Morgunblaðið - 22.02.1997, Page 32

Morgunblaðið - 22.02.1997, Page 32
32 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ NEYTEIMDUR AÐSENDAR GREINAR Fita í fóðri kemur fram í bragði svínakjöts Morgunblaðið/Porkell RÓSA Jónsdóttir önnum kafin við skynmat á svínakjöti. ÆTLI lesendur geti fundið mismun- andi bragð af svínakjöti eftir fóðrinu sem svínin hafa fengið síðustu vik- urnar fyrir slátrun? „Það er ekki ólíklegt, að minnsta kosti þegar fita í fóðri er annars vegar," segir Rósa Jónsdóttir en ritgerð hennar til meistaraprófs við matvælafræðiskor Háskóla íslands í samvinnu við fæðudeild Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins fjallaði einmitt um áhrif fitu í fóðri á gæði svínakjöts. Verkefni hennar var styrkt af iðnað- arráðuneytinu. „Við mátum vinnslueiginleika, bragðgæði og geymsluþol kjötsins út frá mismunandi magni fiskimjöls og fitugerða sem svínin höfðu verið fóðruð á fyrir slátrun." Rósa skoð- aði síðan fitusýrusamsetningu og athugaði hvernig fita í fóðri skilaði sér í forðafitu og vöðva. í ljós kom að fóðrið hafði mikil áhrif á fitusýrusamsetningu og skil- aði sér beint í forðafítu svo og vöðva- fitu. „Fiskimjöl er góður próteingjafí fyrir svín, fitan úr fískimjöli er fjöló- mettuð sem gerir fítuna hollari. Á hinn bóginn er gallinn sá að frekari hætta er á þránun ef um fjölómett- aða fítu er að ræða en ef fítan er mettuð og þar með aukin hætta á óbragði." Hópur dómara skynmat kjötið Rósa segir að hópur sérvalinna dómara hafí kannað bragðgæði kjötsins með skynmati þ.e.a.s. beitt sjón, lykt og bragði við að meta kjöt- ið. Kjötið er soðið í poka og engum bragðefnum bætt saman við. Það er síðan smakkað. Hluti kjötsins var frystur og að sjö mánuðum liðnum var kjötið soðið og geymsluþol þess athugað með öðru skynmati sem framkvæmt var af sömu dómurum. Óbragð ef hert lýsi var notað - Kom fiskimjölið eða fítan í gegn þegar kjötið var bragðað? „Þegar svínin höfðu verið fóðruð á 12% fískimjöli og hertu lýsi urðu dómarar varir við aukabragð af kjöti og fítu. Eftir sjö mánuði var munur- inn enn áþreifanlegri.“ Rósa segir að í kjölfar þessara rannsókna og annarra sem staðfesta sömu niðurstöður hafí notkun á hertu lýsi í fóðri verið hætt hérlend- is og í staðinn er til dæmis tólg eða sojaolía notuð. Hún segir að fískimjöl í fóðri hafi skilað sér í auknu magni Omega 3 fítusýra en þessar fítusýrur eru við- kvæmar fyrir þránun og því meiri hætta en ella á aukabragði. Óbragð- ið fannst hins vegar einungis þegar hert lýsi var með í fóðrinu. Þegar hún er spurð hvers vegna óbragð hafí ekki fundist ef svín hafí bara fengið fískimjöl segir hún að því sé ósvarað. „Ástæðan kann að vera sú að verið var einungis að skoða óunna kjötvöru en aukin hætta er á þránun með frekari vinnslu á kjötinu." Rósa ítrekar að fískimjöl sé ágæt- is próteingjafí fyrir svínin en bendir á að það þurfí að gefa af skynsemi. Sojaolían gerði fituna lina Þá kom í ljós að ef svínum var gefin sojaolía hafði það neikvæð áhrif á vinnslueiginleika þ.e.a.s. fít- an varð lin. - Komu þessar niðurstöður á óvart? „Það kom nokkuð á óvart að áhrifa fítu gætti í vöðvum kjötsins og að samsetning fítusýra væri ekki stöðugri þar en í forðafítu. Það var auðvelt að greina fítusýrusamsetn- ingu herta lýsisins í forðafitunni svo og í vöðvafitunni." Hún segir að menn hafi vitað um áhrif sojaolíu í fóðri svína en engar niðurstöður voru til um áhrif herts lýsis. - Eru íslensk svín á svipuðu fóðri og í nágrannalöndunum? „Eftir að svínin eru orðin þrjátíu kíló að þyngd er fiskimjöl ekki gefið í nágrannalöndum en hér á landi tíðkast að gera það fram að slátrun. Að öðru leyti eru dýrin á svipuðu fóðri. Rósa telur hins vegar áhugavert að fylgjast með frekari vinnslu á svínakjöti, s.s. hökkun og söltun til að athuga hvort þránunar verði vart í unnum svínakjötsvörum eins og pepperoni eða skinku. NYTT Hagkaup í Kjörgarði tekur stakka- skiptum VERSLUNIN Hagkaup við Lauga- veg hefur tekið stakkaskiptum. Búið er að gjörbreyta öllu skipulagi versl- unarinnar og útliti. Gengið er inn í verslunina þar sem áður var gengið út, sérvörudeildin hefur vikið fyrir fersku grænmeti í viðarkerrum, ný- bökuðu brauði og sætakökum. Af- skorin blóm blasa við þegar inn er komið. Búðin er innréttuð i svipuðum stíl og Hagkaupsverslunin á Garðat- orgi í Garðabæ þar sem lögð er áhersla á ferska vöru. Viður er áber- andi í innréttingum, útlitið náttúru- legt og skilaboð til viðskiptavina krítuð á krítartöflur. Búið er að koma upp bæði kjöt-, og fískborði þar sem boðið er einnig upp á tilbúna rétti í ofninn. Þá er í versluninni sérstakt ostaborð þar sem viðkiptavinir geta smakkað og keypt ost í þeim stærðum sem hentar. Um helgina standa viðskiptavin- um til boða ýmis sértilboð í tilefni opnunarinnar. Kristalsglös EFTIRFARANDI ráðleggingar var að finna í bandarískum bæklingi fyrir þá sem vilja hugsa vel um kristalinn sinn. Til að koma í veg fyrir að krist- all brotni við uppþvott borgar sig að láta hann standa við herbergis- hita í nokkra stund áður en hann er þveginn. Þetta er mikilvægt þeg- ar um er að ræða kristalsglös sem Morgunblaðið/Þorkell NÝ og breytt Hagkaupsverslun í Kjörgarði í hafa verið ísmolar. Vatnið á að vera volgt og sápan mild. Sam- kvæmt þessum ráðleggingum má helst ekki þvo kristalsglös í upp- þvottavél því þvottaefnið sem oft er notað fer illa með glösin. Ekki er ráðlegt að geyma glös á hvolfi því brúnir glassins eru viðkvæmar. Lítil hvít- lauksbrauð MYLLAN hefur hafið fram- leiðslu og sölu á hvítlauksbrauð- um, bæði fínum og grófum. í hverri pakkn- ingu eru átta stykki og er hverju brauði pakkað í stei- karfilmu svo hægt sé að nota eitt brauð í einu ef vill. Um 425 grömm af hvítlauksbrauðum eru í hveijum poka. Morgunblaðið/Júlíus Morgunblaðið/Golli Hársnyrtivörur SKIPHOLTS apótek hefur hafíð sölu á hársnyrtivörum frá J.F. Lazartigue í Frakklandi. Um er að ræða ýmsar tegundir hársápu, hár- og djúpnæring- ar. í Frakklandi eru sjötíu J.F. Lazart- igue verslanir og vörumar eru seldar í yfír 140 verslunum í tuttugu löndum. Þá eru einnig til sölu hjá apótekinu náttúruleg hársápa og næring með vítamínum og jurtum sem eru frá Health & Diet Company Ltd svo og hársnyrtivörulína frá fyrirtækinu Nicky Clarke. Umræddar hárvörur innihalda jurtir og plöntur s.s. aloe vera, rósmarín og kamillu svo og náttúrulegar ilmkjamaolíur. Umboð fyrir vöramar hefur Bere:- fell ehf. Dvergurinn og Grundartanginn FYRIR mörgum árum var mér sögð saga af dvergi nokkrum. Hún rifjaðist upp fyrir mér vegna áforma stjórnvalda um að auka stóriðju á Grundartanga. Dvergurinn sem var afar smá- vaxinn lifði sem einbúi sáttur við sitt og stundaði vinnu sína af kost- gæfni. Nágranna, sem annars lét sér annt um hann, datt í hug að gera honum smá grikk, fór inn í íbúð hans og stytti alla fætur á húsgögnun- um, þannig að hús- gögnin lækkuðu öll jafnt. Þegar dvergur- inn kom heim, fann hann strax að heimilið hafði breyst og honum fannst hann ekki leng- ur sá sem hann taldi sig vera, nefnilega dvergur. Þessi upplifun dvergsins orsakaði til- vistarkreppu vegna vanmáttar og til- gangsleysis. Þess vegna ákvað hann að stytta sér aldur, sem hann og gerði áður en nágranni hans gat leiðrétt verknaðinn. * Við vitum vel, segir 01- afur Oddsson, hversu skammt við erum komin á umhverfissviðinu. Maðurinn og siðfræðin Allir menn, sama hvar þeir búa og í hvaða hlutverkum þeir eru, mynda sér meðvitað eða ómeðvitað skoðanir á því hvað sé rétt eða rangt í samskiptum sínum við aðra, menn, dýr eða náttúru. I ljósi þessarar fullyrðingar er með ólíkindum hvað stjórnmála- menn og embættismenn hafa hvít- þvegið sig gagnvart öllum þáttum undirbúnings að stóriðjufram- kvæmdum á Grundartanga. Það skyldi þó ekki vera að samviskan væri ekki í lagi? Stangast pólitísk markmið á við önnur æðri, sam- kvæmt gæðum, gildismati, raun- verulegum verðmætum og heildar- hagsmunum? Voru stjórnsýslulög- in brotin í þessu máli? Af hveiju þessi gassagangur og hraði? Engin flokkspólitísk mörk Umræðan um Grundartangam- álið, stóriðju almennt, virkjanir, hálendið, ferðamannaþjónustu og hreina náttúru í því sambandi er langt fyrir ofan flokkspólitísk mörk. Hún byggist á gildismati fólks sem lætur sér annt um land- ið sitt og framtíð. Skoðamyndunin breytist ört og þeim fer fjölgandi sem gera sér grein fyrir því hvað það er mótsagnakennt, að á sama tíma sem glímt er við afleiðingar af illri meðferð fyrri og núlifandi kynslóða á landinu, sé bætt við skuldir okkar og heimsins alls með vafasömum verksmiðjurekstri. Sem oftar eru stórnmálamenn á eftir almenningi í hugsun og verki vegna þess hve tengsl þeirra eru lítil við almenning. Þeir halda að hvort tveggja sé hægt að gera, sleppa og halda. Segja eitt og gera annað. Tiltrú almennings hefur minnkað vegna tengslaleysisins. Þess vegna öðlast nú margir hug- rekki til að mótmæla fyrirhugaðri stóriðju á Grundartanga og styðja því Kjósveija í baráttu þeirra við valdið. Fjölmiðlafólk er næmt á æðaslátt landans og fjallar því um málið en ekki til að hnekkja á stjómvöldum, eins og stjórnmála- menn halda gjarnan. Rætur Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks standa djúpt í Kjósinni, en í þessu máli skiptir það engu. Hér vega þyngst hags- munir sem byggjast á hreinni nátt- úru og landgæðum í sókn en ekki vörn. Þegar sveitafólkinu er nóg boðið af valdníðslu, ofstjórn og vanvirðingu stjórnvalda, rís það upp og mótmælir. Þetta fólk biður um að fá að vera í friði með sitt. Það er ekki verið að reyna að ná út fjár- magni úr ríkissjóði. Bætur skipta hér engu máli fyrir Kjósvetja. Þeir verða heldur ekki keyptir til pólitískrar hlýðni, haldi það ein- hver. Stjórnmálamenn! - vinnið með fólkinu, þá losnið þið við að sanna ykkur. Gerið sem minnst - fólkið vinnur verkin. Landinn og umhverfismálin Við vitum vel hversu skammt við erum komin á umhverfissviðinu. Fjölmiðlar hafa bent á mörg slæm dæmi á síðustu árum. Nýleg ástandsskýrsla Heil- brigðiseftirlits Suðurlands er lýs- andi fyrir ástandið almennt í land- inu. Sorphirða, frárennsli og neysluvatnsöflun er í ólagi o.fl. o.fl. Við erum rétt að byija. Klárum að hreinsa áður en bætt er við. Greiðum upp gamlar skuldir við landið áður en við bætum við nýj- um. Enga nýja stóriðjutolla. í umræðum um Grundartanga hafa meðmælendur sumir verið með ábendingar um að andstæðingum farist nú ekki að tala um mengun. Þeir ættu að taka til í eigin garði. Of margir bílar og dráttarvélar, reykur vegna sinubruna, tilbúinn áburður út í ár o.s.frv. Þetta er allt saman rétt. Það réttlætir ekki skít frá stóriðju og útilokar ekki að staðsetningu stóriðju sé mót- mælt með réttu. Við höfum öll verk að vinna á umhverfissviðinu. Þess vegna skulum við ekki bæta nýjum verkefnum á okkur. Hvar má stunda lífrænan landbúnað? Hafi iðnaðarráðherra meint það sem hann sagði í síðdegisútvarpi Bylgjunnar 17. des. sl. að lífrænan búskap ætti ekki að stunda við Hvalförð heldur í Mýrdalnum eða á Héraði. Var hann í raun að lýsa mengunarstefnu ríkisstjórnarinnar og að Hvalfirðinum skildi fórnað? Ljótt er ef satt er. Það er ekki leið til að gera landbúnað, ferða- mennsku og smáiðnað sjálfbæran í kringum Hvalfjörðinn. Stóriðjan og dvergurinn Umræðan snýst ekki um litla eða mikla mengun, heldur enga mengun, ekkert álver, enga stækkun járnblendiverksmiðjunn- ar í Hvalfirði. Við erum nógu rík til þess. Við fórnum ekki meiru fyrir minna, nefnilega náttúru- auðlindum okkar. Vilji stjórnvöld fylgja þessari stóriðjustefnu á að koma henni fyrir þar sem hún hefur minnst skaðleg áhrif á allan hátt. Mig grunar að það séu aðeins tveir sem geta leyst þetta mál. Annar er Davíð Oddsson forsætis- ráðherra. Ég bið ykkur báða að hjálpa til við lausn málsins. Tilhugsunin um þessa stóriðju veldur mér tilvistarkreppu. Mér finnst ég vera agnarsmár dvergur. Höíundur cr kynningarfulltrúi Skógræktar ríkisins ogsumaríbúi íKjós. Ólafur Oddsson I j í ) I ) ) ) )

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.