Morgunblaðið - 22.02.1997, Side 35

Morgunblaðið - 22.02.1997, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 35 AÐSENDAR GREINAR Heilsugæsla á Islandi - in memoriam? ER HEILSUGÆSLA Á íslandi í núverandi mynd að leggjast af? Á landsbyggðinni virðist svo vera en þéttbýlið á einnig undir högg að sækja. í flölmiðlum hefur orðið nokkur umræða að undanfömu um lækna- skort á landsbyggðinni. Ýmsir hafa látið álit sitt í ljós um orsök vand- ans. Vafalaust er fagleg og félagsleg einangrun sá þáttur sem er lands- byggðarlækninum hvað erfiðastur auk langrar vaktstöðu, sérstaklega í einmenningshéruðum. Þessar að- stæður valda auknu álagi á fjölskyldu landsbyggðarlæknisins. Illmögulegt er að skipuleggja tómstundastarf eða samverustund með íjölskyldunni, eitt símtal og læknirinn er horfinn á braut um óákveðinn tíma. Starfsumhverfi landsbyggðar- læknisins hefur breyst síðustu árin og kröfur samfélagsins um öryggis- þjónustu allan sólarhringinn hafa aukist. í dag er nánast hægt að ná sambandi við lækni hvar sem er á landinu fyrirvaralaust í gegnum sím- boða eða farsíma. Landsbyggðar- læknirinn hefur þrátt fyrir stöðuga vaktaskyldu engin sérstök vaktafrí. Erfiðlega gengur að fá lækna til afleysinga í dreifbýlinu þannig að vandi er að ná út þeim fríum sem þó eru lögboðin í dag. Heimilislæknar hafa staðið í deil- um við ríkið um bílamál heilsugæslulækna. Samningum við lækna um þjónustu við öldrun- arstofnanir hefur verið sagt upp. Lyfsala eða umsjón með henni hef- ur verið tekin frá lækn- um, hlutur sem er í eðli sínu rökréttur, en eitthvað þarf þá að koma í staðinn. Állt eru þetta atriði sem falla undir liðinn kaup og kjör og hefur mikil áhrif á afkomu lækna á landsbyggðinni. Kjaranefnd Eins og flestum er kunnugt um þá hafa heilsugæslulæknar verið settir undir kjaranefnd. Með því má segja að kjaranefnd hafi framtíð heilsugæslunnar á íslandi í hendi sér. Síðustu mánuði hefur verið nokkur flótti úr stétt heimilislækna í önnur störf, m.a. til sjúkrahúsa í þéttbýlinu. Þetta kemur til viðbótar flótta heimilislækna af landsbyggð- inni í ótryggar afleysingastöður í Reykjavík. Einnig er mér kunnugt um að nokkrir heimilislæknar séu að afla sér sérfræðiréttinda í Noregi til að vera við öllu búnir. Noregur sýnist mér koma til með að veita íslandi harða sam- keppni um sérmennt- aða heimilislækna á næstunni vegna mikils munar á starfsumhverfi og launakjörum. Ég veit því að heimilis- læknar horfa með eftir- væntingu en jafnframt nokkrum kvíða til þess dags er kjaranefnd skii- ar niðurstöðu sinni. Ráðuneyti heilbrigðis- og fjármála hljóta einn- ig að horfa til þessa dags með nokkurri eft- irvæntingu því úr úr- skurði kjaranefndar má lesa framtíð heilsu- gæslunnar og hvort ráðuneytin þurfi að grípa til sértækra aðgerða til að þessi þjónusta haldist á landsbyggð- inni og reyndar í þéttbýlinu einnig. Bifreiðamál Heilbrigðisráðuneytið hefur látið þau boð út ganga að stjórnum heilsu- gæslustöðva sé óheimilt að semja við heilsugæslulækna um meira en 2.000 km akstur á ársgrundvelli en það samsvarar 6.000 kr. á mánuði! Fyrir þessa upphæð ætlast ríkið til að heilsugæslulæknar láti sér í té bifreið fyrirvaralaust allan sólar- hringinn árið um kring. Þetta þýðir Ágúst Oddsson Það er orðið löngu — tímabært, segir Agúst Oddsson, að þymi- rósarsvefni heilbrigðis- yfirvalda ljúki. í raun að lækni í einmenningshéraði er uppálagt að kaupa bifreið fyrir ríkið og fær til þess 70.000 kr. á ári. Þessi bifreið verður aldrei heimil- isbíll fjölskyldunnar heldur hreint atvinnutæki sem ríkið sparar sér að kaupa og reka en fær full og óskor- uð afnot af árið um kring fyrir lítið. Sé einhverjum kunnugt um hag- stæðari „bílaleigusamning" en hér um ræðir þætti mér vænt um að fá að heyra. Þessi fyrirmæli heilbrigðis- ráðuneytisins berast á sama tíma og hvert læknishéraðið á fætur öðru á landsbyggðinni er að missa heimil- islækni sinn. Á Vestfjörðum einum þar, sem eru 10 stöður heilsugæslu- lækna, er einn heimilislækir að störf- um, þó er einungis eitt hérað „lækn- islaust“. Með þessum orðum er ekki verið að kasta rýrð á þá kollega sem þjóna læknishéruðum á landsbyggð- inni án sérmenntunar í heimilisíækn- ingum. Ég er einungis að benda á að þau kjör og það starfsumhverfi sem í boði er laðar ekki að heimilis- lækna á þá staði sem menntunn þeirra og starfsreynsla gagnast þjóð- félaginu best. Læknisbústaðir Alþingi samþykkti nýverið fyrir atbeina fjármálaráðherra lög sem gætu stuðlað að enn meiri flótta heimilislækna af landsbyggðinni en þegar er orðið. Hér er átt við heim- ildarákvæði um sölu á embættisbú- stöðum. Hugmyndin er að bjóða læknum á landsbyggðinni bústaðina til sölu á „hagstæðum" kjörum, bú- staði sem að öllu jöfnu hafa verið viðhaldslitlir og vanhirtir af eigend- um sínum (ríkinu) árum og jafnvel áratugum saman. Bústaðirnir eru þannig margir hverjir nánast verð- laus eign á svæðum þar sem oftar en ekki enginn fasteignamarkaður er til og húseign er lögð að jöfnu við átthagafjötra. Ef læknar taka ekki þessu vildarboði verður húsa- leigan hækkuð upp í „markaðsverð" hvað sem það nú merkir. Þetta þýð- ir í raun að læknar hafa tvo kosti; annar er sá að kaupa vanhirta hús- eign á stað þar sem nánast ómögu- legt er að selja aftur. Hinn kosturinn er að fara; varla verður húsaleigan það lág að viðunandi verði, því ef svo væri myndi að sjálfsögðu enginn freistast til að kaupa bústaðinn og lagaheimildin gagnslaus. Það er löngu orðið tímabært að þyrnirósarsvefni heilbrigðisyfírvalda ljúki og þau sýni það í verki að heil- sugæslan sé hornsteinn heilbrigðis- þjónustunnar á íslandi. Enn er ekki of seint að vakna til vitundar um ástandið og bæta úr þeim vanda sem hér hefur verið ræddur. Stefna heil- brigðisráðuneytisins í heilsugæslu- málum var kynnt í byrjun sumars; er ekki kominn tími til aðgerða? Höfundur er starfnndi heilsugæslulæknir í Borgarnesi og fyrrverandi héraðslæknir Vestfjarða. Erindi í ÞORSTEINN Ólafs- son, framkvæmda- stjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna rekur lesendum Morgunblaðsins raunir sínar af litlum árangri af endurteknum bréfa- skriftum til VSÍ. Og málið er sýnilega verra fyrir það, að bréfin voru send í ábyrgð og annað nær 5 mánaða gamalt. Tilefni þess var óánægja hans með svör framkvæmda- stjóra ASÍ og VSÍ á opnum fundi Alþýðu- bandalagsins sl. haust. Þar spurði hann hvort samtökin væru ekki reiðubúin að semja um auknar skyldur vinnuveitenda til að greiða laun í fjarvistum forelda vegna langvinnra veikinda barna. Á fundinum svaraði fram- kvæmdastjóri VSÍ því til, að fyrir- tækin beri þegar mikinn félagsleg- an kostnað. Þau greiði að jafnaði yfir 6,5% af öllum launum í trygg- ingargjald sem stendur m.a. að ábyrgð hluta undir útgjöldum sjúkratrygginga Al- mannatrygginga, önn- ur 6% af launum til líf- eyrissjóðs sem m.a. standi undir greiðslu örorkulífeyris, beri kostnað af slysatrygg- ingum starfsmanna og greiði auk þess iðgjald til sjúkrasjóða stéttar- félaga. Þá er ótalið að fyrirtækin bera stærst- an hluta af tekjutapi starfsmanna vegna forfalla frá vinnu í veikinda- og slysatil- fellum í allt að sex mánuði og jafnvel lengur. Auk þessa greiða fyrirtækin starfsmönnum laun í fjarvistum vegna veikinda barna í allt að 7 daga á ári. Allt þetta bera fyrirtæk- in sjálf andstætt því sem viða er í nágrannalöndum, þar sem al- mannatryggingar standa að baki greiðslum í veikindaforföllum starfsmanna. Fordæmi þaðan um ríflegar greiðslur er því lítils virði hvað fyrirtækin varðar. Þá var einnig bent á að fyrirtæki á íslandi eru flest smá, með innan við 10 starfsmenn. Þau eru því við- kvæm fyrir öllum viðbótarútgjöld- um. Langvinn veikindi eina starfs- manns smáatvinnurekandans geta valdið honum miklu meiri ijárhags- legum erfiðleikum en starfsmaður- inn varð að þola. Sjái sig hver í því að greiða öðrum manni laun af eig- Sjúkrasjóðir eru nú orðnir afar öflugir, segir Ólafur B. Ólafsson, og því eðlilegur farvegur til að draga úr tekjutapi foreldra langveikra barna. in launum um lengri tíma. Það þarf því engum að koma á óvart að VSÍ er ekki reiðubúið að fjölga þeim einstaklingum, sem atvinnurekand- inn þarf að bera fjárhagslega ábyrgð á. Gildir þar einu hvort um er að tefla maka, börn eða foreldra sem stundum eru nefnd. Verði menn fyrir forföllum frá vinnu af öðrum ástæðum en eigin veikindum er sannarlega ekki sjálf- gefið að það sé hlutaðeigandi vinnu- veitandi sem eigi að taka á sig tjón- ið. Allt þetta var rækilega skýrt á áðurnefndum fundi og því ekkert tilefni til efasemda um afstöðu VSÍ. Þorsteinn Ólafsson hefur sent VSÍ tvö ábyrgðarbréf en í engu tilfelli leitað eftir samtölum eða svörum. Efni fyrra bréfsins var áður svarað og því ekkert tilefni til að endurtaka það og það eins þótt sent væri í ábyrgð. í síðara bréfinu var óskað eftir þátttöku í fundi og skyldi þátttaka staðfest fyrir 20. janúar sl. VSÍ fær jafnan mörg tilboð um að mæta á fundi um hin margvislegustu málefni og hefur engin tök á að þiggja öll þau boð. Þar sem ekki var sérstaklega óskað svars heldur eingöngu stað- festingar á þátttöku ef af yrði var það ekki sérstakt tilefni til bréfa- skrifta eins og á stóð. Þaðan af síður átti ég von á að þetta fund- arboð yrði tilefni greinaskrifa í Morgunblaðið. Að endingu er þó rétt að upplýsa að atvinnurekendum er vel ljóst að gildandi reglur tryggja ekki öllum starfsmönnum í öllum tilvikum rétt á launagreiðslum frá vinnuveitend- um sínum, litlum eða stórum fyrir- tækjum eftir atvikum, ef þeir for- fallast frá vinnu vegna sjúkleika. Þess er heldur ekki að vænta. Ein- stakir starfsmenn geta því átt í fjár- hagslegum erfiðleikum af þessum sökum og var m.a. af þeim ástæðum fyrir mörgum árum samið um, að atvinnurekendur á almennum vinnumarkaði greiði sem svarar 1% af öllum launum í sjúkrasjóð við- komandi verkalýðsfélags. Margir þessara sjóða eru nú orðnir afar öflugir og því eðlilegur farvegur til að draga úr tekjutapi foreldra lang- veikra bama. Allt þetta veit Þorsteinn Ólafsson og hann veit líka að þessu til viðbót- ar hafa fyrirtækin aðstoðað starfs- menn sína fjárhagslega með marg- víslegum hætti og langt umfram skyldur þegar langvinn veikindi barna ber að höndum. Sjálfur hitti ég Þorstein á Akranesi þann 17. nóvember sl. á 90 ára afmæli Har- aldar Böðvarssonar hf. Hann var þar kominn til að veita viðtöku einn- ar milljónar króna framlagi þessa fyrirtækis til þeirra samtaka sem hann er í forsvari fyrir. Hvorki þá, fyrr né síðar hefur hann séð ástæðu til að ræða við mig um erindið sem áður var svarað. Það var heldur ekki tilgangurinn, - hann var send- ur í ábyrgð. Höfundur er formaður Vinnuveitendasambands íslands. Ólafur B. Ólafsson á síðustu ARCTIC CAT vélsleðunum. Eigum einnig nokkra notaða sleða. SUÐURLANDSBRAUT 14, SÍMI: 568 1200 —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.