum að völd- um áður en slysið varð. Saka Búr- úndíher um fjöldamorð ERLENDIR hjálparstarfsmenn fullyrða að her Búrúndí hafi myrt yfir 150 óbreytta borgara í suðurhluta landsins til að hefna fyrir árásir skæruliða af Hútú-ættbálki. Herinn neitar þessum ásökunum. Chirae í Rúmeníu JACQUES Chirac, forseti Frakklands, fór í gær í opin- bera heimsókn til Rúmeníu en það er í fyrsta sinn í sex ár sem leiðtogi eins af stærstu vest- rænu ríkjunum heimsækir landið. Vonast rúmenska stjórnin til þess að heimsóknin verði til þess að Frakkar leggi enn frekari áherslu á að Rúm- eníu verði boðin aðild að Atl- antshafsbandalaginu. Húsmæður í smyglhring FIMM húsmæður sem búa í úthverfi New York, voru nýlega staðnar að því að smygla her- óníni og kókaíni fyrir sem svar- ar til tugmilljóna ísl. kr. frá Suður-Ameríku. Þóttust kon- urnar vera ferðamenn en reyndust svokölluð burðardýr fyrir eiturlyf. Konurnar höfðu farið tvær til þijár ferðir á ári fyrir eiturlyfjasmyglara en alls voru fjórtán manns handtekin í tengslum við málið. Sonur forsetans yfirheyrður SONUR forseta Suður-Kóreu, Kim Young-sam, var yfirheyrð- ur í gær í tengslum við hneyksl- ismál, sem hefur skekið stjórn- ar- og bankakerfið í landinu. Er sonurinn, Kim Hyun-chul, sakaður um að hafa þrýst á um að Hanbo-samsteypunni yrðu veitt lán., þrátt fyrir bága stöðu þess. ERLENT Sjaldgæf næturlending GEIMFERJAN Discovery lenti undir stjörnu- björtum himni í Flórída klukkan 3.82 að staðartíma í fyrrinótt og er það aðeins níunda ferð bandarískrar geimferju af 82, sem lýkur eftir sólsetur. Gert er ráð fyrir að næturlendingar verði algengari í framtíð- inni og í því skyni hafa öflug leiðarljós ver- ið sett upp í nágrenni Kennedy-geimstöðvar- innar á Canaveral-höfða. Discovery var 10 daga í geimnum að þessu sinni til endurbóta á Hubble-sjónaukanum. Næsta ferð hennar verður í sumar og verður fyrsti íslenski geimfarinn, Bjarni Tryggvason, með í þeim leiðangri. Frítt fyrir konuna í Perluna fylgir konudagsblómum Krúttið mitt 10 túlípanar Rómantik á konudaginn Kærleiksbækur Tilboð kr. 649.- Stóra ástin - Engin kona án blóma Málverkasýning Heillandi heimur bl Ástin eykst-sendu einn svona...Hún á það skilið Málverkctsýrung 21/02 til 02/03

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.